Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Side 19
FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987.
19
Erlend myndsjá
Réðst á nautabanann fýrir hugleysi
Nautabani'einn varð nú í vikunni að þola það að áhorfandi réðst að honum í hringnum og sló hann niður fvTÍr að
hafa neitað að bana nauti sem hann hafði atast við. Ahorfandinn kýldi nautabanann. sem síðan var handtekinn f>TÍr
tilvikið, en áhorfandinn slapp við alla eftirmála. Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera nautabani.
Seint koma sumir en...
Það er siður að flytja fyrr eða síðar heim til fóðurlandsins líkamsleifar
þeirra sem falla á erlendri grund. Bandaríkjamenn fluttu nú fyrir skömmu
heim leifar hermanns, Eddie Slovik, sem tekinn var af lífi fyrir liðhlaup í
heimstyijöldinni síðari. Hann var fjóra áratugi í erlendri mold. Það eru
systir og mágur Eddie sem standa yfir gröf hans á myndinni.
Tip O’Neill heiðursdoktor
Thomas Philip O’Neill, oftast nefndur Tip O’Neill, hefur verið sæmdur nafn-
bótinni heiðursdoktor í lögum, af Trinity háskólanum f Dublin á írlandi. Tip
O’Neill er að sjálfsögðu af írskum ættum og á að baki langan og afkastamikinn
feril í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Tip var forseti deildarinnar um langt ára-
bil og einn af helstu leiðtogum demókrata. Hann hefur nú látið af þingmonnsku
og helgar sig undirbúningi hátíðarhalda vegna tvö hundruð ára afmælis banda-
rísku stjómarskrárinnar.
Með Tip O’Neill á meðfylgjandi mynd er Margaret Heckler sem um þessar
mundir gegnir embætti sendiherra Bandaríkjanna á írlandi. Hún var að sjálf-
sögðu viðstödd athöfnina þegar Tip var heiðraður og var með þeim fyrstu til
að óska honum til hamingju.
Kýr á beit
í garði
Marcosar
Nú eru mannlausir lystigarðamir
umhverfis höll þá er Mareos. fvnmn
forseti Filippseyja. lét byggja fyrir sig
á sínum tíma. Þar eru nú kýr á beit á
flötunum við sundlaugina þar sem
áður svntu gidlfiskar af ýmsmn teg-
undum.
Núverandi stjómvöld á eyjunmn
hyggja ekki á ný-tingu hallarinnar. að
minnsta kosti ekki fyrir fólk. Þó mætti
vafalítið koma þar fyrir þó nokkrum
af þeim evjaskeggjmn sem lieimilis-
lausir em og búa við sára fátækt.
Þeir gætu þá altént náð sér í mjólkur-
sopa á staðnum.
Fjölskyldu-
samvinna
Mæðginin á þessum tveimur
myndum, þau Alberta Easter og
George Lester Lemons, vom nýlega
handtekin, asamt tveimur öðrum
sonum Albertu, á móteli í bænum
Westland í Michiganfylki í Banda-
ríkiunum.
Fyrr þann sama dag höfðu þrír
lögreglumenn farið á staðinn til að
handtaka fiúna fyrir ávísanafals.
Fjölskyldan tók þá í gíslingu og
fundust líkin af þeim í mótelherberg-
inu - þeir vom allir skotnir til bana.