Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Blaðsíða 21
20 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987. FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987. 21 Iþróttir Iþróttir Brftish Open gotfmátíð hefst í dag: „Nú spyrja bömin: Komstu áfram pabbi?" - Tekst Tom Watson að vinna í sjötta skiptið? „Þrátt fyrir að langt sc síðan ég hef unnið mót er ég mjög bjartsýnn á góðan árangur nú. Sjálfstraust mitt hefur aukLst gífurlega mikið eftir að ég hreppti annað sœtið á US Open. Það yrði stórkostlegt að sigra núna í sjötta skiptið og jafha þar með met Harry Wardons," sagði Tom Watson, einn frægasti og besti ky lfíngur heims. í dag hefst keppni á einu stærsta golfmóti atvinnumanna í ár, British Open. Allir bestu kylfingar heims berjast þar til sigurs en þeir eru • Severiano Ballesteros sést hér horfa á eftir upphafshöggi sínu á 1. braut á æfingu í gær. Ballesteros vann British Open siðast árið 1984. Símamynd/Reuter • Bemhard Langer, V-Þýskalandi, hefur aldrei unnið British Open. Hann varð í 2. sæti í fyrra og i 3. sæti tvö árin þar áður. Símamynd/Reuter margir sem spá Tom Watson sigri að þcssu sinni. Hann hefur fimm sinnum unnið þetta stórmót, síðast árið 1980 er mótið fór fram á Muir- field velhnum í Skotlandi, sama velli og leikið er á nú. „Ég hef heyrt marga tala um að ég sé að nálgast toppinn aftur en ég geri mér grein fyrir því að ég verð að vinna þetta mót til að staðfesta það. í golfi sem öðrum íþróttum snýst allt um að sigra. Þú færð lítið sem ekkert fyrir annað sætið.“ „Konan sussaði á bömin en ég hló“ Tom Watson hefur ekki unnið al- vörugolfinót síðan 1984. Margir telja hann einn vinsælasta kylfing í heimi og stuðningsmenn hans eru ótrúlega margir um allan heim. „Að vinna ekki mót í allan þennan tíma var í raun ekki mjög skemmtilegt en ég held þó að það hafi lagst þyngra á vini mína og fjölskyldu en mig sjálf- an. Hér áður fyrr voru bömin mín vön að apyrja hvort ég hefði unnið þegar ég kom heim frá mótum. Núna spytja þau oftast hvort ég hafi kom- ist áfram á mótunum eftir 36 holur. Móðir þeirra sussar yfirleitt á þau en ég hlæ bara að þeim.“ „Hreiniega yndislegur arki- tektúr“ Eins og fram kemur hér að framan vann Watson síðast á British Open árið 1980 á sama vellinum og leikið er á nú. Watson hefur þetta að segja um völhnn og frammistöðu sína 1980: „Þetta er stórkostlegur völlur, hreinlega yndislegur arkitektúr. Sandgrytjumíir eru einstaklega erf- iðar, þær em svo djúpar að óstjóm- lega erfitt er að ná kúlunni upp úr þeim. Og það er varla hægt að taka víti ef maður slær í þær. Röffið er hrikalegt víða á vellinum og lítið betra en sandgryfjumar. Vindurinn mun spila mikið inn í árangur kepp- enda að þessu sinni sem áður. Það er nánast sama hvaða átt er, völlur- inn er alltaf jafiicrfiður. Ef það verður hins vegar logn, eins og verið hefur hér síðustu daga, eiga mjög margir möguleika á sigri.“ „Þá púttaði ég stórkostlega“ Watson heldur áfram: „Ég man að • Jack Nicktaus, til vinstri, sést hér ræða vlð Greg Nomwn ð æfingu á Muirfield veflinum i Skotlandi i gær. Norman vann British Open í fyrra. Símamynd/Reuter 1980 púttaði ég stórkostlega. Það var alveg sama hvar ég var á grfnunum, allt fór oían í. Ef ég næ 75% ár- angri á grínunum nú, miðað við mótið 1980, á ég mikla möguleika á sigri," sagði Tom Watson. Kemur Paul Azinger enn á óvart? Nær ógemingur er að spá fyrir um úrsht á British Open að þessu sinni sem endranær. Margir veðja á Wat- son en aðrir, sem taldir eru hafa mikla möguleika, eru Scott Simpson, • Tom Watson, sem hefur fimm sinnum unnið British Open, leikur sér hér að gotfkúlunni fyrir æfinga- hring i gær. Watson vann síðast árið 1980. Simamynd/Reuter ' Ip' • Arnokf Palmer, lil hægri, sem tvívegis hefur unnið British Open, gantast hér við Fuzzy Zöller ettir æfingahring i gaer. Símamynd/Reuter sem vann US Open fyrr í sumar, Bemhard Langer, sem leikið hefur mjög vel að undanfómu, Severiano Ballesterös, sem alltaf er til alls lík- legur, og svo er það álit margra að Paul Azinger, sem nú tekur þátt í þessu stórmóti í fyrsta skipti og hef- ur verið í látlausri aókn undanfama mánuði, geti komið verulega á óvart. Sigurvegarinn á British Open í fyrra, Greg Norman, er í lægð um þessar mundir og hefur átt í sérstökum vandrasðum með púttin. Hann gæti þó vel tekið upp á því að sigra ann- að árið í röð. Gömlu jaxlamir Jack Nicklaus, Raymond Floyd og Lee Trevino, em ekki taldir haía neina möguleika á sigri en hafa ber þó í huga að þeir Nicklaus og Floyd hafa unnið glæsta sigra nú nýverið og voru þá keimlíkir spádómar í gangi. -SK | Pétur Guðmundsson tekur stóðu Artic Gilmore hjá San Antonio: Æðislegt tækifæri" - segir Pétur sem verður aðalmiðherji liðsins í NBA-deildinni „Þetta er óneitanlega æðislegt tæki- færi fyrir mig og líklega besta tækifæri sem ég hef fengið til að sýna hvað i mér býr í körfuboltanum á mínum ferlisagði Pétur Guðmundsson, at- vinnumaður í körfuknattleik hjá bandaríska NBA-liðinu San Antonio Spurs, í samtali við DV i gærkvöldi. „Ég mun spila mjög mikið á næsta keppnistímabili“ „Það er búið að selja Artic Gilmore frá San Antonio til Chicago Bulls en hann hefur verið aðalmiðheijinn hjá San Antonio í mörg ár. Ég verð því aðalmiðherji hjá liðinu í vetur, það • Pétur Arnþórsson við og stuttu seinna lætur hér þrumuskot ríða af að marki Kefivíkinga eftir fallega sendingu frá Kristjáni Jónssyni. Þorsteinn Bjamason markvörður ÍBK kom engum vömum lá knötturinn í neti heimamanna. DV-mynd G. Bender Framarar brutu blað í Keflavík - Keflavík-Fram 0-2. Fyrsti sigur Framara á heimavelli Keflvíkinga síðan árið 1976 Magnús Gislasan, DV, Suðumesjum: Framarar brutu í gærkvöldi blað í sögu sinni í 1. deildinni í knatt- spyrnu. Þá sigruðu þeir Keflvíkinga ,í Keflavík með tveimur mörkum gegn engu. Ellefu ár eru liðin síðan áð Framarar unnu síðast sigur á Keflvíkingum á þeirra heimavelli en Fram vann 1-2 árið 1976. Framar- ar eru nú komnir með 14 stig í 1. deild og eiga inni frestaða leikinn gegn Völsungi úr 8. umferð. Islandsmeistararnir eru sem sagt komnir í toppbaráttuna eftir slæma byrjun og eru til alls líklegir svaf vöm Keílvíkinga illa á verðinum sem oftar í leiknum. Þar með vom úrslitin ráðin. Heimamenn sóttu nokkuð í lokin en uppskám ekki laun erfiðis síns. Pétur Ormslev bestur á vellin- um I liði Fram var Pétur Ormslev mjög góður og var hann besti maður'vallar- ins í þessum leik. Janus var mjög traustur í vöminni en annars má segja að allir leikmenn hafi átt góðan leik. Framliðið er mjög heilsteypt og greini- lega á mikilli uppleið þessa dagana. Farrell í sérflokki hjá ÍBK Peter Farrell var langbestur í liði Framarar unnu mjög verðskuldaðan sigur á Keflvíkingum í gærkvöldi að viðstöddum 1186 áhorfendum. Þeir sóttu nær látlaust í byijun leiksins og fengu byr undir báða vængi á 9. mín- útu leiksins er heimamenn skomðu sjálfsmark. Viðar Þorkelsson lék þá upp að endamörkum, gaf fasta og lága sendingu fyrir mark Keflvíkinga. Inn- an markteigs hrökk knötturinn í fætur Guðmundar Sighvatssonar og í netið. Eftir markið sóttu Framarar nokkuð en brátt fóm Keflvíkingar að láta meira að sér kveða og undir lok fyrri hálfleiks vom Keílvíkingar oft að- gangsharðir við mark Framara sem vörðust vel og höfðu forystuna í leik- hléi. Rólegur síðari hálfleikur Það var ekkert sem benti til þess að Keflvíkingar ætluðu sér að jafna met- in í upphafi síðari hálfleiks. Liðið lék illa lengst af og nánast eins og sundr- aður her. Engu að síður áttu heima- menn nokkur marktækifæri en Friðrik Friðriksson var ávallt á réttum stað í marki Fram. íslandsmeistaramir áttu einnig sín færi og það kom fáum á óvart er þeir gulltryggðu sigurinn á 74. mínútu leiksins. Kristján Jónsson lék þá með knöttinn upp vinstri kant- inn og gaf síðan gullfallega sendingu á fyrrum félaga sinn í Þrótti, Pétur Amþórsson. Hann tók laglega við knettinum og skoraði af miklu öryggi með góðu skoti af stuttu færi. Þar Selfoss skoraði eftir aðeins tuttugu sekúndur Sveirm A Sigurðssan, DV, Selfossi: Selfyssingar komu á óvart er þeir sigurðu Víkinga, efsta lið 2. deildar, 2-1, á íslandsmótinu í knattspymu á Selfossi í gærkvöldi. Selfyssingar vom mun betri í leiknum og upp- skám samkvæmt því. Þessi sigur var þeim kærkominn því staða þeirra í deildinni var orðin frekar slæm. Leikur liðanna í gærkvöldi hafði að- eins staðið yfir í 20 sekúndur þegar fyrsta mark leiksins var staðreynd og voru Selfyssingar þar að verki. Jón Gunnar Bergs braust upp að endamörkum og gaf góða sendingu fyrir markið. Elías Guð- mundsson sem tók við sendingunni átti skot í vamarmann Víkings og jiaðan barst knötturinn til Jóns Birgis Kristj- ánssonar sem skoraði. Eftir markið átti Jón Gunnar meðal annars skalla í stöng. Stuttu síðar var Jón Birgir í dauðafæri en brást bogalist- in. Á 20.mínútu komst einn leikmanna Víkings inn í sendingu og átti gott skot að marki en Hreiðar Sigtryggsson mark- vörður héit ekki knettinum sem barst til Jóns Bjama Guðmundssonar sem fylgdi vel á eftir og átti ekki í erfiðleikum að jafna metin. I seinni hálíleik sóttu Selfyssingar linnulítið. Á 70. mínútu komst Jón Gunnar Bergs inn fyrir vöm Víkings og skoraði með góðu skoti frá vítateig, sig- urmark leiksins. Bestir í liði Selfoss vom Þórárinn In- gólfsson og Heimir Bergsson en annars var það liðsheildin sem skóp þennan mikilvæga sigur. Hjá Víkingum var Jón Otti Jónsson markvörður besti maðurinn. Áhorfendur vom um 400 og frekar slakur dómari leiksins var Sæmundur Víglundsson. -JKS • Fyrra mark Fram í gærkvöldi oröið staðreynd. Viðar Þorkelsson (dökkklæddur til hægri) hefur spyrnt knettinum fyrir mark ÍBK og Guðmundur Sighvatsson, ÍBK, liggur í markteign- um eftir að hafa skorað i eigið mark. DV-mynd G. Bender ÍBK í gærkvöldi en Jóhann Magnús- son lék einnig vel og hafði góðar gætur á Ragnari Margeirssyni. Vömin er veikasti hlekkur liðsins sem í gær- kvöldi virkaði sem sundurlaus her. I heild verða leikmenn ÍBK að taka sig verulega á ef þeir ætla að spjara sig í næstu leikjum í deildinni. • Leikinn dæmdi Kjartan Ólafsson og fórst honum starfið vel úr hendi. -SK Golffréttir: • Birgir Marinósson. GA. fór holu í höggi á Jaðarsvelli á Akurevri í gær. Atvikið átti sér stað á 18. braut og notaði Birgir sjö-tré í draumahögg- ið. Hann hefur áður farið holu i höggi á sömu braut. • Nissan stigamótið í golfi fer fram í Grafarholti um næstu helgi. Mótið gefur stig til landsliðs. Þátttökurétt hafii karlar með 8 og lægra í forgjöf og konur með 17 og lægra. Leiknar verða 72 holur. Skrán- ing fer fram í síma 82815 og 84735 og lvkur henni á morgun kl. 18.00. Bakhjarl mótsins er Ingvar Helgason, umboðsmaður Nissan á íslandi. KSÍ fékk sfyrk Knattspymusamband Evrópu hefur ákveðið að styrkja fimm smáþjóðir í Evrópu; ísland, Luxemb- urg, Möltu, Liechtenstein og Kýpur að upphæð 160 þúsund þýskra marka sem renna á til unglinga- starfsemi þjóðanna. Hlutur hverrar þjóðar verður því um 650 þúsund íslenskra króna. Ekki er að efa að þessi styrkur kemur Knattspymusambandi íslands í góðar þarf- KSÍ rak knattspymuskóla á Laugarvatni í fyrra- sumar fyrir unga knattspymumenn og í kjölfar þess sótti KSÍ um styrk og fékk hann. Frétt um þetta efni birtist í vestur þýska íþróttablaðinu Kic- ker á dögunum. -JKS Leiftur í 2. sæti 2. deildar - Leiftur vann Þrótt, 3-0 og UBK vann Einherja, 2-0 Leiftur frá ólafsfirði heldur áfram að koma á óvart. í 2. deild- Halldór Guðmundsson þriðja mark Leifturs og gulltryggði sigurinn. inni í knattspymu en í gærkvöldi sigruðu þeir Þrótt, 3-0, á Ólafsfirði og eru þar með komnir i annað sætið í déildinni. Óskar Ingimundarson skoraði fyrsta markið á 17. mínútu eftir fyrirgjöf frá bróður sínum Steinari. Á 33. mínútu var Gústaf ómarsson felldur innan vitateigB af rnark verði Þróttar og víta- spyrna da>md og úr henni skoraði Sigurbjöm Jukobsson. 1 seinni hállleik pressuðu Þróttarar stíft fyrstu tuttugu mínútumar og sköpuðu sór nokkur tækifæri án j>ess þó að skora. Á 72. minútu skoraði Sigur Breiðabliks f baráltu- leik Breiðablik sigraði Einherja frá Vopnafirði, 2 0, i Kópavogi í gær- kvöldi í miklum banittuleik. Ólafttr Bjömsson skoraði fyrra mark Breiða- bliks undir lok fyrri luilfleiks eftir aukaspymu. í síðari hálíleik bætti Ólafur við öðm marki úr vítaspymu. Fyrr í leiknum fengu Breíðabliksmenn vitaspjTnu en þá vnrði markvörður Einheija spymuna frá Jóni Þóri Jóns- syni. -.IKS mun mikið mæða á mér og ég fæ mjög mikið að spila. Þetta verður mikil og góð reynsla fyrir mig og ef ég stend mig vel þá aukast mínir möguleikar í deildinni verulega. Ég er mjög bjart- sýnn á sjálfan mig. Ég hef æft gífurlega mikið eftir að ég gekkst undir upp- skurðinn við bakmeiðslunum og er í miklu betri æfingu núna en á sama tíma í fyrra. Ég lyfti á morgnana og æfi síðan og spila á daginn. Þetta er stíf dagskrá en ég hef ekkert fundið fyrir meiðslunum aftur og er staðráð- inn í að standa mig í stykkinu," sagði Pétur. • Mál Péturs hafa heldur betur þró- ast á annan veg en haldið var í fyrstu þegar hann var keyptur til Spurs. Þá var honum ætlað sama hlutverk og hjá LA Lakers, staða varamiðherja. Sá orðrómur komst á kreik hér á landi fyrir skemmstu að Spurs hefði keypt mjög góðan miðherja, David Robinson að nafni, og að hann myndi veita Pétri mikla keppni. Pétur hafði þetta að segja um málið í gærkvöldi: „Þetta er alls ekki rétt. Robinson á eftir að vera í bandaríska sjóhemum næstu tvö árin þannig að hann mun alls ekki leika með okkm- á næstunni hvað sem ‘ síðar verður. -SK • Pétur Guðmundsson, atvinnumaður hjá San Antonio Spurs:„Ég er ákveðinn i að standa mig í stykkinu hjá Spurs á næsta keppnistímabili." DV-mynd Valdís Óskarsdóttir Staðan Staðan í 1. deild eftir leikinn i Kefla- vík í gærkvöldi er þannig: Keflavík-Fram 0 2 Valur 9 5 3 1 17-6 18 KR 9 4 4 1 16-6 16 Akranes.... 9 5 1 3 13-11 16 Þór Ak 9 5 0 4 16-15 15 Fram 8 4 2 2 10-7 14 KA 9 3 2 4 7-8 11 Keflavík.... 9 3 2 4 15-20 11 Völsungur 8 2 3 3 9-10 9 Víðir 9 0 6 3 4-12 6 FH ....:...9 1 1 7 7-19 4 • Næstu leikir: ÍA-FH á morgun föstudag, KR-KA. Þór-Fram og ÍBK- Völsungur á sunnudag og Valur- Viðir á mánudag. Staðan i 2. deild eftir leikina i gær- kvöldi er þannig: Selfoss-Víkingur.................2-1 Leiftur-Þróttur.................3-0 Breiðablik-Einherji.... ....2-0 Vikingur.....9 Leiftur......9 ÍR...........9 Þróttur R....9 Breiðablik...9 ÍBV.....:....9 Selfoss,.....9 Einherji.....9 KS...........9 ísafjörður...9 18-12 19 12-6 16 18-14 14 18-17 13 10-9 13 15-15 13 17-19 12 3 10-14 12 4 13-17 11 0 8 10-18 3 • Næstu leikir: iBl-KS, Einherji-ÍR. UBK-Þróttur, Leiftur-Víkingur og Selfoss-ÍBV, allir á laugardag. r Speedie tií~1 bikarmeist- ara Coventry „Ég er þakklátur stjórum Co- ventry að gefa mér teekifæri til að sýna hvað í mér býr í 1. deild- inni. Ég vona að ég verði hér næstu tíu árin.“ sagði skoski landsliðsmaðurinn David Spe- edie eftir að harrn skrifaði undir samning við Coventry í gær. Bik- armeistaramir greiddu Chelsea 750 þúsund stórlingspund fyrir hinn 27 ára Speedie og er það metupphæð hjá Coventry. 47 railljónir króna. Mesta upphæð áður 250 þúsund sterlingspund fyrir Gar>- Collier 1979. David Speedie missti stöðu sína í liði Chelsea sl. vetm:. mest vegna skapbresta. Newcastle og Celtic höfðu um tíma áhuga á leikmanninum en ekkert varð þó af þvi að hann færi til þessara liða. John Sillett, hinn glaðværi liðsstjóri Coventry, nældi svo í Speedie. Sillett telur að hann geti orðið stórhættulegur mið- herji með Cyrille Regis. Hinn óvænti sigur Coventty i bikarkeppninni hefur feert félag- inu miklar tekjur og það hefur því efhi á að kaupa Speedie nú. Aðgöngumiðasala er nú á fullu hjá Coventn' og fyrirframsala er nú um cinni milljón sterlings- punda meiri en á sama tíma í fyrra.. -hsímj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.