Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Blaðsíða 32
32
FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987.
Menning
£>Uwk‘.
Glæsilegir
Hvítt leður - Svart leður - Svart rúskinn.
Austurstræti 6 - sími 22450
Laugavegi 89 - sími 22453
Reykjavík
Póstsendum
Jón Gunnar til dæmis fram algjörlega
huglægt verk, „þankalínur“, sem hann
hugðist senda þvert yfir hnöttinn (til
New York, San Francisco og Sidney)
og áður en varði hafði listamaðurinn
eignað sér hluta af alheiminum, kosm-
Að virkja alheiminn
„Að gera sólina bjartari" (1974) er
eins konar hugmyndaskúlptúr með
sjálfa sólina að uppistöðu og önnur
verk af svipuðum toga fylgdu í kjölfar-
ið. Hápunktur þessarar kosmísku
hugmyndalistar er niðursetningur (in-
stallation) Jóns Gunnars, „Alheimur
og þyngdarlögmál", á Feneyjabíennal-
inum 1982.
Jón Gunnar virkjar að sjálfsögðu
þessar kosmísku hugmyndir á mjög
frumlegan hátt og teygir skúlptúr sinn
í leiðinni langt út fyrir sólkerfið, en
ekki má heldur líta framhjá því að
hugmyndir um alheiminn, rúm og tíma
Hinir geysivinsælu
FEMINA skór
loksins á íslandi.
Verð: 3025,-
MyndHst
Aðalsteinn Ingólfsson
Með oddi og egg
Þessi verk sýna okkur í eggina, snú-
ast gegn okkur með oddi og egg, koma
vaðandi á söxunum. Gildir þá einu
hvort við erum í hópi pólitískra sam-
herja eða andstæðinga listamannsins.
Þetta á ekki síður við um báta Jóns
Gunnars en eggjámin.
Af þessum ástæðum, sem og ótal
mörgum öðrum, er Jón Gunnar í sér-
flokki íslenskra myndlistarmanna.
Sumarsýning Norræna hússins gefur
fremur takmarkaða innsýn í mynd-
heim hans. Þar er dregin upp mynd
af fáguðum völundi en lítið gert úr
uppátektarsemi Jóns Gunnars og upp-
reisnargimi. Til dæmis er mjög dregið
úr anarkískri ýgi „leikjanna", sem em
einfaldlega sagðir „hlaðnir pólitískum
ásetningi".
Myndröðin „GEN 1-19“ stendur svo
hvorki undir sér sem myndverk né sem
hjálplegur viðauki við skúlptúrinn
„Flaug GEN 24“. Aukinheldur er litla
ánægju að hafa af „Dagbók" lista-
mannsins, sem nefnd er hér i upphafi,
en hana er að finna í anddyri sýningar-
salarins. Hún virkar satt að segja sem
uppdiktað verk fremur en dagbók í
venjulegum skilningi.
Hins vegar segir hún okkur talsvert
um æringjann Jón Gunnar.
Enginn ætti samt að láta þessa sýn-
ingu á verkum Jóns Gunnars Áma-
sonar fram hjá sér fara.
-ai
Jón Gunnar Arnason -
hinn rétthentan), 1973.
Leikur fyrir tvo stjórnmálamenn (annan örvhentan,
vom þegar komnar í umferð meðal
starfsbræðra Jóns Gunnars i SÚM, til
að mynda gætir þeirra tiltölulega
snemma í verkum þeirra Magnúsar
Pálssonar og Kristjáns Guðmundsson-
ar, já, og einnig Vilhjálms Bergssonar.
Síðastliðin 10 12 ár hefur ferill Jóns
Gunnars framar öðm gengið út á sam-
ræmingu þessara kosmísku hugmynda
og þrívíðrar myndsköpunar. Sú sam-
ræming hefur aðallega átt sér stað
undir merkjum goðafræðinnar. Af-
strakt, óbundin orka sólarinnar er
tákngerð, tekur á sig ímynd hins nor-
ræna sólvagns (1978), verður augað
alsjáandi (1982), getur síðan af sér
Gravity" og nýju „Flaugina", heldur
i hugmyndafræðinni. Og ætti engum
að koma á óvart.
Ekkert myndverka Jóns Gunnars
lýsir þeirri hugmyndafræði betur en
„Hugarorkuverið", sem listamaðurinn
fann upp fyrir norræna skúlptúrsýn-
ingu árið 1980. „Verið" var einfaldlega
kringlótt jámplata sem sýningargest-
um var boðið að standa á og flytja
hugsanir sínar á aðra staði.
Sérhvert verka Jóns Gunnars er í
raun nokkurs konar orkulind (eða
spennistöð?), hvort sem orkan er í
formi Ijósgeisla (sjá spegilmyndimar),
aðdráttaraflsins (,,Gravity..“) eða hug-
arorku (hnífar, bátar).
Orka sú, sem stafar af síðastnefhdu
verkunum, felst fyrst og fremst í ýgi
þeirra, því sem í daglegu tali er nefnt
aggressjón.
Jón Gunnar Árnason - Flaug GEN 24, 1987.
aðrar myndlíkingar: sólfar, gangur
sólar, verður skínandi fley.
Út úr þeim pælingum koma svo ótal
bátar, hraðbátar og skútur úr áli og
stáli, sem ganga út á formrænar athug-
anir fremur en hugmyndalegar.
Flugskeyti
Nýjasta verk Jóns Gunnars er svo
„Flaug GEN 24 “, sem hefur að sönnu
á sér bátssnið en er líka ætlað að
minna á nýtísku flugskeyti og fall-
stykki. Því fylgja 18 myndir sem em
stílfærslur á ýmsum innviðum skúlpt-
úrsins.
Þegar litið er yfir svo viðburðaríkan
feril leitar áhorfandinn ósjálfrátt að
hrygglengjunni í honum.
Sú lengja liggur ekki nema að mjög
takmörkuðu leyti i formi þeirra
skúlptúra sem Jón Gunnar hefúr gert
um dagana, sem ætti að verða ljóst
þeim sem ber saman „hnífa" lista-
mannsins, niðursetninginn „Cosmos &
í hugarorkuveri
Sýning á verkum Jóns Gunnars Ámasonar í Norræna húsinu
Er Jón Gunnar Ámason dmllu-
pungur? í kokkabókum hans sjálfs, til
að mynda dagbókinni frá 1972, sem
hann lét ofísetprenta og gefa út, upp-
nefiiir hann ýmsa atkvæðamestu
starfsbræður sína og félaga með þess-
um hætti. Af samhenginu má oftast
ráða hvort viðurnefhið „dmllupung-
ur“ er notað í jákvæðri eða neikvæðrf
merkingu.
Það getur auðvitað tjáð neikvætt
viðhorf í garð tiltekinnar persónu, en
„dmllupungur“ getur einnig verið
lofsyrði og vísað til djörfungar og ófyr-
irleitni listamanns, bæði í lífi og starfi
- rétt eins og þegar amríkanar segja
„sonovabitch" um svalan gæja.
Jón Gunnar á líka til að kenna kol-
lega sína við engla, sem er einnig
tvírætt uppnefhi, getur þýtt að þeir séu
valinkunn sómamenni og ljúflingar,
líka að þeir séu vita náttúmlausir,
bæði sem manneskjur og listamenn.
Enda kemur það fyrir að Jón Gunn-
ar kallar einn og sama manninn
„dmllupung" og „engil“, sem er auð-
vitað til marks um aðskiljanlegar
náttúmr mannverunnar.
Jú, ætli Jón Gunnar sé ekki drullu-
pungur og engill (af betri sortinni) í
þokkabót. Islenskir myndsmiðir þurfa
að hafa einstakt upplag til að þrífast
í svo skúlptúrfjandsamlegu landi sem
ísland er, hvað þá til að stunda þá
nauðsynlegu niðurrifsstarfsemi sem
fylgir því að ryðja nýjum viðhorfum
braut.
* Þefvísi
Þrjóskur, eljusamur, eirðarlaus,
Jón Gunnar Ámason - Bátur, 1987.
DV-myndir JAK
ófyrirleitinn, verklaginn, ögrandi,
hugmyndaríkur, - allt þetta (og meira
til) á við um Jón Gunnar.
Eitt er það í viðbót sem stuðlað hef-
ur að ötulli framgöngu hans undanfar-
inn aldarfiórðung, nefhilega einstök
þefvísi hans á markverðustu myndlist-
arhugmyndir samtímans.
Jón Gunnar fékk bestu uppfræðslu
sem upprennandi skúlptör gat fengið,
tilsögn Ásmundar Sveinssonar,
menntun úr Myndlista- og handíða-
skólanum, dittó úr breskum listaskóla,
auk þess sem hann fullnumaði sig í
*
jámsmíði í Iðnskólanum. Og rak jám-
smíðaverkstæði um tíma, eins og
margir vita.
Nú hefur Jón Gunnar einmg upplýst
að hann hafi ævinlega verið einlægur
aðdáandi Einars Jónssonar, sem skýr-
ir að hluta hvaðan honum kemur hin
hugmyndalega árátta í skúlptúr.
Hins vegar lagði Jón Gunnar ekki
út á listabrautina fyrir alvöru fyrr en
hann var kominn fast að þrítugu, þeg-
ar Diter Rot vakti athygli hans á
ýmsum kostum hreyfilistarinnar sem
hann var þá sjálfur á kafi í.
Sú list var þá í miklum uppgangi í
heiminum og fyrir tilstilli Rots vom
verk eftir Jón Gunnar tekin inn á al-
þjóðlega sýningu á hreyfilist árið 1960
(Bewegen bewogen, Modema museet,
Stokkhólmi & Stedelijk, Amsterdam).
Með á nótunum
Allar götur síðan hefur Jón Gunnar
verið vel með á nótunum, hent á lofti
þær hugmyndir sem verið hafa efst á
baugi og hirt úr þeim nýtilega parta.
í kjölfar popplistarinnar gaf hann
hreinræktun konkretstefhunnar upp á
bátinn en tók til við að sjóða saman
aðfengna vélarbúta og málmdrasl,
sennilega fyrir áhrif bæði frá „djönk“
listamönnum eins og Tinguely og
Chamberlain, svo og vísindaskáldsög-
um, sem hann las af ákefð. I nýlegu
viðtali hefur Jón Gunnar einnig nefnt
hjartaaðgerðir Bamards í Suður-Afr-
íku, sem hann segist hafa haft mikinn
ímigust á. Út úr þeim pælingum komu
verk eins og „Hjartað" ( 1968).
Andfélagsleg og áreitin listiðkun
flúxara hitti Jón Gunnar einnig fyrir
á réttu augnabliki og það samstuð
leiddi sennilega af sér „leikina",
grimmileg ritúöl með hnífa og önnur
banvæn eggjám.
Sérstaklega er athyglisvert hve eld-
snöggur listamaðurinn var að tileinka
sér ýmsar helstu forsendur konsept
listarinnar, eins rótfastur og flinkur
„efiiishyggjumaður" sem hann hefur
ævinlega verið.
Á SUM-sýningunni árið 1972 lagði