Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Side 33
FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987.
33
^_____________Merming
Kona talar
til ástmanns
Kristín Omarsdóttir:
í húsinu okkar er þoka
Eigin útgáfa, 1987, 100 bls.
Þetta er fyrsta ljóðabók höfundar,
sem varð kunnur í vor fyrir verð-
launaleikrit. Bókin er í einkar
fallegri kápu eftir Lars Ámason.
Hún geymir fimm Ijóðabálka, sá síð-
asti er „Ljóðaleikur úr herberginu
með efsta gluggann.“ Þar talast við
elskendur í upphafinni, ljóðrænni
ræðu. Raunar er það mest áberandi
í allri bókinni að kona talar til ást-
manns síns, lýsir tilfinningum
sínum. Einn bálkurinn ber nöfn
ýmissa kvenna, Yrsuvers, Hönnu-
kviða o.íl., þar tala ýmislegar konur
til manna sinna. Það hefur verið
allt of lítið um það í íslenskum bók-
menntum að losti birtist frá sjónar-
miði kvenna, og er fagnaðarefni hve
vandað það er hér. Lítum fyrst á
sjálfsmynd konu í ljóðinu Hlaupa-
stelpa. Þar er mest áberandi að hún
líkir sér við ýmiss konar sjávarfang,
vegna bragðs og útlits, þegar hún
talar um þá líkamshluta sem mest
verða fyrir atlotum 'makans. Bæði
er um að ræða sjaldhafharkrásir
(rækjur og kræklinga), en svo er hún
líka ýsa og kartöflur, sem er íslenska
orðalagið fyrir „daglegt brauð“ fað-
irvorsins. Raunar liggja kræklingar
fyrir hvers manns fótum við sjávar-
síðuna, það er bara spumingin hvort
hann kann að meta þetta, hvað hann
gerir sér úr „gellum", krásir eða tros.
Hér feitletra ég orð sem lúta að
þessu. Höfundur notar sér vel tví-
ræðni orða eins og gella: hluti
fisks/bijóstastór kona; spírur: á kart-
öflum/mjóir leggir. Það er frumlegt
að líkja konunni við ferskt sjávar-
fang, andstæðan er gamlar kleinur
og greinilega er pabbinn á algerum
villigötum með að nota hina gat-
slitnu líkingu við blóm um stúlkuna.
í þessum miðbálki talar hún um sig
sem neysluvaming, en í fyrsta hlut-
anum er hún virk, og í lok kvæðisins
líka, leitar á, þefar uppi. Þar er
áherslan á frjálsa hreyfingu í and-
stæðu við hækjur, endurtekningam-
ar minna á galdur, em seiðandi, og
sýna þannig fiiunlegan mátt kon-
unnar (bls. 10-12).
HLAUPASTELPA
Ég er hlaupastelpa
og húmið býr í augum minum.
Ég
leita á nóttina.
Varir rnínar
drekka svita
og þorsta;
varir mínar
blíðu blíðu,
varir mínar
fríðu fríðu.
Tunga mín er töm
og kann að hvolfa hugum;
að eigir þú hugsanir,
einsog grjót einsog spjót,
þá renna þær niður dalinn,
beint í sjó!
Og ganga aldrei aldrei
meir
á hækjum sér
inm þér.
Munnur minn er kræklingur.
Skaut mitt á bragðið einsog
rækja.
Brjóstin hvít og mjúk
einsog gellur.
Fætumir spírur,
- alltaf á iði!
Ég er glæný hlaupastelpa
með eld í maganum
og hlaupasting í hnjánum.
Kristin Ómarsdóttir.
Alveg nývaxin,
- óx upp í fyrra!
Pabbi kallar mig blóm
og mamma skilur ekki bofs.
Nei!
Ég er ekki þurr kleina
sem þú étur með mjólk.
Ég er kræklingur,
rækja og gella.
- Ný kartafla um haust
með salti og sméri.
Húðin ísköld mjólk;
stundum volg
stundum flóuð.
og nasir mínar
hundóttar
þefa þig og
þefa þig uppi.
- Ég veit alveg hvar
við finnumst -
Bókmenntir
Örn Ólafsson
Orðalagið „hundóttar nasir" mun
eiga að sýna að talandinn sé þefvís
eins og hundur. En þessi orðmyndun
er óheppileg, því orð sem enda á -ótt-
ur merkja: alsettur eða þrunginn því
sem fyiTÍ hluti orðsins táknar: ból-
óttur, fjöllóttur, krímóttur, göróttur.
Samband kynjanna birtist líka í
togstreitu, svo sem í kvæðinu langa:
Leyndarmál stelpunnar og risans,
þar er misrétti kynjánna jafhvel í
titlinum. Ranghugmyndir karlsins
um konuna stafa af því, hann býr
til mynd af henni, jákvæða eða nei-
kvæða eftir því hvernig hún horfir
við hans vilja. Takið eftir hve biblíu-
legt orðalagið verður þegar hann
skreytir hana skv. sínuni hugmynd-
um, það minnir á tilbeiðslu Ljóða-
ljóða (bls. 16):
Hann var eitt sinn vondur viö mig.
vildi ekki sjá mig.
En ég fór ekki.
Ég beið.
Hann skreytir mig,
vefur mitti mitt slæðum,
málar augun og varirnar,
segir mér að ganga hring,
dáist að verki sínu,
kyssir mig fyrir
og faðmar mig
segi ég
eitthvað
fallegt.
Hann veit aldrei hvert ég fer.
ALDREl!
því ég er með njálg.
þarf að skjótast um.
tipla á háhælaskóm,
trítlandi hænuskref.
veifandi hönd.
Hann eltir mig.
Eltir mig lengra en nokkuj- annar.
Faðmur hans er mjúkur
en þegar hann tekur um mig
þéttings þéttings fast
og ég heyri allar sinamar
strekkjast um mig
þá veit ég
hvað hann hefur þui-ft
að hugsa
mikið og margt.
Haim bvr mig til
og ég á hfaupum
bv til ævintvi'ið um okkur. ''
(.’•)
Hér ríkir háðið þegar stúlkan þyk-
ist bara þylja staðrevndir. hún
ályktar uni andlega yfirburði
mannsins af vöðvastvrknum. það er
ríkjandi karlmennskudýrkun í hnot-
skum. Mynd hennar. ..trítlandi.
tiplandi. með njálg". er auðvitað
sköpuð af slíktmi ..risa”. og mikil
beiskja f orðum hennm- tun að hann
hrósi henni fyrir að vera sú mynd
sem hann gerir af henni. Ævintýrið
sem hún skapar upp úr slíku sam-
bandi getur ekki átt sér mikla stoð
í raunveruleikanum.
Það er stígandi í bókinni. hún er
ein heild. Dæmin sem ég tók eru úr
fyrsta bálki hennar, Fólk, en bókinni
lýkur í ástaralgleymi þar sem mis-
réttið er horfið (sjá t.d. bls. 80):
Hún: Það var dagur.
Hann: Það var nótt.
Hún: Og við sáumst.
Hann: Ég sá þig. Sá þig svo vel að
ég hélt ég væri kominn með ný augu.
Aidrei fyrr sá ég svona vel.
Hún: Það skeði um dag.
Hann: Það skeði um nótt.
Hún: Sólin skein.
Hann: Og tunglið.
Hún: Og við sáumst.
(Þögn)
Ekki er hægt að hafa fleiri orð urn
þessa bók, en vonandi hafa lesendur
séð að full ástæða væri til að kynna
sér hana betur.
Sendum
í póstkröfu
um allt land.
Verslunin
eiöivf
Langholtsvegi 111
104 Reykjavík 0) 6870*90
Stærsta
sérverslun
landsins
með
veiðivörur.
Veiðimenn!
Við bjóðum ykkur að skoða fjöl-
breyttasta úrval landsins í
veiðivörum. Úrvalið hefur aldrei
verið meira.
Lítið inn.
SALA - LEIGA
Leigjum einnig
allan viðleguútbúnað.
Höfum fengið til sölu mjög vönduð þýsk hústjöld.
Ný tegund af tjalddúk, vatnsþéttur og slitgóður.
Verð aðeins kr. 34.900.
Einnig 4 manna vel hönnuð kúlutjöld með himni
kr. 5.500.
Tjaldaleigan, Sportleigan
gegnt Umferðarmiðstöðinni,
sími 13072.
Sidsel koddi
Rangt
Venjulegur koddi
RÉTTI
K0DDINN
fyrirfólká öllum aldri
Sidsel koddinn gefur fullkom-
inn stuðning fyrir hálsliðina.
Fyrirbyggir og linar stirðleika
í herðum og hálsi.
• Koddann má handþvo i
volgu vatni.
• Koddaver fylgir.
Sidsel koddinn hefur fengið
góðar viðtökur hjá sjúkra-
þjálfurum hér á landi og
erlendis
Sendum í póstkröfu um allt land.
Sendingarkostnaður innifalinn.
Geymið auglýsinguna.
r—----------------------------------------------------------i
| Pontunarseðill:
IGeriö svo vel að senda mér............................stk.
Natn....................................................
I Heimili................................................. |
Póstnr......................Staður...................... j
FINNBOGI KARLSSON,
pósthólf 9145, 129 Reykjavík, sími 91-76731