Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Page 40
Eg ræð því
hverjum ég ek
í Bragganum
- segir fjármálaráðherra
Jón G. Hauksscm, DV, Akureyri:
Bifreiðamál ráðherranria hafa ver-
ið mikið til umfjöllunar undanfarið.
Hafa Jón Baldvin Hannibalsson
fjármálaráðherra og Jóhanna Sig-
urðardóttir félagsmálaráðherra lýst
þvf yfir, ein ráðherra, að þau ætli
ekki að nota ráðherrabifreiðar í rík-
iseign. Sagðist Jón Baldvin ætla að
keyra um á forláta Citroen Bragga.
Þá hefur Jóhanna lýst því yfir að
hún hyggist afþakka 20% fyrning-
arfé sem ráðherrar á eigin bifreiðum
eiga rétt á. Jón Baldvin var spurður
hvort hann ætlaði að afsala sér fyrn-
ingarfénu eins og Jóhanna.
„Ég hef ekki leitt hugann að því,
ég hef haft öðrum og þýðingarmeiri
málum að sinna," sagði Jón.
- Ætlar þú að nota Citroen Bragg-
ann sem ráðherrabíl?
„Þetta er minn einkabíll og ég ræð
því sjálfur hvemig ég nota hann.
Það verður hins vegar enginn bíll
keyptur í fjármálaráðuneytið til að
sinna gestum ráðuneytisins. Því er
lokið hér með. Ef það þarf að fá
góðan bíf þá em tif mjög þokkalegir
leigubílar.“
Hvenær færðu Braggann?
„Hann er ekki kominn til landsins
ennþá en fyrst þú ert að spyrja um
Braggann þá er höfuðkostur hans
sá að það er hægt að skrúfa hann
sundur og saman með einum skipti-
lykli." -ES
Sturla
hættur við
Jón G. Haukssan, DV, Akureyri:
Sturla Kristjánsson, fyrrverandi
fræðslustjóri á Norðurlandi eystra,
hefúr dregið umsókn sína um stöðu
'-'"ýfirkennara við barnaskólann á Dal-
vík til baka. Samkvæmt heimildum
DV mun ein ástæða þessa vera sú að
Sturla ætlar að bíða og sjá hvort ný
stefria verði tekin upp í fræðslustjóra-
málinu af hálfu nýs menntamálaráð-
herra.
ÓVEIMJU LÁGT VERÐ
OPIÐ TIL KL. 16.00
Á LAUGARDÖGUM
Smiðjuvegi 2, Kópavogi.
Símar 79866, 79494.
LOKI
Það er braggablús í
fjármálaráðuneytinu!
Neyðarúrræði fólks vegna lélegrar ijártiagsstöðu:
Fjolskylda byr í tjaldi
ofan við Hafnarfjörð
Hjón ásamt tveimur unglingum
hafa þurft að grípa til þess neyðarúr-
ræðis að flytja í tjald. Hjónin eru
komin yfir miðjan aldur. Konan er
100% öryrki. Hún er hjarta- og
taugasjúklingur og er með lömunar-
sjúkdóm. Konan getur ekki verið
ein, hún getur ekki klætt sig hjálpar-
laust, getur ekki staðið upp úr fleti
sínu í tjaldinu án hjálpar. Auk þess
þolir hún kulda illa. Þegar maðurinn
fer til vinnu á morgnana þarf hann
að koma konunni til vina eða ætt-
ingjá.
Blaðamaður DV hitti manninn og
fór með honum að skoða „heimili"
flölskyldunnar. Fjölskylda mannsins
var ekki heima, hún var í afmælis-
veislu í Reykjavík. Á leið til „heimil-
isins“ sagði maðurinn að um síðustu
mánaðamót hefðu þau þurft að flytja
úr íbúð sem þau hefðu neyðst til að
selja vegna lélegrar fjárhagsstöðu.
„Upphafið af okkar óforum eru þau
að ég veiktist f baki og hef sum árin
misst allt að þrjá mánuði úr vinnu.
Eftir að konan veiktist réð ég ekki
lengur við þetta. Við tókum lán ofan
á lán. Það var á slæmum tíma, lánin
voru vfsitölutryggð. Eftir að þau
fóru í vanskíl bættist endalaus lög-
fræðikostnaður ofan á höfuðstólinn.
Þegar ég sá í hvað stefhdi leitaði ég
mér hjálpar, ég hefði þurft um fimm-
tíu þúsund krónur að núvirði til að
halda íbúðinni, en það fékkst ekkí,“
sagði maðurinn.
Maðurinn sagðist vera algj ör bind-
indismaður. Fyrir tólf árum var
hann stórreykingamaður en hætti
þá að reykja, vín þykir honum vont
og notar það ekki. Félagsmálastofri-
un í Hafharfirði hefur lítið getað
gert til hjálpar. Fyrst eftir að fjöl-
skyldan missti íbúðina bjó hún á
hótelum á kostnað Félagsmálastofii-
unar. Því varð hún að hætta vegna
þess hversu hótelin eru bókuð. Eitt
hótel í Reykjavík, sem hafði her-
bergi, neitaði alfarið að hýsa fjöl-
„Heimili fjölskyldu. Konan er 100 %
öryrki. DV-mynd KAE
skylduna þegar hún sagðist vera frá
Félagsmálstofhun. Lengst hafa þau
verið sex daga á sama hótelinu, það
var á Hótel Garði, „þar var gott að
vera, þetta var eins og á heimili, en
því míður gátiim við ekki verið þar
lengur vegna þess hversu mikið var
bókað þar,“ sagði maðurinn.
Hvemig er með matseld, þvotta og
fleira sem venjuleg fjölakylda þarf
með? „Við emm upp á aðra komin
hvað þetta varðar. Það er andstyggi-
legt, en ég vil segja að við höfum
mætt geysilegri velvild hjá mörgura.
Við höfiím átt kost á einni íbúð, það
var um áttatíu fermetra íbúð sem
var efnalaug áður. Það vom engir
gluggar í herbergjunum né á baðinu.
Það hefði kannski verið í lagi, en
leigan var tuttugu þúsund á mánuði
og eitt ár fyrirfram, við það ræð ég
bara ekki. Það gerir okkur líka erfið-
ara fyrir að konan getur ekki gengið
upp og niður stiga, í mesta lagi tvær
til þrjár tröppur.“-sme
Flest hendir nú í umferðinni. Hvað skildi ökumaður Cadillacsins hafa verið aö hugsa. Akkúrat ekki neitt. Þaö
var enginn ökumaður á bilnum og verður ekki. Cadillacinn verður meðal innanstokksmuna á nýjum veitinga-
stað í Kringlunni. DV-mynd KAE
Veðrið á morgun:
Hæg aust-
anáttá
landinu
Á morgun verður hæg austlæg
átt á landinu og hiti tíu til fimmtán
stig. Skúrir verða með suðaustur-
og austurströndinni og norðantil á
Vestfjörðum en víðast þurrt ann-
ars staðar.
„ Hafskipsmálið:
Akæiu vísað frá
í Sakadómi
Ákæm ríkissaksóknara á hendur
þremur fyrrverandi forráðamönnum
Hafskips og endurskoðanda félagsins
var vísað frá dómi í Sakadómi Reykja-
víkur í morgun.
Meginástæða frávísunarinnar er
skyldleiki ríkissaksóknara, Hallvarðs
Einvarðssonar, við einn þáverandi
bankaráðsmanna Útvegsbankans, Jó-
hann Einvarðsson. Sakadómur tók
ekki til greina þær vanhæfisástæður
verjenda að ríkissaksóknari væri van-
hæfur vegna lánveitinga úr Lífeyris-
sjóði opinberra starfsmanna eða vegna
ummæla hans um málið á meðan á
rannsókn þess stóð hjá Rannsóknar-
lögreglu ríkisins.
Bragi Steinarsson saksóknari lýsti
því yfir í Sakadómi í morgun að hann
kærði þennan úrskurð til Hæstaréttar.
_________________________^
Helgi og Mar-
geir í öðru sæti
Á skákþingi Norðurlanda í gær vann
Margeir Jón Ij og Helgi gerði jafntefli
við Salmi frá Finnlandi.
Mortensen frá Finnlandi og
Schneider frá Svíþjóð eru nú efstir í
landsliðsflokki með þrjá og háifan
vinning en Helgi, Margeir og Tissdal
frá Noregi em í öðm sæti með tvo og
hálfan vinning. Nú hafa fjórar um-
ferðir verið tefldar í landsliðsflokki.
KGK
Héðinn efstur
Héðinn Steingrímsson er enn efst-
ur á skákmótinu í Puerto Rico en í
gær var þar tefld sjötta umferðin og
gerði hann þá jafntefli við Eran Liss
frá ísrael. Þetta er fyrsta jafntefli
Héðins en hann hefur ekki tapað
skák á mótinu. KGK