Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1987, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987. 3 DV Fréttir Borgaraflokkurínn telur sig hlunnfarinn - gömlu flokkarnir kláruðu styrkina Þingflokkur Borgaraflokksins hefur sent fjármálaráðherra bréf þar sem farið er fram á að leiðrétt séu mistök sem borgaraflokksmenn telja að hafi orðið við úthlutun ríkisstyrkja til stjómmálaflokkanna. Á ári hverju úthlutar Alþingi styrkj- um til þingflokkanna og nam Qárveit- ingin samtals 33,6 milljónum króna fyrir 1987. Þessir styrkir eru greiddir út af fjármálaráðuneytinu að fengnum tillögum svokallaðrar blaðanefndar sem skipuð er fulltrúum flokkanna. I janúar síðastliðnum sendi nefndin tillögur sínar til fjármáléeráðuneytis- ins. Var þar gert ráð fyrir að öll fjárveitingin væri greidd strax eins og venjulega. Þegar Borgaraflokkurinn ætlaði að sækja sinn hluta fjárveitingarinnar eftir kosningar fengust þau svör að búið væri að nota alla fjárveitingu ársins og því ekkert eftir handa þeim. Þessu vilja borgaraflokksmenn alls ekki una. Hlutur Borgaraflokksins hefði numið um 3 milljónum króna fyrir 7 þingmenn, 2/3 hluta ársins. Að sögn Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins, en hann var formaður nefndarinn- ar á þeim tíma sem tillögumar voru gerðar, fór nefndin eftir þeim venjum sem beitt hefur verið í 20 ár við gerð tillagnanna. Helst munu koma til greina tvær lausnir á þessu máli. Annars vegar að gömlu flokkamir endurgreiði það sem þeir hafa fengið og upphæðinni verði úthlutað að nýju. Ekki er talið líklegt að þeir samþykki að sú leið verði farin. Hins vegar væri hægt að veita auka- fjárveitingu í styrki til þingflokka og gengi hún þá til að greiða Borgara- flokknum þá upphæð sem hann hefði átt að fá. Gera má ráð fyrir að Kvenna- listinn telji sig eiga rétt á einhveijum hluta aukafiárveitingarinnar vegna þess að hann tvöfaldaði þingmanna- tölu sina i kosningunum. Sigurður Þórðarson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, sagði í samtali við DV að þetta mál væri til af- greiðslu í ráðuneytinu en ekki væri búið að komast að niðurstöðu. -ES Styrkir Borgaraflokksins: Er að skoða málið - segir Jón Baldvin Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: Jón Baldvin Hannibalsson fjármála- ráðherra hefur fengið til umfjöllunar erindi frá Borgaraflokknum vegna úthlutunar á styrkjum til þing- flokka. Þorsteini Pálssyni, fyrrverandi fjármálaráðherra, var nýlega sent bréf þar sem hann var beðinn að leiðrétta þau mistök sem Borgara- flokksmenn telja að hafi orðið þegar gömlu flokkamir kláruðu íjárveit- ingu ársins 1987. Erindið hefur ekki verið afgreitt svo DV spurði Jón Baldvin hvað hann hygðist gera í málinu. „Þetta erindi var sent fyrrverandi fjármálaráðherra í byijun júní en það kom ekki á borðið mitt fyrr en kl. 19 i fyrrakvöld. Ég er að skoða þetta mál. Það liggur raunar fyrir álit frá rík- islögmanni sem vill synja þessari styrkveitingu og vísar til fordæmis þegar Bandalagi jafnaðarmanna og Kvennalistanum var ekki veitt hlut- deild í þessu fé fyrr en eftir á, 1984. En þetta er álit rikislögmanns eins og ég sagði.“ «flSSSgS@i'’ Katla Bjarnadóttir og Sævar Böðvarsson við saltfiskverkun. Rífshöfh: áBtera#n Upplýsingasimi: 685111 SaHfiskurinn er lífsins lottó -staldrað við í Fiskverkun Kristjáns Guðmundssonar „Hjá okkur feðgum snýst allt um saltfiskinn. Við erum hér með 30 manns i vinnu og verkum á milli 700 og 800 tonn af saltfiski á ári,“ sagði Guðmundur Kristjánsson, sem ásamt bróður sínum og föður rekur Fiskverk- un Kristjáns Guðmundssonar á Rifi, þegar tíðindamaður DV heimsótti hann fyrir skömmu. Það vekur athygli hve fiskverkunar- hús þeirra feðga er snyrtilegt og þegar inn er komið er bæði vítt til veggja og hátt til lofts og hlýtur vinnuaðstað- an að teljast með því betra sem gerist í þessari atvinnugrein, en saltfiskverk- un verður alltaf óþrifalegt starf. Guðmundur sagði að afkoman í salt- fiskverkuninni væri mjög góð um þessar mundir. Afskipanir væru hrað- ar og verð fyrir saltfiskinn það hæsta sem nokkru sinni hefði verið. Hann sagði vandalaust að fá fisk. Þeir keyptu mikið af trillunum, auk þess að vera með vertíðarbáta í viðskiptum. Yfir sumarið væru það trillurnar sem héldu vinnslunni hjá þeim gangandi. Nú er einu tonni af saltfiski staflað á brettj, klætt yfir með plasti og þar með er fiskurinn tilbúinn til útskipun- ar. „Þetta er ólýsanlegur munur frá því sem var þegar öllum fiski var pakkað í striga og saumað fyrir og pökkunum staflað á höndum og handaflið líka notað þegar verið var að setja pakk- ana á bílpalla til útskipunar. Erfiðið hefúr stórlega minnkað." sagði Guð- mundur. Hann var inntur álits á fijálsu fisk- verði og hvort hann óttaðist að verðið færi upp úr öllu valdi? „Nei, ég óttast ekki frjálst fiskverð og tel það raunar mikla framför og fagna því. Nú getur maður verðlagt fiskinn eftir stærðarflokkimi sem hlýt- ur að verða til hagsbóta. Svo ég táli nú ekki um þegar sú stund rennur upp hér hjá okkur að geta aðeins kevpt þann stærðarflokk sem við viljimi vinna hverju sinni. Frjálst fiskverð er mikið framfaraspor," sagði Guðmund- ur Kristjánsson. -S.dór Guðmundur Kristjánsson. DV-myndir JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.