Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1987, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987. Spumingin Ætlarðu á A-ha hljóm- leikana? Alda Aradóttir: Nei, ég ætla ekki - en dætur mínar eru mjög hrifnar af hljómsveitinni. Brynhildur Hall: Nei, mér fmnst allt- of dýrt á hljómleikana. Benjamín Gunnarsson: Ja - það gæti vel farið svo. Ég veit nú ekki neitt um hljómsveitina en gæti hugsað mér að fara á hljómleikana til þess að njóta þeirra. Steinunn Björg Helgadóttir: Nei, ég fylgist ekki neitt með hljómsveitinni. Alma Ómarsdóttir: Já, ég fylgist með A-ha og finnst hún mjög skemmtileg. Hef fylgst með henni síðan Hunt me high and low kom út. Haraldur Þórmundsson: Ja, ég veit það ekki - það getur vel farið svo. Lesendur Stórfurðuleg viðskipti: Samvinnuferðir-Landsýn 6062-2418 og 7251-5498 skrifa: Við getum ekki orða bundist. Þannig var mál með vexti að við tvö gerðum pöntun á sumarhúsi í Dan- mörku sem ferðaskrifstofan Sam- vinnuferðir-Landsýn auglýsir ferðir til. Pöntuðum við tveggja vikna ferð í gegnum umboðsmann viðkomandi ferðaskrifstoíu hér á Höfn í Homa- firði, þar sem við búum, því það lá beinast við að notfæra okkur þessa þjónustu á staðnum, ef þá hægt er að kalla þetta þjónustu. En um- rædda ferð pöntuðum við þann 19. júní. 24. júní fengum við staðfest að það væri laust á þeim tíma sem við óskuðum eftir eða þann 24. júlí. Daginn eftir staðfestingu, 25. júní, þurftum við að greiða kr. 10.000,- sem er staðfestingargjald íyrir okkur bæði en í öllum ferðaskilmálum á slíkt gjald að greiðast innan viku frá pöntun. Svo fór ég að athuga betur í hverju þetta lægi, að greiða þetta strax daginn eftir. Þá var okkur tjáð hjá Samvinnuferðum-Landsýn að þeir hefðu þurft að greiða þetta strax út til að tryggja okkur að við fengj- um þetta sumarhús, eins hefði það verið sérpantað íyrir okkur en við báðum ekki um neitt sérpantað sum- arhús í Danmörku. En málið er nú meira en þetta, við óskuðum eftir að fá að breyta þess- ari ferð í ferð til Rimini í þijár vikur, að vísu sjö dögum eftir að hin pönt- unin var gerð og að sjálfsögðu innan sömu ferðaskrifstofu. Nei takk, ekki til umræðu, nema að ferðaskrifstof- an hirti 10.000 kr. staðfestingargjald- ið til Danmerkur og við borguðum svo staðfestingargjaldið til Rimini, þá væri þetta til umræðu. Okkur hefði ekki fundist ósanngjamt að ferðaskrifstofan hefði tekið 25% eða þvíum- líkt, út af áðumefndri breyt- ingu, enda var sú ferð að sjálfsögðu nokkm dýrari. Við sem búum úti á landi erum ekkert annars flokks fólk. Það er óþarfi að þegja yfir svona óliðlegheitum og ókurteisi sem okkur hefur verið sýnd í þessu tilviki. Fólk hugsar sig kannski tvi- svar um áður en það skiptir við svona ferðaskrifstofu. P.S. Gaman væri að heyra álit ann- arra ferðaskrifstofa á svona af- greiðslumáta. Flugleiðaskutlan: Þjónusta til fyrirmyndar annars heims M.B.F. skrifer: Einhver sá ógeðslegasti atburð- ur, sem ég hefi séð í íslenska sjónvarpinu, var þegar verið var að urða kjötskrokkana frá bænda- samtökunum. Það er aiveg furðulegt að slíkir atburðir skuli geta átt sér stað hér á landi án refsingar. Og fullorðið fólk verður bæði undrandi og reitt yfir slíkum fólskuverkum. Þetta em glæpaverk, glæpur við þjóðina, glæpur gegn sveltandi bömum og gamalmennum í heiminum. Svívirðing við minningu feðra okkar og mæðra, sem urðu að heyja harða baráttu við hungrið. Myndi þeim nokkum tíma hafe dottið f hug að fera svona með lífs- björgina? Og myndi þau nokkum tíma hafa órað fyrir því að afkom- endur þeirra mundu fremja slík glæpaverk fynr nokkrar skítugar krónur. Það liggur við að maður óski þessum ólánsmönnum, sem að þessum verknaði stóðu, að þeir verði svo hungraðir að þeir neyð- ist til að grafa upp hræin og éta þau. Ég er hka hræddur um að það gagní Iítið fyrir þessa ólánsmenn að hafe með sér nokkra skítuga seðla yfir í annan heim og ætla sér að kaupa þar einhver sérréttindi. Gilbeit á blöðin Gilbert úrsmiður á Laugaveginura hringdi: Vegna bréfe Skeggs á lesenda- síðu DV nú fyrir nokkrum dögum vil ég benda á að héma f verslun- inni hjá mér fást einmitt réttu blöðin í rakvélina hans. Þessi ra- kvélartegund, sem hann keypti, er nýkomin á markaðinn frá Seiko og varahlutir í hlutina koma alltaf aðeins síðar. En blöðin slitna að sjálfsögðu eins og einnig gerist til dæmis með eggina á borðhnífum og því nauðsynlegt að skipta um blað þegar hitt er ferið að slitna. En við getum sem sagt bæði rakað Skegg og selt honum ný blöð héma í versluninni á Laugavegi 62. Þórður skrifar: Undanfarið hefur mátt lesa hér í les- endadálki DV orðahnippingar vegna tilkomu nýrrar þjónustu hjá Flugleið- um sem er í því fólgin að aka gestum Flugleiða milli hótela félagsins og bílaleigu. Þetta er þjónusta sem viðgengst alls staðar erlendis og er mjög vel þegin og raunar eftirsótt af öllum, farþegum og hótelgestum. íslendingar, sem hafa ferðast erlend- is, þekkja vel slíka þjónustu og hef ég margsinnis notið hennar og hrósað happi yfir þægindum þessum. Það er engin ástæða til að amast við þessari nýjung hér og raunar löngu tímabært að taka hana upp eins og Flugleiðir hafa nú gert. Það er sjaldgæft að amast við nýj- ungum og bættri þjónustu og þá sjaldan það er gert er oftast einhver maðkur í mysunni, t.d. að einhverjir telja að gengið sé á rétt sinn svo sem inn á sitt „verksvið" ef ekki annað. Hér er um þjónustuhlutverk Flug- leiða að ræða við þá gesti sem óska eftir þessum þægindum og margir hafa áður bent á að nauðsynlegt væri að bjóða upp á. Nú er hún til staðar og því ber að fagna en ekki lasta það. Þessi þjón- Karl hringdi: Mig undrar mjög sumir viðskipta- hættir á bílasölum. Til dæmis má taka að þegar ég kaupi bíl og nota minn gamla sem greiðslu upp í hann þá er ég krafinn um sölulaun af bílnum mín- um líka. Samkvæmt mínum skilningi er ég ekki að selja bílinn minn heldur nota hann sem greiðslu - sem er allt annað. Bíllinn, sem notaður er sem usta stendur til boða jafnt íslenskum farþegum sem erlendum, t.d. ef þeir vilja og þurfa að fara milli hótela eða frá hóteli á bílaleigu og hef ég einmitt haft spumir af þessari þjónustu frá manni utan af landi sem rómaði þessa fyrirgreiðslu. Það er svo oft hér á þessu landi okkar að þegar eitthvað er vel gert fær það ekki ýkja mikla umfjöllun en það er sjaldgæft að amast sé við bættri þjónustu. Og það er sannarlega engin ástæða til að amast við þessum farþegabíl Flugleiða sem hefúr fengið það hlut- verk að aka milli hótela með vissu millibili. Og bílstjóramir, sem honum aka, em fyllsta trausts verðir og í fullum rétti og hér er því ekki tekið neitt frá nein- um og þjónustan ókeypis. Til þessaia starfa þarf enga meiraprófsmenn. Þeir aka sínum bílum og taka gjald fyrir eins og lög gera ráð fyrir. Langferðabílstjórar og ekki síst leigubílstjórar hér í borg hafa í ríkum mæli notið góðs af farþegum Flugleiða gegnum árin og er þar um gagnkvæm- an ávinning að ræða. Flugleiðaskutl- an er aðeins ein grein á þjónustumeiði Flugleiða. greiðsla, hefur aldrei komið inn á bíla- söluna og er því ekkert í sölu. Og sá sem ég kaupi hinn bílinn af greiðir sölulaun af honum líka eins og áður sagði. Sjálfsagt er þetta svona í fasteignaviðskiptum að auki en ég á erfitt með að sætta mig við það og finnst þetta ekki réttir viðskiptahætt- ir. Argur skrifer: Einn er sá staður í kerfinu sem ætlar mig lifendi að drepa úr óþol- inmæði og gerist jætta í hverri einustu heimsókn á þær vígstöðv- ar. Það er nfgreiðslan hjá borgar- fógetanum í Réykjavík. Einhverra hluta vegna er bið þar oft með ólík- indum löng og margir hafa heitið því að skipta aldrei aftur um dval- arstað eftir að hafa skipt um húseign - og þar með hlotið hina einstöku reynslu sem fylgir þing- lesningum og raeðfylgiandi skemmtilegheitum. Otrúlegt er hversu lengi af- greiðslan og bókanafyrirkomulag- ið hefur verið með aama sniði - því eflaust er mikil leit að þeim manni sem treysti sér til þeas að lofeyngja þetta kerfi. Einhvem veginn minnh þetta sterklega á afgreiðslusal Trygg- ingastofnunar ríkisins áður en stofnunin var tölvuvædd og greiðslur fóru að mestu leyti fram i gegnum bankakerfið. Mætti ekki færa þinglesningar meira inn á verksvið fasteignasalans sem núna fær greiddar himinháar fjárhæðir fyrir oft á tíðum sáralitla vinnu. Ög þeir ættu þá að hafa möguleika á því að skipuleggja þinglesning- amai’ þannig að ferðin nýttist fyrir fleiri en einn í einu. Steinaldarfyr- hkomulagið, sem núna viðgengst í þessum málum, er helmingi dýr- ara fyrir þjóðfélagið og fækkun ónauðsynlegra ferða hins almenna borgara í opinberar stofiianh ætti að vera hagur fyrir alla aðila. Þess skal getið að þessum orðum er ekki ætlað að vera gagnrýní á störf starfemanna borgarfogeta- embættisins heldur er þama groinilega um að kenna lélegri skipulagningu fi*á æðri stöðum. Hanna ski-ifor: Mig langar að biðja einhvem, sem tók góðar nærmyndir á tón- leikunum með Europe 6. júlí síðastliðinn, að selja mér eintök af myndunum. Ef einhver getur orðið við þess- ari ósk minni bið ég hann að hafa samband í síma 93-61450 eftir klukkan fimm á daginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.