Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1987, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1987, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987. 37 dv Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 Reglusamur háskólanemi óskar eftir herbergi. Góðri umgengni og skilvís- um greiðslum heitið. Uppl. í síma 41747 e.kl. 20. Reglusöm hjón með 1 barn óska eftir 2-3 herb. íbúð á Stór-Reykjavíkur- svæðinu strax. Meðmæli. Nánari uppl. í síma 673361. Rólegan, reglusaman, hálfþrítugan mann, vantar 2ja herbergja íbúð í Reykjavík, örugg greiðsla. Uppl. í síma 611569. Starfsmaður Ríkisútvarpsins óskar eftir 2-3 herb. íbúð í miðbæ eða vesturbæ. Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022. H-4307. Traust hf. Óskum eftir einstaklings- herb. á leigu í 2-3 mán. fyrir erlendan starfsmann okkar, helst í Vogunum. Símar 83655 og 985-21436. Traust hf. Ung hjón með 3 börn, bráðvantar 3-4 herb. íbúð í Hafnarfirði strax. Eru 100% reglusöm og heita öruggum mánaðargreiðslum. Uppl. í síma 54676. Ungt reglusamt par utan af landi óskar eftir 2ja herb. íbúð, helst í Breiðholti, í vetur. Góðri umgengni heitið. Fyrir- framgreiðsla. Sími 97-2123 e.kl.19. Óska eftir herbergi með aðgangi að baði, fyrirframgreiðsla, æskilegt að svefnsófi fylgi. Öppl. í síma 19323 eftir kl. 21. Reglusamur 18 ára nemi óskar eftir herb. með aðgang að baði frá og með 1. ágúst. Uppl. í síma 688585. Ungur maður óskar eftir að leigja litla íbúð. Fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 688818 og 667405. Sturla. Óska eftir 2-3 herb. íbúð frá og með 1. sept. Góð fyrirframgreiðsla. Öppl. í síma 97-6497. ■ Atviimuhúsnæði Iðnaðar- og/eða skrifstofuhúsnæði í miðborginni, allt að 400 fm, leigist í einu lagi eða smærri einingum, gott útsýni. Uppl. á skrifstofutíma, sími 25755.______________________________ Skrifstofu- og lagerhúsnæði. Eigum ennþá óráðstafað 600 ferm. að Smiðju- vegi 4, hentar fyrir heildsölur, léttan iðanð o.fl., leigist í hlutum eða einu lagi. Egill Vilhjámsson hf., sími 77200. 155 mJ iðnaðarhúsnæði í vesturbæ Kópavogs til leigu, með stórum inn- keyrsludyrum. Uppl. í síma 44184 milli kl. 19 og 21,_______________________ Til leigu er gott 26 fm skrifstofuher- bergi nálægt Hlemmtorgi. Uppl. Leigumiðlunin, Brautarholti 4, s. 79917 og 623877. Til leigu 30 og 70 fm iðnaðar- eða skrif- stofuhúsnæði. Uppl. í sima 53735 eftir kl. 18. ■ Atvinna í boði Við höfum eftirtalin störf laus til umsóknar: • í nokkrar matvöru- og sérverslan- ir. • Lagerstörf. • í prentsmiðju. • Bakarí. • Bílaþjónustu. • Veitingahús. • Ræstingar. • Söluskála úti á landi, laun 40-45 þús. + frítt fæði og húsnæði, enskukunnátta, þýskukunnátta og eitt Norðurlandamál. • Rútubílstjóra, kunnuga landinu. • Skrifstofustörf. Uppl. og umsóknareyðublöð á skrif- stofunni, opið frá kl. 9-15. Aðstoð og ráðgjöf, ráðningarþjónusta, Brautar- holti 4, sími 623111. Au-Pair í Sviss Au-Pair óskast í frönskumælandi Sviss fyrir lok ágúst, til að gæta 2ja barna og taka þátt í léttum heimilisstörfum, mjög gott heimili á góðum stað í Sviss. Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022. H-4297.____________________________ Afgreiðslufólk, 20-50 ára. Afgreiðslu- fólk vant afgreiðslu óskast til starfa í söluturn í Garðabæ, tvískiptar vaktir. Unnið í 4 daga til skiptis frá kl. 9-16.30 og 16.30-24, síðan 2 daga frí. Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022. H-4308.____________________________ Smáauglýsingaþjónusta DV. Þú getur látið okkur sjá um að svara fyrir þig símanum. Við tökum við upplýsingun- um og þú getur síðan farið yfir þær í ró og næði og þetta er ókeypis þjón- usta. Síminn er 27022._____________ Tækifæri, tækifæri: Vantar par eða fríska einstaklinga til starfa við hænsnabú, þurfa að geta unnið sjálf- stætt, frítt fæði og húsnæði, mikil vinna og gott kaup fyrir rétt fólk. Uppl. í síma 99-6053. Starfskraftur Oóskast til afgreiðslu- starfa, ekki yngri en 25 ára. Vinnutími frá kl. 3 á nóttinni til 8 á morgnana. Góð laun í boði. Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022. H-4315. 2-4 stundvísir, duglegir, reglusamir og ábyggilegir menn óskast nú þegar til starfa við steinsteypusögun, kjarna- borun og múrbrot. Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022. H-4301. Getur þú byrjað strax? Okkur bráð- vantar frískan mann á lager í skemmri eða lengri tíma. Komdu upp í Hús- gagnahöll, Bíldshöfða 20, og talaðu við okkur. Spurðu um Sverri eða Odd. Skriftstofust. Fyrirtæki í sælgætisiðn- aði óskar eftir starfskr. á skrifstofu, þarf að geta hafið störf strax. Uppl. um menntun og fyrri störf sendist DV, merkt „Sælgætisiðnaður". Starfskraftur óskast til afgreiðslustarfa, ekki yngri en 18 ára. Vinnutími 15 dagar í mánuði. Góð laun fyrir góðan starfskraft. Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022. H-4277. Óskum eftir að ráða starfsfólk til af- greiðslu í veitingasal. Aldur 18 ár og eldri. Góð laun fyrir góðan starfs- kraft. Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022. H-4311. Járniðanaðarmenn, rafsuðumenn eða menn vanir járniðnaði óskast, einnig aðstoðarmenn. Uppl. í síma 651698 á daginn og 671195 á kvöldin. Skyndibltastað vantar starfsfólk til starfa í afgreiðslu og fleira. Hafið sam- band við auglþj. DV í síma 27022. H-4306. Starfsfólk í skóverslun. Óskum eftir að ráða starfsfólk í afgreiðslu hálfan og allan daginn. Umsóknir sendist DV, merkt „Skóverslun 4303“. Starfskraftur óskast í leikfangaverslun í miðbænum, frá 9-14, verður að vera vanur. Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022. H-4316. Stýrimann, vélstjóra og vélavörð vant- ar á 40 tonna dragnótabát sem er að hefja veiðar. Uppl. í síma 92-37578 og 92-37655. Tommahamborgarar, Hafnarfirði, óska eftir að ráða starfsfólk til starfa strax. Uppl. á staðnum mán. 20.07. og þri. 21.07. milli kl. 14 og 15. Þrjá-fjóra trésmiði vantar í tímavinnu nú þegar. Bjarni Böðvarsson bygging- armeistari, sími 78191 og 45451 eftir kl. 19. Sölumaður óskast sem fyrst, Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022. H-4317. Bakarameistarinn, Suðurveri, óskar að ráða bakara og afgreiðslufólk nú þeg- ar. Uppl. á staðnum eða í síma 33450. Gröfumaður óskast á Case traktors- gröfu strax. Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022. H-4314. 2 þjálfarar óskast sem fyrst í heilsu- ræktarstöð, einnig vantar nuddara. Uppl. í síma 623376 eða 15888. Starfskraftur óskast í litla matvörubúð í vesturbænum. Uppl. í síma 26680 og 16528. Starfskraftur óskast í sveit á Vestfjörð- um strax, inni- og útistörf. Uppl. í síma 91-656916. Starfskraftur óskast til afgreiðslustarfa. Uppl. á staðnum. Vinnufatabúðin, Hverfisgötu 26. Sumarhús Edda vantar smiði eða menn vana smíðum. Uppl. í síma 666459 á vinnutíma. Eðvarð. Vantar tvo tii fjóra trésmiði nú þegar. Ákvæðisvinna. Uppl. í síma 74378. Kristinn Sveinsson. Vanur flakari óskast strax. góð laun í boði fyrir réttan mann. Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022. H-4294. Óskum eftir að ráða nokkra starfsmenn í kvöld-og helgarvinnu. Uppl. á staðn- um. Ingvar og Gylfi. Grensásvegi 3. Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir dug- legum mönnum í háþrýstiþvott. Mikil vinna. gott kaup. Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022. H-4318. 2 smiðir vanir mótasmíði óskast nú þegar, góð verk. Uppl. í síma 686224. ■ Atviima óskast Atvinnurekendur! Vantar ykkur starfs- kraft? Látið okkur sjá um ráðninguna. Aðstoð - ráðgjöf, ráðningarþjónusta, Brautarholti 4, 105 Reykjavík, sími 91-623111. Ég er 27 ára gömul og er að leita mér að framtíðarstarfi, ekki vaktavinnu. Margt kemur til greina. Uppl. í síma 687308. Er 23 ára og óska eftir góðu og vel launuðu framtíðarstarfi frá og með 1. sept. Allt kemur til greina. Uppl. í síma 97-6497, Kristín. Tæplega tvítug stúlka óskar eftir vinnu allan daginn, helst við sölustörf, getur byrjað í september. Uppl. í síma 32834. Sólrún. Vantar þig ekki bráðduglega, vel menntaða og ljónhressa 24 ára stúlku í starf í ágúst? Ég væri alveg kjörin. Uppl. í síma 24718 eftir kl. 18. Óska eftir þrifalegu sumarafleysinga- starfi fram í miðjan sept., flest kemur til greina. Er stúdent með góða mála- kunnáttu. Uppl. í síma 40149. 22 ára vanur maður, óskar að komast á góðan bát, hvar sem er á landinu. Uppl. í síma 79314. 13 ára strákur óskar eftir vinnu í sum- ar. Uppl. í síma 19037. ■ Bamagæsla Vill einhver kom heim og passa mig frá og með 1. sept.? Ég er 14 mánaða og bý í Köldukinn Hf. Þú mátt hafa með þér barn. Ef þú hefur áhuga þá hringdu í mömmu (Berglind) á daginn í síma 685757 og á kvöldin 51102. Barngóð dagmamma óskast til að gæta 7 mánaða gamals drengs fyrir hádegi í, byrjun september, helst sem næst Árbænum. Uppl. í síma 14173. Áreiðanlegur unglingur, 12-15 ára, ósk- ast til að gæta 2ja gutta, 1 árs og 6 ára, 1-2 kvöld í viku. Érum í Hamra- borg. Uppl. í síma 45871. Óska eftir stelpu til að passa 5 ára strák fyrir hádegi, sem næst Ártúnsholti. Uppl. i síma 672847 eftir kl. 18. ■ Tapað fimdið Ég tapaði verskinu mínu á horni Laug- arásvegar og Sundlaugarvegar, það er svart karlmannsverski. Finnandi vinsaml. hringið í s. 30442 eða að skila því að Hlíðargerði 25. Fundarlaun. Peningaveski tapaðist þriðjudags- kvöldið 14. júlí. Aðallega voru skilríki í því. Fundarlaun. Uppl. í síma 79685. ■ Ymislegt Salan tjald til sölu, 4ra-5 manna. einn- ig dráttarkrókur undir ’79-'80. Uppl. í síma 75962. ■ Einkamál Eg er hress karlmaður, 45 ára. mig vantar ferðafélaga, hressa konu á aldrinum 30-45 ára. má vera með tvö börn. Er að flytja. fer á föstudagskv. eða laugardagsmorgun og verð fram á sunnudagskv. Sendu línu um þig til DV. merkt „379“ fvrir kl. 21.00 mánu- dagskvöld. Ég er 24 ára einstæð móðir og langar til að komast í kynni við rnvndarlegan mann á aldrinum 27-35 ára með sam- búð í huga. Svar + mvnd vinsamleg- ast fylgi fvrsta bréfi. sendist DV. merkt „Bondý". fyrir 25. júlí nk. 29 ára karlmaður óskar eftir að kynn- ast konu með sparimerkjagiftingu í huga. Fullum trúnaði heitið. Svarbréf sendist DV fyrir 27. júlí. merkt „Trún- aður 44". Ég er 25 ára og vil kynnast konu. 20- 30 ára með vináttu í huga. Svör sendist DV, merkt „Vinur 4298". ■ Keimsla Spænskukennsla. Tek nemendur í einkatíma í spænsku. Uppl. í síma 17112 eftir kl. 18. ■ Spákonur Spila- og bollalestur. Lít á fortið og er með leiðbeiningahjálp ef vandamál og veikindi steðja að og við höldum áfram. Tímapantanir í síma 19384. Geymið auglýsinguna. ■ Hreingemingar Teppa- og húsgagnahreinsun. Tilboðs- verð, undir 40 ferm, 1400.-. Fullkomnar djúphreinsivélar sem skila teppunum nær þurrum. Margra ára revnsla. ör- ugg þjónusta. Sími 74929. ATH. Þvottabjörn - nýtt. Tökum að okk- ur: hreingerningar. teppa- og hús- gagnahreinsun. háþrýstiþvott. gólfbónun. Sjúgum upp vatn. Reynið viðskiptin. S. 40402 og 40577. Viltu láta skína? Tökum að okkur allar alm. hreingerningar. Gerum föst til- boð eða tímavinna og tilboð í dagþrif hjá fyrirtækjum. Skínandi, s. 71124. KENNARAR Að Grunnskóla Patreksfjarðar vantar kennara í eftir- talda kennslu: ensku, handavinnu, íþróttir og almenna barnakennslu. ATH. Við greiðum flutning á búslóð, útvegum hús- næði og greiðum launaauka. Upplýsingar í síma 94-7605. FISLÉTT OG L1 Sanitas FYRIRTÆKI - STOFNANIR LJÚFFENGIR MATARBAKKAR Matseðill Kabarett Vikuna 13.-17. júlí Mánudagur Ávaxtasúpa. Saltaður lambavöðvi með kartöflusalati. Síld með rúgbrauði og smjöri. Þriöjudagur Vanillubúðingssúpa. Blandað kjötálegg, brauð, smjör, salat, egg o.fl. Mlðvikudagur Súpa Espagnole. Smjördeigsbotn m/rækju- salati. Blandaðir ostar og kex. Fimmtudagur Brauósúpa m/þeyttum rjóma. Baconrúlla' m/kryddsósu, hrisgrjónum og salati. Föstudagur Sveppasúpa. Brauó m/roast beef og re- molaði. Steiktur laukur. Desert. Matseðill Vikuna 13.-17. júli Mánudagur Ávaxtasúpa. Karrýkrydduð djúpsteikt fiskflök m/cocktailsósu, hrá- salati og hvítum kartöflum. Þriðjudagur Vanillubúðingssúpa. Rjómagúilach m/kartöflu- mús, sultu og snittubrauði. Miövikudagur Súpa Espagnole. Lambalærissneiöar „barbe- ecue“. Framreitt m/steiktum kartöflum, grænmeti og kryddsmjöri. Fimmtudagur Brauðsúpa m/þeyttum rjóma. Nýr soðinn lax m/hvítum kartöflum, tómötum, agúrk- um, sitrónu og smjöri. Föstudagur Sveppasúpa. Londonlamb m/sykurbrún- uðum kartöflum, hrásalati og rjómasósu. Desert. Verði ykkur að góðu SENDUM Leitið tilboða HV eitingamaðurinn sími: 686880.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.