Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1987, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987. 15 Skroppið í sirkusinn Það er ef til vill að bera í bakka- fiillan lækinn að bregða sér í sirkus nú þegar segja má að algert sirkus- ástand hafi ríkt í þjóðfélaginu um nokkurra mánaða skeið. En ég lét mig hafa það að rifja upp æskuminn- ingar og brá mér í sirkus, á síðustu sýningu hans hér í Reykjavík. Það má þakka það framtak að drösla þessum sirkus hingað því ég tel það nauðsynlegt hveijum manni að fá að kynnast sirkusstemmningu og öllu því lífi sem í kringum slíka stofiiun er. Þessi sirkus er auðvitað ekki neitt miðað við hina stóru „al- vöru“ sirkusa þar sem hundruð dýra eru látin leika kúnstir sínar í risa- stórum tjöldum en skiljanlega viljum við ekki flytja öll þau dýr hingað með tilheyrandi hugsanlega smit- sjúkdóma og önnur vandræði sem gætu hlotist af. Þessi sirkus er samt ágætis tilraun og gefur mynd af flestu því sem framkvæmt er í stóru sirkusunum. Nokkuð var um jafii- vægislistir og ekki vantaði trúða og galdramenn. Var skemmtilegast, fannst mér, að fylgjast með svip- brigðum hinna allra yngstu áhorf- enda, hinna saklausu sem lítið sem ekkert skynja þann tilbúna vandrat- aða tvöfalda heirn sem við bíðum Kjallarim Friðrik Brekkan blaðafulltrúi með að bjóða þeim þegar þau eldast. Ég hefi áður minnst á „gufunesroll- umar“ og þann lúxus sem við höfum tamið okkur að búa við slíkt hag- kerfi sem leyfir að matvælum sé fleygt. Platoon og haugarnir Ein myndanna, sem birst hafa af þeim atburði þar sem skurðgrafa mokar yfir lambaskrokkana, minnti mig á atriði úr stórmyndinni Platoon sem er verið að sýna í Háskólabíói þessa dagana. Þar var verið að ýta fram og moka yfir norður-víet- namska hermannaskrokka í fjölda- gröf á haugi einum. Ófögur sjón það en þar kemur og „markaðslögmál- ið“ inn í fjölda óvinahermanna sem tekist hefur að drepa. Platoon er að öllu leyti mjög áhugavekjandi mynd þótt eingöngu sé það vegna þess að í henni kemur fram sjálfsgagnrýni en það mega Bandaríkjamenn eiga að þama voru þeir óhræddir við að gagnrýna sjálfa sig. Það er einmitt það sem oft vantar í þjóðfélögunum að staldrað sé við og fortíðin skoðuð í raunsæisljósi nútímans og snögg- lega breytt um stefriu ef raunsæis- glampi dagsins krefst þess en ekki haldið áfram á pólitískri braut sem einhverjum datt í hug að móta fyrir fjörutíu árum eða svo. Frelsi til beggja átta Ég á hér við meðal annars þær yfirlýsingar sem hafa komið fram undanfarið, bæði hjá Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og Mitterrand í Frakklandi, þess efnis að Berlínar- múrinn yrði rifinn og frelsinu veitt flæði til beggja átta. Ég tek undir þá hugmynd og er hissa á því að ekki skuli hafa verið ritað meir um þær hérlendis því hér er mikið mál á ferðinni. Með því að múrinn sé rifinn skapast mikil ögrun, viljum við frið eða stríð, viljum við að allir markaðir verði að einum stórum og allir menn fái að njóta hreyfinga- frelsis og frelsis til athafna, eða viljum við gamla farið með tor- tryggni og fælingu? „Ég á fleiri vopn en þú og þess vegna átt þú að vera hræddur við mig og ekki að þora að gera neitt.“ Mikið ósköp erum við vanþróuð þrátt fyrir allar þessar ald- ir á jörðinni. Við getum samt breytt því með jákvæðu hugarfari og að líta meir á lífið sem jákvæðan leik, ef til vill sirkus þar sem við ein- beitum okkur í jafhvægislistinni, einbeitum okkur að því að veita öðrum gleði og aukið manngildi. Friðrik Ásmundsson Brekkan „Mikið ósköp erum við vanþróuð þrátt fyrir allar þessar aldir á jörðinni. Við getum samt breytt því með jákvæðu hug- arfari og að líta meir á lífið sem jákvæðan leik, ef til vill sirkus þar sem við ein- beitum okkur í jafnvægislistinni. . Hlutverk nútímaskipulags - skipulag er bara aðferð Undanfarin ár hefur mikið skort á skilning þeirra sem unnið hafa að skipulagsmálum og um þau fjallað, á því hvað skipulag sé eða geti verið. Afleiðingin hefúr orðið sú að skipulagsstarf hefúr oft verið ómark- visst. Tími þeirra, sem um þessi mál hafa fjallað, hefur ekki nýst sem skyldi og sama máli gegnir um þá fjármuni sem til þessa hefur verið varið. í hugum margra hefúr skipu- lag eitthvað með lóðir, byggingar og umferð að gera en það eru bara nokkur af fjölmörgum sviðum þar sem skipulag hefur verið notað. Nútíma skipulag er hins vegar aðferð sem hægt er að nota, t.d. til þess að bæta þjóðfélagið, velja sér maka, byggja hús eða finna góðan stað fyrir ruslahauga. Þessi aðferð er nátengd mörgum þekkingarsvið- um og er yfirleitt fyrsta stig fram- kvæmda. I þeirri sérhæfingu, sem kom í kjölfar iðnbyltingarinnar, hef- ur skipulag fjallað um hlutina í víðu samhengi og oft verið aðskilið frá hönnun og framkvæmdum en þar eru markmiðin afmarkaðri. Ástæð- una til þessarar verkaskiptingar má skýra á þann hátt að við hönnun og framkvæmdir sé leitast við að koma til móts við ákveðnar þarfir en með skipulagi reyni menn að skil- greina þarfimar og gera sér grein fyrir því hvað það hefur í för með sér að koma til móts við þær á mis- munandi hátt. Stundum leiðir skipulagsvinna líka til þeirrar niðurstöðu að frekari framkvæmdir eða aðgerðir séu ónauðsynlegar. Einnig er hugsan- legt að bestu viðbrögð í einhveiju máli séu stjómunaraðgerðir, t.d. að endurskipuleggja almenningsflutn- inga viðkomandi svæðis í stað þess að leggja nýja akbraut. Oft em slík- ar stjómunaraðgerðir mun ódýrari og æskilegri en framkvæmdir. Hærri skattar og orkukreppa hafa líka æ meir beint fólki inn á þessar brautir. Af sömu ástæðum hefur nú líka víða verið lögð meiri áhersla á endumýj- KjaHariim Gestur Ólafsson skipulagsfræðingur og arkitekt un bygginga og umhverfis og endumotkun í stað nýrra fram- kvæmda. Nauðsynlegt að meta áhrif fyrirhugaðra framkvæmda Þeir sem skipuleggja hafa á und- anfömum áratugum orðið hluti af flóknu tengslakerfi milli fram- kvæmdanna sjálfra og félagslegra, stjómmálalegra, hagfræðilegra og fagurfræðilegra hliða viðkomandi framkvæmdar. Ef litið er til baka þá hafa flestir, sem fengist hafa við skipulag hér á landi, hugað fremur að þeim viðfangsefnum sem tengjast SKIPULAGSFERILL ' .fTOJwa«------ ---ri VANOAMALA OQ PAflFA -~T ~ *• ) 80FNUN 00 URVINNSLA UPPLVSINQA ...1.... 3 [ PROUN takmarka oq I MARKMIOA 4 | SKILQREININQ VANDA- | MALA 00 VIQf ANQSEFNA 3. | MðTUN MISMUNANDI KOSTA | ,_____________ V. _____________ » ATHUQUN A KOSTUM 00 | AHRIFUM PEIRRA » VAL MILU KOSTA 00 TILLÖQUR UM AOOEBOIR EDA FRAMKVÆMDIR t. I GERÐ SUNOURUOAORAR | FRAMKV/EMOAAÆTLUNAR ..... T ------------ -------------------------*-) MAT A ADOEROUM 00 STJORNUN | „Þrep skipulagsvinnu. Þessa að- ferð má nota hvort heldur menn eru að reyna að bæta þjóðfélagið, velja sér maka, byggja hús eða finna góðan stað fyrir rusla- hauga.“ hönnun og framkvæmdum en t.d. félagslegum áhrifúm framkvæmd- anna eða áhrifum þeirra á umhverf- ið. Aukin áhersla undanfama áratugi á skipulag hefur samt leitt til þess að nú er almennt talið nauð- synlegt að meta áhrif fyrirhugaðra framkvæmda og áhrif þeirra á þjóð- félagið og umhverfi. Til þess að skipulag geti við þessar breyttu að- stæður komið að fullum notum við að leysa ýmis vandamál er nauðsyn- legt að þeir sem skipuleggja, geri sér fulla grein fyrir umfangi þessara mála og tileinki sér aðferðafræði þar sem öll aðgengileg þekking er hag- nýtt. Hægt er að skipta skipulagi í margar sérgreinar og svið. Segja má að hvert viðfangsefhi í skipulagi sé ólíkt öðrum og að við mismunandi tegundir skipulags hafi orðið til ákveðnar reglur og aðferðafræði. En mikil skömn er viða milli ýmissa sviða skipulags. Því sviði, sem venjulega er skilgreint sem borga- og héraðsskipulag, má t.d. skipta i marga hluta. Sem dæmi má nefha: umferðarskipulag, skipulag loft- hreinsunar, skipulag sorphreinsun- ar, deiliskipulag, aðalskipulag, skipulag heilsugæslu, skipulag neysluvatnsmála og skipulag úti- vistar. Hér er ekki um að ræða tæmandi lista yfir flokka skipulags á þessu sviði. Sumir þessara flokka em til- tölulega ákveðnir, t.d. deiliskipulag, en öðrum, eins og umferðarskipu- lagi, er hægt að skipta aftur í marga undirflokka: Skipulag samgangna á landi, skipulag flugsamgangna, skipulag samgangna á sjó og hafnar- skipulag. Innan þessara flokka em mörg svið sem unnt væri að leggja sérstaka áherslu á. Skipulagi sam- gangna á landi msetti t.d. skipta í eftirfarandi: Skipulag samgangna í þéttbýli, skipulag samgangna í sveit- um, skipulag skammtímaaðgerða í samgöngumálum, skipulag lang- tímafjárfestingar í samgöngukerfi, skipulag ferðamöguleika gamals fólks og hreyfihamlaðra o.s.frv. Misstór landsvæði - mislangur tími Til þess að skilja betur tengsl skipulagsvinnu við ákvarðanir og framkvæmdir er mikilvægt að gera sér nokkra grein fyrir því að skipu- lag getur verið unnið fyrir misstór landsvæði og til mislangs tíma. Þær aðferðir, sem hafa þróast við skipu- lag, eiga jafrit við hvort sem svæðið er stórt eða lítið, allt frá skipulagi lóðar eða skipulagi einstakrar fram- kvæmdar til bæjarskipulags, héraðs- skipulags og jafnvel skipulags fyrir heil ríki, t.d. þar sem um er að ræða skipulag orkunotkunar eða skipulag sem miðast við það að halda ákveðn- um loftgæðum. Þótt hægt sé að nota þá aðferða- fræði, sem þróast hefúr í skipulagi á öllum þessum sviðum, getur niður- staðan orðið mjög breytileg og fer hún auðvitað eftir aðstæðum. Skipu- lag á vegum ríkisins, sem miðar t.d. að því að halda ákveðnum loftgæð- um, getur leitt til þess að sett verði ákvæði um loftmengun fyrir viðkom- andi ríki. Sams konar skipulag, sem unnið væri fyrir sveitarfélag, gæti hins vegar leitt til þess að tekið yrði upp kerfi götuljósa sem kæmi í veg fyrir langar biðraðir bíla og mikinn útblástur frá þeim á ákveðnum stöð- um. Á svipaðan hátt getur skipulag haft mjög ólík tímamörk. Ýmiss kon- ar skipulagsvinna getur t.a.m. leitt til mjög sundurliðaðra framkvæmda- og fjárhagsáætlana til eins eða fleiri ára. Slíkt skipulag er nefnt skamm- tímaskipulag og hentar best þar sem ekki er langt á milli endanlegra til- lagna og framkvæmda. Við langtímaskipulag er horft lengra fram á veginn, oft til 20-25 ára. Það er yfirleitt notað þar sem gera þarf grundvallarbreytingar, t.d. á lögnun viðkomandi svæðis, og þar sem hönnun og framkvæmdir táka langan tíma. Niðurstaða þessara tveggja tegunda skipulags getur líka orðið mjög ólík. í skammtimaskipu- lagi er fjallað um einstök atriði framkvæmda, en í langtímaskipulagi er meira um almennar ábendingar og stefhu. Eitt af því sem margir eiga erfitt með að skilja er að fullorðið fólk, sem tekur sjálft sig og aðra alvarlega, er yfirleitt ekkert að skipuleggja nema það ætli sér að gera eitthvað. Þó að það geti verið gott og nauðsynlegt að láta sig dreyma eða búa til falleg- ar hugmyndir þá er það eitthvað allt annað en skipulag. Gestur Ólafsson „Ástæðuna til þessarar verkaskiptingar má skýra á þann hátt að við hönnun og framkvæmdir sé leitast við að koma til móts við ákveðnar þarfir en með skipu- lagi reyni menn að skilgreina þarfirn- ar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.