Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Qupperneq 3
ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987. 3 Fréttir Flugstöö Leifs Eirikssonar: Kostnaðurinn um 28 milljónir fram úr kostnaðaráætlun Þegar kostnqðaráætlun bygging- ar flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli var lögð fram í maí 1983 var gert ráð fyrir að kostn- aðurinn við bygginguna yrði 42 milljónir Bandaríkjadollara. Af þeirri upphæð greiða Bandaríkja- menn 20 milljónir en íslendingar 22 milljónir dollara. Nú begar byggingu stöðvarinnar er að ljúka er ljóst að kostnaðurinn verður um 70 milljónir dollara og mismuninn, 28 milljónir dollara, verða íslendingar einir að greiða. Þessar upplýsingar fékk DV hjá - þá upphæð verða íslendingar einir að greiða Steingrími Hermannssyni utanríkis- ráðherra. Margt veldur þvi að kostnaðurinn fer svona langt fram úr áætlun. Steingrímur benti á lækkun dollar- ans og hækkun byggingarvísitölu um 200% síðan 1983. Þá sagði Þorsteinn Ingólfsson hjá vamarmáladeild að landgöngum hefði verið fjölgað úr þremur í sex frá því sem gert var ráð fyrir í kostn- aðaráætlun. Sömuleiðis hefði meira rými verið innréttað í kjallara húss- ins en áður var áætlað og síðan hafi verið ákveðið að setja snjóbræðslu- Fánar við hún á vígsludegi flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Upphaflega reikn- uðu íslendingar meö að greiða 22 milljónir bandarískra dala, en fengu á sinn reikning 50 milljónir dala. kerfi á hlaðið. Allt hefði þetta kostað sitt. Ástæðan fyrir því íslendingar einir taka á sig þær 28 milljónir dollara sem kostnaðurinn hefúr farið fram úr áætlun er sú að i samningum við Bandaríkjamenn var gengið út frá því að þeir tækju einungis á sig tæp- an helming kostnaðar við bygging- una samkvæmt kostnaðaráætlun en ekki var gert ráð fyrir að þeir tækju þátt í að greiða hugsanlega hækkun byggingarkostnaðarins. -S.dór Sögur um stórfellt seladráp Hrafns Gunnlaugssonar: Aðeins þrem selum - kjaftasógumar með Jón G. Haukssan, DV, Akureyri „Þetta eru hreinar ýkjur og tóm lygi. Það var þremur selum fargað að viðstöddum dýralækni. Þeir voru deyfðir á undan og til verksins var fenginn vanur selveiðimaður. Senni- lega hafa engir, af þeim þúsundum sela sem eru drepnar hér við land, verið drepnir á eins mannúðlegan hátt,“ sagði Hrafh Gunnlaugsson við DV á Akureyri í gærkvöldi um það hvort hann hefði látið drepa þrjátíu seli vegna kvikmyndunar myndarinn- ar I skugga hrafnsins. - Sagan segir líka, Hrafn, að hausun- um hafi verið raðað upp á borð og þeir kvikmyndaðir? „Þetta er einnig ósatt.“ - En hvað um þann söguburð að þú hafir neytt Helga Skúlason leikara til að drepa selina? „Eins og ég sagði var fenginn vanur fargað ólíkindum segir Hrafn selveiðimaður til að drepa þessa þrjá seli. I myndinni kemur þetta út eins og Helgi drepi þá. Auk þess hef ég ekki né myndi neyða Helga til eins eða neins sem hann vildi ekki gera, frekar en aðra leikara. Það hefur ekki verið farið út fyrir handritið.“ Um selaatriðið sagði Hrafn að það væri algert aukaatriði í myndinni. Verið væri að sýna mann á selveiðum niðri í fjöru þar sem hann fyndi hafrek- in stórhveli. „Til að fiiða „hysteríska" dýra- vemdunarmenn get ég upplýst að stórhvelin voru úr plasti.“ Hrafn sagði ennfremur að tökur myndarinnar gengju vel og stæðust tímaáætlanir. „En ég er orðinn ansi leiður á öllum þeim gróusögum sem ganga um tökur myndarinnar. Þær eru með ólíkindum, kjaftasögumar sem búið er að spinna upp,“ sagði Hrafn. Sfldarsalan til Sovétríkjanna: Ekkert heyrist fra Sovétmónnum „Við lítum svo á að ekki hafi slitn- að upp úr viðræðum við Sovétmenn um saltsíldarsölu til Sovétríkjanna. Aftur á móti teljum við að Sovét- menn eigi að stíga næsta skrefið í málinu en við höfum ekkert frá þeim heyrt síðan viðræðum var frestað í síðasta mánuði. Ég á varla von á að neitt gerist í málinu fyrr en í lok þessa mánaðar,“ sagði Einar Bene- diktsson, aðstoðarframkvæmdastjóri síldarútvegsnefndar, í samtali við DV. Einar sagði að mjög mikið hefði borið í milli í viðræðunum í júlí. Eins og menn eflaust muna voru samningaviðræðurnar í fyrra erfiðar. Einar var spurður hvort hann teldi þyngra fyrir fæti nú en í fyrra? „Það má segja að í fyrra hafi ágreiningsefnin verið fleiri og að því leytinu til er léttara fyrir nú. Aftur á móti ber ekki minna á milli að þessu sinni hvað magni og verði við- kemur,“ sagði Einar. I fyrra keyptu Sovétmenn 200.000 tunnur af heilsaltaðri síld eftir mikið þóf. Nú segjast Sovétmenn ekki geta gefið upp hve mikið magn þeir séu tilbúnir til að kaupa fyrr en verðið liggur fyrir. í viðskiptasamningi Is- lands og Sovétríkjanna er gert ráð fyrir að þeir kaupi 200 til 250.000 tunnur af okkur. Lokatilboð Sovétmanna í samn- ingaviðræðunum í júli jafngildir eftir stærðarflokkum 20% til 23% lækkun í Bandaríkjadölum frá því í fyrra en 33% til 36% miðað við verðtilboð íslendinga vegna komandi vertíðar. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.