Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987. „Dassaeversá besti í heimi” - Alex Ferguson vill fá rússneska landsliðsmarkvörðinn til Man. Utd # Ragnar Margeirsson sleppur úr strangri gæslu, varnarmaður Víðis bregður honu Glæsimark K eina sem gl -Fram sigraði Víði, 3-1, á ísland: Iþróttir______________ MUGGURÁ ÞRIÐJUDEGI: Einar Þor\»arðarson, landsliðs- markvörður í handknattleik, er Kenginn til liðs við sitt gamla fé- lag, Val, eins og fram hefur komið í DV. Eins og iðulega þegar íþrótta- menn í fremstu röð skipta um félag fylgja í kjölfarið vangaveltur um hvað það félag, sem hnossið hreppti. hafi þurft að leggja af mörkum. Ég hef fyrir því 100% heimildir að Fram og Stjaman buðu Einari mjög góða vinnu auk pcninga en upphæðin, sem þessi tvö félög voru tilbúin til að greiða, var hálf millj- ón. Miklir peningamenn voru í viðræðum við Einar fyrir hönd Vals, Jón H. Karlsson, ÞórðurSig- urðsson og ólafur H. Jónsson. Þeir þurftu á endanum að snara 800 þúsundum á borðið fyrir Einar og þar með var björninn unninn. Menn þögðu sem gröfin Það vakti athygli margra, sem lögðu leið sína í Laugardalinn um síðustu helgi, að Einar Vilhjálms- son spjótkastari var hvergi sjáan- legur. Fjölmiðlar höfðu auglýst mikið einvígi á milli Einars, Sig- urðar Einarssonar og besta spjót- kastara Svía. Mótshaldarar vissu fyrir löngu að Einar myndi ekki geta mætt og hefðu þeir því átt að íáta fjölnúðla vita en það var ekki gert og er vonandi að slíkur klaufagangur endurtaki sig ekki. Formaðurinn missti af mörkunum Það er hætt við því að Gunnar Guðmundsson, formaðui- knatt- spymudeildar KR, verði tiður gestur í sjoppunum á leikjum KR- íiðsins í 1. deildinni það sem eftir er tímabilsins. Á leik KRog Fram á dögunum stefndi í ósigur KR- inga eins og menn muna en staðan þá var 0-2 Fram í hag. Gurrnar fór þá og fékk sér pylsu, kom til baka og þá var staðan orðin 1-2. Aflur fór formaðurinn í pylsuleíðangur og þegar hann leit aftur á leikinn var staðan orðin 2-2. Þá kom ekki annað til greina en að fá sér þriðju pylsuna og það var ekki að sökum að spyrja, þegar hann kom til baka höfðu KR-ingar náð forystunni og nægði hún þeim til sigurs í leikn- um. Gunnar missti þvi af öllum mörkunum en fékk jafnmargar pylsur í staðinn. Ingólfur flytursig til Eimskips Ingólfur Hannesson, annar af íþróttafréttamönnum Ríkisút- varpsins, mun láta af störfúm hjá stofauninni á næstu dögum. In- gólfar hefúr verið ráðinn starfs- mannastjóri hjá Eimskipafélagi íslands. Menn eru þegar famir að leiða að því getum hver verði eftir- maður Ingólfs á útvarpinu og starfi við hlið Samúels Amar Erlings- sonar. Skúli Unnar Sveinsson, formaður samtaka íþróttafrétta- manna, er sterklega orðaður sem eftirmaður Ingólfs en honum og Samúel mun vera vel til vina. Reikna má þó með að starfið verði auglýst og ef að líkum lætur mun fjöldinn allur af hæfúm mönnum sækja um. Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, ætlar ekki að gef- ast upp við að reyna að fá rússneska • Sovéski landslidsmarkvörðurinn Dassaev. Sjö á EM í Strasbourg Sjö bestu sundmenn Islands taka þátt í Evrópumeistaramótinu í sundi sem fer fram í Strasbourg 18.-23. ágúst. Það em Eðvarð Þór Eðvarðs- son, Njarðvík, Amþór Ragnarsson, SH, Ragnar Guðmundsson, Ægi, Magnús Ólafsson, HSK, Ragnheiður Runóllsdóttir, Akranesi, Hugrún Ól- afsdóttir og Bryndís Ólafsdóttir, HSK. „Þetta er öflugasta sundlið sem við höfum sent á EM. Ef vel gengur á ég von á að allir íslendingamir komist í úrslit,” sagði Guðmundur Ámason, blaðafulltrúi SSÍ. Guðmundur sagði að sundmennimir hefðu æft mjög vel að undanfömu, tvisvar á dag. „Þeir hafa lagt mjög hart að sér og em komnir í toppæfingu.” Guðmundur Harðarson landsliðs- þjálfari og Friðrik Ólafsson, aðstoðar- þjálfari hans, hafa stjómað æfingum. Þeir fara til Frakklands með hópnum og einnig Guðfinnur ólafsson, formað- ur sundsambandsins. -SOS landsliðsmarkvörðinn Rinat Dassaev til Old Trafford. Ferguson var búinn að bjóða Moskvu Spartak 250 þús. pund fyrir þennan snjalla markvörð og uni tíma leit allt út fyrir að Dassa- ev færi til United. „Forráðamenn Moskvuliðsins vom búnir að gefa grænt Ijós varðandi það að Dassaev færi til United en þá kom rautt ljós frá íþróttamálaráðuneyti Rússlands,” sagði Ferguson. Dassaev lék með heimsliðinu gegn úrvalsliði Bretlandseyja á Wembley á laugardaginn. „Dassaev er besti mark- vörður heims. Peter Shilton er 37 ára en Dassaev 30 þannig að hann á að geta unnið gott starf hjá okkur. Ég mun gera allt til að fá þennan snjalla markvörð til Old Trafford,” sagði Ferguson. Þess má geta að tveggja ára dvöl danska landsliðsbakvarðarins Johns Sivebaek hjá United er á enda. Hann verður að víkja fyrir Viv Anderson sem Ferguson keypti frá Arsenal. Það bendir allt til að Siveback fari aftur til Vejle í Danmörku. -SOS Staðan Staðan í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu er nú þannig eftir leik Fram og Víðis á Laugardalsvelli í gærkvöldi: Fram-Víðir...............3-1 Valur ..13 8 4 1 25-9 28 KR ..13 7 4 2 25-11 25 Akranes ..13 7 2 4 25-20 23 Þór ..13 7 1 5 23-21 22 Fram ..13 5 3 4 26-19 21 KA ..13 4 3 6 14-12 15 Keflavík ..13 3 3 7 20-30 12 Völsungur. ..13 3 3 7 12-22 12 FH ..13 3 2 8 13-26 11 Víðir „13 1 7 4 11-24 10 • Markahæstir í deildinni eru nú eftirtaldir leikmenn: Pétur Ormslev, Fram..............9 Pétur Pétursson, KR..............8 Óli Þór Magnússon, ÍBK...........7 HalldórÁskelsson, Þór............6 Sigurjón Kristjánsson, Val.......6 Sveinbjörn Hákonarson, ÍA........6 Björn Rafasson, KR...............6 „I heild var þetta frekar slakur leikur af okkar hálfu en sigurinn var okkar og þrjú stig er alltaf kærkomin. Það er yfir- leitt erfitt að leika gegn Víðismönnum, þeir gefast aldrei upp. Næsti leikur er gegn Þór í bikamum og vonandi mætum við í góðu formi þá,“ sagði Pétur Ormslev sem skoraði tvö mörk fyrir Fram í sigri liðsins, 3-1, gegn Víði á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Pétur er þar með orðinn aft- ur markahæsti leikmaður 1. deildar. Leikur liðanna í gærkvöldi fór mjög róglega af stað og fátt markvert gerðist. Fram var að visu meira með knöttinn en tókst ekki að skapa sér tækifæri. Víðis- vömin barðist af krafti enda leikurinn þeim mjög mikilvægur en staða liðsins í deildinni er mjög slæm. Víðir nær óvænt forystu Þegar þrjátíu mínútur vom liðnar af leiknum fór leikurinn að verða opnari. Guðmundur Steinsson komst í mjög gott færi eftir góða sendingu frá Pétri Ormslev og rétt á eftir átti Ragnar Margeirsson gott skot rétt framhjá. Það vom hins veg- ar Víðismenn sem skomðu fyrsta mark leiksins á 35. mínútu. Vilberg Þorvaldsson fékk knöttinn á miðju vallarins og lék á hvem Framarann á fætur öðrum og þegar inn í vítateiginn kom skaut hann föstu skoti og knötturinn hafaaði glæsilega í netinu. Framarar vakna til lífsins Við markið virtist barátta koma í Fram- liðið og sóknarþungi liðsins fór vemlega að aukast. Á 40. mínútu barst knötturinn inn í vítateig Víðis, Ragnar Margeirsson tók við honum og hugðist leika á einn vamarmann en var felldur. Dómari leiks- ins dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu og úr henni skoraði Pétur Ormslev af öryggi og jafnaði leikinn. Skömmu seinna komst Pétur í gott færi en brást. Glæsimark Kristjáns Á lokamínútu fyrri hálfleiks skoraði Kristján Jónsson glæsilegt mark fyrir Fram. Kristján fékk knöttinn úti við víta- teigshom og lét þrumuskot ríða af og knötturinn hafaaði efst í markhorninu §ær, óveijandi fyrir markvörð Víðis. Þetta má segja að hafi verið eini ljósi punktur þessa leiks. Fram réð gangi leiksins í seinni hálfleik í seinni hálfleik réðu Framarar að mestu gangi leiksins en Víðir átti þó inni á milli hættulegar skyndisóknir. Viðar Þorkelsson átti hörkuskot að marki Víðis en knötturinn fór hárfint yfir markið. Á 70. mínútu munaði minnstu að Víðir tæ- kist að skora þegar Daníel Einarsson skaut bogaskoti að markinu en Friðrik Friðriksson varði vel með því að slá knött- inn yfir markið. Sjö mínútum fyrir leikslok skoraði síðan Pétur Ormslev sitt annað mark í leiknum. Þorsteinn átti góða sendingu inn fyrir vöm Víðis og Pétur Ormslev hljóp af sér vömina og lék á markmann Víðis og skor- aði. Fram þurfti ekki að sýna neinn stórleik til að vinna sigur í þessari viðureign, lið- Leikmenrienska knattspyrnuliðsins Liverpool hafa verið á þeysireið í Evrópu undanfarna daga. Á dögunum tapaði liðið illa fyrir Bayern Múnchen í Vestur-Þýskalandi en leikmenn Liverpoolliðsins náðu að sýna sitt rétta andlit gegn norska liðinu Válerengen um síðustu helgi er Liverpool sigraði, 4-1. Á myndinni kljást þeir Steve Nichol, Liverpool, til vinstri og Norðmaður- I inn Oyvind Husby í leik liðanna. Símamynd/Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.