Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500
krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjóm - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjáíst,óháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987.
Skákmótíð í Gausdal:
Enn sigraði
Margeir
Margeir Pétursson stórmeistari
hefur sigrað á alþjóðlega skákmót-
inu í Gausdal í Noregi, enda þótt ein
umferð sé eftir á mótinu. Margeir
er nú með 7,5 vinninga af 8 möguleg-
I gær sigraði Margeir finnska al-
þjóðlega meistarann, Irjola og er
með 7,5 vinninga, en næsti maður á
mótinu er með 6 vinninga. Af öðrum
úrslitum í gær má nefna að Hannes
Hlífar Stefánsson sigraði norskan
skákmann og er með 4 vinninga og
Þröstur Þórhallsson gerði jafntefli í
sinni skák. Hann þarf að vinna síð-
ustu skákina til þess að ná áfanga
að alþjóðlegum meistaratitli á þessu
móti.
Síðasta umferðin í Gausdal verður
tefld í dag. Þess má geta að þetta
er annað árið í röð sem Margeir
J* Pétursson sigrar á þessu skákmóti.
-ój
Eldur hjá
Þroskahjálp
Laust fyrir klukkan eitt í nótt kom
upp eldur í endurhæfingarstöð
Þroskahjálpar við Suðurvelli í
Keflavík. Brunavamir Suðumesja
mættu fljótlega á vettvang og
slökktu eldinn. Enginn var í húsinu
þegar eldurinn kom upp en húsið,
sem er timburhús, er töluvert
skemmt af völdum elds og reyks.
Eldsupptök eru ókunn en málið er
í rannsókn.
-JFJ
Akureyri:
Bílvelta
Bílvelta varð á Akureyri um
klukkan hálftíu í gærkvöldi. Öku-
maðurinn þurfti að fara á slysadeild
án þess þó að meiðsli hans væru al-
varleg. Bíllinn er aftur á móti talin
mikið skemmdur. '
Fyrr um daginn varð þriggja bíla
árekstur og urðu töluverðar
skemmdir á ökutækjunum. Einungis
einn bílstjóranna þurfti að fara á
slysadeildina og voru meiðsl hans
talin smávægileg. Bílamir em taldir
töluvert skemmdir. -JFJ
JVC
LOKI
Nú er stjörnustríð
í ríkisstjórninni!
Uppgjör Útvegsbankann:
Ríkissjóður tekur á
^III mA A C imSIImiiA
sig aiit ðo íiv miiijaro
- get ekki sagt tii um töiuna ennþá segir Jón Baldvin Hannibalsson fjármáiaráðhena
Jón Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra sagði i samtali við DV
fyrir nokkrum dögum að sú upphæð
sem rfkissjóður verður að taka á sig
vegna uppgjörs Útvegsbankans yrði
miklu hærri en búist hafði verið við.
Talað var um að ríkissjóður tæki á
sig 800 milljónir, þar af em Hafskips-
skuldir 400 milíjónir en hitt em
skuldir sem ómögulegt er að inn-
heimta.
Samkvæmt ömggum heimildum
má reikna með að það sem ríkissjóð-
ur verður að taka á sig sé á bilinu
1,2 til 1,5 milljarðar króna.
„Ég get ekki staðfest þetta, enda
er enn unnið að þvi að reyna að
innheimta skuldir og það er ekki
fyrir- séð hve miklu tekst að ná inn,
en eins og ég sagði á dögunum er
um miklu hæiri upphæð að ræða en
við áttum von á,“ sagði Jón Baldvin
í samtali við DV í gær.
Þeir aðilar sem kaupa hlut ríkisins
í Útvegsbankanum munu ganga að
hreinu borði. Engar skuldir verða
látnar fylgja bankanum, ríkissjóður
mun taka þær allar á sig. Og það
er einmitt ástæðan fyrir því að Versl-
unarbankinn er nú aftur tilbúinn til
að ræða hugsanlega sameiningu og
allavega kaup á hlutabréfum í Út-
vegsbankanum, að sögn Áma
Gestssonar, formanns bankaráðs
Verslunarbanka fslands.
-S.dór
Veittust að
útlendingi
Tveir menn veittust að útlendingi í
Hafnarstræti í Reykjavík klukkan rétt
rúmlega níu í gærkvöldi. Hvorki var
um líkamsárás né rán að ræða en út-
lendingnum var nokkuð brugðið.
Mennimir vom horíhir þegar lögregl-
an mætti á staðinn og fúndust ekki.
-JFJ
Akureyri:
Risarotta
beK bam
Jón G. Haukssan, DV, Akureyit
Það getur verið framtakssamt og hugmyndaríkt, unga fólkið okkar, og þar sem skólarnir eru enn ekki byrjaðir
hefur það nógan tima og kraftarnir fá að njóta sin. Þessa hressu krakka rakst Ijósmyndari DV á í góða veðrinu
á dögunum. Þeir höfðu opnað litla verslun þar sem þeir seldu ýmislegt smálegt á hóflegu verði. Á myndinni eru
útlendingar að kaupa eitthvað til að kæla sig í reykvísku sólinni og má sjá að viðskiptin ganga snurðulaust fyrir
sig. Þess má geta að ágóðinn af rekstri verslunarinnar rennur til Rauða krossins.
DV-mynd S
Risastór rotta beit sjö ára gamlan
di-eng í puttann við fjölbýlishús á
Akureyri í síðustu viku. Drengurinn
var fluttur á sjúkrahús þar sem sár
hans var hreinsað og hann sprautaður.
Nokkur böm vom að leik fyrir utan
fjölbýlishúsið þegar þau sáu tvær rott-
ur. Bömunum þótti þetta spennandi,
reyndu að hræða rottumar og tókst
að króa þær af. Pilturinn, sem var bit-
inn, ætlaði þá að gera eitthvað við
aðra þeirra en hún snerist þá til vam-
ar og beit hann í puttann.
„Ég hef ekki séð svona stóra rottu
áður, hún var risastór og biksvört,“
sagði Hallgrímur Aðalsteinsson, íbúi
við fjölbýlishúsið, um stærð rottanna.
Í4
í
4
\4
é
i
4
4
4
Veðrið á moigun:
Þunviðri
að
mestu
Það verður fremur hæg austan- og
norðaustanátt á landinu öllu Rign-
ing verður austanlands en að mestu
þurrt í öðrum landshlutum. Bjart-
viðri víðast hvar vestanlands. Hiti
verður á bilinu 4 til 12 stig, hlýjast
á Suðvesturlandi.
I gær kviknaði í vömbíl á Hellis-
heiði, var hann á vesturleið. Bfllinn
var að flytja þökur og virðist, að sögn
lögreglunnar, hafa ofhitnað á leið upp
Kambana. Fljótlega gekk að ráða nið-
urlögum eldsins og hafði það verið
gert með handslökkvitækjum þegar
slökkvilið mætti á staðinn. Bíllinn er
óökufær en ekki talinn ónýtur.
-JFJ
Fýluferð hjá
slokkviliði
Bilun varð í eldskynjara á Borgar-
spítalanum í gær og var slökkviliðið
kvatt á vettvang. Þrír bílar voru send-
ir að spítalanum í snarhasti en fljót-
lega kom í ljós að um fyluferð var að
ræða og bilunin fannst. -JFJ
4
4
4
4
4
4
í
4
4