Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1987, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr.
Verð i lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblaö 75 kr.
Komið að skuldadögum
íslendingar nútímans geta ekki áfellzt forfeður sína
á fyrri öldum fyrir að hafa kollvarpað gróðurjafnvægi
landsins, fyrir að hafa nálega eytt skóginum og minnk-
að gróðurflötinn um helming. Þetta var samfelld
sorgarsaga, en þjóðin átti öldum saman engra kosta völ.
Nú er öldin önnur og hefur raunar lengi staðið. Þjóð-
in á vel til hnífs og skeiðar. Miklu meira af matvælum
er framleitt hér en við þurfum sjálf að nota. Munar þar
mest um fiskinn, sem við seljum útlendingum og fáum
fyrir flestar þekktar heimsins lystisemdir.
Þar á ofan höfum við áratugum saman búið við öf-
undsvert hungur í starfskrafta. Við þekkjum ekki lengur
atvinnuleysisvofu erlendra þjóða. Þúsundir fólks vantar
til að sinna arðbærum störfum, sem auglýst eru í fjöl-
miðlum. Ný verkefni blasa við á framtíðarvegi.
Við þessar aðstæður er komið að skuldadögum í við-
skiptum þjóðar við landið sitt. Þjóðin er gengin svo
langt götuna fram eftir vegi, að tímabært er orðið að
snúa vörn í sókn, fara að skila landinu aftur því, sem
forfeður okkar tóku af því í volæði fyrri alda.
Tilraunir okkar til landverndar og landgræðslu eru
enn feimnislegar og fátæklegar. Viðskiptareikningur
okkar gagnvart landinu er enn neikvæður um 1000 hekt-
ara á hverju ári. Á móti 2000 hektörum, sem við vinnum,
töpum við 3000 hektörum út í veður og vind.
Allt of lítið gagn er í friðuðum reitum, sem víða hef-
ur verið komið upp. Fjárbændur rífa bara niður girðing-
ar og reka fé sitt hvert sem þeim þóknast, í krafti þess,
að svoleiðis hafi það alltaf verið. Girðingamenn þora
varla að æmta, af því að kindur virðast heilagar.
Kominn er tími til að taka til hendinni. Allar mó-
bergsafréttir landsins þarf að alfriða fyrir ágangi
húsdýra. Það á einkum við um miðhálendið og afréttir
Sunnlendinga og Þingeyinga, sem sauðféð hefur leikið
verst. Þetta svæði þarf að girða rammlega og rækta.
Langan tíma tekur að láta skóginn vaxa saman yfir
Kjöl á nýjan leik. Víða þarf að nota lúpínu til að búa
til jarðveg, svo að hefðbundinn gróður geti síðan num-
ið land. Og ekki er skuldin fullgreidd, fyrr en kominn
er skógur, sem bindur jarðveginn til langframa.
Alfriðun verulegs hluta hálendisins kallar að sjálf-
sögðu á mikla fækkun sauðfjár, að minnsta kosti
helmings fækkun, enda þurfum við hvorki á að halda
öskuhaugakjöti né framleiðsluhvetjandi og söluhvetj-
andi styrkjum á borð við uppbætur og niðurgreiðslur.
Mál hafa æxlast þannig, að sauðféð er á ofsakaupi
við að eyðileggja landið. Með fækkun sauðíjár sparast
stórfé í styrkjum og annarri fyrirgreiðslu. Þessa pen-
inga má sumpart nota til að kosta hina nýju land-
græðslu, nota þá til uppbyggingar í stað niðurrifs.
Um leið fást starfskraftar til að sinna margfaldaðri
landgræðslu, að svo miklu leyti sem önnur arðbær störf
í þjóðfélaginu kalla ekki á þá, sem nú sóa tíma sínum
í sauðfjárhald á kostnað neytenda og skattgreiðenda.
Allir liðir uppgjörsdæmisins við landið eru jákvæðir.
Við erum að svíkjast undan merkjum, þegar við látum
líða hvert velmegunarárið á fætur öðru, hvert ofbeitar-
árið á fætur öðru, hvert offramleiðsluár kindakjöts á
fætur öðru, hvert eftirspurnarár atvinnu á fætur öðru,
- án þess að byrja að endurgreiða skuldina við landið.
Öll rök málsins falla á einn veg. Þjóðin verður að
hrista af sér ok þjóðaróvinarins og gera upp skuld sína
við landið, sem hefur fóstrað hana í ellefu aldir.
Jónas Kristjánsson
í blíðu og stríðu
Verður kona kosin næsti forseti
Bandaríkjanna? Varla, segir þú. En
hver hefði trúað því í Bretlandi á
árunum upp úr 1970 að í hönd færu
tæpir tveir áratugir þar sem kona
stjómaði breska heimsveldinu með
harðri hendi?
Fyrir nokkrum árum var kvenna
næsta lítið getið í heimspólitíkinni
nema sem undantekninga, eins og
Goldu Meir og Indiru Gandhi. Nú
er öldin önnur. Nú líður varla dagur
án þess að kvenna sé getið í tengsl-
um við stórpólitíkina, annaðhvort
vegna hörku þeirra eða blíðu. Laus-
leg athugun sýnir að konur hafa
leikið aðalhlutverkin í stærstu
fréttasprengjum sumarsins.
Harkan sex
Á Filippseyjum stendur Corazon
Aquino í ströngu. Að eiginmanni
sínum látnum tókst hún það verk-
efni á hendur að stýra leit kúgaðrar
þjóðar að lýðræði og réttlæti. I landi
ógnarlegra andstæðna og öfga í pól-
itík og efnahag reynir þessi kjark-
mikla kona að feta einstigi sanngimi
og sátta. Eftir uppreisnina um dag-
inn er staða hennar ótrygg.
Kommúnistamir, sem hún hefur
reynt að lempa til samninga, hafa
lýst yfir að þeir vilji berjast. Þar með
verður erfiðara að hafa hemil á
óánægjuöflum í hemum. Nú ætlar
hún að láta hart mæta hörðu.
Kosningasigur Margrétar Thatc-
her innsiglaði einstaka sigurgöngu
hennar. Kvenfólk hefur þótt eiga
erfitt uppdráttar í stéttskiptu sam-
félagi Breta og síst hefði Ihaldsflokk-
urinn þótt líklegur til að una
yfirráðum konu. En hún ræður svo
um munar. Næstum því með eigin
hendi hefur hún barið í gegn breyt-
ingar í breskum stjómmálum sem
mun gæta um aldur og ævi. Nýsköp-
un efnahagslífc í anda frelsis, segir
hún. Aukin kúgun, fátækt og mis-
rétti, segja fjendur hennar. Innan
flokksins hefur hún ýtt andstæðing-
um sínum til hliðar og á þingi keyrir
hún yfir þá. Kinnock, formaður
Verkamannaflokksins, hefur aldrei
riðið feitum hesti frá orrustum þeirra
í neðri málstofunni. Jámfrúin er hún
kölluð í gamni og alvöru.
Mjúkar línur
En fleira kemur til en harkan. í
Bandaríkjunum hafa tvær konur
leikið stór hlutverk í pólitísku frétt-
unum í sumar vegna mýkri gilda.
Vinsælasta sjónvarpsefnið vom út-
sendingar frá Irangate-yfirheyrslun-
um og að fráteknum höfuðpaumum,
Olla North, var einkaritarinn hans,
Fawn Hall, sá þátttakandinn sem
átti mesta athygli fréttamanna og
áhorfenda.
I fyrsta lagi var hún glæsileg og
Af erlendum
vettvangi
Guðmundur Einarsson
fögur einmitt á þann hátt sem kven-
hetjumar í sápuóperunum Dallas og
Dynasty em glæsilegar og fagrar.
Augun í amerískum körlum urðu
eins og undirskálar þegar þeir
horfðu á þessa íturvöxnu stúlku lýsa
því hvemig hún stal leyniskjölum
með því að troða þeim í nærhaldið
sitt.
I öðm lagi þótti hún bera sig afar
vel og komast bærilega frá yfir-
heyrslum illfyglanna í þingnefhd-
inni.
f þriðja lagi sló hún á rómantísku
strengina þegar hún lýsti því með
tindrandi augum hve trú hún væri
Olla og hversu fullkominn hann
væri sem yfirmaður.
Þegar áhorfendur sáu síðan hve
sjarmerandi Olli var þótti þetta full-
komnað. Þótt bæði neituðu því að
eiga ástarsamband og enginn gæti
borið það á þau með nokkrum sanni
var yndislegt að gæla við tilhugsun-
ina...
Önnur kona var á skjánum hjá
Bandaríkjamönnum snemma í sum-
ar. Hún var meint fylgikona Gary
Harts og hét Rice. Hún virðist hafa
orðið leiksoppur kaldrifjaðs kvenna-
bósa, eins og sagt er í sögubókunum.
Ekki var hún eins tíður gestur og
Fawn Hall í sjónvarpstækjum lands-
manna því hún varðist fréttamönn-
um sem urðu að mestu að láta sér
nægja að grafa upp gamlar myndir
og auglýsingar sem hún hafði leikið
í. Nú er hún farin að auglýsa nýjar,
níðþröngar gallabuxur og fær hærra
kaup en áður.
En sambandið við stúlkuna var
reiðarslag fyrir Gary Hart. Hann,
sem var langfremstur vonbiðlanna
til forsetaframboðs demókrata, varð
að yfirgefa stóra sviðið í pólitíkinni
og setjast inn á lítinn lögfræðikontór
í Denver í Kólóradó.
Með mýkt og öryggi
Fall hans varð einmitt til að ýta
undir síðustu konuna á kvennalist-
anum í þessum pistli. Hún heitir Pat
Schroeder og er demókrati í fulltrúa-
deildinni. Áður en Gary Hart lét
fallerast var hún ein af tæpum tug
demókrata sem vildu gjaman bjóða
sig fram en voru hins vegar næstum
óþekktir.
Að Gary Hart föllnum eru þau
hins vegar jöfh og jafrióþekkt og þá
kemur í ljós að Pat Schroeder er
kerling fyrir sinn hatt.
Það orð fer af karlmönnunum í
keppninni að þeir séu hver öðrum
líkir og hver öðrum leiðinlegri. Pat
Schroeder sker sig úr - ekki aðeins
fyrir að vera kona heldur fyrir að
vera skelegg og skemmtileg. Hún
hefur lag á því að segja hlutina
þannig að eftir sé tekið. Hún er einn
af bestu orða- og hugtakasmiðum í
bandarískri pólitík. Gimsteinninn
hennar á því sviði er „teflon-forset-
inn“ en það orð gaf hún Reagan á
velmektartímum hans. Þá gat hann
tekið hvers kyns áföllum og skítk-
asti því ekkert loddi við hann.
Vinsældir hans voru slíkar.
Pat Schroeder er mjög duglegur
þingmaður og hefur mikið látið að
sér kveða í vamarmálum sem ekki
teljast til hinna dæmigerðu mjúku
mála. í félagsmálum er hún góður
demókrati og ber hag þeirra sem
minna mega sín fyrir brjósti.
Enginn veit hvort Pat Schroeder
verður forseti. En hún er köld og
klár, með hjartað og heilann á rétt-
um stað.
í sögum breska rithöfundarins Jef-
frey Archers af þeim Kane og Abel
verður Florentyna Kane fyrsta kon-
an til að verða forseti Bandaríkj-
anna. En jafhvel í skáldsögunni, þar
sem allt getur gerst, treysti rithöf-
undurinn sér ekki til að stíga stærra
skref en að láta kjósa hana varafor-
seta. 1 Hvíta húsið komst hún síðan
að forsetanum látnum. Fyrst það var
ekki hægt í sögunni verður það trú-
lega í raunvemleikanum of stórt
skref að kjósa konu beint í þetta
embætti, a.m.k. enn um sinn.
Guðmundur Einarsson
Fawn hali er eins fögur og glæsileg og kvenhetjumar í sápuóperunum