Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1987, Page 14
14
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987.
íslensk tunga
Nafn á helli
Það hendir bestu menn að svíkja
sjálfa sig og samferðamenn sína.
Þetta hefui; meira að segja komið
fyrir mig. Þannig hafa lesendur DV
orðið áþreifanlega varir við það,
með því að hafa verið lausir við
skrif um íslenska tungu í blaðið,
meira og minna í allt sumar.
En mér dettur ekki í hug að
flokka það undir svik af minni
hálfu né heldur hvarflar að mér að
lesendurnir hafi á nokkurn hátt
skaðast af tiltækinu. Hafi verið um
einhver svik að ræða eru þau við
sjálfan mig því ekki fæ ég borgaðar
greinar sem ég skrifa ekki.
Ástæður þess að ég hef lítið skrif-
að eru aðallega tvær. í fyrsta lagi
nennti ég því ekki og var orðinn
hundleiður á að skrifa um íslenska
tungu. I öðru lagi þá áskotnaðist
mér óvænt tækifæri til ferðalags
til útlanda með son minn. Bak við
það stóðu góðir vinir okkar.
En afleiðing ferðalagsins var að
andinn léttist og fyrr en varði var
ég farinn að skrifa aftur um ís-
lenska tungu í DV og brauðstritið
í fullum gangi.
Og hefst þá pistill dagsins.
Ormar og veiðiskapur
Sumir menn eyða sumrinu í að
eltast við únamaðka í görðum. Þar
toga þeir þessi grey upp úr mold-
inni, setja í dósir og hlúa að þeim
af kostgæfni og alúð, til þess eins
að geta síðar þrætt þá upp á öngul
og ginnt fiska til að gleypa sprikl-
andi ormana.
Feitustu maðkarnir ku vera í
kirkjugörðunum.
íslensk tunga
Eiríkur Brynjólfsson
Einn vinnufélagi minn ekur um
í jeppa og veiðir fiska í ám og vötn-
um sér til gagns og gamans þegar
hann á frí. I einni slíkri ferð datt
hann inn í helli, í óeiginlegri merk-
ingu. Það er ekki í frásögur
færandi nema fyrir það að nafn
hellisins- er eitthvað á reiki.
Hellir þessi er í uppsveitum Borg-
arfjarðar, skammt frá þeim yndis-
lega stað Húsafelli og gengur ýmist
undir nafninu Víðgelmir eða Víð-
gemlir.
Víðgelmir-gemlir
Vinnufélaga mínum þótti engin
ástæða til að láta hellinn heita
tveiinur nöfnum, jafnvel þótt þau
væru nauðalík á að líta og bar
undir mig hvort nafnið væri „rétt-
ara“.
Áður en ég birti svar mitt vil ég
taka fram að mín vegna má hellir-
inn heita tveimur nöfnum og þótt
ég komist að þeirri niðurstöðu að
annað orðið sé „réttara" þá þarf
enginn að taka mark á því frekar
en hann vill.
Á vegpresti, sem vísar mönnum
að hellinum, stendur skrifað Víð-
gemlir en fólk í sveitinni kallar
hellinn Víðgelmi.
Og hver hefur rétt fyrir sér, prest-
urinn eða fólkið?
Ég fletti upp í Orðabók Menning-
arsjóðs. Á bls. 1149 stendur:
„Víðgelmir, -is, -ar K gímald;
SÉRN. Víðgelmir nafn á helli.“
Þá höfum við það. Hellirinn heit-
ir Víðgelmir ef marka má orðabók
Menningarsjóðs. Og ég tek fullt
mark á henni.
Enef betureraðgáð. . .
þá er ekki víst að málinu sé þar
með lokið.
Ég fletti næst upp seinni lið orðs-
ins, þ.e.a.s. gelmir og gemlir:
„gelmir, -is K haukur; ormur;
einkum í kenningum: gelmis sótt
vetur; í samsetn. Aurg., Bergelm-
ir.“ (bls. 277).
„gemlir, -is K örn; haukur; (í rím-
um Óðinsheiti." (bls. 277).
Semsagt: svo virðist sem um tví-
mynd orðsins sé að ræða, fyrst þau
hafa svona skylda merkingu.
Við þetta má svo bæta orðinu
gemlingur sem merkir meðal ann-
ars veturgömul kind, ungur selur
eða piltur. Það orð er án efa skylt
DV
-S$
'2&Í&Z+-*
PUn*Uf. Poltacri 1 £ Ixílun. nií, anUn* "rrnar
Seld/fi *v tauðkind srJJ “ maðif
hun hcrur £k*ZmlÓ,ía'
anZZZrvrnaS* 2**101 S““» *
j*n,u*ð en kvi*., ,*?&"). -riU ,, 7T (rau, ~~ frp,l-| ' * ..
“r •»> ■- • L o,
’f,r <* 'njcvi ‘°n
ib‘> Þcezr 75a.nnUf. 'ríJt/nl, fa'
-i s i rJr' “rö" cd. i jzM
bundt). 2^LDamnu (um^bj
~ " I hid H gm,'ot
ma«UfunWInpUr V"«''/ubcin. i .'v ***"",
*r Uk i vcxuT +EUr L MrulrJ kran^lcgUr Qc
tcl*ndi, ^ ^ gchsku
"***■ "apur B*tur, svr.,
. 1 *rU« íg/cl,/ _ J*ndt; hívaði.
4etOt leiri ,‘d
' núfta. ^ 1 ve
(c^ te Ula yfir sér
**•«». -fc,. I, . f^'&ngd
vmnu/IoUur K - f íyled- förui*,,. ,
%PUr «*» vinnín'&íl ^
fcrð, hað *' ^ vrrl./L, a”a"
* • ‘•ÁMsamttí*?*? f>7f f Umf«<
« 31 bjá/pHw /
Zi££u*n**. *”purn -
‘ðus/li/t, *'V,*°ngUl:on,
-ss-r,1.
^ fcrtiZ* * rr^ Z7;^‘«
^rtugX. ^'^U un,
ta*ZLgeUun' Sgðf ,f,að STJZ?*6
‘haukur far>,lngur
t'Gussó,, * °""Uf; einlum /
boð, 8 swfðaí' íf
tt«ta£B[uga ngur- *pun
«öðus,o/la *'V,*Óngu4o'M i'amhá/,
=sv~-^
18 *« *®8ur. /
Ss^SwSa
* wrðgiu, 1
Knti, 1
Hellirinn heitir Víðgelmir ef marka má orðabók Menningarsjóðs.
gemlir/gelmir. Einnig til orðið
gelmingur og er það sömu merking-
ar og gemlingur. Ruglingurinn
ml/lm er því í öllum þessum orðum.
Að fengnum þessum upplýsingum
er ég ekki í nokkrum vafa um að
gelmir/gemlir er sama orðið, annað
líklegra eldra en hitt er afbökun á
því.
Út frá þessu fæ ég ekki séð en
að bæði orðin, Víðgelmir og Víð-
gemlir, séu jafngild. Enda er það
langbest þegar allir geta haft rétt
fyrir sér.
Að svo mæltu er engu við þetta
að bæta og ég kveð að sinni.
Vísnaþáttur
Borgfirskir hers-
höfðingjar braglistar
Líklega fyrir inn það bil hálfri
öld, þegar sá sem þetta ritar og
þætti stýrir var nýkominn til höf-
uðstaðarins, kynntist hann öldruð-
um bónda sem Einar hét
Þórðarson, kempulegum nokkuð
og kenndum við jörð sína, Skelja-
brekku í Borgarfirði. Hann var þá
um það bil að hætta búskap og
gerðist innheimtumaður hér á möl-
inni. Hann fæddist 1877 og hélt hér
opið hús fyrir alla hagyrðinga
landsins og gistu þeir hjá honum
dögum saman ef þeir voru gestkom-
andi í bænum. Það kom í ljós að
þessum gamla manni látnum að
hann átti mikið handritasafn vísna
og arfleiddi Landsbókasafn að því.
En á meðan Einar frá Skelja-
brekku var og hét brýndi hann stíft
fyrir hinum ungu að ánetjast ekki
um of nýtískulegum stefnum í
kvæðagerð. En aftur á móti sakaði
það engan mann, sagði hann, þótt
sótt væri nokkuð langt aftur í tíma,
því alltaf væru til nógu margir ís-
lendingar sem nenntu sér til
andlegrar sálubótar að brjóta til
mergjar vísur, ef í þeim leyndist
forn eða nýr vitaðsgjafi.
Ég geri gamla manninum að vísu
upp orðin. En ég var þama ekki
góður lærisveinn, það fór ekki
framhjá neinum, þótt ég þykist
raunar alltaf hafa kunnað að meta
hugsun og hollustu slíkra manna
við gamlar hefðir, enda alinn upp
við virðingu á okkar gömlu menn-
ingarerfðum. En um þessar mundir
var einmitt uppvaxinn fallegur
systkinahópur í Borgarfirði, Bein-
teinsbörn á Draghálsi. Og nú ber
að nefna annan góðkunningja
minn, mér yngri, rímnahöfðingjann
og síðar allsherjargoðann, Svein-
björn á Draghálsi, f. 1924. Hann
var meðal skáldanna í Borgfirskum
ljóðum.
En ég minnist þess að í bók, sem
Sveinbjörn gaf út 1954 og hét Stuð-
lagaldur, er einmitt afmæliskveðja
til Einars frá Skeljabrekku, svo-
hljóðandi:
Afmæliskveðja
Hér um slóðir hafa menn
hænst að góðum óði.
Vísnasjóðinn eykur enn
Einar ljóðafróði.
Sveitin fann og setti á blað
sanninn þann í ljóðum:
Hróðri og manni hlynnir að
hann í ranni góðum.
Miðluðust ljóðamönnum hér
margar góðar stundir.
Fylgir óðarflokkur þér
fram um hróðurgrundir.
Óskir bind ég svo í söng:
Sé þér yndi gefið,
Vísnaþáttur
gleðji lyndið fræðaföng,
fögnuð myndi stefið.
Kvæðið hefur kannski verið
lengra. Þetta skrifaði ég hjá mér
fyrir löngu en hef ekki bókina við
höndina þessa stundina. Með okk-
ur Sveinbirni hefur alltaf verið
nokkuð dátt, ég kynntist honum
áður en hann varð guðsmaður á
foma vísu.
Hann er nokkru eldri en fæðing-
arvottorðið segir til um. Mér líkar
vel við slíka menn. En þeir verða
að vera hóflega margir á hverjum
tíma.
En víkjum nú að kveðskap Ein-
ars sjálfs. Hér er rúm fyrir nokkur
sýnishorn:
Vísur eftir Einar frá Skelja-
brekku
Um ferskeytluna:
Ætíð hef ég elskað þig
innst í hugarleynum.
Férskeytlan er fyrir mig
fyllsta bót í meinum.
Þegar brestur yndi og yl
úfnum lífs á bárum,
ferskeytlunnar flý ég til
flakandi í sárum.
Árstíðavísur og fleira:
Hressist fjóla og fífillinn
fyrr er kólu víða.
Vermir sól, en veturinn
vék af stóli hríða.
Þegar grær og glóey skín
- glöð í færist blóma -
feðra kæra foldin mín
fágast skærum ljóma.
Dagur ljómar döggin hlý
drýpur á blómaraðir.
Laðar óma lofti í
lífsins hljóma faðir.
Og:
Oft er strand við úfið hraun,
oft er grand að klifa.
Oft er blandin æviraun,
oft er vandi að lifa.
Stökur
Yfir gengin ævispor
ættir þú að líta.
Atast hefur allt í for
æskuskartið hvíta.
Margur frár á lífsins legi
laugast tárunum.
Tímans bárur fleyta fleyi,
fjölgar árunum.
Legg ég nú í langa ferð,
ljúft er því að una.
Fögur rennur fákamergð
fram á þjóðgötuna.
Vitur, fríður, fótheppinn,
fimur og prýðisskarpur.
Ber mig tíðast blakkurinn
best, Geirshlíðar-jarpur.
Loks virðir gamall bóndamaður
fyrir sér Reykjavíkurlífið:
Komir þú um kvöld í Vík
kvikt er í Austurstræti.
Telpa mörg í tildursflík
tekin er þar á fæti.
Utanáskrift: Jón úr Vör.
Fannborg 7, Kópavogi.