Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Side 3
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987. 3 Fréttir____________________ Gámavinir mótmæla: „Þetta er haugalygi“ Jóhannes Kristjánsson skipstjóri, talsmaöur Gámavina SF, sem sér að mestu um gámaútflutninginn frá Vestmannaeyjum, hefur skrifaö at- vinnumálaneftid Vestmannaeyja bréf þar sem hann mótmælir fullyrðingum um tap Eyjamanna og þjóðarbúsins á því að flytja ferskfisk til útlanda. Sú fullyrðing kemur fram í skýrslu sem Hilmar Viktorsson viðskiptafræðing- ur vann fyrir atvinnumálanefndina í Vestmannaeyjum. Bréfið segist Jóhannes skrifa á máii sem sjómenn skilja og hann segir nið- urstöðu skýrslunnar ranga. Um að bæjarsjóður, hafnarsjóður og frysti- húsin í Vestmannaeyjum tapi á gámaútflutningnum segir hann orð- rétt í bréfinu: „Þetta er haugalygi“ Jóhannes færir aö því rök með sín- um reikningsaðferðum að í stað þess að þjóðarbúið tapi um einum milljarði á gámaútflutningi, hagnist það um 1,3 mifljarða á honum. Hann bendir á að vegna gámaútflutningsins geti frysti- húsin nú unnið fisk í dýrustu pakkn- ingar í stað þess að hrúga honum niður í kassa og senda tfl Bandaríkj- anna tfl að láta „alla vega litt fóik fullvinna fisk frá íslandi," eins og seg- ir orðrétt í bréfihu. í dag hefur atvinnumálanefhd Vest- mannaeyja boðað til fundar vegna skýrslu Hilmars Viktorssonar. Um þaim fund segir Jóhannes í bréfinu: „Ég bið bara að heflsa á þennan leynifund ykkar, með einhvetjum skýrslukörlum úr Reykjavík að sjálf- sögðu, þar sem ekkert nema bufl eins og skýrsla Hilmars litur dagsins ljós. Þó áskfl ég mér allan rétt á að takast á við ykkur, þó svo seinna verði.“ -S.dór Eldur um borð í Berg VE Ómar Gaiðarsson, DV, Vestraeyjum: Eldur komst í einangrun á mflli- dekki á loðnubátnum Berg VE þar sem hann lá við bryggju í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í gær. Rétt eftir hádegi í gær urðu báts- verjar varir við talsverðan reyk sem harst úr klefa á millidekkinu. Reykur- inn var það mikifl að bátsverjar komust ekki að klefanum svo þeir lok- uðu öllum hurðum og köfluðu til slökkvilið. Reykkafarar fóru um borð og kom- ust þeir að eldinum og slökktu hann á skömmum tíma. í ljós kom að eldur- inn hafði ekki verið mikfll en þar sem hann komst í einangrun varð af mikið reykhaf. Skemmdir á bátnum voru smávægflegar. Talið er að upptök eldsins megi rekja til þess að neisti frá rafsuðu hafi kom- ist í einangrun en í bátnum var verið að koma fyrir brunavamakerfi. 1. Sérlega vandað útvarp og segulband 2. ÁHelgur 3. Mjög vönduð verksmiðjuryðvörn 4. Nýskráning og bHreiðaskattur 5. Ýmis annar aukabúnaður 6. Vandað tauáklæði á sætum 7. Skiptanlegt aftursæti 8. Speglar báðum megin 9. Teppi á góHum 10. Aðvörunarmerki fyrir aðalljós GERÐU VERÐSAMANBURÐ A BILUM MEÐ SAMBÆRILEGAN ÚTBÚNAÐ OG ÞÚ SKILUR HVERS VEGNA CHARADE ER METSÖLUBILLINN FRÁ DAIHATSU BÍLASÝNINGAR ALLA LAUGARDAGA, ÚRVAL AF NOTUÐUM GÓÐUM BÍLUM Daihatsu-umboóió. Armula 23. Rvik-s^ar91-6O70 91-681733 Daihatsu, Njaróvik, Brekkustig 39 - simar 92-14044 92-11811 Slundvísi er dyggð Á háannatímanum maí-ágúst, voru 94% lendinga ÍAmsterdam á réftum tíma. ■ Við œtlum að gera enn betur f vetur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.