Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987. Skák_________________r Stefnir í hörku- slag á Islandsþingi Tveir stórmeistarar, tveir alþjóö- legir meistarar og einn heims- meistari eru meðal þátttakenda í landsliðsflokki á Skákþingi íslands á Akureyri. Að loknum sex um- ferðum af ellefu var Margeir Pétursson efstur með 5 vinninga en fast á hæla honum komu Helgi Ólafsson og Davíð Ólafsson með 4 'A v. Síðan kom Ólafur Kristjánsson, sem mest hefur komið á óvart á mótinu, og Þröstur Þórhallsson með 3'A v. Þeir tefla af mikilli leikgleði fyrir norðan og þeir sem lægra eru skráðir virðast ekki bera neina virðingu fyrir sér reyndari mönn- um. Mikla athygh vakti sigur heimamannsins, Ólafs Kristjáns- sonar, á Karh Þorsteins í 5. umferð. Ólafur er þéttur skákmaður, sýndi t.d. góða takta á Reykjavíkurskák- mótinu í fyrra, og á mótinu nú hefur hann staðið sig vel fram að þessu. Þá mátti Helgi Ólafsson stór- meistari lúta í lægra haldi fyrir Davíð Ólafssyni í 4. umferð eftir spennandi tímahraksbarning. Það er því skammt stórra högga í milli hjá Davíö sem lagði einmitt Mar- geir glæsilega að velh á íslands- mótinu sem haldið var í Grundarfirði í fyrra. Davíð og eins Þröstur Þórhalls- son eiga báðir möguleika á að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli á mótinu. Venjulegast gefst sá möguleiki ekki nema í alþjóðlegum mótum en nýlega var reglum FIDE breytt á þann veg að þjóðþing telj- ast jafngild. Davíð á einn áfanga í pokahominu en Þröstur tvo og honum nægir einn áfangi til við- bótar úr lokuðu móti til þess að hreppa alþjóðameistaratitilinn. Það er þvi ljóst að þeir munu leggja aht í sölurnar til þess aö ná settu marki. Og hver veit nema fleiri gætu blandað sér í veiðarnar. Margeir er efstur eins og fyrr segir og á því leikur heldur enginn vafi að hann hefur teflt af mestri útsjónarsemi fram til þessa. Hann á titil að verja úr Grundarfirði en þá varð hann skákmeistari íslands í fyrsta sinn. Hann virðist vera í góðu taflskapi eftir fremur slælega frammistöðu á síðasta mióseri. Norðurlandameistari varö hann í sumar og síöan yfirburðasigurveg- ari á alþjóöamótinu í Gausdal. Það kæmi engum á óvart þótt hann yrði íslandsmeistari nú. En það eru fleiri um hituna: Allt stefnir í hörkuslag í síðustu umferðunum. Mótinu lýkur næstkomandi föstu- dag. Skoðum tvær léttar skákir frá mótinu, fyrst skák Margeirs við Hannes Hlífar, mikil uppnámsskák þar sem taflmenn eru skildir eftir í dauðanum á báða bóga. Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Hannes Hlífar Stefánsson Benónivöm. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. e4 g6 7. f4 Bg7 8. Bb5 + Margeir gengur á lagið og teflir hvasst afbrigði sem Karl beitti gegn Hannesi í 2. umferð mótsins. 8. - Rfd7 9. a4 0-0 10. Rf3 a6 11. Be2 He8 Sjálfsagt hefur Hannes ekki búist við að Margeir tefldi af svo miklu kappi en hann reyndir ahtént að endurbæta taflmennsku sína gegn Karh. Þar lék Hannes 11. - RfB 12. 0-0 Bg4 en eftir 13. e5! dxe514. fxe5 Rfd7 15. e6! fxe6 16. dxe6 Bxe6 17. Rg5 lenti hann í erfiðleikum. 12. 0-0 Rf8 13. Be3 Nú getur svartur unnið peð með 13. - Bxc314. bxc3 Hxe4 en Hannes telur svartreitabiskupinn mikh- vægari en eitt vesælt peð, jafnvel þótt miðborðspeð sé. Þetta fram- hald kemur þó engu að síður til greina. Leikur Margeirs er ekki sá markvissasti í stöðunni. Með 13. h3 gat hann hindrað næsta leik hvíts og 13. e5!? er athyglisverður möguleiki sem Ungveijinn Rajna hefur stutt sig við og iðulega meö góðum árangri. 13. - Bg414. Dd2 Rbd715. Bd3 Hc8 Stinga má upp á 15. - Da5 strax, ásamt - Db4, -c4 og - Rc5, sem er staðlað framhald í þessari stöðu- gerð. 16. Khl Da5 17. Rg5!? h6 18. Rxf7!? Gervifóm, því að hvítur vinnur manninn strax aftur. Taflið verður nú mjög flókið en þó verður snún- ara að tefla svörtu stöðuna. 18. - Kxf7 19. h3 Bxc3!? 20. bxc3 Rf6(?) Nákvæmara er 20. - c4 21. Bc2 og þá fyrst 21. - Rf6. Þá svarar svartur 22. e5 með 22. - Dxd5, en 22. hxg4 Rxe4 23. Bxe4 Hxe4 24. Í5 gefur hvítum hins vegar dágóð sóknar- færi. 21. e5! c4 22. f5! Tveir svartir í uppnámi og einn hvítur en samt leikur hvitur peði, eins og ekkert hafi ískorist! Hann er að fá myljandi sókn. Sennilega gerir svartur best með því að leika nú 22. - g5 með sérlega óljósri stöðu. 22. - Hxe5? 23. fxg6+ Ke7 24. Hxf6! Kxf6 25. Hfl+ Kg7 Eða 25. - Ke7 26. HÍ7+ Ke8 27. Df2 með svipaðri niðurstöðu og í skákinni. 26. Bxh6+ Kg8 27. Df2! Og svartur gaf. Hann er vamar- laus. Áskell Öm og Gylfl tefldu fjöruga skák í 2. umferð. Gylfi er þekktur noröan heiða fyrir fómartafl- mennsku og íjörugt ímyndunarafl en að þessu sinni tók Áskell hann á sálfræðinni: Hvítt: Áskell örn Kárason Svart: Gylfi Þórhallsson Slavnesk vöm. 1. d4 d5 2. c4 c6 3. cxd5 exd5 4. Rc3 Rc6 5. Bf4 Rf6 6. e3 e6 7. Bd3 a6 8. Hcl Bd6 9. Bxd6 Dxd6 10. f4 Bd7 11. Rf3 b5 12. 0-0 Rg4 13. De2 f5 14. Re5 Rcxe5 15. fxe5 De7 16. h3 Rh6 17. Dh5+ Rf7? Nauðsynlegt er 17. - Df7, eins og brátt kemur í ljós. abcdefgh 18. Bxf5! b4 Ekki gengur 18. - exf5 vegna 19. Rxd5 og hótar drottningvmni ásamt Rc7+ og e5-e6 með vinningsstöðu. Og ef 18. - g6, þá 19. Bxg6 hxg6 20. Dxg6 HfB 21. HfB með óbærilegum þrýstingi. Skák Jón L. Árnason 19. Rxd5! exd5 20. Hc7 g6 21. Bxd7+ Kd8 22. Df3! Vel leikið. Svartur fær hehan hrók en kóngurinn lendir í mátneti. 22. - Kxc7 23. Dxd5 Hhf8 24. Hcl + Kb8 25. Hc6 Dg5 26. Hb6+ Kc7 27. Hb7+ - Og svartur gafst upp. Jafnvægi í Jurmala Alþjóðlega skákmótið í Jurmala í Lettlandi bar keim af því að mikið jafnvægi ríkti mihi keppenda. Sig- ur á mótinu vannst á óvenju lágt vinningshlutfah, l'A v. af 11 mögu- legum. Fjórir skákmenn fengu þá vinningatölu og dehdu sigrinum, fjórir næstu fengu 7 v. og þeir sem lentu í 9. - 12. sæti fengu 6‘A v. Keppendur fjórtán. Einkennhegri gerist ekki lokaniðurstaða skák- móta. Jurmala er nafn á bæ, eða öllu heldur strandlengjunni, fyrir utan Riga, höfuðborg Lettlands. Þetta er vinsæh sumarleyfisstaður í Sovét- ríkjunum en í september, er skákmótið var haldið, var farið að kólna. Skrifari þessara hna var eini íslendingurinn á mótinu og eini Vestur-Evrópubúinn, að Englend- ingnum Tony Kosten undanskild- um. Töframaðurinn Mikhah Tal var vitaskuld eftirlæti áhorfenda, enda tefldi hann svo gott sem á heima- velh. Hann tapaði hins vegar strax í 2. umferð fyrir Búlgaranum Tosh- kov og lengst af hélt hann sig í nánd við efstu menn. í lokin tókst honum þó að komast upp að hhð þeirra og ná aö deha efsta sætinu. Hinir voru stórmeistararnir Psak- his, Razuvajev og Gipslis. Sá er þetta ritar kom næstur ásamt Ro- manishin, Bagirov og Pribyl með 7 v. Mótið var góð æfmg og strembin, enda komast skákmenn hvergi í jafnmikla nálægð við skákgyðjuna eins og þama fyrir austan. Eg vann þijár skákir, tapaði tveim, gerði átta jafntefli. Stysta vinningsskák- in var aðeins 15 leikir og nokkuð skondin: Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Josef Prybil (Tékkóslóvakíu) Pirc-vörn. 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 c6 Þessi óvenjulega leikaðferð er sérstakt eftirlæti Prybhs sem tefldi þannig í þrígang á mótinu. Hann hætti því eftir þessa skák... 4. f4 Da5 5. Bd3 e5 6. dxe5 dxe5 7. f5! Lokar fyrir hvítreitabiskupinn. Hvítur á betra tafl. 7. - Rbd7 8. Rf3 Bc5 9. Bd2 Rg4? Hann sagðist hafa teflt svona fyrr, í tékknesku deildakeppninni. Þá lék andstæðingur hans 10. De2 Rf2 11. Hfl Rxd3 12. cxd3, sem ætti að gefa hvítum heldur þægilegra tafl. Ég fékk aðra hugmynd og beittari. 10. Rg5! Rf2? Nú verður ekki aftur snúið. Hann varð að leika 10. - Rdf6 sem hvitur getur svarað meö 11. Rd5 Dd8 12. Rxf6+ Rxf6 13.De2 eða enn sterk- ara 11. Bc4!? með miklum mögu- leikum. 11. Dh5 g6 12. Df3 Rxhl Ef 12. - f6, þá 13. Rd5! Dd8 14. Re6 og svartur fær aldrei næghegt hð fyrir drottninguna. Skást er 12. - 0-0 en eftir 13. Hfl eru yfirburðir hvíts óumdehdir. 13. fxg6 Hf8 Hann hugsaði sig lengi um en nú er þaö orðið of seint. Ef 13. - f6, þá 14. g7 Hg8 15. Dh5+ og vinnur og ef 13. - 0-0, þá 14. gxf7 + Kg7 (14. - Kh815. Df5 og mátar)15. Re6+ Kh8 16. Bh6 og mátar. 14. g7 Dc7 Th þess að geta svarað 15. gxfB = D + með 15. - RxfB og valda f7-reitinn... 15. g8=D! Og svartur gafst upp. Eftir 15. - Hxg8 16. Dxf7+ Kd8 17. Re6 yrði hann mát. -JLÁ Frá alþjóðlega skákmótinu í Jurmala. Hér er legið yfir einni skákinni að henni lokinni. Við borðið sitja frá vinstri: Tal, Jón L., Dvorkovich (kunnur skákbókahöfundur), Sygulski (Póllandi), Kosten (Englandi), Psakhis og Razuvajev.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.