Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987. Fréttir Alþýðubandalagíð: Óákveðin vara- formannsefni Nokkrir einstaklingar hafa verið nefndir sem hugsanlegir kandídat- ar við varaformannskjör í Alþýðu- bandalaginu á landsfundi þess um helgina. Enginn þeirra hefur lýst neinu yfir vegna þessa opinberlega og því spurði DV þá hvort þeir hefðu tekið ákvörðun um að gefa kost á sér ef eftir því verður leitað og fara svör þeirra hér á eftir. Svanfríður Jónasdóttir Ætia að bíða og sjá hvað setur „Það er rétt að leitað hefur verið til mín inn að gefa kost á mér sem varaformaður flokksins. Ég hef ekki geflð nein svör við því og ætla ekki að gera það fyrr en á lands- fundinum. Ég ætla aö bíða og sjá hverju fram vindur. Við vitum ekíd enn hve margir varaformennimir verða og því vil ég ekki segja neitt um málið á þessari stundu,“ sagði Svanfríður. Hún var spurð að því hvort henni væri sama með hvoru formanns- efninu hún ynni ef hún gæfi kost á sér sem varaformaður. „Ég þykist vita að menn myndu ekki samþykkja það að bæði form- aður og varaformaður væru úr Eyjafirði,“ sagði Svanfríður Jónas- dóttir. HelgS Seljan: Fer eftir ýmsu „Það fer nú eftir ýmsu hvort ég gef kost á mér sem varaformaður flokksins. Þetta hefur verið nefnt við mig og ég er enn að hugleiða málið. Það fer mjög eftir því hvem- ig mál skipast á landsfundinum hvað ég geri. Menn eru að hugleiða mitt framboð til varaformanns fyrst og fremst með það í huga að Sigríður Stefánsdóttir verði kjörin formaður. Það hefur ekki verið leit- að til mín frá stuðningsmönnum Ólafs Ragnars með þetta," sagði Helgi Seljan. Þfóstur Ólafsson: Erfitt að svara „Það er erfitt fyrir mig að svara þessu nú. Ég hef mjög mörg verk- efni á minni könnu og er því önnum kafinn. Það er alveg ljóst að ef ég tek að mér varaformann- sembættið þarf ég að að hætta ýmsu því sem ég hef starfaö að og ég er ekki reiðubúinn að svara því á þessari stundu hvort ég er tilbú- inn til þess. Ég mun skýra frá minni afstöðu á landsfundinum," svaraði Þröstur Ólafsson. Steingrímur J. Sigfússon: Ekki á dagskrá „Það hefur enginn talað um þetta við mig, nafn mitt var aðeins nefnt í útvarpinu án þess að til mín væri leitað fyrst. Og ég fullyrði að það er ekki á dagskrá hjá mér að gefa kost á mér sem varaformaður, slíkt er bara alls ekki inni í myndinni," sagði Steingrímur J. Sigfússon. Grétar Þorsteinsson: Gefekkikostámér „Ég hef ekki hugsaö mér að gefa kost á mér sem varaformaður og á ekki von á því að það breytist neitt á landsfundinum,“ sagði Grétar Þorsteinsson, formaður Trésmiöa- félags Reykjavíkur. -S.dór Þessi mynd var tekin úr lofti af Egilsstaðaflugvelli I gær. Flugstöðin og flugbrautin blasa við á miðri myndinni. Nýja flugbrautin verður vinstra meginn við flugstöðvarbygginguna, nær Lagarfljóti, og liggur næstum samsíða gömlu brautinni. DV-mynd Anna Ingólfsdóttir Flugmálastjóm: Líklegast að þeir sem buðu lægst fái veridð Jóhann Bergþórsson: Útboðið spar- ar milljónir „Þetta útboð við Egilsstaðaflugvöll sýnir að útboðsaðferðin er sú rétta en menn verða að fara varlega hka þegar boðið er í. Þetta útboð hefur sparað skattborgurum miUjónir króna, miðað við að samið hefði ver- ið beint við heimamenn eins og til stóð að 'gera,“ segir Jóhann G. Berg- þórsson, forstjóri Hagvirkis. Fyrirtækið átti hæsta tilboð í fram- kvæmdirnar við EgilsstaðaflugvöU. TUboð fyrirtækisins var 16,8 mUljón- ir. Inni í þeirri töfu er flutningur tækja og véfa og að koma sér upp aöstöðu á EgUsstöðum upp á um 3,8 mUljónir króna. Jóhann segir að hann telji aö búið hafi verið að búta verkið of mikið niður til að aðrir en heimamenn ættu raunhæfa mögufeika á að fá verkið þar sem flutningskostnaður tækja og véla austur væri hfutfaUslega afft of kostnaðarsamur. „Ef verkið hefði verið stærra þá hefði staða heimamanna ekki verið eins sterk,“ segir Jóhann. -JGH „Tiúlegt að vifl séum of lágir" „Það er trúfegt að við séum of lágir,“ segir Kjartan Ingvarsson, forsvarsmaður Samstarfsfélags bíla- og tækjaeigenda á Héraði, en fyrirtækið átti lægsta tilboð í fyrsta áfangann við EgUsstaða- flugvöli TUboðið er um 8,5 rnUIj- ónir króna. Næstlægsta tUboðið var frá Vökvavélum hf„ einnig frá Héraði Þeirra tUboð var tæp-. lega 8,9 milljónir króna. Kjartan segir aö hann telji að búiö sé að skera verkiö niöur um þrjá fjóröu af því sem upphaflega var áætlað að framkvæma og þeir Héraðsmenn heföu staðið í samn- ingum um í sumar. „Ég lít svo á að 18 milljónimar, sem rætt er um að kostnaöará- ætlunin sé fyrir þennan áfanga sem nú á að gera, sé of há tala fyrir verkiö. Mér finnst þeir fara frjálslega með tölur á Almennu verkfræöistofunni," segir Kjart- an Ingvarsson á Héraði. -JGH Jóhann H. Jónsson, fjármála- stjóri flugmálastjómar, segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hverjir fái framkvæmdimar við fyrsta áfanga EgUsstaðaflugvaUar. „En það bendir aUt tíl þess að þeir sem buðu lægst, Samstarfsfélag bUa- og tækja- eigenda á Héraði, fái verkið.“ - Óttastu að tilboð þeirra sé of lágt og að þeir klári ekki verkið, rúUi með það? „Nei, ég hef enga trú á að stofnun- in verði fyrir neinum skakkafóUum þó þessu tilboði verði tekið og þó það sé nokkuð undir kostnaðaráætlun." Jóhann segir að á fjárlögum þessa árs séu 60 mUljónir króna vegna framkvæmda við EgUsstaðaflugvöU. „Þegar til stóð að semja beint við heimamenn og þeir vom búnir að fá verklýsingu komu þeir með tilboð um aö vinna verkiö fyrir 59,7 mUljón- ir króna. Þeir leiðréttu sig sjálfir skömmu síðar og fóm niður í um 56 miUjónir króna. En þá var verkið stærra." Jóhann bætir við: „Þegar talan 56 miUjónir frá þeim lá fyrir var um- sögn Almennu verkfræðistofunnar samkvæmt markaðsspá að hægt væri að fá verkið gert fyrir um 42 mUljónir króna með útboðum. Eftir þetta ræddu heimamenn um að framkvæma verkið fyrir 45 til 50 miUjónir króna.“ Jóhann segir að þá hafi verkiö ver- ið skorið niður og boðið út. „Nei, það var ekki bútað niður til að heima- menn stæðu betur heldur var vetur- inn að koma og ljóst að ekki var eins hagstætt að framkvæma verkið. Við slepptum mikiUi fyUingu, jarðvegs- skiptum, sem gert verður síðar," segir Jóhann. Kostnaðaráætlun fyrir þann áfanga sem nú hefur verið boðinn út segir Jóhann vera um 18,6 mUljón- ir og inni í þeirri tölu sé flutnings- kostnaður austur fyrir verktaka annars staðar frá. Sé miðað við markaðsspá tel ég töluna rúmlega 13 milljónir vera sambærilega við 42 miUjónir hefði verkið verið tekið aUt eins og til stóð í fyrstu. Það sem spar- ast er því mismunurinn á 13 miUjón- mn og 8,5 miUjónum króna sem er lægsta tilboðið." -JGH Þórarinn V. Þórarinsson: Um kaupmátt- araukningu getur ekki orðið að ræða „Við getum ekki vænst þess að um kaupmáttaraukningu verði að ræða hér á landi á næsta ári, til þess eru engin efni,“ sagði Þórarinn V. Þórar- insson, framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambandsins, í samtaU við DV. í gær var það haft eftir honum í DV að kauphækkun gæti ekki orðið meiri en 3% til 7%. Þórarinn sagði að þar væri óvarlega með farið, því hann hefði þar átt við það sem hugs- anlegt væri á samningstímanum. Hann sagðist hafa verið að skýra hvað hægt væri að tala um sem með- altalskauphækkun við þær aðstæður sem við höfum hér almennt búið við. „Ég vU í því efni vísa til þess sem gerist í nágrannalöndum okkar sem miða í öUum meginatriðum við að halda gengi sem stöðugustu. í Dan- mörku vænta menn þess að laun hækki um 7%, í Finnlandi um 6%-7%, Svíþjóð um 4% og í Noregi sömdu menn um óbreytt laun en vinnutímastyttingu. Þetta eru stað- reyndir sem við okkur blasa,“ sagði Þórarinn. Loks sagði Þórarinn að það væri gleðiefni fyrir okkur íslendinga að um þessar mundir stæðum við með hæsta kaupmáttarstig sem nokkru sinni hefur gerst í sögu þjóðarinnar. „Að halda því stigi er afrek ef það tekst,“ sagði Þórarinn. -S.dór Komandi samningar: Þórarinn er á villigötum - segir Guðmundur J. „Þórarinn V. Þórarinsson er ungur maður og vaskur en hann er á villi- götum ef hann heldur að hægt verði að ná samningum um innan við 7% launahækkun á næsta samnings- tímabili. Ég hef sagt það og get endurtekið það nú að launahækkun á komandi samningstímabili þarf að vera tveggja stafa tala í prósentum," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands- ins, spurður álits á ummælum framkvæmdastjóra Vinnuveitenda- sambandsins í DV í gær. Guðmundur sagði aö Verka- mannasambandiö væri tilbúið að taka höndum saman við fiskverk- endur um að gera hag fiskvinnslunn- ar það góðan að hún gæti greitt fiskvinnslufólki mannsæmandi laun. Hann sagðist telja fráleitt aö leggja launaskatt á fiskvinnsluna sem og það að neita að greiða henni uppsafn- aðann söluskatt. Þá sagði hann nauðsynlegt að tæknivæða fisk- vinnsluna betur en nú er enda væri það forsenda þess að hún gæti greitt hærri laun. „Ég vil benda Þórami á að fara sér hægt í öllum yfirlýsingum í dag- blöðum en setjast þess í stað að samningaborði með okkur og taka upp alvöru umræður,“ sagði Guð- mimdur J. Guðmundsson. -S.dór Fimm fyrirtæki buöu í fyrsta áfanga Egilsstaðaflugvallar. Til- boðin voru frá Samstarfsfélagi bíla- og tækjaeigenda á Héraöi, 8,5 mifijónir, Vökvavélum hf. á Héraöi, um 8,9 milljónir, Hvít- serki frá Blönduósi, um 13,2 milljónir, Gunnari og Guðmundi og Suðurverki, um 15,5 milljónir, og Hagvirki i Hafnarfiröi, um 16,8 milljónir króna. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.