Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987. Iþróttir Hollendingur ráðinntil Akureyrar Gylfi Kastjánsscn, DV, Akureyri; Badmintonfélag Akureyrar hefur raðiö til sín hollenskan þjálfara og er hann væntan- legur til landsins á næsta dögum. ¦•. -: Þjálfari þessí heitir Valberg og er ættaður frá Indónesíu. Hann hefur getið sér mjög gott orð sem badmintonþjálf- ari i Hollandi og hefur í langantímastarfað sem ungl- ingaþjálfari á vegum hol- lenska Badmintonsambands- ins. Að sögn Harðar Þórleife- sonar, formanns Badminton- félags Akureyrar, Utur hann á þessa ráðningu sem tilraun tál þess að rífa badrnjnton- íþröttinaupp á Akureyri og væri hann bjartsýnn á að þessi ráðning Holiendingsins myndi skila árangri þegar kæmi fram á veturinh 1 • Siguröur Bjamason, sá hinn sami og blómstraði f Evrópuleiknum gegn Urædd á dögunum, sést hér skora eirt af þremur mörkum sinum gegn KR i gærkvöldi. DV-mynd Brynjar Gauti „Urslitin sýna að strákunum er að áskotnast leikreynsla - sagði Gunnar Einarsson, þjálrari Stjörnunnar, eftir 19-24 sigur gegn KR kk „Ég er mjög sáttur við sigurinn og einnig að fá aðeins 19 mörk á okkur. Þaö verður að hafa í huga að þetta var millileikur í Evrópukeppninni en samt sem áður höfðu strákarnir góða einbeitingu fyrir þennan leik. Það sýnir að strákunum er að áskotnast reynsla. KR-ingar voru erfiðir viðfangs enda með mjög efni-. legt lið;" sagði Gunnar Einarsson, þjálfari Stjörnunnar, í viðtali við DV í gærkvöldi eftir aðStjarnan hafði sigrað KR, 19-24, á íslandsmótinu í handknattleik í LaugardalshöUinni. í hálfleik hafði Srjarnan eins marks forystu, 8-9. Leikur Uðanna var í jafnvægi fram- an af en um miðjan fyrri hálfleik náði Srjarnan þriggja marka forystu, 3-6, og síðan 4-& Á þessu tímabih var vörn Stjörnunnar mjög sterk og eins varði Sigmar Þröstur mjög vel í markinu. KR-ingar voru ekki af baki dottnir og tókst með mikilli baráttu í vörn og sókn að minnka muninn niður í eitt mark fyrir leikhlé. Stefán Kristj- ánsson, aðalskytta KR-inga, var í strangri gæslu í fyrri hálfleik eins og reyndar allan leikinn og kom það óneitanlega niður á leik Uðsins. En á móti opnaðist meira rými fyrir Guð- mund Albertsson sem hann nýtti sér ágætlega. Strax í upphafi seinni háfleiks tókst KR-ingum að jafna metin, 9-9, en þá var eins og Stjarnan segði hingað og ekki lengra. Hægt og sígandi sigu þeir fram úr og um miðjan síðari hálfleikinn var staðan 14-18 fyrir Stjörnuna. KR-ingum tókst aðeins að klóra í bakkann þegar langt var Uðið á hálf- leikinn. Þorsteinn Guðjónsson minnkaði muninn í 19-20. Stjarnan átti hins vegar góðan lokasprett og skoraði fjögur síðustu mörk leiksins og tryggði sér öruggan sigur. Srjarnan var vel að sigrinum komið í þessum leik. Liðið náði að sýna inn á milU ágætis handknattleik en hafa verður í huga að Uðið er í Evrópu- keppni þar sem aUt er lagt í sölurnar. Allir leikmenn Uðsins sluppu við meiðsU en Uðið hélt til Noregs í morg- un í seinni leikinn gegn Urædd sem verður á laugardaginn. Gylfi Birgisson átti stórleik í Uði Srjörnunnar, skoraði grimmt og var einnig sterkur í vörn. Hornamaður- inn Hafsteinn Bragason var stór- hættulegur í horninu og skapaði oft mikinn usla í vörn KR með hreyfíng- um sínum. Annars er erfitt að draga einstaka leikmenn út því aUt Uðið átti yfirhöfuð ágætan leik. Hið unga og efmlega Uð KR þarf ekki að örvænta þrátt fyrir tapið. Það sem kom Uðinu í opna skjóldu var að einn þeirra sterkastí leikmaður, Stefán Krisrjánsson, var í strangri gæslu og við þeirri taktík átti Uðið ekki nógu gott svar. Konráð Ólafsson hefur oft átt betri leiki. Hins vegar kom Þorsteinn Guðjónsson sterkur frá leiknum og er svo að sjá sem hann vaxi með hverjum leik. • Dómarar leiksins voru Gunn- laugur Hjálmarsson og ÓU Ólsen og var dómgæsla þeirra þegar á heUdina er Utið óaðfinnanleg. • Mörk KR: Stefán 6/4, Konráð 4, Guðmundur 4, Þorsteinn 4, Sigurður 1. • Mörk Stjörnunnar: Gylfi 9, Haf- steinn 4, Sigurjón 3, Sigurður 3/1, SkúU 3, Einar 2. -JKS • Gylfi Birgisson var í miklum ham gegn KR og skoraði 9 mörk fyrir Stjörnuna. íþróttir em einnig á bls. 20,21, 22 og 23 Níu Islands- met á Akureyri AUs voru sett 9 íslandsmet í flokki 16 ára og yngri á lyft- ingamóti á Akureyrienkepþt var í ólympiskum lyftingum; Aðalsteimi Jóhannsson keppti í 44 kg fioktó og lyftj hann 27,5 kg í snðrun og 30 kg í jafnhðttun. Snorri Arn- aldsson, sein keppti í 56 kg flokM, lyfti 30 kg í snörun og 45 kg í jafhMttun. Tryggvi Heimisson keppti f 67,5 kg flokM og lyfti hann 62,5 kg i snörun og 70 kg í jafnhöttun. Kristián Magnösson, sem keppti í 75 kg fiokki, lyfti;65 kg í snörun og 80 kg í jaíh- höttun. Þá lyfti Hermann Snorri Jónsson, sem keppti i 90 kg flokkLfiO kg í snörua Haraldur Olafsson lyftinga- kappi hefur að undanfórnu gert tilraun tíl þess að rífa olympískar lyföngar upp ör lægð sem þær hafa verið í und- anfarm ár og viröist sam- kvæmt þessu a réttri leið með strákana. Fram féll í Ijónagryfju IR - Guðmundur Þordarson skoraði sigurmark ÍR eftir leiktíma, 24-23 „Við áttum aldrei aö komast í tap- hættu í þessum leik efttr að hafa náð sjö marka forustu í háUleik. En það er eins og einbeitingu vanti á köflum hjá okkur IR-ingum og þess vegna tókst Fram að jafna. Lokamínútan var æsispennandi og sigur vannst í lokin," sagði Hrafh Margeirsson, • Atli Hilmarsson komst Iftið álelðis I gærkvöldi gegn IR en hér reynir hann markskot. DV-mynd GUN hinn 21 árs markvörður ER. Hann varði frábærlega vel og var öðrum fremur maðurinn bak við sigur ÍR á Fram í 1. deUd í Seljaskóla í gær- kvöldi, 24-23, þar sem Guðmundur Þórðarson skoraði sigurmark ÍR úr vítakasti eftir að leiktímanum var lokið. ÍR náði hraðaupphlaupi nokkrum sekúndum fyrir leikslok, brotiö var á Frosta Guðlaugssyni á síðustu sekúndunni og víti dæmt. ÍR-ingar hafa heldur betur komið sér upp „ljónagryfju" í íþróttahúsinu í Seljaskóla. Gífurlegur stuðningvrr sem þeir fá frá áhorfendum og háv- aðinn er svo rosalegur að ekki heyrist mannsins mál. Það er orðið eríitt að sækja ÍR-inga heim og þeir hafa sigrað í tveimur síðustu leikjum sínum þar. ÍR byrjaði mjög vel í gærkvöldi. Komst í 4-1 eftir 10 mín. og forskotið jókst smám saman í sjö mörk. Oft yfirvegaður leikur ÍR en leikur Fram heldur ráðleysislegur. AtU HUmars- son tekinn úr umferð og þegar hann slapp úr gæslunni var hann óhepp- inn með skot. í hálfleik var staðan 16-9 fyrir IR og það virtist því stefna í öruggan sigur. En það var öðru nær. Jens Einars- son kom í mark Fram og varði glæsilega framan af. Munurinn fór að minnka. Fór í 17-11 og næstu funm mörk voru Framara. Spennan orðin mikU, 17-16 um miðjan háU'- leikinn. En þá fór Bjarni Bessason að finna leiðina fram hjá Jens, skor- aði þrjú mörk í röð, 20-17, og ÍR- ingar virtust aftur stefna í öruggan sigur. En þá fór Bjarni Ula að ráði sínu, skaut í vonlausum færum þeg- ar Uð hans gat „hangið" á knettinum. Fram jafnaði í 21-21. Síðan jafnt, 22-22 og 23-23, þar sem ÍR skoraði á undan. Vítið í lokin réð svo úrslitum. Mörk ÍR skoruðu Bjarni 6, Guð- mundur 6/3, Ólafur 4/1, Magnús 3, Frosti 2, Finnur 2 og Sigfús 1. Mörk Fram. EgiU 8/2, Hermann 5, Birgir 4, Pálmi 3, Atti 2 og Júlíus 1. Dómar- ar Guöjón Sigurðsson og Hákon Sigurjónsson. ÍR fékk sex víti, Fram fjögur. Þrír leikmenn fram út af í 8 mín. Tveir ÍR-ingar í fjórar. -hsírn UHWtiiillUi. !»5.U!»it!«i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.