Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987. Sljómmál____________________________________________dv Landsfundur Alþýðubandalagsins hefst í dag: Komið að uppgjörinu - sumir óttast klofning í kjötfar fotmannskjörs, aðrir spá meiri samheldni en áður Mun Svavar snúa aftur og hvergi fara, líkt og Gunnar á Hlíðarenda forðum? Hér sjást þeir ræða saman í sölum Alþingis, Svavar og Ólafur Ragnar, fyrir nokkrum dögum. Ekki vitum við hvað þeim fór í milli en eftir augna- ráði formannsins að dæma hafa það ekki verið nein gamanmál. DV-mynd GVA Eftir tveggja ára átök innan Al- þýöubandalagsins, sem náðu há- marki eftir kosningaósigur flokksins í vor, er komið að uppgjöri. Lands- fundur flokksins hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Klofning- urinn í flokknum hefur aldrei komið betur í ljós en í þeim miðstjórnar- fundahöldum sem fylgdu í kjölfar kosningaósigursins í vor og þeim skýrslum sem höfuðpaurar flokksins sömdu eftir Varmalandsfundinn í júní. Segja má að hámarki hafi átökin náð við landsfundarfulltrúakjör í Reykjavík á dögunum, þar sem stuðningsmenn Olafs Ragnars til formanns í flokknum unnu sigur. Ásakanir um óheiðarleg vinnubrögð og önnur svigurmæU féllu hjá stuðn- ingsmönnum Sigríðar Stefánsdóttur þegar úrslitin voru ljós. Síðan þá hafa báðar fylkingar borist á bana- spjótum og öllum ráðum verið beitt. Menn eða málefni Því hefur verið haldið fram að átökin í Alþýðubandalaginu séu fyrst og fremst um menn en ekki málefni. Þetta er ekki rétt. Átökin standa miUi tveggja fylkinga sem vflja fara óhkar leiðir. Annars vegar þá leið og þau vinnubrögð sem verið hafa í flokkn- um til þessa og hafa átt sinn þátt í fylgistapi hans. Henni hefur verið stýrt af hinu svokaUaða flokkseig- endafélagi, valdakjarnanum í flokknum til margra ára. Hins vegar þá leið sem svonefnd lýðræðiskyn- slóð segist vilja fara, opnari flokk og nýtískulegri vinnubrögð. Um þetta hefur verið tekist á sem og þá menn sem leitt hafa þessa ólíku skoðana- hópa. Lýðræöiskynslóðin heldur því fram að í nútímastjórnmálum sé aug- lýsingamennska í fjölmiðlum nauð- synleg og að stjórnmálaflokkar verði að kunna að notfæra sér íjölmiðla á réttan hátt. Hinn hópurinn hefur tal- að með UtUsvirðingu um fjölmiðlafár og auglýsingaskrum. Skýrt dæmi um þessi sjónarmið kom fram í síðustu viku á fundi sem Alþýðubandalagsfélag Kjósarsýslu efndi til í Hlégarði. Þar mættu þeir Svavar Gestsson, formaður flokks- ins, og Ólafur Ragnar Grímsson, foringi lýðræðiskynslóðarinnar. Bæði DV og Stöð 2 mættu á staðinn og fylgdust með fundinum enda var búist við fréttnæmum yfirlýsingum. Þær komu að vísu ekki. Ólafur Ragn- ar naut sín vel í sviðsljósinu og talaði beint inn í sjónvarpsvélina. Svavar Gestsson sagði: „Mér þykir and- styggUegt að vera að tala við ykkur í ljósi fjölmiðla." Þetta er í sjálfu sér ekki merkUegt atvik en segir þó býsna mikiö um ólíkar skoöanir á þessum málum. Formannsslagurinn Nokkrar merkilegar tUlögur um lagabreytingar verða bornar fram á landsfundinum. Hætt er þó við að þær falli í skuggann af sjálfum for- mannsslagnum. Það er orðið æði langt síðan vitað var að Ólafur Ragn- ar Grímsson myndi gefa kost á sér sem formaöur á landsfundi. Margir efuðust þó um þaö alveg fram á síð- asta vor. Þegar mönnum þótti það liggja óyggjandi fyrir og Svavar Gestsson lýsti því yfir að hann gæfi ekki kost á sér áfram fór flokkseig- endafélagið að leita að mótframbjóð- anda. Um tíma var Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður nefndur til sögunnar, en hann gaf fljótlega út yfirlýsingu um að hann myndi ekki gefa kost á sér. Guðrún Helgadóttir alþingismaður sagði í viðtali í DV að „ráðherrageng- ið“, sem hún kallaði svo, Ragnar Arnalds, Svavar og Hjörleifur Gutt- ormsson, hefðu fengið Sigríði Stef- ánsdóttur til fundar við sig í Reykjavík, lagt hart að henni að gefa kost á sér, lofað henni stuðningi sín- um og hún skömmu síðar ákveðið að bjóða sig fram. Þar með var slag- urinn hafmn. Nokkru áður en kosning lands- fundarfulltrúa hófst í félögunum úti um land fór Ólafur Ragnar í funda- herferð um landið og ræddi við alþýðubandalagsfólk. Stuðnings- menn hans telja aö honum hafi vegnað vel og að hann hafi stuðning meirihluta landsfundarfulltrúa á landsbyggðinni og yfirburði í Reykjavík. Stuðningsmenn Sigríðar segja þetta fjarstæðu. Þeir segja að Sigríð- ur hafi yfirburði úti á landi og að hún eigi vísan stuðning fleiri landsfund- arfulltrúa úr Reykjavík en Ólafs- menn ætla. Þeir fullyrða líka að Ólafur ofmeti fjölda stuðningsmanna sinna í sjálfu Reykjaneskjördæmi. Hann eigi ekki jafnmikið fylgi meðal þeirra og hann heldur. Stuðningsmenn Ólafs halda því fram að hann eigi vísan stuðning 55% til 60% landsfundarfulltrúa. Þeir segja hann hafa meirihluta bæði meðal fulltrúa af landsbyggðinni og úr Reykjavík. Stuðningsmenn Sig- ríöar segja að hún muni sigra með 15 til 20 atkvæða mun, en lands- fundarfulltrúar eru um 350. Einn viðmælandi DV, sem mikinn þátt hefur tekið í formannsslagnum, heldur því fram að á milli 20 og 30 landsfundarfulltrúar hafi ekki tekið afstöðu til formannsefnanna enn. Hann segir einnig að álíka margir muni koma til með að skipta um skoðun á fundinum, frá því sem nú er. Því muni kosningin verða mjög jöfn og tvísýn. Afleiðingarnar Þeir eru ófáir sem spá því að flokk- urinn klofni á þessum landsfundi. Þeir hinir sömu segja að það sé alveg sama hvort Ólafur eða Sigríður beri Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson sigur úr býtum, þeir sem tapi muni ekki una því og flokkurinn klofni. Aðrir segja að hinn almenni flokks- maöur sé orðinn svo þreyttur á þeim átökum sem verið hafi í flokknum að fólk muni una úrslitum á hvorn veg sem þau verða, fylkja sér að baki sigurvegara í tilraun hans til að rífa flokkinn upp úr þeirri lægð sem hann er í nú. Vera má að ummæh Svavars Gestssonar, formanns flokksins, eftir landsfundarfulltrúakjörið í Reykja- vík og þau þungu og stóru orð sem hann lét falla hafi verið sögð í sárind- um tapsins. Ef ekki og hann og fleiri toppar í flokkseigendafélaginu standa við það sem þeir sögðu þá gæti svo farið að flokkurinn klofnaði ef Ólafur Ragnar ber sigur úr býtum. Ólíklegt er að Ólafur segi sig úr tengslum við flokkinn þótt hann tapi. Aftur á móti er full ástæða til að ætla að fjölmargir stuðningsmanna hans muni annaðhvort segja sig úr flokknum eða hætta afskiptum af flokksstarfmu og beri við uppgjöf sinni í tilraunum til að breyta flokkn- um til nútímalegs horfs. Fjölgun varaformanna Fyrir landsfundinum liggur tillaga um að leggja niður embætti ritara í dag mælir Dagfari Útvegsbankagrínið Bankamálaráðherrann er stöðugt að koma mönnum óvart í Útvegs- bankamálinu. Nú er hann búinn að leggja fram enn eina hugmynd- ina að sölu á bankanum sem felur það í sér að nú eigi aö bjóða út bankann upp á nýtt af því það er ekki sama hver býður í. Þar að auki er hann búinn að gera tillögu um að selja Búnaöarbankann með Samvinnubankann í kaupbæti og eins kemur til greina að mati ráð- herrans að sameina Útvegsbanka, Iðnaðarbanka og Verslunarbanka og selja þá um leið. Ekki er gott að átta sig á því hvað fyrir ráðherranum vakir með þess- um nýju hugmyndum sinum. Sennilegast er hann að reyna að rugla væntanlega kaupendur svo í ríminu að enginn skilji hvorki upp né niður í því hvað fyrir ráðherran- um vakir. Þaö væri reyndar í stíl við það sem á undan hefur gengið vegna þess að bankamálaráðherra hefur tekist að halda þannig á þessu máli að ríkisbankarnir eru til sölu þegar enginn vill kaupa þá, en ekki til sölu þegar einhver vill kaupa þá. Upphaflega var máliö ákaflega einfalt. Útvegsbankinn átti að selj- ast vegna þess að ríkið vildi ekki eiga hann. Samin voru lög um að hlutafélag skyldi stofnað um eign- arhald á bankanum. Ríkissjóður auglýsti eignarhluta sinn til sölu. Sambandið kom og vildi kaupa og ríkisbubbar í Sjálfstæðisflokknum komu og vildu kaupa. En af því að Sambandið er Framsókn og ríkis- bubbarnir íhald varð ekki sam- komulag um að annar hvor aðilinn eignaðist bankann. Þorsteinn hringdi í fulltrúaráðið og fékk þau skilaboð að ekki mætti selja SÍS. Sambandið hringdi í Steingrím og bannaði honum að samþykkja að ríkiö seldi einkaaðilanum. Óg af því Jón Sigurðsson bankamálaráð- herra er vanur oddamaður og Alþýöuflokkurinn þorir ekki að styggja stóra pabba, frekar en kot- bóndinn vill styggja óðalseigand- ann, þá gat Jón Sigurðsson sig hvergi hreyft og gerði ekkert í málinu. Hann gat ekki selt það sem var til sölu af því svo illa vildi tii að þeir vildu kaupa sem ekki máttu kaupa. Síðan hefur þessi sami ráðherra verið upptekinn af því að drepa málinu á dreif. Meðal annars bætti hann gráu ofan á svart með því aö bjóöa Búnaðarbankann til sölu í staðinn. Búnaðarbankinn átti þannig að vera sárabót fyrir þá sem ekki fengu Útvegsbankann. Þetta vildi stóri pabbi ekki heldur. Þar með lauk fyrsta þætti. Nú er hafinn annar þáttur þar sem byrjað verður upp á nýtt. Ráð- herrann hefur ákveðið að auglýs- ingin frá því í sumar hafi verið í plati og tilboðin, sem SÍS og rikis- bubbamir geröu, hafi líka verið í plati. Þetta var bara generalprufa. Nu á að auglýsa upp á nýtt og hafa Búnaðarbankann meö í pakkan- um. Ráðherrann gerir og ráð fyrir að einkabankarnir verði seldir og sameinist Útvegsbankanum, þótt erfitt sé aö sjá hvemig ráðherra í ríkisstjórninni geti ráðstafað bönk- um sem aðrir eiga. En látum það gott heita þótt bankamálaráðherra geti selt einkabanka til þeirra sem eiga þá. Hitt er forvitnilegra hvern- ig hann ætlar að selja ríkisbanka sem hann má ekki selja og þeir mega ekki kaupa sem vilja kaupa. Það er von aö fólk sé orðið ruglað á þessum gríni. Kannske er leikur- inn til þess gerður að fólk hafi gaman af enda bendir flest til þess að ráðherrann sé húmoristi og háð- fugl og ætlist ekki til að nokkur maður skilji hvort Útvegsbankinn sé til sölu eöa ekki, né heldur hvort aðrir bankar séu til sölu eöa ekki, né hitt hvort hann meini eitthvað með því þótt hann vilji auglýsa söl- una upp á nýtt. Best væri auðvitað ef ráðherrann léti fylgja með í aug- lýsingunni hverjir hafi velþóknun stóra pabba og megi bjóða í. Ef SÍS má ekki bjóða og ríkisbubbarnir mega ekki bjóða og Búnaðarbank- inn er auglýstur til sölu án þess að vera til sölu þá er hreinlegast að segja frá því strax svo menn séu ekki að ómaka sig á tilboöum í banka sem þeir mega ekki kaupa og ekki á að selja. Bankamálaráð- herra verður aö skýra frá því skilmerkilega hvaða skilyrði menn verði að uppfylla til að mega kaupa banka sem ríkið vill ekki selja þeim sem geta keypt. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.