Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1987, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987. Viðskipti Yfirtýsing frá Danmörku: Enginn vafi að Louis Vuitton vörur á íslandi eru ósviknar Steinar S. Waage hefur fengið yfir- lýsingu frá fyrirtækinu Deatex í Kaupmannahöfn, sem selt hefur honum hinar heimsfrægu Louis Vu- itton vörur, um að enginn vafl leiki á því að vörurnar séu ósviknar og að ekki sé um eftirlíkingar að ræða. Orðrómur um slíkt kom upp og varð það til þess að Steinar S. Waage end- urgreiddi tveimur viðskiptavinum sínum, sem keypt höfðu Louis Vuit- ton vörur, þótt engan veginn væri sannað að um eftirlíkingar væri að ræða. „Ég veit ekki hvort ég sækist svo eftir því úr þessu að fá Louis Vuitton umboðið á íslandi. Þessi orðrómur og umfjöllun um hann er búinn að eyðileggja markaðinn,“ sagöi Stein- ar. í yfirlýsingu frá danska fyrirtæk- inu segir að vegna óska þar um staðfestist það að fyrirtækið hafi selt ýmsar Louis Vuitton og aö enginn vafi leiki á því að þær séu ekta. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst Sparisjóðsbækur ób. Sparireikningar 16-21,5 Sp 3ja mán. uppsógn 18-22,5 Sp 6mán uppsögn 19-24 Ab 12mán. uppsögn 22-26.5 Úb 18 mán. uppsogn 31 Ib Tékkareikningar 6-12 Sp Sér-tékkareikningar Innlán verðtryggð 8-20.5 Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsögn 3,5-4 Al- Úb, Lb.Vb Innlán með sérkjörum Innlán gengistryggð 21,5-30 Úb Bandarikjadalir 6-8 Ab Sterlingspund 8,5-9 Ab.Úb, Vb.Sb Vestur-þýsk mörk 3-4 Ab . Danskarkrónur UTLANSVEXTIR Útlán óverðtryggð 9-10 (%) Ib lægst Almennir víxlar(forv.) 30-33 Sb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 30,5-31 eða kge Almenn skuldabréf 31 35 Sb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir . Hlaupareikningar(vfirdr.) Utlán verðtryggð 32-35 Sb Skuldabréf 9-9,5 Úb.Sb, Ab Útlántilframleiðslu Isl. krónur 29.5 31 Sb SDR 8,25-9,2- Sp Bandarikjadalir 9,25-10, 75 Sp Sterlingspund 11.50 12 Vb.Bb ■Vestur-þýsk mörk 5,75-6,7- Sp Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 45,6 MEÐALVEXTIR óverðtr. nóv. 87 Verðtr. nóv. 87 31,5 9.1 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala nóv. 1841 stig Byggingavisitala nóv. 341 stig Byggingavísitala nóv. 106,5stig Húsaleiguvísitala Hækkaöi 5% 1. okt VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa veröbréfasjóöa (uppl. frá Fjárfestingarfélaginu): Ávöxtunarbréf 1,2885 Einingabréf 1 2,301 Einingabréf 2 1,356 Einingabréf 3 1,422 Fjölþjóðabréf 1,060 Gengisbréf 1.0295 Kjarabréf 2,401 Lífeyrisbréf 1,157 Markbréf 1,223 Sjóðsbréf 1 1,166 Sjóðsbréf 2 1,126 Tekjubréf HLUTABRÉF 1.262 Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 114 kr. Eimskip 278 kr. Flugleiðir 196 kr. Hampiðjan 118 kr. Hlutabr.sjóðurinn 119 kr. Iðnaðarbankinn 143 kr. Skagstrendingur hf. 182 kr. Verslunarbankinn 126 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 160 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavixla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammsta‘anir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Otvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp - Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um penlngamarkaö- inn birtast i DV á fimmtudögum. Orðum aukið um slæmt gengi Laugavegsbúða - segir Skúli Johannesson í Tékk-Krístal „Það er orðum aukið að verslan- ir viö Laugaveginn eigi mjög í vök að verjast eftir að Kringlan kom til sögunnar," segir Skúli Jóhannes- son, stjórnarmaöur í samtökunum Gamli Miöbærinn. Skúli er eigandi verslunarinnar Tékk-Kristals og er hann bæði með búðir viö Lauga- veginn og í Kringlunni. Skúli segir að október sé alltaf rólegur mánuður hjá verslunum og svo hafi verið nú, þess sjáist þegar merki hjá kaupmönnum að salan sé að aukast nú í nóvember. „Það segir sig sjálft að það hlýtur að koma við einhverja þegar 70 nýjar verslanir eru opnaðar eins og gerðist í Kringlunni. Ég tel að Kringlan hafi komið harkalegast niður á eigendum fataverslana við Laugaveginn en margar fataversl- anir eru í Kringlunni." Skúli segir að jafnmikið sé keypt í Tékk-Kristal við Laugaveginn og áður en Kringlan kom til sögunn- ar. „Það sem hefur gerst hjá mér er að báðar verslanimar hafa geng- ið vel, þannig að með versluninni í Kringlunni hef ég bætt við mörg- um viðskiptamönnum.“ Að sögn Skúla telur hann að Laugavegurinn muni ávallt standa fyrir sínu sem vinsæl verslunar- gata. „Fólk þarf mikið að sækja í miðbæinn vegna opinberrar þjón- ustu og samgöngur með strætó liggja allar í áttina að miðbænum þannig að kaupmenn við Lauga- veginn þurfa ekki að hafa áhyggjur af að fólk komi ekki. Ég tel að í framtíöinni þurfi Kringlan frekar en Laugavegurinn að hafa meira fyrir því að sækja fólk til sín.“ -JGH Reykháfur Völundar við Skúlagötuna gefur hér eftir á laugardaginn. DV-mynd S HartíVölundigamla Það reyndist hart í gamla reykháfi Timburverslunarinnar Völundar hf. við Skúlagötu þegar hann var brot- inn niður á laugardaginn. Bómu var skellt á hann trekk í trekk en ekkert gekk. Sá gamli neitaði að beygja sig og bugta og lét hart mæta hörðu. En eftir nokkurt þóf lét hann undan og samþykkti árið 1987 og að hann yrði að víkja. Timburverslunin Völundur hf. var sem kunnugt er seld nýlega og var það Brauö hf. sem keypti þessa fornfrægu verslun. -JGH Fyrsti stjórnarfundur nýja ullarrisans var á Hótel Loftleióum í gær. Söguleg stund hjá risanum Nýja ullarfyrirtækið, sem stofnað var nýlega með sameiningu ulla- riðnaðardeildar Sambandsins á Akureyri og Álafoss, hélt sinn fyrsta stjómarfund í gær í Leifsbúð á Hótel Loftleiðum. Söguleg stund. Um 700 manns koma til með að vinna hjá fyrirtækinu. Eigið fé þess er um 700 milljónir. Áætlað er að hefja starfsemina 1. desember næstkomandi. Eiríkur Tómasson, lögfræðingur og framkvæmdastjóri Stefs, Sam- bands tönskálda og eigenda flutn- ingsréttar, segir að áætlaðar tekjur sambandsins verði um 40 milljónir króna á árinu. Stef greiðir tæplega ellefu hundruð höfundum innan- lands auk fjölda erlendra höfunda. Það eru fyrst og fremst útvarps- stöðvarnar sem greiða Stef höfund- arlaun vegna flutnings laga á stöðvunum. Þá eru innheimtar tekj- ur frá danshúsunum af lögum sem spiluð em þar. Ríkisútvarpið er helsti greiðandinn. Greiðslur berast einnig erlendis frá, þegar flutt eru lög íslenskra hljómlistarmanna. Eiríkur segir að nýju útvarpsstöðv- arnar séu lítið farnar að greiða ennþá þar sem þær hafi fengið tveggja ára aðlögunartíma. „Það er um skertar greiðslur að ræða frá þeim núna, en stöðvamar munu greiða fullt gjaid um mitt næsta ár.“ Um greiðslur Stefs til einstakra ís- lenskra hljómlistarmanna vildi Eiríkur ekki tjá sig um en sagði að enginn hefði náð að fá 500 þúsund krónur. Vinsælustu og mest spiluðu höfundarnir fá hæstu greiðslurnar. Þess má geta, vegna aðlögunartíma nýju útvarpsstöðvanna, að ríkisút- varpið greiddi ekkert í stefgjöld fyrstu átján árin. Classico Made in „Við höfum látið framleiða skóna undir þessu merki þar sem þeir eru framleiddir á íslandi og víða á meg- inlandi Evrópu,“ segir Úlfar Gunn- arsson, forstöðumaður skódeildar Sambandsins á Akureyri, en á Classico-skóm skódeildarinnar stendur Made in Europe sem þýðir framleiddir í Evrópu. Skórnir eru til sölu hérlendis og hafa selst ágætlega. Úlfar segir að skódeildin eigi hug- myndina og hönnunina að skónum. Þeir séu framleiddir hérlendis en jafnframt í Evrópu, löndum eins og Portúgal og Englandi. Til frekari fróðleiks kom ábending- in um merkingu skónna frá konu sem fór inn í skóbúð og leist vel á skóna. Hún spurði hvort ekki væri merktir Europe íslenskir skór heita Classico og merktir Made in Europe eða fram- leiddir í Evrópu. um íslenska skó að ræða. Jú, var svarað með semingi. -JGH Eg er ekki hættur að framleiða Sól-kóla - segir Davíð Scheving Thorsteinsson „Kjaftasögurnar lifa greinilega ennþá. En svarið við spurningu þinni er einfalt; ég er ekki hættur aö fram- leiða Sól-kóla og það stendur ekki tíl,“ segir Davíð Scheving Thor- steinsson, en sögur gengu um þaö í gærmorgun að hann væri hættur að framleiða Sól-kóla og að hann hefði sagt upp fólki í gosdeildinni. „Það eru aðeins þrír menn sem vinna í framleiðslunni á gosinu hjá mér, það er um það mikla tæknivæð- ingu að ræða. Þessir menn eru hér áfram og eru ekki á fórum," segir Davíð og bætir við: „Það er frekar vandamál að halda fólki í þeirri miklu eftirspurn sem nú rikir eftir fólki í vinnu." Davíð segir að sykurlaust Greip frá Sól hf. hafi komið á markaðinn í gær og gangi sala á Greipi og Limo mjög vel hjá fyrirtækinu. -JGH Sex þúsund kall fyrir að selja ódýra og gamla bílgarminn Bílasölur, sem selja gamla og ódýra bíla, taka lágmarksgjald í sölu- laun. Félag bílasala hækkaði þetta gjald nýlega úr 5 þúsund krónum í 6 þúsund krónur, að sögn Finnboga Ásgeirssonar, formanns Félags bíla- sala. Við bætast 600 krónur í sölu- skatt. „Þetta lágmarksgjald hefur verið í mörg ár. Það er oft miklu meiri fyr- irhöfn við að selja þessa gömlu og ódýru bíla. Sérstaklega verða oft snúningar komi fram bilanir í bílun- um eftir á,“ segir Finnbogi. Gamlir bílar að verðmæti innan við 300 þúsund krónur fá á sig fasta gjaldið, eftir það eru tekin 2 prósent í sölulaun. Finnbogi segir að bílasalar séu ekki með neina keppni í því að bjóða mis- munandi lágmarksgjald þar sem lágmarksgjaldið sé til komið svo eldgamlir og verðlitlir bílar hrúgist ekki inn á bílasölumar. „Bílasölumar em bílasölur en ekki geymslur fyrir eldgamla og verðlitla bíla,“ segir Finnbogi. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.