Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1987, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987. Jarðarfarir Guðríður Þorkelsdóttir, Snorrabraut 73, Reykjavík, verður jarðsungin 11. nóvember kl. 13.30 frá Hallgríms- kirkju. Arnbjörg Sverrisdóttir frá Seyðis- firði, Borgarholtsbraut 49, Kópavogi, sem andaöist 4. nóvember verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 11. nóvember kl. 15. Margeir S. Sigurjónsson, sem and- aðist sunnudaginn 1. nóvember verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni á morgun, miðvikudaginn 11. nóvember, kl. 15. Björgvin Filippusson, Hjallavegi 23, Reykjavík, sem andaðist 6. nóvemb- er, verður jarðsunginn frá Áskirkju fóstudaginn 13. nóvember kl. 13.30. Sveinsína Ágústsdóttir frá Kjós í Árneshreppi verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 11. nóvember kl. 13.30. Friðrik Hákansson, Skálatúni, Mos- fellsbæ, Álfheimum 66, lést í Landa- kotsspítala 30. okóber. Útför hans verður gerð frá nýju kapellunni í Fossvogi fimmtudaginn 12. nóvemb- er kl. 13.30. TiBcynningar Vakningasamkomur í Nes- kirkju Dagana 10.-15. nóvember veröa haldnar samkomur í Neskirkju með sænska vakningaprédikaranum Roger Larsson. Roger Larson er þekktur víöa og þá sér- staklega fyrir þau kraftaverk og lækning- ar sem eiga sér staö á samkomu hans. Samkomurnar byrja kl. 20 öll kvöldin. Myndakvöld Ferðafélagsins veröur haldiö miövikudaginn 11. nóv- ember kl. 20.30 i Risinu, Hverfisgötu 105. Grétar Eiríksson, tæknifræðingur mun sýna mvndir frá starfi Ferðafélagsins á liönum ártugurri. Allar velkomnir meöan húsrúm leyflr. Aögangur kr. 100. Upplýsingamiðstöð ferðamála hefur aðsetur að Ingólfsstræti 5. Þar eru veittar allar upplýsingar um ferðalög á íslandi og það sem er á döfinni í borg- inni. Opið mánudaga til fostudaga kl. 10-16 og laugardaga kl. 10-14. Sími 623045. Árshátíðir Samtök Svarfdælinga í Reykjavík og nágrenni halda árshátíð sína laugardaginn 14. nóv- ember 1987 í félagsheimilinu á Seltjarnar- nesi. Hátíðin hefst kl. 19. Góð skemmtiat- riöi. Veislustjóri er Gunnlaugur Snævarr. Miðapantanir hjá Sólveigu Jónsdóttur í síma 91-11005 laugardag og sunnudag 7. og 8. nóvember milli kl. 16 og 18. Fundir ITC deildin Irpa heldur fund í dag, þriöjudaginn 10. nóv- ember, kl. 20.30 að Síöumúla 17. Gestur fundarins er Patricia Hand. Kvennadeild Barðstrendinga- félagsins heldur fund þriðjudaginn 10. þ.m. aö Hallveigarstöðum. Erindi flytur Sigrún Kaaber. Námskeið Hugleiðsla og ný viðhorf gagnvart lifríki og samfélagi Námskeið í jóga, hugleiðslu og líkamsæf- ingum jóga, hefst nk. fimmtudag 12. nóvember. Námskeiðið verður haldið í leikskólanum Sælukoti, Þorragötu 1, Skerjafirði. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Amala Coratez frá Filippseyjum. Nám- skeiðið er aðeins fyrir konur og hefst kl. 20. Upplýsingar og skráning í síma 27050 á kvöldin. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Reynistað v/Nýbýlaveg, þingl. eigandi Páll Dungal, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 12. nóv. kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur eru: Skatt- heimta nkissjóðs í Kópavogi, Bæjar- sjóður Kópavogs, , Veðdeild Landsbanka íslands og Ásgeir Thor- oddsen hdl. Bæjarfógetinn í Kópavogi Menning____________________dv Þrír Frakkar í Þjóðleikhúsinu Gestaleikur á vegum Alliance Francaise i Þjóðleikhúslnu: LE SHAGA Höfundur: Marguerite Duras. Leikstjóri: Michel Nicollet. Lýsing: Jean-Paul Chabert. Það framtak Alliance Francaise að fá hingað til lands franska leik- hópa og standa fyrir sýningum þeirra er mjög til fyrirmyndar. í desember sl. var í Iðnó prýðileg sýning á vegum félagsins þegar sýnt var leikritið Beðið eftir Godot, eftir Samuel Beckett. Núna á sunnudagskvöldið var svo sýnt í Þjóðleikhúsinu leikritið Le Shaga Marguerite Duras. Það er leik- hópur frá Normandie, La Comp- anie Nicollet, sem setur verkið á svið undir stjóm Michel Nicollet. Le Shaga minnir um margt á Beðiö eftir Godot, sviöið er einhver óræöur staður, kannski garður við geðveikrahæli, og samræður per- sónanna eru samhengislausar. Þau Beckett og Duras leggja bæði áherslu á það hversu tungumálið er ófiúlkominn tjáningarmiðill. Duras gengur þó feti lengra og læt- ur eina persónuna í Le Shaga tala alveg óþekkt tungumál. En það kemur þó ekki svo ipjög að sök þar sem hljómfall og aðstæður gera mál hennar skiljanlegt, að minnsta kosti einni persónu annarri. Nú má spyrja sem svo hvað sé eftir þegar búið er að svipta burtu öllum ytri búnaði, leikið er í ein- hveiju óræðu tómi, söguþráður er enginn og viðræður samhengis- lausar. Höfundi er greinilega umhugaö um að koma til skila ein- manaleik persónanna sem aldrei ná saman þrátt fyrir allan orða- flauminn. Persónuleiki þeirra skiptir ekki máli og við erum litlu nær um þetta fólk í leikslok. Kjam- inn í verkinu viðist vera sambands- leysi þess hvað viö annað, það lifir Leiklist Auður Eydal hvert um sig í einhverju sjálfvöldu tómi og virðist sátt við það. Vissulega hefur þetta verk verið nýstárlegra þegar það var frum- flutt, 1968, heldur en það er í dag. Þróun í leikritagerð hefur haldið áfram og mörg verk þessarar teg- undar hafa fallið í gleymsku. Mér fundust sífelldar endurtekn- ingar textans ærið tuggukenndar og verkið sjálft segja fátt nýtt. Leik- endurnir unnu eins og til stóð úr textanum Og bestum tökum fannst mér Michel Nicollet ná á hlutverki Pauls, eina karlmannsins í verk- inu, sem að vísu er um leið mest utangátta í þeim þríleik sem fram fer á sviðinu. Hann eigrar um með beyglaðan bensínbrúsa í hendinni og er búinn að vera bensínlaus í tvö ár. Konurnar tvær leika þær Gi- nette Anne og Marie Jeanne. Michel Nicollet er jafnframt leik- stjóri. Mér fannst þessi sýning á engan hátt jafnast á við sýningu Leik- flokks Dominique Houdart á Beðiö eftir Godot í fyrra. En engu að síð- ur er alltaf lærdómsríkt að sjá svona gestasýningar og Alliance Francaise á heiður skilinn fyrir að standa fyrir þessum heimsóknum. Frá sýningu Nicolletleikhópsins á Le Shaga eftir Marguerite Duras. Skák__________________________________________ Blefta skákin í Sevilla for í bið: y Karpov lék af sér skiptamun - og Kasparov ætti að vinna biðskákina Utlit er fyrir að heimsmeistarinn, Garrí Kasparov, nái forystu í dag í heimsmeistaraeinvíginu í Sevilla. Er ellefta einvígisskák hans við Karpov fór í bið í gær hafði hann skiptamun yfir og sigurvænlega stöðu. Karpov átti hetra tafl þar til hann lék illilega af sér í 35. leik og missti hrók fyrir biskup. í biðstöð- unni hefur hann gagnslítið peð fyrir skiptamuninn og hæpið er að hann geti bjargað taflinu. Samkvæmt fréttaskeytum Reut- ers lyftist brúnin á Kasparov er Karpov gerði sig sekan um mistök- in. Svarleikur hans kom um hæl og hann átti fullt í fangi með aö halda niðri í sér hlátrinum. Hann setti hægri höndina fyrir munninn og reyndi að fela brosið en allt kom fyrir ekki. Karpov sýndi engin svipbrigði er hann gerði sér ljóst að hann hafði leikið af sér en Ka- sparov sat við borðið og hristi hausinn yfir óförum mótherjans. Skákskýrendur í Sevilla voru ekki síður furðu lostnir og töluðu um mestu mistök Karpovs á skák- ferlinum. Eitthvað mun það vera orðum aukið en vissulega var leik- urinn slæmur. í seinna einvígj þeirra í Moskvu lék Karpov einnig illa af sér í 11. skákinni en 11. skák- in sem þeir tefldu í London í fyrra var hins vegar sú besta í einvíginu en henni lauk með jafntefli. Þeir tefldu Grunfeldsvöm og enn var peðsrán Karpovs til umræðu. Fyrstu 19 leikimir komu á met- tíma, aðeins 18 mínútum. Kasparov breytti aðferð sinni eins og jafnan fyrr og stefndi á endatafl þótt hann ætti peði minna. Kasparov hafði mótvægi fyrir peðið en skákský- rendur vom ekki á einu máli um það hvort þau væm nægileg. Norski stórmeistarinn Simen Ag- destein taldi stöðu Kasparovs betri um tíma en er leið á skákina höl- luðust flestir að stöðu Karpovs. Hróksflan hans í 33. og 34. leik sætti gagnrýni og 35. leikur hans var beinn afleikur eins og áður sagði. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Garrí Kasparov Griinfeldsvörn. 1. d4 RfB 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Bc4 c5 8. Re2 Rc6 9. Be3 0-0 10. 0-0 Bg4 11. f3 Ra5 12. Bxf7+ Hxf7 13. fxg4 Hxfl+ 14. Kxfl Dd6 15. Kgl í 9. skákinni lék Kasparov 14. - cxd415. cxd4 Db6 en mátti hafa sig allan við til þess að halda jafntefli. Nú hverfur hann aítur að leikjaröð 5. og 7. skákanna en Karpov leikur ekki 15. e5 eins og hann gerði þá. 15. - De6 16. Dd3 Dc4 Afrakstur heimarannsókna. Eftir 16. - cxd417. cxd4 Dxg4 heföi kom- ið fram sama staða og í 9. skákinni. Þaö er einkennilegt að falast eftir endatafli með peði minna en um- frampeð hvíts er tvípeð á g-línunni, sem skiptir ekki svo ýkja miklu máli. 17. Dxc4 Rxc4 18. Bf2 cxd4 19. cxd4 e5 20. d5 Hvítur hefur valdaðan frelsingja en svartur skorðar hann auðveld- lega og frá d6 myndi riddarinn ógna e- peðinu. Þessir leikir vom leiknir hratt á báða bóga. Kasparov og menn hans virðast hafa taíið svart- an hafa nægfleg gagnfæri fyrir peðið en það er álitamál hvort þeir hafa metið stöðuna rétt. 20. - Bh6 21. h4 Bd2 22. Hdl Ba5 23. Hcl b5 24. Hc2 Rd6 25. Rg3 Rc4 26. Rfl Rd6 27. Rg3 Rc4 28. g5 Karpov er ekki sáttur við að þrá- leika og semjajafntefli, enda myndi það flokkast undir sálfræðilegan ósigur. 28. - Kf7 29. Rfl Rd6 30. Rg3 Rc4 31. Kfl Ke7 32. Bc5+ Kf7 33. Hf2+ Stórmeistarar í Sevilla vora ekki sannfærðir um að þessi og næsti leikur Karpovs væra rétta áætlun- in. Vel kemur til greina að leika 33. Ke2 og undirbúa að valda e-peðið með kóngnum. Hvítur hlýtur að eiga betri færi. 33. - Kg7 34. Hf2 Bb6 Hindrar 35. Ha6 og býr sig undir að svara 35. Bxb6 með 35. - axb6! 36. Hf2 Ha3 með prýðilegum fær- um. Nú leikur Karpov best 35. Bf2 en eftir skamma umhugsun lék hann af sér. abcdefgh 35. Hc6?? Ra5 í ljós kemur að hrókurinn getur ekki forðað sér án þess að missa vald af biskupnum. Karpov verður Skák Jón L. Árnason að sætta sig við skiptamunstap og skyndilega hefur taflið snúist viö. 36. Bxb6 Rxc6 37. Bc7 Hf8+! Eftir 37. - Hc8 38. Bd6 Hd8 39. Bc5 fengj hvítur a-peðið. 38. Ke2 Hf7 39. Bd6 Hd7 40. Bc5 Ra5 41. Rfl Biðstaðan. Kasparov, sem hefur svart, lék biðleik eftir að hafa hugs- að sig um í 33 mínútur. Valið stendur milii þvingaörar leikjarað- ar, 41. - Hc7 42. Bd6 Hc2+ 43. Kd3 Hxa2 44. Bxe5+ Kf7, sem Kasparov hefur eflaust verið að velta vöngum yfir, eða rólegri leiðar eins og t.d. 41. - Rc4. Sigur hans er í sjónmáli. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.