Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1987, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1987, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987. 21 fþróttir uttgart bauð í Amór Anderlecht sagði nei - Stuttgart bauð sóknarleikmann og peninga í skiptum fyrir Amór Guðjohnsen I Komiö hefur fram hér í Belgíu er Anderlecht var aö leita að framlínumanni þá bauð Arie Haan, þjálfari vest- ur- son viku. Kristján Bernburg, DV, Belgíu; Arie Haan bauð framkvæmda- stjóra Anderlecht framlínumann og aö auki var Stuttgart reiöu- búiö að greiða peningaupphæö á milli. Forráðamenn Anderlecht svöruöu tilboði Arie Haan neit- andi. Þeir vildu ekki að Amór færi frá félaginu. Arnór Guðjohnsen er í miklu uppáhaldi hjá Arie Haan Arie Haan kom til Brússel í síð- ustu viku og horíöi meðal annars á leik Anderlecht og Spörtu Prag í Evrópukeppninni og átti þá við- ræður við Amór eftir leikinn. Þeir sátu að spjalli langt fram eftir nóttu og hefur þessi mál þá örugglega boriö á góma. Amór er í miklu uppáhaldi hjá Arie Haan síðan hann var þjálfari Anderlecht en hann hætti meö liðið á sl. vori. Arie Haan sneri þvi tómhentur til Stuttgart eftir afsvar framkvæmdastjóra And- erlecht. „Þetta hefði getaö orðið einn af möguleikunum“ Arnór Guðjonhsen sagðist i samtali við DV hafa heyrt eitt- hvað af þessu máh en að öðru • Arie Haan, þjálfari Stuttgart, og Asgeir Sigurvinsson ræða málin. Haan vildi ólmur fó Arnór tii Stuttgart enda er Arnór hans uppáhalds- knattspyrnumaður. ‘-v'. ' • George Leekens, þjátfari Anderlecht. Hann neitaði að selja Arnór til Stuttgart og hefur andað köldu i samskiptum hans og Arnórs svo að segja frá þvi að Amór kom til Anderlecht. leyti vildi hann ekki frekar tjá sig um máhð. „Þetta heföi getað orðiö einn af mörgum möguleikunum sem Anderlecht hefði getað notað í þessari stööu. En eftir að hafa rætt um þessi mál í stjórninni var það okkar mat aö best væri að leigja Svíann Lindmann áfram fram að næsta vori. Eftir þaö myndum við sjá til hvað gerö- ist," sagöi framkvæmdastjóri Anderlecht í samtah við DV i gær. -JKS Islandsmótið í blaki: Baráttuglaðir Akureyringar unnu Víkinga í fimm hrinum nderlecht. Hann hefur ekki átt sjö dagana sæla Simamynd/Marc de Waele Brown rekinn frá Norwich Ken Brown, sem hvað lengst hefur starfað sem framkvæmdastjóri í ensku knattspymunni, var í gær rekinn frá Norwich. Þá var haldinn blaðamanna- fundur hjá Norwich City og tilkynnt að Brown hefði látið af störfum hjá félaginu eftir að hafa verið hjá þvi í 14 ár, þar af sjö sem stjóri. Þjálfarinn Dave String- er mun annast liðið fyrst um sinn. Orðrómur hafði verið um það í Nor- wich að undanfórnu að Brown væri valtur í sessi hjá félaginu og síðan hefur tapleikurinn fyrir botnliðið Charlton, 2-1, á laugardag fyht mæhnn. Þó hefur hann gert góða hluti hjá félaginu. Liðið varð í fimmta sæti í 1. deild í vor sem er besti árangur þess í deildakeppninni. Tvívegis hafði Norwich undir stjórn hans unnið sér sæti í 1. deild, 1982 og 1986. -hsím Það vantaði tvo úr byrjunarliði stúdenta þegar þeir léku við Víkinga í 1. deild karla á laugardaginn. Það kom þó ekki að sök því ÍS-ingar náðu aö sigra, 3-2, í sveiflukenndum leik. Víkingar sigruðu í 1. hrinu, 15-5, en ÍS-ingar í þeirri næstu, 15-8. Þá sigr- uðu Víkingar aftur, 15-5, og í 4. hrinu sigrttðu ÍS-ingar, 15-8. í úrshtahrin- unni komust Víkingar í 8-3 en það dugði þeim ekki og IS-ingar sigruðu, 15-9. Það sem helst einkenndi leikinn voru lélegar uppgjafir beggja liða en ahs mistókust 40 uppgjafir í leiknum. Létt hjá Fram og Þrótti Þrír aðrir leikir voru í 1. deild karla á laugardaginn. Fram sigraði HSK nokkuð auðveldlega í þremur hrin- um, 15-5, 15-7 og 15-10. Þróttarar sigmðu KA, einnig í þremur hrinum, 15-8,15-8 og 15-8. Þá tók Þróttur frá Neskaupstað á móti HK. HK-ingar sigruðu, 3-1, 15-12, 15-8, 14-16 og 15-7. Bestur í leiknum var Einar Ásgeirsson í HK. 0-15 tap í 1. hrinu en síðan þrír sigrar í 1. deild kvenna voru 3 leikir. HK sigraði Þrótt frá Neskaupstað, 3-1. Eftir aö hafa tapað 1. hrinu, 15-0, unnu HK-stúlkurnar þijár næstu hrinur, 15-12, 15-2 og 15-7. HK-liðið var jafnt en Guðrún Jónína spilaði vel upp hjá Þrótti. Þróttur Reykjavík sigraði KA nokkuö auðveldlega, 3-0, 15-2, 15-7 og 15-12. Þá áttust við IS og Víkingur og sigmðu Víkingsstúlk- urnar, 3-0, 15-11,15-10 og 15-9. Sigur Víkings eftir 36 mínútur A sunnudaginn léku svo Víkingur og KA bæði í karla-. og kvennaflokki. í kvennaflokki sigruðu Víkingar ör- ugglega í 36 mínútna leik, 15-3,15-2 og 15-1. í karlaflokki sigruðu bar- áttuglaðir KA-menn hins vegar, 3-2, í 117 mínútna leik, 8-15,15-9,15-10, 6-15 og 16-14. Bestur hjá Víkingum var Þröstur Friðflnnsson en hjá KA- mönnum Stefán Magnússon. Staðan í blakinu Staðan í 1. deild karla á íslandmót- inu í blaki er þessi eftir leiki helgar- innar: IS 4 4 0 12-3 8 Þróttur, R 3 3 0 9-1 6 HK 4 3 1 9-4 6 Fram 4 2 2 8-7 4 KA 4 2 2 6-8 4 Víkingur 4 1 3 8-10 2 Þróttur, Nes 4 0 4 2-12 0 HSK 3 0 3 0-9 0 • Staðan er þannig í 1. deild kvenna eftir leiki helgarinnar: Víkingur 3 3 0 9-1 6 Breiöablik 3 3 0 9-1 6 Þróttur, R 4 2 2 8-6 4 ÍS 2 1 1 3-3 2 Þróttur, Nes 3 1 2 4-8 2 HK 4 1 3 3-10 2 KA 3 0 3 2-9 0 Hrun í EM-liði Skota! i Þrír skoskir landshðsmenn hjá Glasgow Rangers slösuöust í sigur- leiknum við Hibernian á laugardag og geta ekki leikið í Evrópuleiknum gegn Búlgörum á miövikudag. Þaö eru þeir Richard Gough, sem nef- brotnaði á laugardag, lan Durrant og Ally McCoist en hann er lang- hæstur í markaskoruninni í skosku knattspymunni i haust - ^Jtominn með hátt i 30 mörk. Þá slas- I aðist James Bett, Aberdeen, á ökkla I á laugardag og er mjög vafasamt ■ að hann geti leikið á miövikudag. | Skoski landsliðsþjálfarinn, Andy . Roxburg, hefur enn ekki valið nýja I leikmenn í landsliðshópinn. Leikur- ■ inn skiptir Skota ekki máh. Þeir I hafa misst af lestinni í Evrópu- ■ keppninni .en leikurinn skiptir ■ Búlgara og Ira miklu máli. Búlgur- I um nægir jafntetli gegn Skotum en . tapi Búlgarar leiknum komast Irar I í úrslit Evrópukeppninnar. -hsím >mm ■■■ ■■■ ■■■ mmm mmm mmm mJ • Jónas Róbertsson leikur áfram með Þór. Jónas áfram íÞór Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Jónas Róbertsson hefur ákveðið að vera áfram hjá sínu gamla félagi, Þór, á næsta keppnistímabili. Eins og kom fram hér í blaðinu í gær hafði Jónas hug á að breyta til að þjálfa og leika með Reyni frá Árskógs- strönd. I fyrrakvöld átti Jónas fund með Nóa Bjömssyni, fyrirhða Þórs, og Sigurði Amórssyni, formanni knattspymu- deildar Þórs. Eftir þann fund akvað Jónas að vera um kyrrt hjá félaginu. „Eg er viss um aö Jónasi hafa verið boðnir peningar til vera áfram hjá Þór en ég veit ekki hve mikið,“ sagði einn leikmanna Þórs. Þórsarar hljóta að fagna því að Jónas verður áfram en annars hefði liðið orðið fyrir mikilli blóötöku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.