Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1987, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987. 23 Dægradvö] Að halda réttum áttum Það má næstum segja að hveijum íslendingi sé nauösynlegt að kunna á áttavita og er þá ekki bara átt við rjúpnaskyttur. Á undanfómum árum hefur Hjálparsveit skáta staðið fyrir námskeiðum þar sem kennt er á áttavita fyrir almenning. Að sögn þeirra hjálparsveitar- manna þá var þessi kennsla tekin upp vegna þess að málefni rjúpna- skyttna vora komin út í hreinar öfgar. Hjálparsveitirnar voru fam- ar að eyða geysilegum tíma og íjármunumí leit að rjúpnaskyttum á hverju ári og mál til komið að gera eitthvað vegna þess. Þá urðu mannskaðar sem vitaskuld verða aldrei bættir. Þessi áttavitanámskeið Hjálpar- sveitanna hafa notið mikilla vinsælda og þykjast menn þegar sjá verulegan árangur af þeim og má sem dæmi nefna að aðeins varð að gera leit að einni rjúpnaskyttu í fyrra. Þá hafa menn vaknað til vit- undar um hve mikilvægt það er að útbúa sig rétt. Þess má geta að fé- lagasamtök, eins og Ferðafélag íslands, Skotveiðifélagið og Alpa- klúbburinn, standa einnig fyrir námskeiðum í notkun áttavita fyrir sína félagsmenn. Hjálparsveitin stóð fyrir tveim námskeiðum í vetur og er þeim báðum lokið. Um 60 manns mættu á námskeiðin sem er hámarksað- sókn. Ætlunin er aö hafa námskeiö sem þessi næsta vetur. Kostnaður við námskeiöiö er í lágmarki, eða um 1000 kr., en þeir hjálparsveitar- menn gefa \dnnuframlag sitt. Námskeiðið stóð tvö kvöld. Fyrra kvöldið var farið í þá bóklegu þætti sem lúta að notkun áttavitans en það munu vera um 10 grunnþættir sem þarf að kunna. í raun er átta- vitinn mjög einfalt hjálpartæki þegar fólk hefur tileinkað sér þessa þætti og með tímanum verður notkun hans mönnum eins sjálfráð og að klæða sig í skó. Seinna kvöld- ið er farið í verklega þætti og þá er farið með fólk út fyrir borgina og það látiö venjast notkun áttavit- ans. -SMJ Við lofum því sem skiptir mestu máli: GÓÐRI ÞJÓNUSTU Verð og tæknileg útfærsla við allra hæfi Borgartúni 20 og Kringlunni Á undanförnum árum hefur rjúpan oft komist i fréttirnar þegar hún hef- ur leitað til byggða. Er hún þá oft ótrúlega spök. DV-mynd S Rjúpnastofninn á niðurleið Rjúpan, sem er vinsælasti veiðifugl íslendinga, tilheyrir hænsnaætt- bálki fugla og er af orraætt. Nánir ættingjar ijúpunnar eru fasanar, páfuglar, kalkúnar og svo auðvitað blessaöar hænurnar. Einkenni þessara fugla eru eins og kemur fram í Stóru fuglabókinni frá Fjölva: „...hænsnfuglar eru síkrafs- andi í jörðina frá morgni til kvölds. En jafnframt eru þeir mjög jarð- bundnir, fljúga lítið og þreytast fljótt á því. Hitt er þeim eiginlegra, ef að steðjar hætta, að taka á rás og hlaupa í felur inn í kjarr eða kúra sig niður í gras. Þeir gera hreiður á jörðinni og eru eggjasæl- ir. Ungarnir stökkva fljótt úr hreiðri og þurfa ekki að láta mata sig heldur kroppa þeir sjálfir en njóta vemdar foreldranna." (bls. 194). Sérkenni ijúpunnar eru lítið höf- uð, sterkt oddhvasst nef, stuttir vængir, sterkir fætur og miklar stélfjaðrir. Heimkynni rjúpunnar eru, auk íslands, nyrstu löndin allt í kringum heimskaut, á Grænl- andi, Kanada, Alaska, Síberíu og Skandinavíu. Rjúpan skiptir sem kunnugt er litum eftir árstíðum, hún er í brúnflikróttum felubún- ingi á sumrin en alhvít á vetrum. Rjúpan er mjög frjósöm, verpir og ungar út allt að 14 eggjum. Hún hefur ávallt verið vinsæll veiðifugl og sem dæmi um umfang veiðanna voru einu sinni fluttar út um 300.000 rjúpur á ári til Danmerkur. Rjúpnastofninn á niðurleið I samtah við Ólaf Karl Nilsen líf- fræðing, sem hefur fylgst með ijúpum í tengslum við rannsóknir sínar á fálkum, kom fram að ijúpnastofninn er farinn að minnka. Fram hefur farið talning á honum síðan 1981 og kom þá fram aukning allt til ársins 1986. En nú virðist rjúpunni hins vegar fækka. Það eru ekki veiðarnar sem slíkar sem valda fækkuninni heldur hef- ur verið bent á hugsanlegt sam- band milh grasbíta og þeirra plantna sem þeir Ufa á. Rjúpan lifir sem kunnugt er á laufi, lyngi og berjum. Þetta samband leiðir til þess að fjöldi ijúpna gengur í bylgj- um og nær hámarki á 10 ára fresti. Talið er að nú séu um 50.000-70.000 ijúpnapör á landinu. Eins og áður segir þá er viðkoman mikil þannig aö t.d. 50.000 pör framleiða um 400.000 fugla. Rjúpan er algengust í Þingeyjarsýslu og Hrísey. -SMJ Jólagjafahandbók Hin sívinsæla og myndarlega jólagjafahandbók kemur út 3. desember nk. Þeir auglýsendur sem áhuga hafa á að auglýsa í J ÓL AGJ AF AHANDBÓKINNI vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild Þverholti 11 eða í síma 27022 kl. 9-17 virka daga sem fyrst. í síðasta lagi fimmtudaginn 26. nóv. nk. Njóttu ferðarinnar! Aktu eins og þú vilt að aðrir aki. Gófta ferð! (|r™

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.