Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1987, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987. tJtiönd Bresk innrás í SkoUand Breskt herliö geröi í gær innrás í Skotland. Var innrásin gerö undir vökulum augum sérfræðinga frá að sögn talsmanna breska hersíns míög vel. Innrás þessi var líður i mikium æflngum breska hersins en í þeim taka um tuttugu þúsund hermenn þátt. Og vökulu augun frá Varsjár- bandalaginu eru komin tU æflng- anna, vegna gagnkvæmra samninga um að fulltrúar hernað- arbandalaganna tveggja, Varsjár og Nató, fái að fylgjast meö heræf- ingum lúnna. Áhersla á andstöðu Francouis Mitterrand, forseti Frakklands, lagöi í gær áherslu á þaö að ríkisstjóm Frakklands væri enn í andstööu viö herstjómina í Kambódíu. Mitterrand ítrekaði þessa and- stöðu franskra stjómvalda á fundi sfnum með Li Ziannian, forseta Kína, sem nú er í opinberri heim- sókn í Frakklandi. Sagði Mitter- rand að Kambódia þjáðist n'i undir kúgun erlendra herafla og mun hann hafa átt við Víetnama með þvi en þeir styðja stjómvöld f Kambódiu dyggilega. Bandaríski doliarinn féU enn í gær og nú neðar en hann hefur áöur gert. Verðfall varð á verbréfamarkaöi í New York og viöar og hafa menn nú áhyggjur af þvi að Bandaríkjamenn muni ekki grípa nægilega fljótt tíl aðgerða til þess að stöðva þessa þróun. Einkum þyýa þeir hægfara í aðgeröum sínum gegn ijárlagahallanum sem hrjáir þá svo mjög nú. Dollarinn féll í gær niður í að vera skráður á innan við 1,66 v-þýsk mörk I Evrópu og í Japan var hann skráður á aðeins 134,25 yen. Á Wall Street féll Dow Jones vísitalan niður um nær sextíu stig og mjög lítið var um viðskipti með verðbréf enda verðbréfahöndlarar hrædd- ir við að hleypa nýrri skriðu verðlækkana af stað. Lerta leiða til úrbóta Hin nýja ríkisstjórn Túnis leitar nú ákaft leiða tíl úrbóta, einkum í Túnis býr viö mjög óhagstæð við- skiptakjör og leitar ríltísstjóm Ben Aii nú leiða tíl aö leiðrétta viö- skiptahalla landsins. Auk þess á landið stóran erlendan skulda- bagga og verður það eítt af fyrstu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar aö taka þann þátt eöiahagsmála fyrir. OPNAí DAG brauðstofu undir nafninu BRAUÐSTOFAN Gleym - mér - ei Nóatúni 17. SMURT BRAUÐ KAFFISNITTUR KOKKTEILSNITTUR BRAUÐTERTUR O.FL. Áhersla lögð á aðeins það besta. Reynið viðskiptin. Pantanamóttaka í síma 15355. Sigríður Þorvaldsdóttir Eitt farartækjanna sem eyðilögðust við sprengjutilræðið í Colombo í gær. Að minnsta kosti þrjátíu biðu bana við sprenginguna. Símamynd Reuter Þrjátíu biðu Miklar öryggisráðstafanir voru í þinginu á Sri Lanka í gær eftir að sprengja hafði orðið að minnsta kosti þrjátíu og tveimur að bana og sært rúmlega hundrað manns. Sprengjan, sem lögregluna grunar að komið hafi verið fyrir í farartæki, sprakk síðdegis í gær á þeim tíma sem flestir voru að fara heim úr vinnu. Gerðist atburðurinn nálægt lögreglustööþremur kílómetrum frá miðborg Colombo. Tólf strætisvagnar auk annarra bana farartækja skemmdust við spreng- inguna og rúður brotnuðu í nálægum byggingum. Einn maður hefur verið handtekinn vegna tilræðisins sem lögregluna grunar að ólöglegur hóp- ur marxista standi á bak við. Eru samtökin andvíg friðarsam- komulaginu sem undirritað var í júlí síðastliðnum af Gandhi, forsætisráð- herra Indlands, og Jayewardene forseta Sri Lanka. Samtökin, sem njóta stuðnings sinhalesa, segja sam- komulagið hliðhollt tamílum sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki. Þúsundir lögreglumanna og her- manna eru í viðbragðsstöðu víðs vegar um höfuðborgina vegna hot- ana samtakanna um að truíla aðgerðir stjómarinnar á meðan frumvarpið um friðaráætlun er rætt á þingi. I því er gert ráð fyrir vissu valdi til tamíla sem flestir hafa sam- þykkt það. Skæruliðar er nefnast tamíltígrar hafna þvi og halda bar- áttunni áfram. IRA lýsir yfir ábyigð á sprengjunni írski lýðveldisherinn, IRA, tók í gær opinberlega á sig ábyrgð á sprengjutilræðinu á sunnudaginn. Ellefu manns biðu bana og sextíu og fimm særðust er sprengja sprakk sem komið hafði verið fyrir í samko- musal í miðborg Enniskillen á Norður-írlandi. Allar verslanir og skólar í Ennisk- illen höfðu lokað í gær vegna þessa hörmulega atburðar sem grandaði óbreyttum borgurum er safnast höfðu saman til að minnast faUinna hermanna. Talsmenn IRA gáfu í skyn að breskir hersérfræðingar gætu í ógáti hafa flýtt fyrir því að hin fjarstýrða sprengja sprakk. Talsmenn breska hersins vísuðu því á bug og kváðust ekki hafa undir höndum slíkan út- búnaö. Flest fómarlambanna létust er múrsteinum rigndi yfir fólkið. Samkomuhúsið í Enniskillen á írlandi, þar sem sprengjunni haföi verið komið fyrir, sprakk nokkrum minútum áður en minningarguðsþjónusta átti að hefjast þar. Simamynd Reuter Jamaicabuar i langsleðakeppni Gísli Guðmundssan, DV, Ontario: Sólareyjan Jamaica ætlar að taka þátt í vetrarólympíuieikunum í Calgary í Kanada sem hefjast þann 13. febrúar á næsta ári. Ætla eyjarbúar að taka þátt í einni erfið- ustu og hættulegustu grein lei- kanna sem er langsleðakeppnin. Langsleðakeppni hefur aldrei ve- rið stunduð á Jamaica og hafa reyndar heldur engar skíðaíþróttir verið stundaðar þar. Meirihluti hins sjö manna liðs hefur ekki einu sinni séð snjó. Langsleðaklúbbur Jamaica var stofnaður fyrir rétt tveimur mán- uðum. Til að æfa sig fyrir leikana hafa fjórir eyjarskeggjar komið til Kanada og fengið lánaðan lang- sleða og æfmgabraut til að renna sér á. Nú stendur yfir fjársöfnun á Jamaica til að hægt sé að kaupa langsleöa fyrir ólympíuliðið. Þetta er í fyrsta sinn sem land keppir á ólympíuleikum í íþrótt sem ekki er stunduð heima fyrir. Segjast keppendumir verða án- ægðir ef þeir lenda í þrítugasta sæti en alls keppa fimmtíu þjóðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.