Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Qupperneq 21
FI.MMTUDAOUR 3. DESEMBÉR 1987. 69 89 Mesta úrval landsins af amerískum og breskum metsölubókum Mikið og gott úrval af erlendupi gjafabókum, t.d. Websters orðabók á kr. 2.475,- Lademanns Store Bagebog, kr. 995,- Lademanns Store Kogebog, kr. 995,- Medicine An lllustrated History, kr. 2.250,- Spil Spil eru alltaf vinsælar jólagjafir þar sem þau sam- eina fjölskylduna í ríkara mæli en flest annað. Hjá Eymundsson er gott úrval af spilum og spilaseríum fyrir alla aldurshópa á alls konar verði. Nefna má útvegsspilið, matador og rallyspilið, auk hins sívin- sæla Trivial Pursuit sem nú fæst með nýjum spurn- ingum og kostar 2.895 kr. Fallegir pennar í Eymundsson fást fjögur af fínni merkjunum í penn- um. Þar er um að ræða Parker, Papermate, Zippo og Élysée. Þeir eru seldir bæði í settum og stakir og fást blýantar, túss-, kúlu- og blekpennar. Þess má geta að Zippo-pennarnir eru með lifstíðarábyrgð eins og kveikjararnir frægu frá sama merki. Þetta eru allt vandaðir pennar sem gaman er að skrifa með. Myndir íál-og smellurömmum Hjá Eymundsson er mikið úrval af gallerímyndum í ál- og smellurömmum. Myndir af þessu tagi geta verið hin mesta stofuprýði og í augum sumra ekki síðri en málverk. Þær kosta 120-2.590 kr. og eru þær stærstu 60x80 cm. Myndir sem þessar mætti kalla listaverk unga fólksins. Time Manager Fyrir alla þá sem þurfa að skipuleggja tíma sinn vel kemur Time Manager sér ákaflega vel. Fyrir þá sem ekki þekkja til eru þetta hinir ýmsu þarfahlutir fyrir athafnamanninn þannig að hann geti betur skipulagt tíma sinn og unnið markvisst. Standard Time Mana- ger, sem er þá þær bækur sem til þarf og plastmappa, kostar 4.850 kr. og fæst nú einnig í stærðinni A-4. Plaköt i Eymundsson fást þrjár gerðir af límmyndum með enskum texta. Er þar fyrirferðarmestur kötturinn Garfield en hann ertil í hinumýmsum útgáfum. Einn- ig eru þar margar aðrar skemmtilegar myndir af ýmsum fígúrum. Ennfremur fást límveggspjöld með hnyttnum textum. Hnattlíkön Hjá Eymundsson fást hnattlíkön á verði frá 400-6.000 kr. Þau dýrustu eru úr tré, eru með klukku í fætinum og með Ijósi. Er þar komin skýringin á verðmuninum. Litli Ijósálfurinn er á 894 kr. og er alltaf klassískur. Auk þessara hluta sjást sjónaukar á myndinni en þeir kosta frá 3.940 kr. BÓKAVERZLUN S1GFUSAR EYMUNDSSONAR AUSTURSTRÆTI 18 - SÍMI 14255 ÞAR SEM BÆKURNAR FAST

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.