Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1987, Page 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Gísla Baldurs Garðarssonar hrl.,
Skarphéðins Þórissonar hrl., Ásgeirs Thoroddsen hdl., Valgarðs Briem hrl.,
Jóns Ingólfssonar hdl., Guðjóns Á. Jónssonar hdl. og Brynjólfs Kjartansson-
ar hrl. fer fram opinbert uppboð á neðangreindu lausafé:
rennibekkur, Torrent fræsivél, Atlas, plötuvals af Fredvardson gerð, Turner
borvél, Migatronic kolsýrusuðuvél, Walter borvél og Beaven snittvél, Rid-
ged 535 snittvél, Tokeres rennibekkur, Westinghouse rafsuðuvél. Uppboðið
verður haldið að Tranavogi 1 þriðjudaginn 15. desember 1987 og hefst
það kl. 14.00.
Vélar þessar og tæki eru taldar eign Stáltækni sf. Greiðsla við hamarshögg.
Uppboðshaldarinn í Reykjavík
GAMLAR
BÆKUR
TIL SÖLU
Bókavarðan er verzlun i Reykjavík sem kaupir og selur eldri
bækur frá 15du öld til vorra daga.
í verzlun okkar að Vatnsstíg 4, í hjarta borgarinnar, höfum við
innréttað nútimaverzlun með gamlar og nýjar bækur, deilda-
skipta, þannig að hver flokkur bóka er aðgengilegur fyrir sig.
í hverri viku tökum við fram hundruð „nýrra“ bóka. Nokkur dæmi:
Hæstaréttardómar fyrir árin 1920-1983, allt inn-
bundið, alls yfir 60 bindi, Alþingisbækur íslands 1 -9.
bindi, prýðisgóð eintök, Nú brosir nóttin eftir Theó-
dór Gunnlaugsson, Látra-Björg eftir Helga Jónsson,
Árbækur Reykjavíkur 1786-1936 eftir dr. Jón Helga-
son, íslenzk lestrarbók 1400-1800, handb. skb., með
hinum fræga formála um Samhengið í ísl., bókmennt-
um eftir próf. Sigurður Nordal, Saga Hraunshverfis
á Eyrarbakka eftir Guðna Jónsson, Listin að lifa eft-
ir Fr. Maurois, Þegar Reykjavík var 14 vetra eftir Jón
biskup Helgason, Barðstrendingabók, ób.m.k. Bútar
úr Ættasögu íslendinga á fyrri öldum eftir Stein
Dofra, Brandsstaðaannáll, Faxi dr. Brodda, í nátt-
trölla höndum eftir Eirík Kjerulf, norrænufræðingarnir
sallaðir í spað, Um íslenzkar þjóðsögur eftir dr. Einar
Ölaf og Um Njálu, doktorsrit sama, íslenzkir hestar
og ferðamenn eftir Guðmund Hávarðarson, 100 rétt-
ir matar eftir frk. Guðmundu Nielsen, (Frökenina I
„Húsinu" á Eyrarbakka), Sjósókn eftir Erlend Björns-
son, Símaskráin 1930, Bíldudalsminning um hjónin
Pétur Thorsteinsson og frú Ásthildi, Forntida Gaard-
ar i Island, fornleifarannsóknir, örnefni í Vestmanna-
eyjum eftir dr. Þorkel Jóhannesson, 12 norsk æfintýri,
þýðing Theódóru Thoroddsen, Valdimar munkur,
Dagleið á fjöilum, frumútg. Laxness, Atómstöðin eft-
ir sama, frumútg., Snæfellingaljóð, myndir Kjarvals,
Úr landsuðri, frumútg. kvæða Jóns prófessors Helga-
sonar, Guðnýjarkver, hin mögnuðu kvæði, Glaum-
bæjargrallarinn eftir ýmis skáld, þýð. Magnúsar
Ásgeirssonar, Aldrei gleymist Austurland, Ijóð 70
austfirzkra skálda, Nei eftir Ara Jósefsson, Það blæð-
ir úr morgunsárinu, atómljóð Jónasar Svafárs.
Tímaritið Leikhúsmál 1940-1950, allt, sem útg. var í
skinnbandi, Landnám Ingólfs 1.-3. bindi, Hið nýa
Testament, þýðing Odds Gottskálkssonar, Monu-
menta Typhographica, Vísnabók Guðbrands biskups,
sama ritröð, Tímaritið Mjölnir, rit ísl. þjóðernissinn-
aðra stúdenta, komplet, Sögukaflar af sjálfum mér
eftir séra Matthías Joch., í verum eftir Theódór Frið-
riksson, Vesalingarnir 1-5 eftir Victor Hugo, frímúr-
arabækur Úlfars Þormóðssonar, Ættir Austfirðinga,
allt safnið og ótal, ótal margt fleira forvitnilegt ný-
komið.
í deildaskiptri verzlun okkar er aö finna andatrú og guöfæröi,
erlendar vasabækur í þúsundatali, gömlu „krimmana" o.fl., ætt-
fræöi og héraðasögu, blandaðar fagbókmenntir, þar meö
tölvubækur, matreiöslubækur, frístundir, bókhald, smíðar og
tækni, sögu lands og menningar, íslenzk træöi og norræn, málvis-
indi, latínu og grtsku, betri erlendar bækur, íslenzk kvæði og Ijóö,
leikrit, skáldsögur, erlendar úrvalsbókmenntir, þýddar afþreying-
arbækur, ævisögur erlendra höfðingja og allt millt himins og
jarðar.
Við kaupum og verömetum bókasöfn og stakar bækur fyrir ein-
staklinga og tryggingafélög og opinbera aðilja. Gefum auk þess
út bóksöluskrár nokkrum sinnum á ári og sendum þær ókeypis
til allra sem óska utan Stór-Reykjavikursvæðis.
Bókauppboð i Iðnó sunnudaginn 13. des. kl. 14.00.
Hundruð fágætra merkisrita sem verða sýnd á Vatnsstíg 4
laugardaginn 12. des. kl. 11-18.
Vinsamlega hringið, skrifið - eða lítið inn.
Bókavarðan -
Gamlar bækur og nýjar -
Vatnsstíg 4, Reykjavík.
Sími 29720.
Útlönd dv
Þota sömu gerðar og sú sem fórst í gærkvöld. Símamynd Reuter
Fjörutíu og
fjórir fórust
Talið er fullvíst að íjörutíu og fjór-
ir hafi farist með farþegaþotu frá
bandaríska flugfélaginu Pacific So-
uthwest Airlines sem fórst í Kalifor-
niu í gærkvöldi.
Þotan, sem var af gerðinni BAel46,
íjögurra hreyfla, sem töluvert er not-
uð á styttri leiðum, var á leið frá Los
Angeles til San Francisco með þrjá-
tíu og níu farþega og fimm manna
áhöfn innanborðs. Samband rofnaði
við þotuna þegar hún var í nágrenni
Paso Robles, um miðja vegu milli
borganna tveggja. Hrapaði þotan í
hæð skammt frá smábænum Temp-
leton, um tuttugu kílómetra suður
af Paso Robles. Að sögn sjónarvotta
steyptist þotan niður og dreifðist
brak hennar um stórt svæði.
Óstaðfestar fregnir herma að flug-
maður þotunnar hafi tilkynnt í
talstöð skömmu áður en hún fórst
að hann hafi heyrt skothríð í far-
þegarými hennar. Embættismenn
segja að slysið verði rannsakað sér-
staklega með tilliti til þess hvort
hugsanlegt sé að þotunni hafi verið
grandað.
Sem fyrr segir er brak úr þotunni
mjög dreift enda brotnaði hún í smátt
þegar hún lenti á jörðinni.
Le Pen meinuð
Bjami Hinriköson, DV, Bordeaux:
Á eyjunni Martinique, sem telst
hluti franska ríkisins og er í
Karíbahafi, gerðist seint á sunnu-
daginn sá faheyrði atburður aö
Jean Mari Le Pen, leiötoga Þjóö-
fylkingarinnar, var meinuð lend-
ing af þrjú þúsund mótmælendum
sem safnast höfðu saman þar sem
vélin átti að lenda.
í fiugvélinni, sem var í vepjuiegu
áætlunarflugi, voru auk Le Pens
um þrjátíu þingmenn samtáka
hægri flokka á Evrópuþinginu í
Strassbourg og var ætlunin að
funda á eyjunni fram á miðviku-
dag.
Þegar jjóst var að ekki vai' hægt
að lenda á Mai-tinique var flogið til
eyjunnai' Guadeloupe sem ekki er
langt frá og telst einnig tíl Frakk-
lands. Þar var lent en mótmæli
einnig höfð þar í frammi og fór svo
að lokum að Le Pen neitaði að fara
út úr flugvélinni og hélt öskureiður
aftur til Parísar með sömu vél eftir
sautján klukkutima bið meðan
stjórnvöld reyndu að miöla máluin.
Mótmæleudur voru úr hópum
verkalýðsfélaga og vinstrimanna
sem töldu heimsókn Le Pens
hreina og klára ögrun. Á þessum
eyjum í Karíbaliafi er meirilUuti
íbúa kynblendiugar og svertingjar.
Við komuna til Parísar um há-
degi í gær sagöi Le Pen ríkisstjórn-
ina bera _ ábyrgö á þessum
atburðum. Áður en Frakkar rykju
til gæslustarfa í Persaflóa ættu þeir
að athuga betur öryggismál heima
fyrir. í því sambandi nefndi Þjóð-
fylkingarleiötogiim sérstaklega
Korsíku og karabísku eyjarnar.
Andstæðingar Khomeinis
handteknir í París
Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux:
Tuttugu iranir í Mujahedinsam-
tökunum, sem berjast gegn stjórn
Khomeinis, voru í gær handteknir í
París. Flestir þeirra hafa verið lengi
í Frakklandi og sumir tahst pólitískir
flóttamenn.
Frönsk yfirvöld saka mennina um
ólöglega starfsemi og að þeir yinni
gegn almennu öryggi og verður írön-
unum vísað úr landi.
Aö margra mati er þetta ein afleið-
ingin af samningaviðræðum Frakka
og írana vegna gíslanna sem sleppt
var um daginn. Innanríkisráðherra
Frakka, Charles Pasqua, neitaði því
harðlega að þama væri nokkurt
samband á milli og kvað aðgerðir
lögreglunnar i fyUsta samræmi við
stefnu ríkisstjómarinnar í öryggis-
málum eins og hún hefði verið frá
valdatöku stjómarinnar.
Kunnugir benda á að lögreglan
hafi vitað um íranana og starfsemi
þeirra svo mánuðum skiptir og tíma-
setningin geti ekki veriö tUvUjun. seldir beint tU Irans enda væri
Að vísu séu mennirnir ekki fram- Frökkum varla stætt á því.
Talsmaður Mujahedinsamtakanna, Behzad Naziri, á fundi með fréttamönn-
um vegna handtöku tuttugu írana i París. Á innfelldu myndinni er leiðtogi
samtakanna, Massoud Rajavi, og eiginkona hans. Simamynd Reuter