Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1987, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987.
13
dv Neytendur
aöan tómat í útliti, var samt varla
jafnrautt. Innan í var salak mjög lík-
ur tómat, með svipuðu innihaldi. En
bragðið var mjög frábrugðið. Skipt-
ust menn algerlega í tvo hópa hvað
varðaði bragðkönnunina. Tveir sér-
fræðingarnir höfðu aldrei smakkað
annað eins óæti en aðrir töldu að
þarna væri sérstakt lostæti á ferð-
inni. Salak kostaði 739 kr. kg, var
raunar aldýrasta tegundin sem við
keyptum, og stykkið kostaði 57 kr.
Satt að segja vitum við ekki í hvað á
að nota þennan ávöxt, kannski pass-
ar hann í austurlenska matargerð.
Ástríðuávöxtur (passion fruit) er
afar sérstæður. Hann líkist einna
helst skemmdri plómu í útliti, dökk-
leitur og „krpmpaður" að sjá og á
stæð við plómu. Innihaldið er mjög
súrt, mikið er af kjörnum en margir
smakkarar voru á þeirri skoðun að
bragðið væri sérlega gott. En ekki
vildi undirritaður lifa eingöngu á
slíkum ávexti. Stykkið af honum
kostaði 22 kr. ^
Kaktusfíkjur eru yfirleitt seldar
tvær saman í plastöskjum. Þær líta
út svipað og litlar handsprengjur.
Betra að vara sig á hýðinu því það
er alsett litlum kaktusnálum sem
hægur vandi er að stinga sig á.
Smökkurunum þótti þessar kakt-
usfíkjur frekar bragðdaufar en samt
góðar á bragðið. Notast í ávaxtasal-
at, kgverð er 395 kr„ tvö stykki
kostuðu 55 kr.
Granatepli eru gul og rauð á lit
með hörðum berki. Það er skorið í
sundur og innihaldið, lítil rauð safa-
rík ber má nota í ávaxtasalöt eða
borða eins og þau koma fyrir. Afar
sætur og bragðmikill ávöxtur. Kg-
verð er ekki nema 135 kr„ stykkið
kostaði 52,40 kr. Úr þessum ávexti
er búinn til vinsæll blöndunarmjöð-
ur, grenadine-saft, sem til er á öllum
börum og notað til að blanda ýmsa
drykki sem verða þá fallega rauðir á
litinn.
Margir þekkja mangoávöxtinn.
Hann er egglaga, rauður og grænn.
Hann þarf að vera svolítið mjúkur
viðkomu til að vera hæfilega þrosk-
aður. Hann er flysjaður og skorinn í
bita sem notaðir eru í ávaxtasalöt.
Einnig er búið til karrímauk úr
mango, mango-chutney, sem notað
er í austurlenskri matargerð.
Mango hefur alveg sérstakt bragð
en vissara er að borða ekki of mikið
af ávextinum því þá verður manni
bumult svo um munar.
Mangoið kostaði 349 kr. kg eða kr.
124,90 kr. stykkið.
Þá er aðeins eftir að nefna minnstu
ávextina. Kúmkat, sem er eins og
pínulitlar appelsínur, dálitið beiskt á
bragðið, en borða má börkinn með
kjötinu. Kúmkat er gott í t.d. ananas-
frómas, mjög smátt skorið. Einnig
smátt skorið í ávaxtasalöt. 3 stk .
kostuðu 14 kr.
Tamarillo fékk nafnið „stuna úr
fornbókaverslun“ hjá smökkurun-
um. Það var ekki ósvipað í laginu og
fersk fíkja en dökkt á lit. Fúkkalykt
og bragð var af kjötinu. Kannski hef-
ur ávöxturinn ekki verið nægilega
þroskaður. Stykkið kostaði 57 kr„
kgverð var 538 kr. Við vitum ekki
hvemig hægt er að nota þennan
ávöxt, en endilega ekki í ávaxtasalat-
ið. Það myndi ekki bæta það.
Litchie er líkt og jarðarher, enda
heitir þessi ávöxtur víst kínverskt
jarðarber. Innihaldið er glært og
hlaupkennt, mjög sérstætt bragð -
margir sögðu mjög gott: Stykkið
kostaði 16 kr.
Og loks smökkuðum við á rambut-
an sem lítur sannarlega ekki út fyrir
að vera bragðgóður ávöxtur. Hýðið,
sem er líkt og skurn, er alsett „hár-
um“, en innihaldið er glært, hlaup-
kennt og hefur frekar lífíð bragð.
Rambutan kostaði 19 kr. stykkið.
Ef þessi könnun hefði verið gerð
fyrir einu ári eða svo hefði lítill loð-
inn hrúnn ávöxtur verið látinn fljóta
með. Það er kiwi, en kiwi er orðið
alþekkt hér á landi í dag enda verðið
farið niður um ein 30%. Annars sak-
ar ekki að geta þess að kiwi er mjög
góður ávöxtur sem passar vel í
ávaxtasalat og til skrauts á hvers
konar matarrétti. Kiwi geymist líka
mjög vel í kæliskáp og ætti því að
vera hentugur ávöxtur fyrir lands-
byggðina þar sem samgöngur eru
kannski strjálar. Kgverð á kiwi er
135 kr. -A.Bj.
• FM steríóútvarp og kasettutæki. 16 Watta
magnari. Stunga fyrir heyrnartól. Innbyggður
hljóðnemi. Kjörin jólagjöf fyrir unglinginn.
• Eldhúsvél. ---------------
Hakkar, hnoðar, hrærir, blandár, sker og rífur.
Ómissandi tæki í eidhúsið. Fjöldi aukahluta.
• Utvarpsklukka
AM/FM útvarp. Inn- rs.
byggt loftnet. -----------
Vekjarastilling á út varp eða hljóðmerki.
• Elnita 140 saumavélin. Einföld, sterkog
ótrúlega fjölhæf. Saumar öll nauðsynlegu
sporin. Saumavélin fyrir þá sem bæta og laga en
eyða ekki öllum frítíma í saumaskap. Verðið er
eftir því.
• fsvél. Býrtil í Wi l/Jl
Ijúffengan ís og ísrétti :
úr t.d. rjóma, jógúrt eöaU .....—---------------
ávöxtum. Tvöföld einangrun á skál. Hlióðlát og
þægileg í notkun,
v. 64ra bls. upp-
• Gufustraujárn. Létt
og handhægt. Breiður
sjálfhreinsandi álsóli
með 35 gufuventlum.
Nákvæmur hitastillir.
Vatnsmælir.
1800 cl vatnsgeymir.
• Kraftmikil ryksuga. Mikill sogkrafturen hljóð
látur mótor. Fóthnappur. Tveir auka hausar.
Þessi er góð í jólahreingerninguna.
• Philipshave rafmagnsrakvél
3 fljótandi 90 rifu rakhausar. 12
sjálfbrýnandi skurðarblöð.
Bartskeri.
Vandaður kassi fylgir.
• 12 bolla kaffivél, eilífðar filter. Mæliskeið,
vatnsmælir og hitaplata.
• Steriósamstæða mei
tvöföldu kassettutæki, -
hálfsjálfvirkum plötu- • 4;
spilara, 3 rása útvarps-
magnara FM, LM, MW,
40 Watta steríómagnara
og tveir 40 Watta
hátalarar. Skápur um
alla samstæðuna.
• Djúpsteikingarpottur.
Djúpsteikir án gufu eða
lyktar. Gufu- og' loftsíur
máþvo. Tekur2,25laf
olíu. Hitastilling með
' Ijósi. Sjálfhreinsandi.
• Sjálfvirk brauðrist.
Stillir sig sjálf fyrir nýtt, U
frosið eða gamalt brauð.
• Hárþurka. Tvær k
hitastillingar.
Lágværog fer vel í hendi
Heimilistaek'
UFnDERUHiiÐUÐViP
g^TÚNIs:691515 HAFNAnSTR.*:
SCUttíUKgH*0
1111