Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1987, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987.
15
Bjálkinn í auga Markúsar Arnar
Nýja Útvarpshúsið við Efstaleiti. „Um 60 Stjörnur kæmust fyrir i þvi húsi,“ segir í greininni.
„Ríkisútvarpið gerir mest gagn með því
að draga sig hægt og hljótt í hlé, eftir
því sem einkastöðvunum vex ásmeg-
in.“
Tap ríkisútvarpsins verður á milli
80 og 90 milljónir á þessu ári. Þess-
ar upplýsingar koma fram aðeins
örfáum dögum eftir að Markús Örn
Antonsson ríkisútvarpsstjóri full-
yrðir í blaðaviðtali að Bylgjan,
Stjarnan og Stöð 2 séu reknar með
tapi.
Mér vitanlegá hefur Markús Örn
ekki aðgang að bókhaldi Bylgjunn-
ar eða Stöðvar 2 og svo sannarlega
hefur. hann ekki verið með nefið
niðri í möppum Stjörnunnar. Hann
veit því ekkert hvernig íjárhag
þessara stöðva líður, hvort þær eru
reknar með tapi eða ekki.
Hvað Stjörnuna varðar er meira
að segja fáránlegt að ætla sér að
geta til um afkomuna fyrr en stöðin
hefur verið rekin lengur en þetta
hálfa ár sem liðið er frá opnun
hennar. Það þarf minnst níu mán-
uði og helst eitt ár til að fá raun-
sanna mynd af rekstrinum,
sérstaklega þegar samkeppnin get-
ur valdið snöggum breytingum
fyrirvaralítið.
Stjarnan hefur á sínu hálfa ári
náð sömu hlustun og Bylgjan á
suðvesturhomi landsins og saman-
lagt hafa þessar stöövar talsvert
meiri hlustun en Bylgjan hafði ein.
Skringileg tímasetning
Fullyrðingar Markúsar Arnar
um tap stöðvanna eru engum rök-
um studdar. Val hans á tíma til að
slá þessu fram er hins vegar jafn-
furðulegt og sjálfar fullyrðingarn-
ar. Þetta segir hann nefnilega á
sama tíma og fram kemur að hans
eigin stofnun er rekin með 80 til 90
milljón króna halla á þessu ári.
Þessi halli á ríkisútvarpinu er
Kjallaxinn
Ólafur Hauksson
útvarpsstjóri Stjörnunnar
skuggalegur þegar tekið er tillit til
þess að stofnunin fékk 67 prósent
hækkun afnotagjalda snemma á
árinu. Án hennar hefði hallinn orð-
ið talsvert meiri.
Það sannast hér á Markús Erni
máltækið um flísina í auga náung-
ans og bjálkann í eigin auga. Hann
breiðir út órökstuddar fullyröingar
um ætlað tap keppinauta sinna, á
meðan hann burðast sjálfur með
heilt tonn af tapi á bakinu.
Skiljanlegar áhyggjur
Reyndar eru áhyggjur Markúsar
af keppinautunum skiljanl.egar.
Stjarnan og Bylgjan hirða útvarps-
hlustun þar sem þær nást. Fáir
hlusta orðið á rás 1 ríkisútvarpsins
nema í fréttatímum. Rás 2 hefur
litla hlustun á stöðum þar sem
Stjarnan og Bylgjan heyrast einnig.
Stöð 2 hrifsar til sín áhorfendur
af sjónvarpinu. Stöð 2 fjölgar út-
sendingartímum frá mánuði til
mánaðar og eykur á sama tíma inn-
lenda dagskrárgerð. Sjónvarpið
reynir af veikum mætti að fylgja á
eftir, þreytt og lasburða.
Einkastöðvarnar halda úti kröft-
ugri dagskrá og njóta hylli hlust-
enda og áhorfenda fyrir langtum
minni kostnað en ríkisútvarpið.
Stjarnan er til aö mynda í húsnæði
sem er á stærð við anddyrið í nýja
útvarpshúsinu við Efstaleiti. Um
60 Stjörnur kæmust fyrir í því húsi.
Skyldukvakið
Forráðamenn ríkisútvarpsins
kvaka gjarnan um skyldur þær
sem á það eru lagðar með útvarps-
lögunum. Þeir búa síðan sjálfir til
lista yfir skyldur og ráðast af hörku
í að uppfylla þær. Ekkert tillit virð-
ist tekið til þess aö tvær öflugar
útvarpsstöövar og ein sjónvarps-
stöð í einkaeign eru komnar fram
á sjónarsviðiö og axla þegar tals-
vert af þessari ábyrgð - án þess að
lög þurfi til.
Ríkisútvarpið lætur eins og það
sé ennþá eitt á bylgjum ljósvakans.
Mál er að þessi gamla fyrrverandi
einokunarstofnun vakni af Þyrni-
rósarsvefni sínum.
Til að byrja með þarf ríkisútvarp-
ið að endurskoða, í ljósi breyting-
anna, hvernig'það geti best uppfyllt
skyldurnar. Það mætti til dæmis
byrja á að spyija neytendur ljós-
vakamiðlanna, í stað þess að reiöa
sig um of á ráð og raddir innan-
hússmanna sem sífellt tala með
fyrirlitningartón um einkastöðv-
arnar. Með reigingslegu tali sínu
lýsa þeir nefnilega frati á þann
smekk sem nýtur almennrar hylli.
Hægt og hljótt
Forráðamenn ríkisútvarpsins
eiga að hætta að reyna að eyöi-
leggja fyrir einkastöðvunum eins
og Markús Örn hefur reynt síðustu
daga. Menn verða að átta sig á því
að ríkið hefur ekkert með útvarps-
eða sjónvarpsrekstur aö gera. Rík-
isútvarpið gerir mest gagn með því
að draga sig hægt og hljótt í hlé
eftir því sem einkastöðvunum vex'
ásmegin. Á endanum tryggir það
neytendum bestu og ódýrustu
þjónustuna, í stað þess að þeir þurfi
auk hárra afnotagjalda að bera
gríðarlegt tap af ríkisrekstrinum.
Ólafur Hauksson
Gróusögur og Sigvaldaverk
Flestir íslendingar kannast við
sögu Jóns Thoroddsens um séra
Sigvalda og hana Gróu, fjölmiðil-
inn hans. Gróa þótti og þykir enn
hin óþokkalegasta rógtunga, enda
oft til hennar vitnað þegar óþverra-
söguburði er komið á kreik, oftast
af óskiljanlegum ástæðum.
í sögu Jóns bendir ekkert til þess
að höfundur ætli Gróu endilega það
innræti að valda öðrum tjóni;
miklu fremur hitt að henni þótti
ævinlega betra að segja þau tíð-
indi, sem tilheyrandi hennar vildi
fremur heyra, og af því hafði hún
talsverða búbót, t.d. góðgjörðir í
mat og drykk. Oft fór hún með troð-
inn mal af bæjum sveitunga sinna
að sögulaunum. Fjölmiðlum nú-
tímans þætti nú afrakstur Gróu
gamla tímans að öllum líkindum
fremur rýr, enda öll efnahagsvið-
miðun orðin breytt frá því sem þá
var. En fjölmiðlar nútímans og
gamla Gróan eiga þó sama bak-
grunninn, hann séra Sigvalda,
þennan sem hvergi kemur nærri
en skaffar gögiún í trúnaði svo
„sannleikurinn" megi koma í ljós.
„Beröu mig ekki fyrir því, bless-
uð,“ sagöi gamla Gróa í sögulok.
Fjölmiðill nútímans segir. „Ég hefi
staðfastar heimildir en ég er bund-
inn trúnaði og segi ekki hvaðan
þær eru.“ Ég hefi nú fremur til-
hneigingu til að hafa samúð með
Gróu, bæði þá og nú, en ég er
hrædd við séra Sigvalda; þennan
sem er friðhelgur á bak við tjöldin,
sem gerir skilamanninn að þjófi;
þennan sem í krafti nafnleyndar
brýtur trúnað í starfi til að koma
fyrir kattarnef þeim sem vinna
störf af hugsjón, sannfæringu og
velvilja. Við, fólkið á bæjunum,
höfum heldur ekki breyst svo
neinu munar, við viljum upplýs-
ingar um þaö sem gerist utan við
okkar nánasta umhverfi og þó við
viljum aö umhverfi okkar sé gott
þá viljum við samt fréttir af því að
þar sé nú eitthvað að gerast.
Breytingar til hins betra eru því
miður ekki það sem við teljum til
mestra tíðinda, hvað þá að stöðug-
leiki góðs mannlífs og mikillar
menningar sé það sem viö viljum
að oftast sé rætt í fjölmiðlunum,
þó að við óskum öll eftir að búa við
þetta hvort tveggja. Vel vinnandi
Gróa í nútímanum getur gert hinar
bestu breytingar að óþurftarverk-
um þegar Sigvaldi sendir hana af
bæ í traustri vissu þess að trúnað-
argögnin, sem enginn hefur aðgang
að nema hann sjálfur, séu óbrigðul
mannorðsmorðtól og að nú sé ekk-
ert annað betra fyrir hana að gera
en að drífa sig bara af stað.
Gróa bregðursér til
Þingvalla
Málabúnaður í Helgarpóstinum
26. nóvember síðastliðinn hlýtur
að standa fyrir þeim sem les hann,
einmitt þannig að þar hafi þau lagt
saman krafta sína, séra Sigvaldi og
Gróa. Afrakstur þeirra í HP ber
fyrirsögnina „Þjóðgarðspresturinn
fór ítrekað framúr fjárlögum.“
Það leynir sér ekki í frásögninni
að Gróa hefur brugðið sér heim í
Hlíð til að réttlæta upprunann að
efniviðnum og svo byrjar hún sög-
una án þess að skrökva nokkrum
sköpuðum hlut. Þetta er ekkert
venjulegt kotbýli, flestum óvið-
komandi, sem hún hefur tekið sér
fyrir hendur að leggja í rúst. Það
er Þingvallaheimilið og þjóðgarðs-
varslan þar, okkar sameiginlegi
sæmdarstaður.
Bústjórinn okkar á Þingvöllum
býður gesti greinilega til stofu,
hann veit bæði af menntun og inn-
ræti að gestrisni er það sem prýðir
höfuðból þjóða mest. Hann leiöir
gestinn um allar völundargötur
búsins, utan húss sem innan, rekur
fyrir honum umfang staðarins í
smáu sem stóru. Hann er stöltur
af því áö hafa með traustri aðstoð
góöra samverkamanna lagt nótt
viö dag til að reisa, bæta, fegra og
vernda þessa þjóðarperlu okkar
allra.
Verndari fjárlaga
En það var ekki til að leita frétta
af þessu sem Gróa hjúið reisti til
Þingvalla að hafa viðtal við bústjór-
ann þar. Eftir greininni að dæma
Kjallarinn
Hólmfríður Jónsdóttir
húsmóðir
virðist blaðamaður hafa tekið sér
þessa ferö á hendur sem sérstakur
verndari ijárlaganna, í bráð og
lengd. Honum virðist verá mikið í
mun að koma í veg fyrir aö nokkr-
ir fjármunir séu veittir til staðarins
og gildir þá einu hvort þeir eru
miklir eða litlir. Þessum sérstaka
verndara er tíðrætt í greininni um
prósentur umfram áætluð fjárlög
en upphæðir nefnir hanp hvergi.
Hver var t.d. upphæðin í krónum
talin í fjárhagsáætlun fyrir árið
1982, þegar greinarhöfundur segir
að framkvæmdir í þjóðgarðinum á
Þingvöllum hafi farið 247,9% fram
úr áætlun? Hver var upphæðin í
krónum öll árin hin sem greinar-
höfundur rekur með prósentu-
tölum? Bara þessi framreiðsla í
frásögn um fjárveitingu umfram
íjárlög og aðdróttanirnar, sem hún
felur í sér, eru með þeim hætti að
hverjum lesanda er það augljóst að
tilgangurinn er sá einn að búa til
sakir. - En til hvers?
Af sömu rót runninn
Þar sem prósentuupptalningum
lýkur, án þess að þeim séu gefnar
nokkrar grunntölur til að miða út
frá, taka mannaráöningar og
launagreiðslur við. Greinarhöf-
undur á sér von í því að aðra
bústjóra hjá því opinbera geti hann
þó að minnsta kosti gert að öfund-
armönnum bústjórans á Þingvöll-
um með því að upplýsa þá um það
að sá ráði ekki aðeins starfsmenn
„eftir því sem þurfa þykir“ - heldur
og vegna þess að hann sem fram-
kvæmdastjóri fer sjálfur yfir alla
reikninga, sem hann sendir frá sér
sem þjóðgarðsvörður, og afgreiðir
þá. „Margur hyggur nú mann af
sér“, segir í gömlu spakmæli.
Þá kemur nú Gróa að launa-
greiðslunum, þær eru þó alltaf
viðkvæmt mál, en launaviðmiðanir
skipta sögumann engu máli, frem-
ur en grunntölur í prósentureikn-
ingi. Málið er að halda dampinum
í frásögninni og ganga fram hjá
tölum sem afsanna áburðinn. Það
kemur líka fram í greininni að tölu-
legar upplýsingar vantar ekki
vegna þess að sögumaður HP hafi
ekki haft úti spjót til að afla sér
þeirra, hann segir orðrétt;
„Samkvæmt heimildum HP var
hráefnisúttekt mötuneytisins hjá
Kaupfélagi Árnesinga milli 80 og
90 þúsund krónur í októbermánuði
sl.“ - Þar höfum viö það!
Eitt af því sem greinarhöfundur
gerir tilraun til að draga upp sem
sakamál á bústjórann er það að
konan hans er starfsmaður á staðn-
um og hann þarf, vegna þess að
skrifstofubáknið vantar, sjálfur að
Víðurkenna með undirskrift sinni
unnar vinnustundir jafnt hennar
sem annarra.
Það mun nú ekki vera óalgengt
að framkvæmdastjórar ríkisfyrir-
tækja taki konur sínar í vinnu og
einnig börn sín. Sem slíkir eru þeir
auðvitað ábyrgir fyrir launa-
greiðslum til þeirra, eins og
annarra starfsmanna sem vinna
hjá fyrirtækinu. Framkvæmda-
stjórar fyrirtækja hafa líka þau
verk að vinna að sjá til þess að fólk
sé að störfum í fyrirtækjunum,
„eftir því sem þurfa þykir". Svona
sjálfsagða hluti veit hvert manns-
barn. Bílamálaþáttur í þessari
grein er af sömu rót.runninn og
hinir sem að framan greinir.
Framlög til Þingvalla
Ein íjárhagsáætlunartala er
nefnd í krónum í greininni, það er
áætlunin fyrir komandi ár. Ég er
alveg viss um að langflestir íslend-
ingar hafa trúað því fram að þessu
að þjóðgarðurinn á Þingvöllum og
Þingvallasetrið hefði algeran for-
gang um fiárveitingu frá íslenska
ríkinu og ég efa ekki að slíkur er
vilji flestra. En hver er svo bókfærð
fiárveiting til staðarins á næsta ári
og hefur aldrei verið önnur eins?
Hún er 16 milljónir, réft rúmlega
sú upphæð sem Póst- og símamál-
stofnuninni er gert að greiða í
húsaleigu á ári fyrir aðstöðuna í
flugstöðinni í Keflavík. Það er
áreiöanlega mýmörg starfsemi og
óþarfari en póstafgreiðslan í Leifs-
stöð rekin í þjóðfélaginu fyrir
hærri fiárhæðir en þetta. Hver er
t.d. ársvelta Helgarpóstsins og
hvaða hlutverki gegnir hann?
Gæslufólk á Þingvöllum fær nú
trúlega að finna betur fyrir hlut-
verki HP þegar fram hða stundir.
Þetta er afskekktur staður, stutt á
afrétt bænda, Qallskil oft slök. Var
nokkurt kjöt á úttektarreikningn-
um frá Kaupfélagi Árnesinga?
Hefur nokkur gáð í pott matráðs-
konu og gengið úr skugga um hvort
sviðin séu eyrnaskorin þar á bæ?
Sigvaldi verður ekki í vandræð-
um með hvar næst skuli borið
niður.
Hólmfríður Jónsdóttir
„Vel vinnandi Gróa í nútímanum getur
gert hinar bestu breytingar að óþurft-
arverkum, þegar Sigvaldi sendir hana
af bæ.“