Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1987, Side 23
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987.
Nú kemur ritverkiö í nýrri og
glæsilegri útgáfu, 3 bindum, alls 1250
blaðsíður. Verð kr. 4.888.
List og lífsskoðun
Út er kominn II. flokkur í heildar-
útgáfu AB á ritverkum Sigurðar
Nordals. Nefnist hann List og hfs-
skoðun. Þessi flokkur er í þremur
bindum eins og fyrsti flokkurinn,
Mannlýsingar, sem kom út 1986.
List og lífsskoðun er í raun mjög
fjölbreytt safn en í aöalatriðum má
segja að flokkurinn hafi aö geyma
skáldskap hans, ennfremur margvís-
legar ritgerðir frá ýmsum tímum
sem tengjast þessum efnum og bera
kaflaheitin Skiptar skoðanir (ritdeila
viö Einar H. Kvaran), Hugleiðingar,
Háskóli og fræði, Listir, Heilbrigði
og útivist, Endurminningar.
í skáldskeparkaflanum er að finna
kvæði Sigurðar Nordals frá ýmsum
tímum, leikrit hans, svo sem Upp-
. stigningu, hina frábæru þýðingu á
kvæði Frödings um Atlantis, afburöa
smásögur eins og Lognöldur og Síð-
asta fullið. En hæst ber vafalaust
ljóðaflokkinn Hel, sem er bæöi tíma-
mótaverk í íslenskum bókmenntum
og sígildur skáldskapur.
Bækurnar eru samtals rúmlega
1200 bls. að stærð. Prentun: Prent-
smiðja Árna Valdemarssonar. Verð
kr. 5.600.
Og hvað með það?
eftir Helgu Ágústsdóttur ^
Komin er út hjá Iðunni ný unglinga-
bók eftir Helgu Ágústsdóttur og
nefnist hún Og hvað með það?
Þetta er þriðja bók höfundar en
hinar fyrri, Ekki kjafta frá og Ef þú
bara vissir, nutu mikilla vinsælda
meðal lesenda sinna.
Um efni þessarar nýju bókar segir:
„Unglingarnir lenda í ýmsu og það
er ekki víst að þeir fullorðnu viti allt-
af málavöxtu. Þeir halda að þetta sé
allt vitleysa eða barnaskapur. Þeir
ættu bara að vita í hverju maður
getiu- lent! Og pælingamar, þeir vita
nú minnst um þær... Og svo á mað-
ur bara að vera stilltur og góður og
læra vel heima! Verð kr. 1298.
Kristín Lafranzdóttir
Kristín Lafranzdóttir er einhver
stórbrotnasta ástar- og ættarsaga
sem rituö hefur veriö á norræna
tungu og bókin varð til þess að Sigrid
Undset hlaut nóbelsverðlaunin.
í engri sögu Sigrid Undset rís hst
hennar hærra. Hvergi sýnir hún bet-
ur fjölþætta hæfileika sína, merki-
lega samofið raunsæi og ímyndunar-
afl, heitt, ástríðuþrungið skap og
efablandna skynsemishyggju. Skáld-
verkið er þýtt af Helga Hjörvar og
Arnheiði Sigurðardóttur. Frábær-
lega vel unnið verk sem unun er að
njóta.
Nýjar bækur
Auga fýrír auga
Sonur Sigurðar.
Höfundur: Guðlaug Richter.
Teikningar: Þorvaldur Þorsteinsson.
Útgefandi: Mál og menning.
Fyrir tveimur ámm kom út
fyrsta bók Guðlaugar Richter,
Þetta er nú einum of ..., sem er
saga frá kreppuárunum. Sú bók
lofaði góðu um nýjan höfund. Nú
kemur út önnur bók hennar. Þar
leitar hún enn lengra aftur í tímann
og dregur nú upp trúverðuga mynd
' af unglingum á þjóðveldisöld.
Synir Sigurðar
Þeir alast upp saman Þorsteinn,
lögmætur sonur Sigurðar mjögsigl-
andi og húsbónda á Grand, og
Áslaugar húsfreyju og Gijótgarður
ambáttarsonur sem dregur nafn
sitt af því að vera í heiminn borinn
undir grjótvegg. Fljótt er gefiö í
skyn að þeir tveir muni samfeðra
og þráir Grjótgarður ekkert heitar
en Þorsteinn fái að vita sannleik-
artn og þeir gerist félagar. Þor-
steinn er sannur höfðingi í lund,
vopnfimur, vígreifur og stórhuga.
Takmark hans er að sigla á fund
erlendra konunga. Grjótgarður set-
ur markið ekki hátt, enda er
ambáttarsyninum ætlað annað
hlutverk en syni húsfreyjunnar.
Grjótgarður hefur samt ýmislegt
sér til ágætis. Hann er viljugur,
góðlyndur og afar frár á fæti. Sagan
fjallar öðrum þræði um þaö hvor
dugar betur í lífsbaráttunni, hvor
er meiri hetja.
Þorsteinn og Grjótgarður em að-
eins unglingar en aldir upp til að
viðhalda hefð karlveldisins og 15
ára gamlir verða þeir að standa sig
sem fullorðnir karlmenn. Munur-
inn á uppruna þeirra fer ekki milh
mála eins og kemur fram í orðum
ambáttarinnar þegar spnur hennar
vill fylgja Þorsteini: „Ég mun ekki
Bókmermtir
Hildur Hermóðsdóttir
reyna að breyta ákvöröun þinni,
Grjótgarður. En gleymdu því ekki
að þinn staður er meðal okkar, þú
getur aldrei orðiö einn af þeim.
Aldrei.“ (bls. 30-31)
í vígaferlum
Svo sem tími sögunnar býður upp
á þá verða nokkur vígaferli í sög-
unni sem lýtur lögmálunum auga
fyrir auga og tönn fyrir tönn. Á
þjóðveldisöld er sæmdin dýrmæt-
ari lífinu sjálfu, betra er að falla
sem hetja en lifa sem blauður mað-
ur. Atburðir sögunnar, eða örlögin
sjálf, leiða þá Grjótgarð og Þorstein
saman í útlegö. Reynir nú mjög á
hetjulund þeirra beggja, útsjónar-
semi og sjálfsbjargarviðleitni í
baráttu viö myrkur, kulda, hungur
og launsátursmenn. Lesandinn
tekur virkan þátt í baráttu þeirra
vegna þess að þeir em trúveröugar
persónur og atburðimir sannfær-
andi.
Ferskt og sjálfstætt listaverk
Söguefni Guðlaugar er mjög
áhugavert og reyndar skrýtið að
höfundar skuh ekki hafa leitað
meira aftur til þessa tima. En ekki
nægir að velja sér söguefni, aö-
stæður og tíma, það sem ræður
úrshtum um verkiö er að sjálf-
sögðu úrvinnslan. Höfundur
þekkir þennan tíma greinilega eins
vel og heimildir leyfa. Hún heldur
í heiðri þau gUdi sem þá voru ríkj-
andi og nýtir sér minni sagnaarfs-
ins sem gerir söguna trúverðuga í
tímanum. Hetjan, hefndin, útlegð-
in, fóstbræöralagiö, seiðskrattinn,
forspárnar, örlögin sem ekki verða
flúin; allt er þetta magnað fram í
þessari sögu sem lýtur þó sjálf sín-
um eigin lögmálum sem ferskt og
sjálfstætt listaverk.
Guðlaug gefur mannlegum til-
fmningum rúm í sögunni en á
hófsaman hátt. Augnaráð og
knappar samræöur segja meira en
hefðbundnar nútímalýsingar.
Breyttir tímar eru í augsýn eins og
Minningar barnalæknis
Bókaútgáfan Forlagið hefur sent
frá sér bókina Minningar barnalækn-
is, lífssaga Björns Guðbrandssonar.
Matthías Viðar Sæmundsson skráði.
Björn Guðbrandsson kemur víða
við í minningum sínum enda séö
tímana tvenna. Hann riíjar upp
æskuárin 1 Skagafirði þegar ör-
þreyttir sveitalæknar riðu um héruð
og börn hrundu niður úr barnasjúk-
dómum. Síðan víkur hann að dvöl
sinni í Þýskalandi eftir stúdentspróf
og lýsir kynnum sínum af forsprökk-
um nasista áriö 1939.
Á stríðsárunum stundar Bjöm
nám við læknadeild Háskóla íslands
og er um leið aðstoðarlæknir á Vífils-
staðahæli. Hann lýsir af hreinskilni
baráttuþreki og dauðastríði sjúkling-
anna, daglegu lífi þeirra, gleði og
raunum.
Björn Guðbrandsson hefur frá eft-
irminnilegum atburðum að segja
sem maður og læknir í stríði og friöi.
Á síðustu dögum Víetnamstríðsins
er hann við læknisstörf í Saigon og
tveimur áratugum áður er hann
staddur í Tokyo á vegum bandaríska
hersins.
í sögu sinni bregður hann upp
minnisstæðum myndum úr læknis-
starfl sínu og spítalalífi, stefnumót-
um við dauöann, sorgum og sigrum.
Minningar bamalæknis er 180 bls.
Verö kr. 2.388.
Ein af myndum Þorvalds Þorsteinssonar úr bókinni.
fram kemur í orðum Þorsteins:
„Önundur fóstri minn segir að í
framtíðinni verði höfðingjar þessa
lands stórbændur en ekki víking-
ar.“ (96)
Orðafar er mjög viö hæfi efnisins
og unghnganna sem sagan fjallar
um. Kjarngott og fallegt sagnamál
en þó auðskilið.
Teikningar Þorvalds em léttar
og skemmtilegar, dálítið dulúöugar
og hófsamar eins og sagan.
Letur er mjög læsilegt þannig að
þetta er bók sem allir aldurshópar
geta notið og bók sem er líkleg til
að auka áhuga unghnga á íslend-
ingasögunum.
HH
Einn úr klíkunni? eftir Ulf Stark
Iðunn hefur gefiö út nýja unghnga-
bók eftir verðlaunahöfundinn Ulf
Stark, en bók hans Ein af strákunum
vakti athygli meðal íslenskra ungl-
inga á síðasta ári. Þessi nýja bók
nefnist Einn úr klíkunni?
Hér segir frá Lassa, en mamma
hans tekur aht í einu upp á því að
fara að búa með forríkum tann-
lækni, sem ákveður aö breyta Lassa
í fyrirmyndarunghng. Klíkan rekur
upp stór augu þegar hann birtist
klipptur og strokinn í ítölskum tísku-
fótum og kann allar ámar á Spáni
utanbókar.
Áöur var Lassi bara venjulegur
töffari í gahabuxum. Njörður P.
Njarðvík þýddi. Verð kr. 994.