Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1987, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1987, Side 30
'30 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987. Nýjar bækur Litla vampíran Bókaútgáfan Nálin hefur sent frá sér bama- og unglingabókina Litla vampiran. Bókin er efdr v-þýska rit- _Jiöfundinn Angelu Sommer-Boden- burg og kemur nú út. í íslenskri þýöingu Ingibjargar Pétursdóttur. Bókin flallar um býsna Sérkenni- lega vináttu þeirra Antons Túliníus og Rimólfs Hrollberg, en hann er lít- il vampíra. Fleiri koma þó við sögu, tii dæmis foreldrar Antons, sem trúa alls ekki á vampírur, og Anna hin tannlausa, systir Runólfs. Hún var svo óheppin að verða vampíra sem barn og því eina vampíran sem verð- ur að nærast á mjólk! Runólfur á líkt og Anton í hálf- gerðu brasi með fuilorðna ættingja sína því allur samgangur við mann- anna böm er stranglega bannaður. Það verður því að gæta fyllstu varúð- ar þegar Anton fer með Runólfi í grafhvelfingu Hrollbergsættarinnar. Litla vampíran er fyrsta bókin í sjö bóka flokki um ævintýri þeirra fé- laga, Antons og Runólfs. Hver bók er sjálfstæð saga en aðalpersónur þær sömu. Bókin er prýdd fjölda teikninga, innbundin, 156 síður og ætluð börn- um á aldrinum 8-13 ára. Verð kr. 995. S I / SVALUR OQ FÉLAGAR O/ í t / CWST*0 00 ÖTHULCO FBASOGN. UEIRA EDA MINNA SONN. UM ÆSKUAR SVALS \ FURÐULEGAR \ UPPLJ STRANiR I • v fc \ T<iii:i: fu Jarnv Spor í rétta átt Isafold hefur gefið út unglingabók- ina Spor í rétta átt eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur. Bókin fjallar um Marí sem upplifir spennu sambandsins við Ragga og sinnir í engu ráðleggingum ættingja eða vina. Hún ætlar að lifa lífinu eins og henni sjálfri sýnist, hvað sem aðr- ir segja, en þá... Áhyggjuleysi æskunnar er skyndi- lega að baki og veruleikinn blasir við. Hvemig bregst Marí við? Stígur hún spor í rétta átt? Verð kr. 1.290. Svalur og félagar: Furðulegar uppljóstranir Iðunn hefur gefið úf nýja bók í hin- um vinsæla flokki teiknimynda- sagna um Sval og félaga. Islenskir lesendur hafa fylgst með þeim félögum í gegnum súrt og sætt og ótal ævintýri en hér er komin Einstæð og ótrúleg frásögn, meira eða minna sönn, um æskuár Svals: Furðulegar uppljóstranir. Hér kemur ýmislegt fróðlegt í ljós um skrautlega bernsku þessa víðkunna kappa, hlut- ir sem ekki hafa áður birst á prenti. Höfundar eru Tome & Janry. Verð kr. 798. Eg þoli ekki mánudaga eftir Martin Elmer Komin er út hjá Iðunni ný ungl- ingabók sem heitir: Ég þoli ekki mánudaga og er eftir danskan höf- und, Martin Elmer að nafni. Bók þessi hlaut alþjóðleg verðlaun sem besta unglingabókin 1987. Hér er á ferðinni bráðskemmtileg og óvenjuleg saga af grunnskólanem- andanum Daníel, sem býr einn með pabba sínum. Hann segir raunar sjálfur frá lífi sínu og upplifunum, sem á köflum nálgast hið ótrúiega. Skrýtnir hlutir gerast í kringum hann, hlutir hverfa af heimilinu, hver skyldi búa í kjallaranum? En þótt mánudagarnir séu dæmdir til óhappa verður ýmislegt til þess að Daníel endurskoðar þá afstöðu sína... og hver veit nema ástin fari jafnvel að blómstra líka! Þórgunnur Skúladóttir þýddi. Verð kr. 988. Jólagetraun DV - 1. hluti heitir borgin? Jólagetraun DV verður í tíu hlutum nú eins og áður og hér birtist fyrsti hlutinn. Eins og fram kom í blaðinu í gær felst getraunin í því að þátttakendur eiga að aðstoða jólasveininn við að þekkja þá borg sem hann er staddur í hverju sinni. Að þessu sinni ber margt óvænt fyrir augu Sveinka karlsins í fram- andi borg. Hann sér ótrúlega marga á reiöhjólum og þau farartæki líst honum hreint ekkert á. Og ekki minnkar undrunin þegar hann sér öll síkin í borginni, þar sem bátar sigla fram og til baka, oftast troðfullir af fólki. Víst ættu margir af lesendum DV að kannast við borgina því þangað leggja margir leið sína m.a. í verslunarerindum. Svo sem getiö var um í blaðinu í gær eru sextán glæsilegir vinningar í boði. Fyrst skal nefna geislaspiiara sem er fyrsti vinningur. Vinning- ur nr. 2 er ferðageislaspilari. Vinningur nr. 3 er ferðaútvarpstæki af fullkominni gerð. Síðast en ekki síst eru svo vinningar nr. 4-16 sem eru hin vinsælu leikfóng frá World of Wonders í Bandaríkjunum. Þetta eru talandi bangsar og dansandi brúöur sem hafa notið mikilla vinsælda hjá yngstu kynslóðinni. Og þá er bara að merkja við rétt svar á meðfylgjandi seðli, klippa hann út og geyma þar til allir tíu hlutar getraunarinnar hafa birst. Þá eru þeir sendir í einu umslagi til DV, Þverholti 11,105 Reykjavík, merkt „Jólagetraun.“ En við spyijum: í hvaða borg var jólasveinninn staddur? Amsterdam Peking Teheran NAFN: HEIMIUSFANG: SÍMI:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.