Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1987, Side 37
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987.
37
Margrét Danadrottning hefur örugglega ekki verið svona brosmild eftir
veisluhöldin í París. Hér sést hún með Henrik prins, eiginmanni sinum.
Pínleg
veislu-
höld
Margrét, drottning Danaveldis,
lenti aldeilis í vandræðum fyrir
stuttu. Hún fór í opinbera heimsókn
til Frakklands og hitti þar marga
háttvirta gesti. í París var meiningin
að Margrét héldi veislu fyrir 700
manns af heldri gerðinni og tók hún
konunglegan matreiðslumann sinn
með sér.
Hann lét matbúa í Danmörku.
Graflax, kræklingur, rækjur, paté,
kjúklingaréttir og fleiri kræsingar
voru á boðstólum hjá honum. Átti
nú aldeilis að sýna Frökkum hvernig
ætti að meðhöndla mat. En málið er
að þess konar matvæli þola ekki allt
of vel geymslu, alla vega þoldu kræs-
ingarnar ekki flutninginn frá
Danmörku til Frakklands.
Allir gestimir, 700 með tölu, fengu
illvíga magakveisu og ekki bætti úr
skák að hver gestur borgaði um 12
þúsund krónur fyrir herlegheitin.
stúlkur
Þessar ungu, knáu stúlkur söfnuöu 740 krónum á tombólu tll styrktar
Rauða krossi íslands. Þær heita Edda Rúnarsdóttir, Linda Margrét Ja-
fetsdóttir og Eva Dögg Jafetsdóttir og þær búa allar í Kópavoginum.
DV-mynd GVA
Cher mætti með nýjasta kærastann á frumsýningu nýjustu myndar
sinnar, „Moonstruck". Hann heitir Rob Camiletti. Símamynd Reuter
Myndir á
færibandi
Cher, sem áöur var vel þekkt
söngkona, er orðin ein afkasta-
mesta leikkonan í Hollywood.
Myndirnar koma frá henni i röð-
um, með nokkurra mánaða milli-
bih og hún virðist fá góða dóma
fyrir þær allar.
Cher, sem er með mjög sérstakt
en fallegt andlitsfall, er orðin rúm-
lega fertug. Það gæti verið ástæðan
fyrir því hversu mikið hún leikur.
Hún veit sem er að hlutverkatil-
boðum fækkar þegar komið er
fram á þennan viðkvæma aldur í
kvikmyndabransanum. Enn er þó
úthtið bjart hjá henni því að hún
fær ekki hlutverk út á útlitið held-
ur hæfdeikana. Hún annar ekki
eftirspum eins og er og er hæstán-
ægö með það. Nýjasta kvikmynd
hennar var frumsýnd fyrir
skömmu í Hollywood og heitir
„Moonstruck“. Mótleikari hennar
í þeirri mynd er Nicholas Cage.
Um daginn gaf hún sér tíma til
þess að koma fram meö Sonny sem
hún söng með á sjötta áratugnum.
Þau Sonny og Cher komu fram á
aðeins einum tónleikum og rifjuðu
upp gamla takta, tóku meðal ann-
ars frægasta lag sitt, „I Got You
Babe“. Sonny féh í gleymsku eftir
að þau hættu ferhnum saman en
Cher tókst að ná vinsældum með
sólóferil í söngnum áður en kvik-
myndabransinn tók við.
Fyrirmyndarkvemnaður
Leikarinn Michael Caine var hér á
árum áður einn vihtasti piparsveinn
sem þekktist í leikarabransanum.
Hann drakk ósleitilega og skipti um
kvenfólk eins og nærfót.
Þegar hann var spurður hvemig
draumadísin hans ætti að vera sagði
hann að hún ætti að vera falleg, gáf-
uð, trygglynd, heimakær og tilbúin
að gefa upp allan sinn frama til þess
að sinna honum. Ætla mætti að Mic-
hael Caine veittist erfitt aö finna
manneskju sem passaði við þessa
lýsingu. En honum tókst það samt
sem áður og það sem meira er, henni
hefur tekist að fá Caine til þess að
hætta vihtu líferni sínu.
Fyrir 13 árum kvæntist Caine
Shakiru, sem er suðuramerísk meö
índíánablóð í æðum. Hún hefur lýst
því yfir að hún geti ekki hugsað sér
neitt betra en að sinna húsmóður-
hlutverkinu fyrir Caine. Öllum á
óvart gengur samband þetta framar
vonum og hefur ekki hlaupið snurða
á þráðinn hjá þeim þau þrettán ár
sem þau hafa veriö gift. Hún hafði
áður en hún kynntist Caine náð
nokkrum frama sem fyrirsæta en gaf
hann upp á bátinn þegar hún giftist.
- Jag als/iar rnllun som
rnmxtlárnefru, Oet »r
vitldons bSsta }ot>h,
mad bara ekonomisira
tóróeiar, aágor Shakien
Þetta er besta hlutverk sem ég get hugsað mér, segir Shakira um húsmóð-
urhlutverkið, en hún og leikarinn Michael Caine hafa verið gift í 13 ár
samfleytt.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Elísabet Taylor
er gamall kunningi Imeldu
Marcos, eiginkonu Ferdinands
Marcosar sem hrökklaðist frá
völdum á Filippseyjum. Um
daginn voru þær staddar á
Honolulu og skruppu í búðir.
Elísabet hefur alltaf haft húmor-
inn í lagi því að hún kallaði
hátt yfir salinn þegar þær
gengu inn í eina búðina: „Ég
heiti Liz Taylor og þetta er vin-
kona min, Imelda Marcos. Við
ætlum að fá að kíkja hér á
nokkur pör af skóm!"
Dudley Moore
litli leikarinn sjarmerandi, sem
leikið hefur í mörgum óborgan
legum gamanmyndum, ætlar
nú að fara að gifta sig, 52 ára
gamall. Sú heppna heitir Brog
an Lane og er, eins og aðrar
kærustur hans, næstum höfð
inu hærri. Hann lætur slíka
smámuni ekki hindra sig. Hann
hefur nýlokið við leik í mynd
sem þykir vel heppnuð og sú
heitir „Like father, like son".
John Travolta
var eitt allravinsælasta goðið í
leikarabransanum eftir mynd-
irnar Saturday Night Fever og
Grease. Hann reyndi talsvert
við leik í öðrum kvikmyndum
en lukkan hefur heldur farið síg-
andi hjá honum og nú er hann
flestum gleymdur. Hann virðist
vera búinn að gera sér grein
fyrir því að hann nýtur sín ein-
göngu í dansmyndum á borð
við Saturday Night Fever. Þess
vegna hefur honum tekist að
telja menn á að færa verkið upp
sem leiksýningu á Broadway
og heitir verkið þar einfaldlega
„Fever".