Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Síða 7
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987. 7 Atvinnumál Líkur á að stærstu sauma- stofii landsins verði lokað „Ég get ekki sagt til um það á þess- ari stundu hvort ég verð að loka saumastofunni á Akranesi en útlitið er allt annað en bjart. Það er hins vegar ekki rétt að ég hafi farið fram á greiðslustöðvun vegna hennar," sagði Halldór Einarsson, eigandi og forstjóri Henson hf., í samtali við DV. Orðrómur hefur verið á kreiki um að það standi til að loka þessari stærstu og fullkomnustu saumastofu landsins. Halldór sagði að það væri alveg ljóst að grundvöllurinn fyrir fata- framleiðslu, eins og hann hefði hugsað sér hana, væri brostinn. Ætl- unin hefði verið að láta framleiöa yfir 100 þúsund flíkur á ári á Akra- nesi og flytja út auk þess að selja þær innanlands. Þetta væri ekki hæet lengur. Ástæðuna sagði Halldór vera þá að miðað við þann fjármagnskostnaö sem væri á íslándi gætu íslenskir fataframleiöendur ekki keppt við framleiðslu frá A-Asíulöndum, Tyrklandi, Spáni og Portúgal. Vextir hér væru um það bil fjórum sinnum hærri en í samkeppnislöndunum og \riá ciíut vaorí pkki kenDandi. Þegar flest var starfaöi um 60 manns í saumastofunni á Akranesi en nú sagði Halldór að starfsfólkið væri um 30 manns. „Það væri ægilegt að þurfa að loka en ég sé enga leið eins og er til að halda þessu gangandi. í stað þess að hlúa að innlendum iðnaði er pening- um mokað í landbúnaðinn. Enginn vill biðja um höft á innflutning á ódýran fatnað frá Austurlöndum og þá er fátt eftir annað en draga saman seglin," sagði Halldór. Hann sagðist ekki vita hvort hægt væri að selja saumastofuna á Akra- nesi eins og málum er nú háttað. Hann sagðist hafa lagt aleiguna að veöi þegar hann byggði hána og því væri mikið í húfi fyrir sig í þessu máh. -S.dór A SERSTOKU JOLAVERÐI SEM GILDIR AÐEINS TIL ÁRAMÓTA CB-528 20 TOMMU MEÐ ÞRÁÐLAUSRI FJARSTÝRINGU Honitor útlit. Tvöfalt hátalarakerfi Sjálfvirkur stöðvarleitari. Heyrnartólsútgangur. Bein videotenging (monitor eiginleikar). Og margt fleira. 29.850,-stgr. B CB-38916 TOMMU 1 MEÐ ÞRÁÐLAUSRI | FJARSTÝRINGU | CB-34714 TOMMU | ln-line myndlampi in-line myndlampi Rafeindastýrður sjálfleitari. Monitor útlit. Snertitakkar. Bein video-/tölvutenging Heyrnartólsútgangur. Heyrnartólsútgangur. Þráðlaus fjarstýring. Sjálfvirk fínstilling. 24.980,- stgr. 19.900,-stgr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.