Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Page 11
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987. 11 Uflönd Nicaragua Vopnahlé Daniel Ortega, forseti Nicaragua, lýsti í gær yfir tveggja daga vopna- hléi um jólin og sagði að ríkisstjóm hans myndi halda áfram friðarum leitunum við skæruliða kontra- hreyfingarinnar í næstu viku. Ortega sagði að ríkisstjóm lands- ins hefði ákveðið að lýsa yfir einhhða vopnahléi dagana 24. og 25. desember. Lýsti forsetinn þessu yfir eftir fund sinn með Miguel Obando Bravo, kardinála róm- versk kaþólsku kirkjunnar í Nicaragua. Sagði Ortega að meöan á vopna- hléinu stæöi myndu stjómarher- menn ekki grípa til vopna nema á þá yröi ráðist eða ef veija þyrfti almenna borgara. Fagnar liðhlaupa George Bush, varaforseti Banda- ríkjanna, hitti í gær að máh hátt settan hðhlaupa úr stjómarher Nicaragua og sagði að upplýsingar þær sem liöhlaupinn hefði gefið um fyrirhugaða hemaðamppbyggingu stjómvalda í Nicaragua ættu að greiða fyrir um aðstoð Bandaríkja- manna viö skæruhða kontrahreyf- ingarinnar. . Sagði varaforsetinn, eftir fund sinn með Roger Miranda Bengoec- hea majór, að afhjúpanir hans ættu að eyða þeirri fölsku mynd sem sandinistar vilja gefa af sér sem frelsiselskandi lýðræðissinnum. Miranda gerðist hðhlaupi í októb- ermánuði síðasthðnum en fram tíl þess tíma var hann hátt settur að- stoðarmaður í vamarmálaráðu- neyti Nicaragua. Hann hefur skýrt frá því að stjómvöld í Nicaragua Roger Miranda Bengoechea maj- Ór. Símamynd Reuter hyggi á mikla hemaöamppbygg- ingu sem meðal annars felur í sér flölgun í herlandsins í sex hundruð þúsund hermenn, svo og kaup á fullkomnum MiG-21 onustuþotum frá Sovétríkjunum. Hvort tveggja hefur verið staöfest af yfirvöldum í Nicaragua. Sófasett - stakir sófar - hornsófar - svefnsófar - hvíldarstólar og hvers konar önnur húsgögn fyrir heimilið. 'ófa ’<*/ frl Góð húsgögn Gott verð TM-HUSGÖGN Síðumúla 30 - Sími 68-68-22 Fundaði með konsúl Bandaríski flugmaðurinn James Denby fékk í gær að fara til fundar við bróður sinn og bandarískan konsúl í Nicaragua. Var þetta í fyrsta sinn sem Denby sást opin- berlega frá því hann var handtek- inn eftir aö flugvél hans var skotin niður yfir Nicaragua fyrir tíu dög- um. Denby sagði fréttamönnum að sér hði vel. Aðspurður um það hvort hann yrði dregjnn fyrir rétt sagðist hann ekkert um það vita. Stjómvöld í Nicaragua hafa sakað hann um tengsl við skæruhða kontrahreyfmgarinnar en haft var eftir Denby í bandarísku tímariti James Denby leiddur á brott af fundi sínum með konsúlnum i gær. Simamynd Reuter fyrir þrem árum að skæruhðarnir notuðu land sem hann á í Costa Rica. CITIZEN Jolagjöf tölvueigandans! CITIZEN LSP-10 hefur verið einn . mest seldi prentarinn hérlendis undan- farin ár og ekki að ástæðulausu. Nú bætir CITIZEN um betur, með LSP-100, enn meiri fjölhæfni og afköst en áður. Mesti prenthraði er 175 stafir á sekúndu, 30 stafir á sekúndu í spariletri (NLQ). Stafastærðir eru frá 5 stöfum á tommu upp í 20, hægt er að hafa stafi í tvöfaldri hæð fyrir fyrirsagnir. CITIZEN LSP-100 er einnig gerður til að endast, verksmiðjuábyrgð í tvö ár, tvöfalt lengri en hjá öðrum! CITIZEN LSP-100 hentar öllum tölvum, sérstaklega PC og AT samhæfðum. Tölvueigandinn fær hér sérstaklega fjölhæfan prentara sem hentar einstaklega vel sem einkaprentari á skrifstofuna eða heim. Atvinnumenn treysta CITIZEN prenturum. Þú getur treyst því að tölvueigandinn verður hæstánægður með LSP-100. MICROTOLVAN Síðumúla 8 - 108 Reykjavík - sími (91)-688944 MWl sogkraftut en hljóblátur mótor. Fóthnappur. Tveir auka hausar. I>essi cr gó3 ■ Veföer „^aövíisiaðgnáöslii HeHniIistæyÍ1!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.