Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1988, Side 4
4
MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1988.
Fréttir
DV
Kvótakerfid:
Svindlað a soknarmarkinu
- nokkrar klukkustundir áunnar með því að tilkynna sig of seint úr höfn
„Ég get ekki neitað því að okkur
grunar að nokkur brögð séu aö
þessu,“ sagði Eysteinn Guðlaugs-
son hjá Tilkynningaskyldunni um
þá fullyrðingu fólks víða um land
að skip á sóknarmarki tilkynni sig
til Tilkynningaskyldunnar 3 til 4
tímum eftir aö þau leggja úr höfn.
Sóknarmarkið er þannig að skip-
in mega vera ákveðinn dagafjölda
á ári að veiðum. í raun er sóknin
talin í klukkustundum en ekki dög-
um þannig að það munar verulega
ef skip ná nokkrum klukkustund-
um í hverri ferð.
Bjöm Jónsson í sjávarútvegs-
ráðuneytinu sagði að sóknar-
markstogaramir yrðu að vera í
landi 72 klukkustundir milli túra.
Ef þeir em 75 til 80 tíma í landi
dregst það frá þannig að skip sem
tilkynnir sig vera að leggja af stað
á miðin 3 til 5 klukkustundum eftir
að það lagði úr höfn græðir þessar
stundir í sóknarmarkinu.
Margar aðferðir hafa verið notað-
ar og em kunnar til að komast fram
hjá kvótakerfmu. Ein þekktasta
aðferðin er það sem menn kalla
„gula ýsan“ en þá segjast menn
vera að landa ýsu þegar þeir era
með þorsk. Til er líka „gulur ufsi“
og „gulur koli.“ Fjöldi sjómanna
hefur viðurkennt að þetta sé stund-
að í stóram stíl, einkum hjá minni
bátum.
Þegar fiskur er fluttur út í gám-
um er hann ekki vigtaöur hér
heima heldur er beðið eftir skýrsl-
um frá mörkuðunum erlendis.
Fjölmörg dæmi era tii um að rým-
unin í gámunumsé sögð vera 15%
og dæmi eru til um meiri rýrnun
en eðlilegt er talið, ef rétt er ísað,
að rýmunin sé 7% til 8%.
Þá er vitað að landað er fram hjá
vigt sé þess einhver kostur og það
er víða hægt ef menn vilja.
Hjá netaveiðibátunum er versta
fiskinum hent í sjóinn til þess að
koma ekki með annars eða þriðja
ílokks fisk að landi. Þess era varla
dæmi aö menn komi með 3ja nátta
fisk að landi og aðeins það besta
af 2ja nátta fiski.
Öllum undirmálsfiski var hent
þar til ákveðið var að telja hann
ekki inn í kvótanum. Þá brá svo
við að skipin tóku að hirða hann.
Nú er smáfiskurinn aftur kominn
inn í kvóta og þá má búast við að
sama sagan og áöur endurtaki sig.
-S.dór
Hún var ógæfuleg ferð ökumannsins er var á ferð um Litluhlíð á þriðja timan-
um aðfaranótt sunnudagsins. ökumaðurinn, sem var undir áhrifum áfengis,
ók á annan bíl og eyðilagði bæði þann og sinn eigin. Ölvaði ökumaðurinn
slasaðist lítillega og var fluttur á slysadeild. Bifreið hans veröur ekki í öku-
færu ástandi á næstunni. Auk þess verður ökuskírteinið í vörslu lögreglu.
-ELA/DV-mynd S
Ný reglugerð um lánvertingar Húsnæðisstofhuitan
Félagsmálaráðherra gaf á fostu-
dag út reglugerö um lánveitingar
Byggingarsjóðs ríkisins vegna
breytinga á lögum um Húsnæðis-
stofnun ríkisins og er markmið
breytinganna aö tryggja betur for-
gang þeirra til lána sem eru í
brýnni þörf fyrir lánafyrirgreiðslu,
að takmarka sjálfvirkni útlána og
að draga úr þenslu á fasteigna-
markaöi. Þetta kemur fram í frétt-
atiikynningu sem félagsmálaráð-
herra hefur sent frá sér.
í framhaldi af útgáfu reglugerð-
arinnar er nú hafinn undirbúning-
ur á afgreiðslu lánsumsókna og er
búist viö því að fariö verði að senda
út lánsloforð um mánaöamótin en
nú liggja inni hjá Húsnæðisstofnun
um 6.000 óafgreiddar umsóknir.
Afgreiðsla lána er hins vegar háð
því að lífeyrissjóöimir standi skil
á samningsbundnum skuldabréfa-
kaupum af Húsnæöisstofnim en
afgreiðsla lána getur ekki hafist
fyrr en gengið hefur veriö frá
samningum viö lífeyrissjóöina.
Áætlaö hafði veriö að lífeyris-
sjóðirnir keyptu skuldabréf fyrir
4,6 milljarða á síöasta ári en kaupin
námu um 4,2 milljörðum á árinu
eöa 400 miUjónum króna minna en
ráð hafði verið fyrir gert.
í hinni nýju reglugerð er kveðiö
á um forgang þeirra sem era að
kaupa eða byggja í fyrsta sinn og
skal biötími þeirra vera helmingi
styttri en þeirra sem eiga íbúð fyr-
ir.-Þá er einnig heimilt aö veita
þeim forgang sem búa viö þröng-
býli. Þá er Húsnæðisstofiiun
heimilt að synja um lán ef umsækj-
andi á fyrir fleiri en eina íbúð.
-ój
Alagsdagar hjá Húsnæðisstofnun:
Dagsetningar varasamar
Greiðsludagar húsnæðissfjórnar-
lána era dagsetningar sem þúsundir
lántakenda treysta á enda er þeim
uppálagt hjá Húsnæðisstofnun að
miða greiðslur sínar vegna húsa-
kaupa við þessar dagsetningar. Ef
þær brygðust þyrfti fjöldi fólks að
greiða dráttarvexti.
í samtali við Jens Sörensen, for-
stöðumann Veðdeildar Landsbank-
ans, sagði hann að álagið hjá
Veðdeildinni væri mjög mismunandi
en mest væri það rétt eftir mánaöa-
mót og þá gætu hugsanlega orðið
tafir. Þá sagði hann að fólk yrði að
átta sig á aö tekið væri fram í sam-
bandi viö afgreiðsludag að lánið væri
greitt þennan tiltekna dag eða síðar.
Sagði Jens að það gæti liðið allt aö
þvi vika þar til fólk fengi lánið,
miðað við uppgefinn afgreiðslu-
dag.
A þessu þarf fólk að átta sig og
miða ekki gjalddaga nákvæmlega við
þær dagsetningar sem Húsnæðis-
stofnun gefur upp. í raun ætti fólk
að hafa gjalddaga á greiðslum sínum
allt aö hálfum mánuði eftir greiðslu-
degi Húsnæðisstofnunar því ella
getur það átt á hættu að þurfa að
greiða dráttarvexti.
Það er einmitt saga eins lánsum-
sækjanda sem hafði samband við DV.
Hann kveður sig þurfa að greiða
43.000 kr. í dráttarvexti vegna seina-
gangs Húsnæðisstofnunar. Lánsum-
sækjandinn kvaðst hafa fengið
rangar upplýsingar frá stofnuninni
um hvaða gögnum honum bæri aö
skila, honum heíði þó tekist að skila
inn öllum gögnum rétt fyrir greiðslu-
dag en þá verið tjáö að vegna þess
hve gögnin bærast seint yröi bið á
þvi að lánið yrði greitt. Stefnir í að
sú bið verði allt aö viku. Um ásökun
um ónógar upplýsingar frá Veðdeild
sagði Jens: „Með tilkynningum um
lánsveitingu stendur hvaða gögn
þurfa að fylgja. Ef það kemur ekki
fram er einfaldlega um mistök starfs-
manns að ræða.“
„Eins og stafur á bók“
„Öll lánsloforð okkar og greiðslu-
dagar standa eins og stafur á bók,
að því tilskildu að allir pappírar séu
í lagi,“ sagði Sigurður E. Guðmunds-
son, forstjóri Húsnæðisstofnunar
ríkisins, þegar hann var spurður um
nákvæmni greiðsludaga. Hann sagði
að mikill fjöldi lána væri nú greiddur
á hverjum degi og kannaðist ekki við
að uppgefnir greiðsludagar Hús-
næðisstofnunar stæðust ekki, fiár-
hagslega stæði ekki á Húsnæðis-
stofnun að standa við sínar
skuldbindingar enda strönduðu hús-
næðismál í dag ekki á skorti á lánsfé
heldur á íbúöaskorti.
Sigurður sagði að það væri Veð-
deild Landsbankans sem annaðist
útborgun lána fyrir Húsnæðisstofn-
un og það væri Veðdeildarinnar aö
biðja um þau gögn sem þarf. Hann
vissi ekki annað en það hefði gengið
vandræðalaust. Ásökunum um að
ráögjafarþjónusta Húsnæðisstofn-
unar gagnaöist umsækjendum lítið
svaraði Sigurður á þá leið að hann
vissi ekki annað en hún gengi vel
enda mikið leitað eftir henni.
-SMJ
í dag mælir Dagfari
Matarskatturinn
Það eru nú meiri dómadagslætin
út af þessum matarskatti, rétt eins
og aldrei hafi áður verið lagður
skattur á matvæh. Fólk er jafnvel
farið að heimta kauphækkanir út
á þennan skatt. Sér er nú hver
frekjan, enda kæra ráöherramir
sig kollótta og hafa margútskýrt
það fyrir þjóðinni að þetta sé eðli-
legur skattur og sjálfsagður. Ólafur
Ragnar heldur því að vísu fram að
ráðherramir séu ekki vanir því að
kaupa í matinn sjálfir. Ólafur hlýt-
ur að vita þetta, haim fer svo oft í
matarinnkaup sjálfur og vildi gera
Jóni Baldvin þann greiða að fara
með honum í matvöruverslun á
föstudaginn til að sýna, honum
hvemig ætti aö kaupa inn. Það er
ekki að spyija að almennilegheit-
unum í honum Ólafi enda vora
þeir Jón Baldvin samherjar í Sam-
tökum fijálslyndra og vinstri
manna áður en þeir gerðust for-
menn í aðskiljanlegum flokkum.
Það er Ula gert af Jóni Báldvin að
leyfa ekki Olafi að hjálpa sér við
matarinnkaupin og skrópa í versl-
unarferðina.
Ráðherramir hafa verið að segja
fólki frá því áð matarskatturinn
komi ekki að sök. Þeir hafa jafnvel
gefið ýmsar ábendingar um hvem-
ig græða megi á matarskattinum.
Samkvæmt útreikningum hag-
fræöinganna og ráðuneytanna
hækkar framfærsluvísitalan ekki
og lánskjaravísitalan lækkar meira
að segja. Þetta er í stuttu máli
þannig vaxið ef maður fer eftir ráð-
leggingum ráðherranna: Fyrst er
að hlaða niður krökkum svo kerfið
borgi þér bamabætur, svo er að
eldast nógu fljótt svo þú fáir elli-
launahækkun. Síðan þarftu að
sigta út einhveijar vörar sem hafa
verið háar í tolli og kaupa nógu
mikið af þeinj þegar tollurinn hefur
lækkaö og ef þú ert nógu stórtækur
í innkaupunum og barneignunum
ertu farinn að stórgræða á .matar-
skattinum áður en þú veist af.
Ef tollalækkunin lætur bíða eftir
sér er ekki annað að gera en að
fresta matarinnkaupum á meðan
og bíða þolinmóður eftir tollalækk-
uninni. Svo er auövitað hægt að
draga matarinnkaupin saman og í
rauninni er það með ólíkindum
hvað fólk borðar mikinn óþarfa.
Verkalýðsforingjar úti á landi
hafa ekki skilið þetta og segjast
ekki hafa lystá reiknilíkönum hins
opinbera. Ekki getur ríkisstjómin
gert að því þótt verkalýðsforingjar
séu matvandir og borði ekki reikni-
líkön. Það er auðvitað mál hvers
og eins hvað hann leggur sér til
munns en það er vitaskuld ekki
hægt að taka mark á fólki, hvorki
verkalýðsleiðtogum né öðrum, sem
vill sjálft ráða því hvað það borðar.
Almenningur í landinu getur sjálf- ’
um sér um kennt ef hann vill ekki
græða á matarskattinum eins og
ríkisstjómin hefur boðið upp á.
Annars er sniðugt hjá ríkissfiórn-
inni að leggja hærri skatta á
matinn. Fólk getur svindlað sér
undan sköttum með því að neita
sér um sólarlandaferðir og sparað
sér flugvallarskatt. Fólk getur
dregið saman tekjur sínar og spar-
að sér telfiuskatt. Fólk getur sleppt
því að kaupa sér þvottavélar og
hljómflutningstæki og sparað sér
tollana. Það getur selt eignir sínar
og sparað sér eignaskatta og fólk
getur jafnvel hætt að vinna og sagt
sig á sveitina óg lifað á félagsmála-
aðstoð. En það getur enginn hætt
að borða nema þá til að svelta sig
r
í hel og þannig er það næstum því
pouþétt að matarskattar skila sér
í ríkissjóð áður en yfir lýkur og það
meira að segja á hverjum degi því
fólk er'svo vitlaust að éta dag
hvern.
Með þessu móti græða báðir aðil-
ar; ríkissjóður meö því að hafa
skatt af matnum og fólkið, sem
kaupir matinn, með því að kaupa
nógu mikið af tollalækkuðum vör-
um. í raun og veru era miklir
gósentímar fram undan fyrir bæði
ríki og fólk og þess vegna er það
alveg út í hött þegar fólk er aö æsa
sig út af þessum skatti. Ríkissfióm-
in er að gera kjósendum sínum
óskaplegan greiða með þessari
skattlagningu.
Láglaunafólkið á að vera sérstak-
lega ánægt vegna þess að nú er
maturinn ekki lengur ódýr fyrir
ríka fólkið. Enda þótt hækkunin
geri ekki greinarmun á ríkum og
fátækum getur fátæka fólkið hugg-
að sig við að ríka fólkið er fyrir
löngu búið að kaupa tollavöramar
á háa verðinu, vörumar sem fá-
tæka fólkið getur nú keypt sér á
næsta ári eöa þarnæsta og öragg-
lega áður en það deyr.
Dagfari