Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1988, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1988.
43
Fólk í fréttum
Sverrir Hermannsson
Sverrir Hermannsson hefur ver-
iö í fréttum DV vegna þess aö hann
hefur veriö ráöinn bankastjóri
Landsbankans. Sverrir er fæddur
26. febrúar 1930 á Svalbarði í Ögur-
vík í Ögurhreppi í Norður-ísafjarð-
arsýslu og lauk viðskiptafræöiprófl
frá HÍ 1955. Hann var fulltrúi hjá
Vinnuveitendasambandi íslands
1955- 1956 og skrifstofustjóri Versl-
unarmannafélags Reykjavíkur
1956- 1960. Sverrir var formaður og
framkvæmdastjóri Landssam-
bands íslenskra verslunarmanna
1957- 1972 og fulltrúi hjá dagblaðinu
Vísi 1960-1962. Hann var fasteigna-
'sali 1962-1971 og hefur verið al-
þingismaður Austurlandskjör-
dæmis frá 1971. Sverrir var
forstjóri Framkvæmdastofnunar
ríkisins 1975-1983 og var iðnaðar-
ráðherra 1983-1985 og mennta-
málaráðherra 1985-1987. Kona
Sverris er Gréta Lind Kristjáns-
idóttir, f. 25. júlí 1931. Foreldrar
hennar eru Kristján Tryggvason,
klæðskerameistari á ísafirði, og
kona hans, Margrét Finnbjörns-
dóttir. Böm Sverris og Grétu eru:
Hulda Bryndís, f. 6. febrúar 1953,
gift Guðna Jóhannessyni, verk-
fræðingi í Rvík, Kristján, f. 14.
október 1956, sölustjóri hjá G. Ól-
afssyni hf. Sambýliskona hans er
Erna Ragnarsdóttir er vinnur hjá
Frjálsu framtaki, Margrét Kristj-
ana, f. 8. september 1958, forstöðu-
maður Félagsmiðstöðvar í
Hafnarfirði, sambýlismaður henn-
ar er Pétur Hilmarsson þýðandi,
Ragnhildur, f. 28. ágúst 1960, blaða-
kona hjá Morgunblaðinu, Asthild-
ur Lind, f. 23. febrúar 1964,
flugfreyja, sambýlismaður Matthí-
as Sveinsson rafvirki, og kjördóttir
Gréta Lind, f. 18. október 1973.
Systkini Sverris era: Kristín Anna,
f. 14. nóvember 1918, gift Ásgeiri
G. Sigurðssyni, járnsmíöameistara
á ísafirði, Þuríður, f. 6. ágúst 1921,
gift Arnviði Ævari Björnssyni,
pípulagningameistara á Húsavík,
Gunnar Haraldur, f. 2. desember
1922, d. 8. júní 1977, skipstjóri í
Hafnarfirði, kvæntur Kristínu Ön-
undardóttur, Þórður Guðmundur,
f. 19. apríl 1924, d. 8. september 1985,
framkvæmdastjóri Ögurvíkur,
kvæntur Vigdísi Birgisdóttur, Ka-
rítas Kristín, f. 10. nóvember 1927,
gift Steingrími Birgissyni, kaup-
manni á Húsavík, Sigríður Ragna,
f. 7. janúar 1926, Gísli Jón, f. 30.
júní 1932, framkvæmdastjóri Ögur-
víkur, kvæntur Jónínu Einarsdótt-
ur, Halldór, f. 2. janúar 1934,
framkvæmdastjóri á ísafirði,
kvæntur Katrínu Gísladóttur,
Guðrún Dóra, f. 7. júní 1937, gift
Þóri Þórissyni, fangaverði í Rvík
og Birgir, f. 22. september 1939,
stórkaupmaður í Rvík, kvæntur
Öldu Sigtryggsdóttur.
Foreldrar Sverris voru Hermann
Hermannsson, útvegsbóndi á Sval-
barði, síðar sjómaður og verka-
maður á ísafirði, og kona hans,
Salóme Rannveig Gunnarsdóttir.
Faðir Hermanns var Hermann, b.
i Hagakoti í Ögurhreppi, Þórðar-
sonar á Melum í Víkursveit
Hermannssonar, b. á Melum Jóns-
sonar. Móðir Hermanns í Hagakoti
var Venedía Jóhannesdóttir, systir
Þorgerðar, langömmu Gunnsteins
Gíslasonar kaupfélagsstjóra. Móðir
Hermanns á Svalbarði var Guðrún
Bjarnadóttir, b. á Firði í Múlasveit
Jónssonar.
Salóme er dóttir Gunnars, b. á
Eyri í Skötufirði og garðyrkju-
manns á Bessastöðum, bróðir
Halldóru, móður Jóns Baldvins-
sonar, fyrsta formanns Alþýðu-
flokksins. Gunnar var bróðir
Kristínar, langömmu Þorsteins
Pálssonar forsætisráðherra. Gunn-
ar var sonur Sigurðar, b. í Hörgs-
hlíð, bróðir Rósinkrans, langafa
Friðfmns, fóöur Björns, aðstoöar-
manns Jóns Sigurðssonar viö-
skiptaráðherra. Sigurður var sonur
Hafliða, b. á Borg, bróöur Jóhannes-
ar, langafa Hannibals Valdimars-
sonar, fóður Jóns Baldvins,
fjármálaráðherra. Haíliði var sonur
Guðmundar sterka, b. á Kleifum,
Sigurðssonar. Móðir Salóme var
Anna Haraldsdóttir, járnsmiðs og
skyttu á Eyri í Skötufirði Halldórs-
sonar, bróður Kristjáns, langafa
Önnu, móður Sigriðar Stefánsdótt-
ur, bæjarfulltrúa á Akureyri, og
Einars Kárasonar rithöfundar.
Móðir Önnu var Salóme Halldórs-
dóttir, b. í Hörgshlíð Halldórssonar.
Móðir Halldórs var Kristín Guð-
mundsdóttir, b. í Amardal Bárðar-
sonar, b. í Arnardal Illugasonar,
forfóður Amardalsættarinnar.
Afmæli Andlát
Sverrir
Jóhannsson
Sverrir Jóhannsson, Ránargötu
8, Grindavík, er sextugur í dag.
Sverrir fæddist að Hauganesi á
Ársskógsströnd og ólst upp í for-
eldrahúsum. Hann fór snemma til
sjós og var fyrst á bátum frá Hauga-
nesi. Hann var síðan á bátum frá
Dalvík, Akureyri og Keflavík en
hann er með vélstjóraréttindi. Þau
hjónin fluttu til Grindavíkur 1956
og hafa búið þar síðan. Sverrir kom
í land 1971 og gerðist þá umboös-
maður Olis í Grindavík og hefur
starfað við það síðan. Sverrir hefur
verið atkvæðamikill í félagsmálum
í Grindavík, hann hefur verið
formaður Sjómanna- og vélstjóra-
félags Grindavíkur og í stjórn
Sjómannasambands íslands. Þá er
Sverrir formaður bygginganefndar
heimilis fyrir aldraða í Grindavík.
Kona Sverris er Sæunn, f. 1.3.
1934, dóttir Kristjáns frá Svalvog-
um við Dýrafjörö, formanns í
Grindavík, Þorvaldssonar, og konu
hans, Kristínar Guðmundsdóttur.
Sverrir og Sæunn eiga einn son,
Þorvald, f. 1954.
Foreldrar Sverris: Jóhann, skip-
stjóri og útgerðarmaður í Hauga-
nesi og Hrísey, Guðmundsson og
kona hans, Sigurlína Sigurðardótt-
ir, en hún er látin.
Sverrir og Sæunn verða ekki
heima á afmælisdaginn.
Til hamingju með daginn!
70 ára
50 ára
Sigríður Arnlaugsdóttir, Oldugötu
25, Reykjavík, er sjötug í dag.
Sigrún Sigurðardóttir, Eskihlíð 10,
Reykjavík, er fimmtug í dag.
60 ára
Bjarni Finnsson, Borgarholtsbraut
31, Kópavogi, er sextugur í dag.
Einar Þ. Árnason, Dalsgerði 1G,
Akureyri, er sextugur í dag.
40 ára
Anna S. Carlsdóttir, Tungubakka
6, Reykjavík, er fertug í dag.
Anna Björgvinsdóttir, Hörgshlíð
10, Reykjavík, er fertug í dag.
Jóna Guðmundsdóttir, Móaflöt 51,
Garðabæ, er fertug í dag.
Sigurbjörn R. Helgason, Breiðvangi
12, Hafnarfirði, er fertugur í dag.
Hera Kristín Hermannsdóttir, Ár-
holti 10, Húsavík, er fertug í dag.
Eiríkur Helgason, Böggvisbraut 5,
Dalvík, er fertugur í dag.
Tilmæli til
afmælisbama
Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra
til að senda því myndir og upplýsingar um frænd-
garð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa
að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið.
Munið að senda okkur myndir
Frímann Ágúst
Jónasson
Frímann Ágúst Jónasson skóla-
stjóri, frá Fremri-Kotum í Skaga-
flrði, til heimilis að Digranesvegi
66, Kópavogi, lést að morgni 16. jan-
úar sl. Hann fæddist aö Fremri-
Kotum 30.11. 1901 og ólst upp í
foreldrahúsum til tíu ára aldurs en
þá missti hann fóður sinn. Frímann
var við bókbandsnám á Akureyri
1916-17, hann lauk kennaraprófi
1923, hlaut sveinsbréf í bókbands-
iðn 1947, var við nám í Askov í
Danmörku 1936 og fór námsferðir
til Noregs og Danmerkur 1948-49.
Frímann var kennari á Melgras-
eyri við ísafjarðardjúp 1923-25,
kennari á Akranesi 1925-33, skóla-
stjóri heimavistarbamaskóla að
Strönd á Rangárvöllum 1933-49,
skólastjóri Kópavogsskóla 1949-64
og jafnframt skólastjóri unglinga-
deilda þar uns þær fluttust í
Víghólaskóla. Hann var í stjóm
Sambands íslenskra bamakennara
um árabil, í stjórn Bókasafns Akra-
ness og síðar Bókasafns Kópavogs,
ritari Norræna félagsins í Kópa-
vogi og í ýmsum nefndum þess og
starfaði lengi í Góötemplararegl-
unni. Hann var heiðursfélagi
Sambands íslenskra barnakenn-
ara, Rotaryklúbbs Kópavogs og
Norræna félagsins í Kópavogi.
Kona Frímanns var Málfríður
kennari, f. 29.9.1893, d. 1977, dóttir
Björns b. að Innsta-Vogi við Akra-
nes Jóhannssonar og konu hans,
Sesselju Ólafsdóttur.
Frímann og Málfríður eignuðust
þrjú böm, þau eru: Ragnheiður
Þóreý Krebs hjúkrunarfræðingur,
f. 13.10.1927, gift Ove Krebs verk-
fræðingi. Þau búa í Bandaríkjun-
um og eiga tvö börn; Birna Sesselja,
húsmóðir í Hveragerði, f. 4.1.1931,
gift Trumani Kristiansen, skóla-
stjóra í Hveragerði, þau eiga íjögur
börn; Jónas verkfræöingur, f. 30.11.
1934, kvæntur Margréti Loftsdótt-
ur, bókasafnsfræöingi og starfs-
manni bókasafnsins við Flens-
borgarskóla í Hafnarfirði, þau eiga
þijú börn.
Systkini Frímanns urðu átta en
tvö þeirra dóu í barnæsku. Tvö
systkini hans eru nú á lífi. Systkin-
in voru þessi: Ólína Kristrún
skáldkona, f. 8.4. 1885, en hún er
látin; Hjörtur, sem lengi var b. á
Syðstu-Grund, f. 20.10.1887, er lát-
inn; Magnús, f. 15.8.1889, flutti til
Kanada, en hann er látinn; Guðrún
Vigdís, lengi búsett á Akureyri, f.
17.11. 1891, er látin; tvíburi við
Guörúnu Vigdísi lést skömmu eftir
fæðingu; Hallgrímur, kennari, rit-
höfundur og frammámaður í
íslenskum ferðamálum, f. 30.10.
1894, dvelur á Elliheimilinu Grand
í Reykjavík; Hjálmur, f. 12.12.1898.
lést á fjórða árinu, Ragnheiður,
húsmóðir á ísafiröi, f. 28.4. 1904,
dvelur nú á Elliheimilinu Grund í
Reykjavík.
Foreldrar Frímanns vom Jónas
Jósef Hallgrímsson, b. á Fremri-
Kotum á Norðurárdal, f. 28.11.1863,
d. 3.11. 1906, og kona hans Þóréy
Magnúsdóttir, f. 20.4. 1861, d. 20.8.
1936. Fööurforeldrar Frímanns
vom HaUgrímur b. í Litladal í
Tungusveit Jónasson, og kona
hans, Vigdís Jónsdóttir. Móðurfor-
eldrar Frímanns voru Magnús
Jónsson og kona hans, Guörún
Hallsdóttir. HaUgrímur var sonur
Jónasar b. á Nýjabæ í Austurdal,
Jóhannessonar en foreldrar Vig-
dísar vora Jón b. í Litladal Eiríks-
son og kona hans, Oddný
Magnúsdóttir.
Jarðarfór Frímanns fer fram frá
Kópavogskirkju 25.1. kl. 13.30.
Frímann Á. Jónsson, fyrrverandi
skólastjóri, lést í Landakotsspítala
að morgni 16. janúar.
Guðbjörg Davíðsdóttir lést í
Landakotsspítala 14. janúar.
Páll Ingibergsson lést í Landspít-
alanum 15. janúar.
Halla G. Larsdóttir, Útstekk, Eski-
firði, lést í Fj órðungssj úkrahúsinu
Neskaupstað 15. janúar.