Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1988, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1988. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 600 kr. Verð I lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Landsbankastjórinn Þaö er sennilega rétt hjá Sverri Hermannssyni þegar hann segir að fljótt muni fyrnast yfir deilurnar sem ris- iö hafa út af ráöningu hans sem bankastjóra Lands- bankans. Þannig er það oftast. Á bak við tjöldin eru teknar ákvarðanir um úthlutun á bitlingum í kerfmu, fólk hneykslast og fjölmiðlar blása máhð út. Öldur rísa hátt og minni spámenn eru látnir íjúka ef þeir eru með múður. En von bráðar hníga öldurnar aftur og enginn nennir að eyða tíma sínum í áframhaldandi rifrildi út af orðnum hlut. Og hver þorir hka að halda uppi and- ófi gegn valdamiklum bankastjóra og reita hann til reiði? Hver veit nema einhvern tímann þurfi sá hinn sami að leita á náðir almættisins í bankanum og eiga líf sitt undir dómsorði þess. Þá er betra að hafa hægt um sig og semja um frið. Ráðning Sverris í Landsbankann og fjaðrafokið vegna þess er ekki einsdæmi. Aftur og aftur láta stjórnmála- flokkarnir fmna fyrir valdi sínu og knýja vilja sinn fram með afh. Aftur og aftur ganga þeir fram af fólki með umdeildum ákvörðunum um menn og málefni. En það er eins og langlundargeð kjósenda sé endalaust, sem stafar sjálfsagt af því að enginn flokkur er öðrum betri í þessum efnum. Auðvitað var ráðning Sverris sárabót fyrir ráðherra- dóminn. Auðvitað er þetta póhtísk hrókering í innan- hússmálum Sjálfstæðisflokksins. Og auðvitað eru þetta hrossakaup milli stjórnarflokkanna samkvæmt gömlu góðu helmingaskiptareglunni, sama hvað hver segir og hversu oft því er mótmælt. Kannski er það viturlegast sem Sverrir hefur tæpt á, að menn eigi að hætta þessum feluleik með að láta bankaráðin taka formlegar ákvarð- anir um það sem aðrir hafa ákveðið - ef þeir hinir sömu eru á annað borð þeirrar skoðunar að pólitík eigi að ráða vah bankastjóra í ríkisbönkunum. Það er skrípa- leikur að stiha upp virðulegum bankaráðum sem eru í þykjustunni að rétta upp hendurnar með ráðningum bankastjóra, þegar það er brúðuleikur einn. Árni Vil- hjálmsson hafði ekki geð í sér til að leika þá strengja- brúðu. Spurningin snýst ekki um hvort Sverrir sé hæfur sem Dankastjóri eða ekki. Hann er ekki verri en hver annar og dæmist ekki úr leik þótt hann sé alþingismaður og fyrrverandi ráðherra. Þetta snýst heldur ekki um hvort sendisveinarnir geti unnið sig upp í bankastjórastöðurn- ar. Það sem þetta mál og önnur hliðstæð snúast um er hitt, hvort stjórnmálaflokkarnir eigi að hafa vald til að ráðskast með bitlinga af þessu tagi. Það snýst um það hvort við séum enn á því villimannastigi að pólitík ráði um hæfni manna eða hvort menntun, þekking og starfs- reynsla geti haft vægi. Ef menn fahast á þau rök að póhtík og pólitískur htarháttur umsækjenda ráði úslit- um þá eru þeir um leið að viðurkenna að ríkisbankarnir láti það hafa áhrif á starfsemi sína hvar menn standa í flokki þegar þeir eiga viðskipti við bankana. Eða til hvers þarf sjálfstæðismann, framsóknarmann og al- þýðuflokksmann í bankastjórastöður Landsbankans ef fagleg afstaða ræður störfum og ákvörðunum þeirra í þágu bankans? Sjálfstæðisflokkurinn hefur gengið lengst í þeim mál- flutningi að afnema beri pólitísk hrossakaup og athafna- og viðskiptalífið eigi að losna undan póhtískri miðstýr- ingu. En Sjálfstæðisflokkurinn hefur hka gengið lengst í þá átt að vanvirða þessi sjónar^o. Það hefur sannast í þessu Landsbankastjóramáh. Ehert B. Schram Byggðastefna á batavegi Nú fjölgar óöum þeim upplýsing- um og fréttum sem benda til þess aö byggðastefnan svokallaða sé aö taka sönsum ef svo má segja. Gamla byggðastefnan var aldrei skilgreind, en flestir landsbyggðar- menn skynjuðu hana sem viðleitni til aö hindra búferlaflutninga til höfuðborgarsvæðisins. Slík stefna er augljóslega óðs manns æði og getur ekki liðið neitt nema ömurleg endalok. Enda segir Áskell Einars- son, framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambands Norðlendinga, í blaðagrein 31.12. ’87: „Sú hug- myndafræði, sem íslensk byggða- stefna átti að byggjast á, hefur aldrei náð að festa rætur í sam- félagsvitund hðandi stundar.“ Kjarni málsins er auðvitaö sá að átthagafjötrar eða skerðing á val- frelsi fólks getur aldrei verið markmið í sjálfu sér þótt réttlæti og heilbrigt atvinnulíf geti augljós- lega verið það. Divide et impera Deildu og drottnaðu. Þetta er gömul rómversk valdaaðferð. margir byggðastefnumenn af gamla skólanum telja að skortur á samstöðu landsbyggðarmanna sé undirrót þess aö byggðastefnan hafi brugöist. Hvers vegna hafa menn ekki náð samstöðu? Það er augljóst. Engin viðsættanleg og sameiginleg markmið hafa fundist. Hindrun búferlaflutninga fólks stangast á við öll helstu markmið sem fólk annars keppir að og eru einhvers virði. Hástemmdar yfir- lýsingar flestra stjómmálámanna, sem telja sig boðbera byggðastefnu, eru svo glærar og yfirborðskennd- ar að telja verður þær veigamikinn þátt í öllu samstöðuleysinu. Ekki er þvi fyrir að fara að einhver öfl á höfuðborgarsvæði berjist beinhn- is samkvæmt „deildu og drottn- aöu“ vinnureglunni. Það er óþarfi. Byggðastefnumenn gera það sjálf- ir. Að vísu hagnast höfuðborgar- svæðið á vissan hátt á öllum ruglingnum, en á annan hátt ekki, þvi íslandi blæðir öllu vegna allrar sóunarinnar. Hvað skyldu menn annars geta sameinast um ef hindrun búferla- flutninga er aðalmarkmið? Eru Húsvíkingar rniklu bættari þótt Akureyri vaxi á kostnað Reykjavíkur? En hvað um Þórs- höfn? Getur henni ekki verið sama hvort Húsavík, Akureyri eða Reykjavík dregur til sín fólk? Auð- vitað vilja allir staðir halda utan um sitt og dafna. Vöxtur og við- gangur hafa verið tahn óaðskiljan- leg hugtök, og fólki er ekki sama um það hvers virði húseignir eða lífsstarf þess eru tahn vera ef til sölu kemur. Breytingar á atvinnuháttum geta verið mjög sársaukafuhar, en hindrun á nauðsynlegum breyting- um er í raun enn sársaukafyllri og sú blóðtaka er enn alvarlegri. Breytingar á atvinnuháttum Þær eru aö sjálfsögðu oft sárs- aukafullar en þær skapa nýjar forsendur sem oftast eru til góðs. Flutningar Evrópumanna í stórum stíl til nýja heimsins skildu mörg lönd eftir í endalausum vandamál- um sem þau hafa sum hver ekki leyst enn. írar berjast við hæsta atvinnuleysisstig í Evrópu og léleg- an efnahag auk hálfgerðrar borg- arastyijaldar, en frændur þeirra hafa getið sér góöan orðstír í Vest- KjaHarinn Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur eru sannfærandi. Þróun í byggða- málum er alls ekki eins slæm og kveinstafirnir gefa til kynna. Veru- legar umbætur hafa orðið í flestum efnum á landsbyggðinni, en þær má líka minnast á. Hjörleifur Gutt- ormsson skrifar heila opnu í Þjóðviljann 8.1. sl. og óskapast út í allt. „Fólksílutingar til höfuðborg- arsvæðis eru á kostnað lands- byggðarinnar, unga fólkið með menntun fær ekki viðfangsefni við sitt hæfi á landsbyggöinni, þjón- ustustörfin færast til höfuðborgar- svæðis, fábreytni í atvinnulífi er hlutskipti landsbyggðar, Reykjavík hefur tekið við hlutverki Kaup- mannahafnar frá einokunartímun- um.“ Þetta er allt gamh söngurinn sem Hjörleifur hefur tekið að sér söngstjóm fyrir. En svo koma öfug „Lífskjör fólks byggjast i stöðugt aukn- um mæli á þjónustu en ekki frum- framleiðslu þótt nauðsynleg sé.“ urheimi og lagt af mörkum drjúgan skerf til heimsframfara. Fólks- flutningar hafa á sama hátt orðið innan einstakra landa og yfirleitt era sömu öflin að verki. Landgæði eru mismunandi og staðir liggja ekki allir jafnvel að samgöngum og viðskiptum. Auk þess byggjast framfarir ahar í atvinnumálum á vaxandi sérhæfingu sem er að miklu leyti háð þéttbýh og marg- víslegri aðkeyptri þjónustu. Lífs- kjör fólks byggjast í stöðugt auknum mæli á þjónustu en ekki framframleiðslu þótt nauðsynleg sé. Ovinurinn heitir afturhald. Það var mjög athyghsvert að lesa doktorsritgerð Gísla Gunnarsson- ar sagnfræðings um einokunar- verslunina á íslandi á sautjándu og átjándu öld. Það skyldi þó ekki vera aö íslenskir landeigendur og embættismenn hafi átt verulegan þátt í íslenskri eymd á þessum öld- um með því að styðja einokunar- verslunina og hindra atvinnu- háttabreytingar og fólksflutninga. Svokallaðar þjóölegar hefðir era stundum bara einskær sveita- mennska og það sem verra er, spennitreyja eða sauðargæra fyrir valdníðslu og framfarahindran. Auðvitað ríkja mismunandi skoð- anir á framförum og eitt er gagn- legt talið í þeim efnum sem er eitur í beinum annars. Til þess að mynda sér einhverja skoðun um það hvað er gagnlegt í byggðamálum og hvað ekki er nauðsynlegt að fjalla nokkuð um byggðastefnutillögur einstakra stjórnmálamanna. E.t.v. fjalla ég frekar um dæmi seinna. Hjörleifur vísar veginn! Margir menn hafa skrifað um byggðastefnu á síðustu mánuðum og almennt gætir vonleysistóns. Byggðastefnan hefur brugðist! Skipulagslaus fólksflótti til höfuð- borgarsvæöisins! Svo eru stjóm- völd skömmuð fyrir að gera ekki þetta og gera ekki hitt. í mínum huga er þetta alveg öfugt. Það eru talsmenn gömlu byggðastefnunnar sem hafa bragðist. Þeir hafa ekki sett fram markmið eða skrif sem mæhn. „Þessu öhu veldur langvar andi skipulagsleysi í atvinnulífi og byggðamálum svo og röng fjár- málastjórn." Æth það sé ekki nær lagi að þetta sé öfugt. Tilraunir stjórnvalda (misheppnaðar aö vísu) til aö skipuleggja atvinnulíf eru dæmdar til að mistakast, alveg eins og í Sovét eða hjá Jaruzelsky. Ofijárfestingar í sjávarútvegi og landbúnaði eru á ábyrgð stjórn- valda m.a. vegna fjárfestingarlána- sjóða og byggðastefnu. Sólundaður þjóðarauður af þeim sökum hefur viðhaldið óheilbrigðu atvinnuhfi eins og í landbúnaði sem lifir eins og eiturlyfjasjúklingur á sífelldum sprautum. Hjörleifur vill jafna alit, þjónustu, framfærslu og húsnæði. I sem fæstum orðum þýðir það aukna miðstýringu og mihifærslu fjármagns svo og minnkaða ábyrgð einstaklinga á gerðum sínum og búsetuvah. Öfugmæla-Bjami kvað eitt sinn: Fiskurinn hefur fógur hfjóð, finnst hann oft á heiðum. Ærnar renna eina slóð, eftir sjönum breiðum. Þessi vísa segir manni ýmislegt og á sama hátt má lesa margt úr orðum Hjörleifs. Á engin byggðastefna að vera? Jú! Stefna sem byggist á ábyrgð einstaklinga og frjálsræði til at- hafna. Góðar samgöngur era lykil- atriði og heilsugæslu- og menntamái era réttlætismál um land allt. Atvinnumál eiga aftur á móti að vera á ábyrgð einstakhnga og byggðarlaga og hið opinbera á aðeins að setja sanngjarnar rammareglur um þau mál. Ef reynt er að hindra eða þvinga atvinnu- þróun á einum stað eða búsetumál era engin takmörk fyrir afleiðing- unum. Það á ekki að vera hlutskipi íslendinga að þurfa að vera upp á atvinnu komnir, sem viðhaldið er með almannafé. Það er hreppsó- magaháttur í nýjum búningi. Alhr íslendingar eiga að geta valið sér búsetu að vild og án íhlutunar stj órnmálamanna. Jónas Bjarnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.