Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1988, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1988. Utlönd Uppreisnin að breiðast út í argentínska hemum? Uppreisnarástandiö innan arg- entínska landhersins virtist í morgun vera að breiðast eitthvað út og haft var eftir heimildum í Argentínu að tvær hersveitir til viðbótar hefðu skipað sér í sveit með uppreisnarmönnum. Voru það hersveitir í héruðunum San Luis og Tucuman, í vesturhluta lands- ins, sem í morgun gengu í lið með Aldo Rico ofursta sem leiðir upp- reisnarmenn í Monte Caseros. Raul Alfonsin, forseti Argentínu, hvatti í gær allar deildir argent- ínska hersins til að leggjast á eitt um að koma á reglu að nýju. Bað Aldo Rico gengur út úr aðalstöðv- um sínum i gær. Simamynd Reuter forsetinn flugher, sjóher og lög- reglu að aðstoða landherinn við að bæla uppreisn Ricos niður. Alfonsin átti í gær fund með ráð- herrum ríkisstjómar sinnar þar sem ræddar voru leiðir til þess að hefta útbreiðslu uppreisnarinnar en þetta er í annað sinn sem til al- varlegrar uppreisnar kemur innan argentínska hersins á níu mánuð- um. Fyrri uppreisnin átti sér stað í apríl á síðasta ári og þá var það einnig Aldo Rico sem var for- sprakki uppreisnarmanna. í apríl, sem og nú, kröfðust upp- reisnarmenn þess að háttsettir herforingjar yrðu látnir víkja úr stöðum sínum. Kenna uppreisnar- menn 'þessum foringjum um hvernig fór í stríðinu um Falk- landseyjar en Rico og flestir stuðningsmanna hans tóku þátt í bardögum við Breta. Uppreisnarmenn fullyrða að þeir hafi engan hug á að steypa borgara- legri ríkisstjórn landsins. Að sögn heimildarmanna í Arg- entínu hcifa nokkrir af stuðnings- mönnum Ricos, sem reyndu að fá liðsmenn sína til samstöðu með uppreisnarmönnum að þessu sinni, verið handteknir. Þrettán liðsforingjar voru handteknir eftir að tii átaka kom í ííerstöðinni í Las Lajas. Tveir af stuðningsmönnum Ricos, reiðubúnir til að verja stöðu uppreisnarmanna. Simamynd Reuter Lokatilraun Leiðtogar fijálslyndra og sósíal- Tilraunir til stofnunar þessa demókrata á Bretlandi efna í dag flokks hafa til þessa strandaö á því til funda þar sem til umfjöllunar aö stór hluti frjálslyndra telur verða lokatilraunir þeirra til þess hagsmuna sinnar stefiiu ekki gætt aö leggja grunninn að nýjum í stofnviöræðunum og hafa þeir miðjuflokki sem orðiö gæti afger- heitið því aö koma í veg fyrir sam- andi afl í breskum stjómmálum. eininguna. Fjórir af þeim sem keppa að útnefningu sem forsetaefni repúblikana. Talið frá vinstri: Pete Dupont, Robert Dole, Jack Kemp og Pat Robertson. Símamynd Reuter Bilið breikkar •Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í Bandaríkjunum í gær, hef- ur Robert Dole nú afgerandi forystu meöal repúblikana í Iowa og breikk- ar sífellt bilið á milli hans og George Bush varaforseta í keppninni um útnefningu sem forsetaefni repúblik- anaflokksins fyrir kosningarnar í nóvember á þessu ári. Forkosningar fara fram í Iowa þann 8. febrúar næstkomandi og marka þær upphaf forvals beggja flokka, þaö er repúblikana og demó- krata, fyrir forsetakosningamar. Bush er talinn pjóta mests fylgis repúblikana í Bandaríkjunum í heild en Dole er helsti keppinautur hans og vinnur sífellt á í baráttunni. Samkvæmt skoðanakönnuninni, sem birt var í gær, nýtur Dole nú fylgis liðlega fjörutíu af hundraði repúblikana í Iowa. Bush hefur hins vegar aðeins tuttugu og sex prósent fylgi. Er þetta mikil breyting frá síð- ustu könnun, sem gerð var í desemb- ermánuði síðastliðnum, en þá hafði Dole aöeins flögur prósentustig um- fram Bush, samanborið við flmmtán nú.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.