Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1988, Side 9
MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1988.
9
Uflönd
HHIer aflijúp
aður á ný
„Það er mikið talað um að sætta sig
við fortíðina en það segir okkur eng-
inn hvernig þetta gerðist eða hver
voru heimspekileg markmið Hitlers.
Mig langaði að sýna hversu vafasöm
rökfærsla hans var,“ segir austur-
ríski leikarinn Herbert Lederer um
sérkennilega sýningu sem hann
stendur nú fyrir í Vínarborg.
Lederer hefur sett á svið eins
manns sýningu sem fjallar um Adolf
Hitler. Sýningin byggist nær einung-
is á orðum Hitlers sjálfs, ræðum hans
og herfræðilegum tílskipunum.
Byggt er á atburðum úr lífx Hitlers,
ýmist enduruppfærslum á skjalfest-
um viðburðum eða stílfærðum
hugmyndum listamannsins á því
sem ekki er vitað með fullri vissu.
Ferlinum fylgt
Þótt Lederer segist ekki endilega
hafa ætlað að skapa raunsanna
mynd af Adolf Hitler sem persónu
fylgir sýningin ferli þessa leiðtoga
þýsku þjóðarinnar á þann veg að
varpað getur nokkru ljósi á þróun
persónunnar og þau áhrif sem hann
endanlega hafði.
í upphafi sýningar sjá áhorfendur
Hitler nakinn að æfa hermanna-
kveðju og er hemaðarleg tónlist
leikin xmdir. Sýningin þræðir svo líf
Hitlers. Sýnt er þegar listaakademí-
an í Vín hafnaði honum en Lederer
telur það hafa verið eitt áhrifamesta
atriðið í Ufi hans. Þá sýnir Lederer
Hitler sem hermann í fyrri heims-
styijöldinni, Wagneraðdáandann
Hitler, Gyðingahataraim Hitler og
loks Hitler á fyrstu dögum stjóm-
málaafskipta sinna.
Sýningunni lýkur svo með svip-
myndum af eyðileggingu síðari
heimsstyijaldarinnar.
Innantóm bók
Lederer hefur varið nokkrum
ámm til rannsóknarstarfa til undir-
búnings sýningar þessarar. Hann fór
í því skyni í gegnum mikið af efni
um nasismann, bæði bækur og skjöl.
Meðal annars las Lederer bók Hitl-
ers, 'ÍJein Kampf, þrisvar sinnum.
„Bókin er vitsmunalega innantóm,"
segir hann, „leiðinleg og gróf, hún
er þreytandi. Ég held ekki að hann
hafi verið mjög vel gefinn en hann
var snjall lýðskrumari."
í meðferð Lederers hefur Hitler
starandi augnaráð, rýtir þegar hann
hlær og hreyfmgar hans em vélræn-
ar.
Lederer vill þó ekki leggja áherslu
á hlægilegu hliðarnar á Adolf Hitler.
Hertar aðgerðir
gegn svarbi vinnu
Haulcur L. Hauksson, DV, Kaupmannahofri:
Danska tollstjóraembættið hefur
komið upp um fjölda tilfella svokall-
aðrar „svartrar vinnu“ þar sém
unnið er án þess að skrifa reikning
eða borga söluskatt.
Aðgerðir tollstjóraembættisins til
að koma upp um svarta vinnu hófust
síðasta ár og samkvæmt talsmanni
þess hefur einungis náðst í topp
ísjakans í þessum efnum.
Á hálfu ári komu tveir tollþjónar í
Óðinsvéum upp um sautján tilfelli
sem leiddu til greiðslu söluskatts upp
á sex hundmð og sjötíu þúsund
danskra króna og verxilegra sekta.
Fólk í öllum starfsstéttum lendir í
neti tollfólksins, allt frá hárskeran-
um, sem khppir gamalmenni í frí-
stundum, tíl bóndans er selur svín
án reiknings. Þykir ekki ólíklegt að
tilhneiging til svartrar vinnu orsak-
ist af skattbyrðinni sem er sú
næstmesta í heimi eða fimmtíu og tvö
prósent.
„Ég veit að í sýningunni er ýmislegt
sem fólk hlær aö,“ segir hann, „en
þar er einnig margt sem lætur manni
renna kalt vatn milli skinns og hör-
unds.“
w’ÍSSS
•"x ' '
.
Herbert Lederer í hlutverki Hitlers
Simamynd Reuter
TECHNICS
GEISLA-
SPILARAR.
TÚNLISTAR-
UPPLIFUN.
Helstu fagtímarit
heims keppast nú við að
lofa nýju Technics
geislaspilarana fyrir
einstök hljómgœði og
vandaða byggingu.
Úh/arpsstöðvar um heim
allan nota að sjólfsögðu
Technics geislaspilara,
enda er þar krafisf
hómarks gœða og
nókvœmni. Gerðu sömu
kröfur, veldu örugga
leiðsögn, lóttu Technics
leiða þig inn í nýjan
heim tónlistarupplifunar.
Við kynnum hér
fjóra afbragðs spilara
með nœr ótakmarkaða
möguleika. Það yrði allt
of langt mól að fara að
telja upp möguleika
peirra hér. Þess í stað
hvetjum við alla til að
koma og kynnast af eigin
raun hvernig alvöru
geislaspilarar vinna og
hljóma.
SL-Pin.
Kr. 18.950 stgr.,
SL-P220. -33
Með þráðlausri fjarstýr-
ingu. Kr. 20.875 stgr.
SL-P320. S W
Með þráðlausri tjarstýr
ingu. Kr. 25.720 stgr.
■ SL-P520. . W
Með þráðlausri fjarstýr-
ingu. Kr. 34.950 stgr.
JAPISS
SL-Pl 11 / svartur.
SL-P220 / svartur / silfurlitaður.
SL-P320 / svartur.
BRAUTARHOLT 2 • KRINGLAN • SlMI 27133
SL-P520 / svartur.