Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1988, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1988, Page 19
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988. 19 Þingmenn nokkurra fiokka í Austurríki hótuðu að ganga út ef Kurt Waldheim, forseti landsins, flytti ræðu yfir sam- einuðu þingi í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá hernámi Þjóðverja. Waldheim, sem grunaður er um stríðs- glæpi, mun þess vegna halda ræðu í fyrrum aðsetri keisarans. Símamynd Reuter Ovenjulegt afmælisár Snorri Valsson, DV, Vín; Árið 1988 er harla óvenjulegt af- mælisár fyrir austurrísku þjóðina. Fyrir fimmtíu árum var landið þurrkað út af landabréfinu í nokkur ár. Þann 12. mars 1938 réðst áttundi þýski herinn inn yfir landamærin og hertók landið. Daginn eftir var lýst yfir sameiningu ríkjanna í hið stór- þýska ríki. Ekki er samt hægt að tala um innrás í eiginlegum skilningi því að meirihluti þjóðarinnar tók Þjóð- verjum opnum örmum og tók ákaft undir „Sieg Heil“-kveðju Hitlers við sameiningarathöfnina. Austurríkismenn, sem á tímum austurríska-ungverska keisaradæm- isins fyrir fyrra stríð höfðu verið allt að sextíu milljónir, urðu við stríðs- samningana 1918 skyndilega aðeins sex milljónir og glötuðu auk þess töluverðum auðhndum sem lágu ut- an nýju landamæranna. Minnimáttarkennd Þeir sem höfðu vanist því að vera þegnar eins stærsta ríkis Evrópu fylltust nú minnimáttarkennd. Þótti þeim sem þeir hefðu verið hafðir að leiksoppi og þráðu það heitast að verða aftur hluti af stórveldi. Það var því engm furða að þó nokkru fyrir innrásina fóru fram atkvæðagreiösl- ur í nokkrum sýslum landsins þar sem sameining við Þýskaland var samþykkt með yfirgnæfandi meiri- hluta. Deilur En það hafa risið miklar deilur milli þingflokkanna fjögurra um hvernig skuli minnast þessara at- burða þann 12. mars næstkomandi. Á slíkum dögum er venjan að ríkis- ráðið og stórþingið haldi sameigin- legan fund þar sem meðal annars forsetinn heldur ræðu. íhaldsmenn voru á því að þessi háttur skyldi hafður á en mættu þá kröftugum mótmælum græningja, sósíalista og jafnaðarmanna. Græningjar gátu ekki hugsað sér að sitja undir ræðu Kurts Waldheim forseta á þessum degi þar sem hann er grunaður um stríðsglæpi. Hótuðu þingmenn þeirra ásamt nokkrum þingmönnum sósíalista og jafnaðar- manna að ganga út undir ræðu Waldheims ef af yrði. Virtist hér vera um óleysanlegt vandamál að ræða því hvort sem Waldheim yrði neitað um ræðustúf- inn eða að hluti þingheims gengi út undir ávarpi hans væri um regin- hneyksli að ræða. Tvær athafnir Nú fyrir helgina komust þingflokk- arnir að samkomulagi eftir langar samningaviðræður. Niðurstaðan er sú að sameinað þing kemur ekki saman heldur verða haldnar tvær aðskildar athafnir. í þinghúsinu verður afhjúpuð minningartafla um þingmenn sem létu lífið í ofsóknum nasista. Waldheim mun hins vegar halda ræðu í Hofburg, fyrrum að- setri keisarans, við athöfn sem þar fer fram. Þó að samkomulag hafi náðst i þessari deilu verða Austurríkismenn að horfast í augu við það að hluti þingheims stendur ekki að baki lýð- ræðislega kjömum forseta sínum. Raddir þær er krefjast afsagnar Waldheims verða sífellt háværari en margir hafa orðið til að benda á hættuna sem því væri samfara. Farið gæti svo að Austurríkismenn misstu trúna á lýðræðinu, trúna sem tekið hefur áratugi að byggja upp eftir hina misheppnuðu tilraun til stofnunar lýðveldis milh striöa. Og allra síst má gera nokkuð til þess að atburð- imir frá 1938 endurtaki sig. Stolnir bílar útflutningsvara Brynhildur Ólafedóttir, DV, Spáni: Lúxuskerrur, svo sem Mercedes Benz og Porche, eru ekki aðeins uppáhaldsbílar sendiherra og stjóm- málamanna heldur em þetta einnig þeir bílar sem bílaþjófar hafa mestar mætur á. Nokkur alþjóðleg glæpa- samtök hafa það fyrir aðalstarfa að stela glæsivögnum, aðallega frá V- Þýskalandi, og selja til annarra landa. Nýlega kömst upp um eitt slíkt „fyrirtæki“ sem hafði aðsetur sitt í Barcelona á Spáni. Fyrirtæki þetta hafði á sínum snæmm útsmogna bílaþjófa sem óku beinustu leið til Barcelona eftir að hafa stolið bílun- um. Þar var skipt um númer og skráningarskírteini. En bílarnir höfðu ekki langa við- dvöl á Spáni. Eftir að búið var að gera þá klára vom þeir fluttir út og seldir til arabalandanna, aðallega Sýrlands, Líbanons og Kuwait. Samkvæmt upplýsingum spænsku lögreglunnar starfa þó nokkur slík útflutningsfyrirtæki á austurströnd Spánar og er lögreglan þegar á slóð nokkurra. Sum þessara fyrirtækja breyta yfirbyggingum og vélamúmerum bílanna og fyrir bragðið verður nær ómögulegt að rekja uppruna þeirra. Erlendir fréttaritarar Vinna hafin við Ermarsundsgöngin Bjami Hinriksscjn, DV, Bordeaux: Vinna er nú hafin við jarðgöngin undir Ermarsund, á milli Englands og Frakklands, og gengur hún vel. Á síöasta ári tókst að tryggja nauðsyn- legt fjármagn svo göngin verði tilbúin eins og áætlað er, í maí 1993. Englendingar hafa þegar hafið gröft- inn og eru komnir fimmtíu metra í áttina til Frakklands, þar sem einnig verður byijað að grafa eftir nokkra daga. Næsta sumar munu alls fjögur fyr- irtæki grafa Frakklandsmegin og er búist við að hvert og eitt þeirra grafi að jafnaði fimm hundruð metra á mánuði. Ellefu hundmð og fimmtíu Frakkar vinna þegar við gerð gang- anna og verða orönir tvö þúsund og níu hundruð í árslok. Gífurlegt fjármagn er bundið í þessu fyrirtæki og hingað til hefur gengiö samkvæmt áætlun að afla þessa fjármagns og dreifa því út til verktaka. Framkvæmdimar em mikil vítamínsprauta fyrir héruðin næst gangaopunum báðum megin við sundið. Fóstureyðingar deiluefni Breta Valgerður jóharmsdóttir, DV, London: Samþykkt hefur verið við aðra umræðu í breska þinginu inndeilt frumvarp um að þrengja núgild- andi fóstureyðingalög Breta. Mörg þúsund manns söfnuðust saman framan við þinghúsið fyrir helgi til þess að mótmæla fmm- varpinu. Til nokkurra ryskinga kom og voru tuttugu manns hand- teknir. Frumvarpið hefur veriö eitt aðalumræðu- og deiluefni Breta undanfamar vikur. Samkvæmt núgildandi fóstu- reyðingalöggjöf, sem er um tuttugu ára gömul, er fóstureyðing heimil fram að tuttugustu og áttundu viku meðgöngu. í frumvarpinu, sem nú liggur frammi og flutt er af David Alton, þingmanni Fijálslynda flokksins, er hins vegar gert ráð fyrir að ólöglegt sé að eyða fóstri ef kona hefur gengið lengur með en átján vikur. Jafnstórar fylkingar Þvert ofan í flestar spár var frum- varp Altons samþykkt með nokkuð sannfærandi meirihluta. Þar með er þó ekki björninn unninn fyrir Alton. Nú verður fmmvarpið tekið til nánari umfjöllunar í nefnd. Síð- an fer það til þriðju umræðu í neðri deild og loks fyrir lávarðadeildina áður en það verður að lögum, ef það þá verður samþykkt á öllum stigum. Samkvæmt skoðanakönnun, sem dagblaðið The Independent lét gera fyrir helgi, skiptist breska þjóðin í tvær jafnstórar fylkingar í afstöð- unni til þessa máls. Fjörutíu og þrjú prósent telja núverandi lög um fóstureyðingar ekki nógu -ströng. Fjörutíu og tvö prósent telja hins vegar að lögin séu í lagi eða of ströng. Fleiri til skottulækna Stuðningsmenn frumvarpsinS benda á að í flestum nágrannaríkj- um Bretlands séu tímamörkin tólf vikur. Þeir segja einnig að þar sem læknavísindum hafi fleygt svo fram síðustu tuttugu ár sé nú mögulegt að halda lifi í bami sem fæðist eftir aðeins tuttugu og fjög- urra vikna meðgöngu. Því sé siðferðislega óveijandi að leyfa fóstureyðingu þegar kona hefur gengið með vel á sjöunda mánuð Andstæðingar frumvarpsins benda hins vegar á að langflestar fóstureyðingar, eða meira en níutíu prósent, eigi sér stað innan átján vikna. Þegar fóstureyðing fari fram seinna sé annaðhvort um aö ræða að fóstrið sé greinilega vanskapað eða í Ilut eigi dauðhræddar ungl- ingsstúlkur sem ekki hafi þorað að segja neinum að þær væru bams- hafandi. Þrenging á fóstureyðinga- löggjöfinni muni einungis þýða að fleiri konur þurfi að leita til skottu- lækna til að láta eyða fóstri ólög- lega. Seinagangur í kerfinu Margir læknar hafa lýst yfir and- stöðu sinni • við frumvarpið og benda á að mörg próf, sem gerð eru til að ganga úr skugga um heil- brigði fósturs, sé einfaldlega ekki hægt að framkvæma fyrr en í fyrsta lagi á tuttugustu viku með- göngu. Andstæðingar Altons segja einnig að nær sé fyrir hann að beita sér fyrir umbótum innan heil- brigðiskerfisins. Allt of oft sé seinagangi innan kerfisins um að kenna en ekki konunum sjálfum ef fóstureyðing er framkvæmd seint. Ógerlegt er að segja á þessu stigi hver afdrif frumvarps Altons verða að lokum. Margir, þar á meðal for- sætisráðherrann Margaret Thatch- er, hallast að málamiðlun þar sem miðað sé við tuttugu og fjórar vik- ur. Hvað sem verður er ljóst að Bretum á eftir að hitna í hamsi enn um sinn út af þessu máli. . Spánverjar sameina banka Brynhfldur Ólafedómr, DV, Spáxu: Tveir stærstu bankamir á Spáni, Banco de Bilbao og Bizgaya, hafa samið sín á milli um sameiningu. Samruninn, sem taka á fjögur ár, mun gera hinn nýja banka að stærsta banka Spánar. Bankamir tveir, sem báðir hafa aðalaðsetur sitt í Baskalandi, era að svipaðri stærð og með svipuð umsvif. Það er því ékki um að ræða að annar yfirtaki hinn heldur er þetta samrani á jöfnum grundvelli og mun hinn nýi banki bera nöfn hinna tveggja. Fyrstu fjögur árin munu bank- arnir aðeins starfa að nokkru leyti saman en eftir það verður samein- ingin algjör. Banco de BObao hefur með þess- um samningi lokið langri leit sinni að maka en áður höfðu samninga- umleitanir við fjóra aðra banka farið út um þúfur. Ríkisstjóm Spánar svo og heima- stjórn Baskahéraðs hafa lýst yfir ánægju sinni með samrunann og vonir standa til að fleiri bankar sameinist. Sem stendur eru um átta stórir bankar starfandi á Spáni en talið er að fleiri bankar eigi eftir að sameinast á næstu áram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.