Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1988, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1988, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988. Dægradvöl Vinsælustu vetraríþróttir landans Veturinn er oft á tíöum langur og strangur á íslandi og fer skamm- degið fyrir bijóstið ,á mörgum manninum. En þótt snjói er óþarfi aö vera með sorg og sút því ýmis- legt má gera sér til dægrastyttingar á þessum vetrarmánuðum. Vetraríþróttir .eiga töluverðum úar og þangað flykkist fólk hvort liðaár en þar er veglegur hóll sem DV fór á stúfana í síðustu viku vinsældum að fagna hér á landi en einkum þó skíðaíþróttin. Oft má sjá börn og unglinga renna sér niður hóla og hæðir víða um borgina með miklum tilþrifum. Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í byrjun jan- sem er um helgar eða á virkum dögum. Fyrir þá sem einhverra hluta vegna komast ekki í Bláfjöll er hægt að skella sér á túnið við El- vel er hægt að notast við. Einnig er ráðgert að setja upp skíðalyftu í Breiðholti, við enda Breiðholts- brautar, á allra næstu dögum og ætti því að skapast þar allsæmileg aðstaða til skíðaiðkunar. til að kynna sér tvær af vetrar- íþróttum landans, skauta- og skíðaíþróttina. -StB Mikil gróska í skíðagöngu - segir Óðinn Ámason hjá Skíðaráði Akureyrar Fer á skauta eins oft og veður leyfir, segir Hlin Pálsdóttir. DV-mynd KAE Fer á skauta þrisvar á dag, segir Hlín Pálsdóttir Skíðafæri er nú gott í Hlíöarfjalli viö Akureyri, en skíðasvæðið var opnað þann 9. janúar síöastliðinn. Mikill áhugi hefur ætíö verið á þess- ari íþrótt í höfuðstað Norðurlands enda er aöstaðan þar eins ög best verður á kosið. Norðlendingar mega eiga von á að öryggi aukist til muna á næstunni en von er á nýjum snjó- troðara í Hlíðarfjall eftir einn til tvo mánuði. Skíðagangan virðist hafa unnið hug og hjörtu Akureyringa að sögn Óðins Árnasonar hjá Skíðaráði Ak- ureyrar. „Aðsókn í trimmbrautina í Kjarnaskógi hefur aukist,“ sagði Óðinn „og auk þess æfa 20 manns göngu með keppni í huga. Alls æfa liðlega tvö hundruð hjá Skíðaráðinu, þau yngstu að vísu aðeins um helgar en böm eldri en átta ára æfa þrisvar í viku og oftar.“ Fyrsta skíðamótið á Akureyri var haldið um síðustu helgi en það var mót KA og Þórs í svigi og stórsvigi. Landsmótið á skíðum verður haldið þar nyrðra um miðjan apríl, eftir páskana. Stærsta mótið sem norðan- menn standa fyrir, Andrésar andar mótið, verður svo haldið á sumar- daginn fyrsta. Á þessu móti keppa böm frá sex til tólf ára en að sögn Óðins hafa keppendur verið allt niö- ur í þriggja ára gamlir. Skíðasvæðið í Hlíðafjalli er opið sem hér segir: á þriðjudögum, mið- vikudögum og fimmtudögum frá klukkan 13 til 21, á mánudögum og fostudögum frá klukkan 13 til 19 og um helgar frá klukkan 10 til 17. -StB Eins og viö vitum öll eru vetrar- iþróttir fyrir alla aldurshópa og hvorki skíði né skautar þekkja kyn- slóðabilið margumrædda. Veður hefur verið einstaklega gott undan- famar vikur og mánuði og loks þegar skautaveðrið kom dreif Hlín Páls- dóttir sig á skauta ásamt börnum sínum, þeim Helgu Láru og Magnúsi. Hlín sagðist oft-fara með börnin á skauta þegar veður leyfði, jafnvel tvisvar til þrisvar á dag. En heldur leist henni illa á aðstöðuna til skauta- iðkunar á þessu vinsæla skauta- svæöi höfuðborgarbúa. „Það er skömm að þessu,” sagði Hlín Páls- dóttir um snævi þaktan ísinn. En hvorki Hlín né börnin á Tjöm- inni létu snjóinn hindra sig mikiö í að stunda þessa hollu og hressandi íþrótt. -StB Nægur snjor i Bla fjöllum Þann 9. janúar sl. var skíðasvæð- ið í Bláfjöllum formlega opnað almenningi. Að sögn Guðmundar Kjerulfs, annars umsjónarmanns Bláflalla, hefur aðsókn verið góð, a.m.k. 3.000 manns nutu blíðviöris- ins þar laugardaginn 17. janúar. Aðsókn á virkum dögum hefur einnig verið góð og ber þá mest á hópum skólabama af Reykjavíkur- svæðinu, svo óg nærhggjandi byggðarlögum. Aðstaða fyrir gesti svæðisins er nokkuð góð að sögn Gufimundar, kjallari skíðaskálans rúmar um eitt hundrað manns sem geta þar neytt nestis síns í ró og næði. Uppi er veitingasala þar sem seld er skyndifæða, kafli og gos- drykkir. Alls rúmar skálinn 250 manns við borð. Allar lyftur nema barnalyftan vom opnar þegar DV ræddi við Guðmund og sagði hann að opnun hennar yrði að bíða betri tíma. Hraunið í nágrenni bamalyftunnar væri of bert til að hægt væri að koma þar við ruðningstækjum en ef miða mætti við snjókomu síð- ustu daga liti út fyrir að lyftan yrði opnuð fljótlegá og að hægt yrði að leggja göngubrautir. Kennsla hefur enn ekki hafist en hún fer fram við bamalyftuna. Þrír kennarar starfa í Bláflöllum og er kennt bæði í hópum og í einka- tímum. Allajafna er skíðasvæðið í Blá- flöllum opið frá því nóvember fram í maí en Guðmundur sagöi blaða- manni DV að sökum snjóleysis hefði svæðið ekki verið opnaö fyrr en í byijun janúar í ár og að upp úr hvítasunnunni virtist sem fólk hefði að mestu lagt skíðunum. Bláflöll eru opin í vetur sem hér segir: á þriðjudögum, miövikudög- um og fimmtudögum er opið frá klukkan 10 árdegis til klukkan 22 en frá klukkan 10 til klukkan 18 alla aðra daga. Þetta er að sjálf- sögðu háð veðri en það lítur ekki út fyrir að snjóleysi ætli að hrjá skíðamenn á næstu dögum. StB Þær láta ekki kuldann á sig fá, þær Inga Jóna, 11 ára, Jónína, 8 ára, Enika, 11 ára, og Laufey, 12 ára. DV-mynd KAE „Ofsagaman á skautum“ - segja krakkamir á Tjöminni Þegar blaðamaður og ljósmyndari DV komu við á Tjöminni í Reykjavík mátti sjá nokkra galvaska krakka á skautum, öslandi snj' inn sem hlaöist hefur upp síðustu daga. Þessir krakkar buðu kuldanum birginn og kærðu sig kollótta um bleytuna sem óhjákvæmilega fylgir þegar jafn- vægið er ekki sem skyldi. Jón Trausti, 12 ára nemi í Kársnes- skóla, sagði að það væri „ofsalega gaman“ á skautum, raunar mun skemmtilegra en í skólanum. Þær tóku undir það með Jóni, þær Inga Jóna og Jónína. Inga Jóna sagðist alltaf fara á skauta þegar Tjömin væri frosin og sagöi að sér fyndist ofsalega gaman. Hún viðurkenndi þó aö hún dytti stundum. En fall er far- arheill segir máltækið og vonum viö að þau fái öll mörg tækifæri til að nota skautana sína það sem eftir er vetrar. StB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.