Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1988, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1988, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988. Fréttir Skákeinvígin í Kanada: Tiyggir Jóhann sér sæti í átta manna úrslitum í dag? - eða verður það gamli refurinn Viktor Kortsnoj sem enn einu sinni heldur sig við toppinn? Sigurdór Sigurdórsson, DV, Kanada: í dag verður 8. skákin í einvígi þeirra Jóhanns Hjartarsonar og Viktors Kortsnojs tefld. Vinni annar hvor fer sá hinn sami áfram í átta manna keppnina sem talið er að haldin verði í Puerto Rico en það hefur þó ekki fengist staðfest. Verði jafntefli þurfa þeir Jóhann og Kortsnoj að tefla hraðskákir á morg- un, laugardag, og verður þá teflt þar til annar hvor hefur sigur í einni skák. Ef til þessa kemur tefla þeir fyrst klukkustundar skák, ef það dugar ekki þá 30 mínútna skák og ef það dugar heldur ekki til aö knýja fram úrslit, þá tefla þeir 15 mínútna skák- ir þar til yfir lýkur. Menn eru að sjálfsögðu á milli von- ar og ótta með skákina í dag. Jóhann stýrir svörtu mönnunum og svo brugðið sé yfir á gamanmál þá var það tekið fram í einu dagblaðanna hér í Saint John að það þætti betra að hafa hvítt í skák þar sem hvítur léki fyrsta leikinn. Meiri er nú ekki skákkunnátta almennings hér. Þaö var líka tekið fram að fyrir að vinna skák fengist eitt stig en menn skiptu stiginu á milli sína ef skákin endaði með jafntefli. En þetta var útúrdúr. Hins vegar spyija menn, hverjir eru möguleikar Jóhanns? Á það má benda að hann hefur þegar unnið Kortsnoj með svörtu mönnunum og þeir hafa unnið þessar tvær skákir hvor, með skiptum litum. Þannig aö afar erfitt er að spá nokkru. Það eyk- ur bjartsýni manna sem halda með Jóhanni að hann virtist fullkomlega hafa náö sér á strik i 7. skákinni og hafði frumkvæðið allan tímann þótt það nægði ekki til sigurs. Það sem margir voru hræddir við var að sjálfstraustið myndi hverfa viö mót- lætið í 5. og 6. skákunum en svo virðist aUs ekki vera. Það er því bara að vona það besta í dag en þá fæst úr því skorið hvort Jóhann Hjartarson er einn af 9 eða 16 bestu skákmönnum heims. Hinn ósiðlegi nafli Einars Arnar Benediktssonar. Sykurmolamynd- band fer fýiir brjóstið á Bretum Myndband með lagi Sykurmol- anna, Cold Sweat, hefur ekki fengist sýnt í breska sjónvarpinu vegna þess að það telst fullkynferðislegt. í nýj- asta hefti vikublaðsins Melody Maker er skýrt frá því að mynd- bandið hafi ekki fengist sýnt í sjónvarpsþættinum „The Chart Show“. Að sögn blaðsins mun stjóm- endum þáttarins hafa orðið um og ó er þeir sáu bandiö enda hafi hegðan Bjarkar og Einars Amar sært sið- ferðiskennd sfjórnendanna og komið út á þeim köldum svita. Flestir íslendingar ættu að kannast við myndband þetta þar sem það hefur sést margoft í ríkissjónvarpinu og það án nokkurra athugasemda. Atriðin sem þóttu kynferðisleg em að sögn Melody Maker þijú. Hið fyrsta er þegar sést í beran maga Einars Arnar og er hann skreyttur djásnum. Annað atriðið mun vera þar sem Einar kemur skríðandi til Bjarkar og tekur um handlegg henn- ar. Þriðja atriöið er svo krossfesting Einars Arnar. Myndbandið endar svo á því að Björk sker Einar á háls. Þetta atriöi slapp í gegnum nálaraugað athuga- semdalaust að ööm leyti en því að inn í atriðið höfðu veriö klippt skot sem sýndu beikon. Stjórnendur „The Chart Show“ munu hafa farið þess á leil við Sykur- molana aö þessum atriðum yrði breytt, og neituðu þau þvi í fyrstu, en féllust loks á að setja í staöinn apalæti. Þannig fékkst myndbandið að lokum sýnt. Melody Maker er annars fullur af fréttum um íslendinga. Auk Sykur- molanna en auk fréttar af mynd- bandinu er dómur um Cold Sweat plötuna, em einnig fréttir af hálfguð- um í Kópavogi, Svarthvítum draumi, en sú hljómsveit hefur gert það gott í neðanjarðarrokkheiminum, þð ekki fáist útvarpsstöövar til að spila efni hennar. Þá er bara aö sjá hvemig breiðskífa þeirra gerir sig meðal Breta, en hún fær lofsamleg ummæli í dómi, m.a. fyrir það áræði aö syngja á íslensku. -PLP Fálki fangaður Höhnfriður S. Friöjónsdóttir, DV, Húsavík: Blvígur fálki var fangaður á Húsa- vík í gær. Fálkinn hafði áður komið nokkmm sinnum í dúfnakofa í bæn- um til að seðja hungur sitt. Eigandi dúfnanna lagði gildra fyrir fálkann og náði honum í gær. Fálkinn var merktur og eftir sam- tal við Ævar Petersen fuglafræðing var ákveðið að fara með fálkann tíl Eyjafjarðar í dag og sleppa honum lausum þar. Fálkinn gistí lögreglu- stööina á Húsavík í nótt. Jóhann er hress og baráttuandinn I lagi - sagði Friðrik Ólafsson, aðstoðarmaður hans, í gær Sigurdór Sigurdórsson DV, Kanada: „Þú getur alveg flutt fólki heima þáer fréttír að Jóhann er hress og enginn uppgjafartónn í honum, öðru nær. Og ég fullyrði aö baráttuandinn hefur ekkert dofnað," sagði Friðrik Ólafsson, stórmeistari og aðstoðar- maður Jóhanns, í samtali við DV síðdegis í gær. Þeir Jóhann, Friðrik og Margeir Pétursson halda vel hópinn, fara í Það vakti eftirtekt aö Petra, eigin- kona Kortsnojs, lét ekki sjá sig í skáksalnum þegar 7. einvígisskák þeirra Jóhanns og Kortsnojs fór fram. Hún hefur í fyrstu 6 skákunum setíð og pijónaö með grænt band á prjónunum. gönguferðir og stunda sund á daginn, þannig að Jóhann er vel á sig kominn líkamlega og engin þreytumerki á honum að sjá. Það hefur vakiö eftirtekt fólks hér í Saint John sem fylgist með keppn- inni hve rólegur og yfirvegaður Jóhann er. Auðvitað hlýtur hann að vera spenntur meðan á skákunum stendur en honum tekst aö leyna því fullkomlega. Á meöan er brosað að taugaveiklun Aðstoöarmaður Kortsnojs, Gumvich, sat aftur á móti alia skák- ina og fylgdist meö og honum leiö hreint ekki vel þegar staða Jóhanns var hvað best. Ekki vita menn hvers vegna Petra mætti ekki en i gærmorgun, þegar lítíö var um að vera á skákstaönum, mætti hún ein og sér í fréttamanna- Kortsnojs. Eins og oft hefur áður verið frá greint keðjureykir hann sígarettur. Hann gengur ekki um gólf, heldur æðir um gólfið. Svo stoppar hann stundum og eins og hristir sig og menn sem þekkja hann vel segja aö þama sé hann að magna upp í sér fjandskapinn, en Kortsnoj getí ekki teflt einvígi nema magna upp fjandskap. herberginu og fylgdist með þegar stórmeistarinn og stærðfræðidoktor- inn John Nenn skýröi fyrir viöstödd- um alla möguleika hins nýja tölvuskákkerfis sem hér er notað. Hann er sagður manna fróðastur um þetta kerfi. Gligoric hefur svarað bréflega - viðurfcennlr að kvartanír Jóhanns hafí verið réttar Sgurdór Sigurdórsson DV, Kanada: í gær barst Friörik Ólafssyni loks bréf frá yfirdómara einvigjanna, júgóslavneska stórmeistaranum Gligoric, þar sem hann staðfestir að kvartanir Friðriks Ólafssonar fyrir hönd Jóhanns hafi veriö á rökum reistar og aö hann hafi tek- iö þær allar til greina. Þaö var mjög erfitt fyrir Friðrik aö fá þetta bréf frá Gligoric. Fyrst bar hann viö önnum, síðan að hann gæti ekki fengið neinn vélritara til að vélrita fyrir sig bréfiö. Friðrik hlustaöi ekki á þessar afsakanir og heimtaði skriflegt svar sem svo barst síðdegis í gær. Ef tíl vfll skilja menn ekki al- mennt hvers vegna Friörik Ólafs- son er svona haröur á að fá allt skriflegt í þessu máli. Ástæöan er sú að fáir þekkja klæki Kortsnojs betur en Friörik. Þegar Kortsnoj tefldi einvígið viö Karpov um heimsmeistaratítilinn á Ítalíu var Friðrik yfirdómari eins og Gligoric er nú. Þar fékk hann að kenna á klækjum Kortsnojs og veit aö hann viöurkennir ekkert nema að þaö sé staðfest skrifiega. Það er því enn einn sálfræöisig- urinn að fá óknyttabrögö Kortsnojs í einviginu viöurkennd skriflega frá yfirdómara keppninnar. Til þessarar staðfestingar verður hægt aö vita ef með þarf í famhaldinu. Petra sást ekki við sjöundu skákina Talið er að átta manna einvígin fari fram í Puerto Rico Sigurdór Sigurdóraaon DV, Kanada: Það er ekki vitaö með vissu hvar átta manna áskorendaeinvígin fara fram en í gær fullyrtu ýmsir skák- fréttamenn hér aö þaö yrði í Puerto Rico í M-Ameríku, landinu þar sem Héðinn Steingrímsson vann heims- meistaratítil 12 ára og yngri í sumar er leiö. Er talaö um aö keppnin fari þar fram í júlí í sumar. Það hefur ekki tekist aö fá þetta staðfest. Þeir sem þar munu keppa eöa hvar sem átta manna einvígin verða hald- in eru: Fyrrum heimsmeistari Anatoly Karpov og síðan Speelmann frá Englandi, Yusupov frá Sovétríkj- unum, Short frá Englandi, Portísch frá Ungveijalandi, Timman frá Hol- landi og síðan annaðhvort Jóhann eöa Kortsnoj og Spraggett frá Kanada eöa Salov frá Sovétríkjunum en þeir tefla nú framhaldseinvígi rétt eins og Jóhann og Kortsnoj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.