Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1988, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1988, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988. Nýir hluthafar hja Þykkvabæjarkartöflum hf.: „Getum nú haldið rekstrinum áfram“ Rekstur Þykkvabæjarkartaflna hf. hefur gengið þunglega að undan- fómu og að sögn Jóns Magnússonar, helsta hluthafa fyrirtækisins, var nauðsynlegt að gera breytingar á íjárhagsstöðu þess. „Viö erum nú að ganga frá þvi að nýir hluthafar komi inn í fyrirtækið og með þeim kemur nógu mikið hlutafé til að halda rekstrinum áfrarn," sagði Jón. Hann kvaöst ekki geta geflð upp að svo stöddu hveijir þetta væru sem nú kæmu inn í fyrirtækið né hve háa upphæð þar væri um að ræða. Að undanfómu hafa átt sér stað viðræður milh Jóns og forráða- manna Ágætis hf. um að Ágæti yfirtaki rekstur Þykkvabæjarkart- aflna en að sögn Jóns var ekkert vit í tillögum Ágætismanna. Þeir hefðu viljað fá eignir fyrirtækisins á 25% af verðgildi þeirra. Mikil samkeppni hefur verið milli þessara fyrirtækja og sagöi Jón að veröstríö þeirra í milli hefði kostaö sig mikla peninga. „Viö emm að berjast við mikið vald þar sem Ágæti er en þaö er búiö að fara einu sinni yfir um. Viö getum ekki notað sömu aðferð og þeir hjá Ágæti," sagöi Jón. Hann taldi að með komu hinna nýju hluthafa væri fjár- hag Þykkvabæjarkartaflna bjargað en hann hefði veriö oröinn slæmm-. -SMJ Chagall, Hockney, Grappelli og popptón- leikar á Laugardalsvelli Skipulagning Listahátíðar 1988 er nú á lokastigi, en meðal helstu við- burða á henni eru sýning á verkum Marc Chagall, sýning á grafik eftir David Hockney, tvö hundruð manna kór og hljómsveit frá PóUandi sem flytur „Pólska sálumessu” eftir Krzysztof Penderecki undir stjórn tónskáldsins sjálfs, einleikstónleikar Vladimirs Ashkenazy, Guarneri strengjakvartettinn, tríó Stéphane Grappelli og frumflutningur á leik- ritinu Marmari éftir Guðmund Kamban. Af öðrum Ustamönnum, sem fram koma, má nefna fmnska stórsöngv- arann Jorma Hynninen, tvær stór- efnilegar söngkonur, Debra Vanderlinde og Sarah Walker, lát- bragðsleikarann Yves Lebreton og listdansflokkinn Black Ballet Jazz frá Los Angeles. íslenskir tónlistarmenn láta heldur ekki sitt eftir liggja, því mörg íslensk tónverk verða bæði flutt og frum- flutt. Popparar fá síðan eina ótilgreinda stórhljómsveit að utan sem treður upp á Laugardalsvellinum. A blaðamannafundi skýrði formað- ur framkvæmdastjórnar, Jón Þórar- insson tónskáld, frá fyrirhuguðum skipulagsbreytingum á stjórn hátíð- arinnar, en þær miöa að því að tryggja órofa samhengi milli listahá- tíöa og gera stjórninni kleift að skipuleggja lengra fram í tímann og bóka stórstjörnur. Frá blaöamannafundi Listahátiðar, f.v. Sonja B. Jónsdóttir, Rut Magnússon, framkvæmdastjóri hátiöarinnar, Jón Þórarinsson og Gunnar Egilson. DV-mynd GVA Böðvar Bragason, lögréglustjóri í Reykjavík, hefur látið íjarlægja af- ruglara af lögreglustöðvunum í Reykjavik. Ákvörðun um að láta fjarlægja afruglarana var tekin eftir að magnara var stolið á Hótel Sögu. Magnaranum var s'toliö á meðan lög- reglumenn á öryggisvakt voru að horfa á sjónvarp. Magnarinn var rétt við herbergi það er lögreglumennim- ir voru í. Samkvæmt upplýsingum Páls Ei- ríkssonar aöstoðaryfirlögregluþjóns er verið að athuga hvort leyft verði að hafa afmglara á lögreglustöðvun- um eða ekki. Hann sagðist eiga von á ákvörðun lögreglustjóra innan skamms. Lögreglufélagiö hefur skrifað lög- reglustjóra bréf þar sem farið er fram á að athugað veröi hvort afruglar- arnir verði leyfðir eða ekki. Meðal annars verður athugað hvernig þess- um málum er háttað á öðrum lög- reglustöðvum og eins hvemig sjónvarpsmálum er háttaö hjá lög- reglu annars staðar á Norðurlönd- um. Þegar afruglaramir höfðu verið fjarlægðir tóku einhverjir lögreglu- menn sig til og fjarlægðu taflmenn og klukkur sem voru í setustofu. Páll Eiríksson vildi taka skýrt fram að ekki væri um það að ræða að það þætti verra að lögreglumenn hefðu aðgang að Stöð 2 heldur hvort æski- legt þætti að lengja dagskrána. -sme - einnig töfl og klukkur Þessar breytingar felast meðal annars í því aö tilvonandi fram- kvæmdastjórar hátíðarinnar hefja ‘ störf sem aðstoðarframkvæmda- stjórar tveimur árum fyrr en venju- iega. Að þessu sinni eru í framkvæmda- stjórn, ásamt Jóni Þórarinssyni, Valur Valsson bankastjóri, Karla Kristjánsdóttir, deildarstjóri í Lista- safni íslands, Arnór Benónýsson, forseti Bandalags islenskra lista- manna, og Gunnar Egilson, skrif- stofustjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands. Blaðafulltrúi hátíðarinnar er Sonja B. Jónsdóttir. -ai Horft á Heilsubælið á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Afruglarinn hefur verið fjarlægður, að minnsta kosti um stundarsakir. DV-mynd S Lögreglan í Reykjavík: Afruglararfjarlægðir Fréttir Vikudvöl á hóteli í Reykjavík: Auralaus, á fölsku nafni en ánægður með þjónustuna Maður sem sagði rangt til nafns gisti i eina viku á Holiday Inn hótel- inu. Þegar hann bókaði sig á hóteliö var hann ekki krafinn um skilríki. Hann sagðist heita Ægir Ágústsson og vera frá ísafirði. Þegar hann hafði verið á hótelinu í eina viku stakk hann af án þess að gera upp skuld sína. „Þegar ég tók herbergiö til leigu greiddi ég einnar nætur gistingu. Daginn eftir var ég beðinn aö greiða meira inn á reikninginn. Þá átti ég fimm þúsund krónur og greiddi þær inn á reikningin. Þá hafði ég látiö skrifa hjá mér mat og vín. Þeir skrifuðu allan tímann. Það var sama hvað ég pantaði, allt var skrifað,” sagði maöurinn sem gisti á hótelinu, vitandi það að hann ætti ekki fyrir reikningunum. Á fóstudagskvöldið fór maðurinn á dansleik í Veitingahúsinu í Glæsibæ. Leigubílstjóri sem ók honum þangaö átti eftir að hafa meira af manninum að segja. Þegar upp var staðið hafði leigubílstjór- inn lánað manninum um 15 þúsund krónur og gengið í ábyrgö fyrir hótelreikningnum. „Maöurinn virkaði mjög traust- vekjandi. Ég ók honum fyrst á fóstudaginn, hann var þá að fara á Borgarspítalann. Hann sagði mér að hann hefði orðið fyrir vinnu- slysi og ætti sennilega erfitt meö að stunda vinnu það sem eftir væri. Þegar hann fór á balíið baö hann mig að sækja sig hálftíma áður en dansleiknum lyki. Ég gerði það. Hann kom út á tilsettum tíma. Hann sagðist hafa lent í slagsmál- um og verið rændur veski sínu. Ég trúði manninum og í góðri trú lán- aði ég honum peninga. Þaö ágerðist svo með hveijum deginum. Hann sagðist vera í viöskiptum við Alþýðubankann og þar sem hann sagði að ávísanaheftið heföi veriö í veskinu var skiljanlegt að hann væri auralaus. Á mánudag- inn fór hann í bankann. Þegar hann kom út sagöi hann að verið væri aö athuga hvað hægt væri aö gera vegna týnda ávísanaheftisins. Hann fór meira að segja til Rann- sóknarlögreglu, sagðist þurfa aö mæta þar til að gefa skýrslu vegna veskisþjófnaöarins. Ég ók honmn á alla þá staði sem hann þurfti að fara til,“ sagði leigubílstjórinn. Leigubílstjórinn fór fleiri feröir í bankann til aö athuga með gang mála. Alltaf tókst þeim sökótta að flækja málin sér i hag. Leigubíl- stjórinn og maðurmn lýsa sam- skiptum sinum með mjög líkum hætti. „1 upphafi ætlaði ég ekki aö vera lengi á hótelinu. Þegar ég sá hvað þetta gekk vel ákvað ég að leika þetta þar til ég neyddist til að hætta. Ég var á örvandi lyfjum og drakk áfengi. Þá verður maður svo kærulaus. Mér þykir þetta leiöin- legt með leigubflstjórann. Ég mun greiða honum aftur það sem ég skulda honum. Ég vil taka fram að þjónustan og maturinn á Hohday Inn voru starfsfólkinu þar til sóma. Framkoma allra var einstök.** Söguna um slagsmálin og veskis- þjófhaðiim sagði maðurinn einnig á hótelinu. „Það vorkenndu mér allir. Saklaus sveitamaður rændur í Reykjavík. Ég varð hálfhissa á sjálfum mér þegar ég sagði að þetta væri eflaust skipulögð glæpastarf- semi. Sjálfur hef ég veriö á Litla- Hrauni í tíu ár samanlagt." Leigubflstjórinn hefur kært manninn tál Rannsóknarlögreglu. Holiday Inn hyggst kæra manninn fyrir aö gefa upp rangt nafti. -sme Aldursforsetinn mátaði fjóra Regína Thorarensen, DV, Ströndum; Það er eins norður í Árneshreppi á Ströndum og annars staðar hér á landi - allir hafa mikinn áhuga á skákinni. Þess má geta að átta karl- menn hafa teflt hér yfir vetrarmán- uðina undanfarin ár og komið saman í bamaskólanum á Finn- bogastöðum um helgar þegar veðrátta hefur leyft og annir ekki hindrað það þvi víða er fámennt hér á bæjum. Nýlega komu þessir átta menn saman og tefldu á fjórum boröum. Aldursforsetinn, Axel Thorarens- en, Gjögri, 81 árs, sigraöi glæsilega. Vann fjórar skákir af sjö. Þá má geta þess að á undanfórn- um áram hafa þessir menn boðið tveimur mönnum frá Reykjavík hingað í páskavikunni til að tefla og hefur það verið hin besta skemmtun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.