Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1988, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1988, Page 5
FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988. 5 dv Fréttir Nýju umferöarlögin: Lögregl- an kemur á árekstr- arstað í nýju umferðarlögunum, sem taka gildi 1. mars, er gert ráð fyrir að þeir sem lenda í árekstrum geri sjálfir upp sakirnar verði ekki slys á fólki. Því ákvæði verður ekki framfylgt fyrst um sinn. Lögreglan mun eftir sem áður koma á árekstrarstað. Hjalti Zophaníasson hjá dóms- málaráðuneytinu sagði að óvíst væri hvenær nýju umferðarlögunum yrði framfylgt að þessu leyti. Hann sagði að nú væru tveir menn á vegum ráðuneytisins á kynningarferð í Dan- mörku og Noregi. í þeim löndum gildir sú regla að fólk annast sjálft skýrslugerð og frágang mála í árekstrum. Þó ekki ef slys verða á fólki. Hjalti sagðist hafa orðið var við ugg í fólki vegna þessarar nýþreytni. Fólk er hrætt við rétt sinn gagnvart tryggingafélögunum. Eins hafa heyrst raddir um að sá sem veikari sé eigi á hættu aðjnissa rétt sinn. Hér á landi mun vera minna um kaskótryggingar en í þeim löndum sem fyrirmyndin er sótt til. Með nýju umferðarlögunum verða tekin upp sektarákvæði varðandi ljósa- og bílbeltanotkun. Hjalti Zoph- aníásson sagði að hjá ríkissaksókn- ara væri verið að vinna að ákvörðun um hve háar sektir skyldu vera við þessum brotum. Von er á ákvörðun innan fárra daga. í nýju lögunum verður gert skylt að aka með ökuljós allan sólarhring- inn, allt árið um kring. -sme Steingrímur í Hæstarétti í morgun hófst í Hæstarétti réttar- hald yfir Steingrími Njálssyni. Dómi Sakadóms Reykjavíkur í máli Stein- gríms var áfrýjað til Hæstaréttar. í Sakadómi Reykjavíkur var Stein- grímur dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Hæstiréttur hefur áður fengið þetta sama mál til meðferðar, en þá var því vísað frá Hæstarétti. Steingrímur Njálsson situr nú í gæsluvarðhaldi og hefur honum ver- ið gert að sæta gæsluvarðhaldi þar til hæstaréttardómur fellur í máli hans, þó ekki lengur en til 26. þessa mánaðar. -sme Dagvistar- gjöldin hækka enn á Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyxi: Dagvistargjöld hækkuðu um 15% á Akureyri um síðustu mánaöamót og bæjarstjórn hefur nú samþykkt að gjöldin hækki aftur 1. mars, þá um 10%. Þessar hækkanir má rekja beint til samninga fóstra við Akureyrarbæ, launakostnaður bæjarins jókst veru- lega vegna þeirra samninga. Fóstrur á Akureyri eru nú sagðar þær launa- hæstu á landinu en samt er mikill skortur á fóstrum í bænum. NISSAN- SUBARU BÍLASÝNING Reykjavík og Akureyri laugardag og sunnudag kl. 2-5 SUBARU STATION 4 WD. SUBARU JUSTY 4 WD. NISSAN PATROL 4 WD. NISSAN MICRA 1 I áhllpr"w/1 WliffWi MHM .........................3 • .. ...................... NISSAN SUNNY SEDAN NISSAN SUNNY WAGON 4 WD. IMISSAIM NISSAN PATHFINDER 4 WD. NISSAN PRAIRIE 4 WD. A Akureyri: Nýja sýningarsalnum hjá Sigurði _________ Valdimarssyni, Óseyri 5A._____________ 3JA ÁRA ÁBYRGÐ Verið velkomin - Alltaf heittá könnunni INGVAR HELGASOIM HF. Symngarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.