Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1988, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988.
13
Viðtalið
Dr. Úlfar Bragason forstöðumaður
stofnunar Sigurðar Nordals sem hóf
starfsemi sína um áramót:
I
íslenskan
númer eitt
Stofnun Siguröar Nordals hefur nú
tekið til starfa og er forstöðumaöur
stofnunarinnar dr. Úlfar Bragason
en hann hóf störf um áramót. Til-
gangurinn með menningarstofnun
þessari er „að efla hvarvefna í heim-
inum rannsóknir og kynningu á
íslenskri menningu aö fomu og nýju
og tengsl íslenskra og erlendra fræði-
manna á því sviði“ eins og segir í
reglugerð stofnunarinnar.
Formlega var ákveðiö að koma
stofnuninni á fót 14. september 1986
í tilefni aldaraifmælis Sigurðar Nor-
dals. Keypt var húsnæði undir
starfsemina vorið 1987 að Þingholts-
stræti 29 og hóf forstöðumaðurstörf
eins og áður segir nú um áramót.
Hann er enn sem komið er eini
starfsmaður stofnunarinnar. „Ég er
mjög þakklátur fyrir að hafa fengið
það verkefni að móta starf stofmmar
Sigurðar Nordals en starfið verður
að vera mjög öflugt svo að stofnunin
beri nafn hans með rentu," segir dr.
Úlfar Bragason.
Stjóm stofnunarinnar skipa: Davíð
Ólafsson, fyrrv. seðlabankastjóri, en
hann er jafnframt formaður, dr. Jón-
as Kristjánsson, forstöðumaður
Árnastofnunar, og Svavar Sig-
mundsson dósent.
Dr. Úlfar Bragason er fæddur árið
1949. Hann tók BA próf í íslensku og
sagnfræði frá Háskóla íslands 1973
og árið eftir kenndi hann íslensku
við Menntaskólann á Akureyri. Hélt
hann þá til Noregs þar sem hann
stundaði nám í almennum bók-
menntum og lauk hann meistara-
prófi þaðan árið 1979. Þegar Úlfar
kom aftur til íslands kenndi hann
um skeið í ýmsum framhaldsskólum
en hélt svo til Bandaríkjanna í frek-
ara nám. Úlfar tók doktorspróf frá
Berkeleyháskóla í Kalifomíu vorið
1986. Fjallaði doktorsritgerð hans um
frásagnarlist í Sturlungasögu. Að
doktorsprófi loknu kenndi hann við
Chicagoháskóla í 1 'A ár, eða þangað
til í lok desember á síðasta ári.
„Ætlunin er að stofnunin sjái um
að gera átak í því að sinna kennslu
og rannsóknum á íslenskri menn-
ingu erlendis en samfara minnkandi
áhuga á „húmanískum" fræöum hef-
ur áhugi á íslenskum fræðum
minnkað. Við höfum ekkert gert til
að sporna á móti þessari þróun en
aftur á móti er ijöldinn allur af fræði-
mönnum erlendis sem hefur gert
margt fyrir okkur í þessum efnum
óumbeöið. Fyrsta verkefni stofnunar
Sigurðar Nordals verður því að sjá
um að sterkari tengsl myndist milli
íslands og þeirra stofnana erlendis
þar sem íslensk fræði eru stunduð. í
því skyni er ætlunin að bjóða hingað
til lands á þessu ári erlendum fræði-
mönnum og ræða viö þá stöðu
íslenskra fræða í heimalöndum
þeirra og hvernig mætti styrkja hana
og efla. Einnig er hlutverk stofnunar- •
innar aö þjóna íslenskum lektorum
erlendis, þ.e.a.s. að gefa þeim upplýs-
ingar um hvað er að gerast hér á
landi í þessum málum.
Hvað varðar áhugamál mín get ég
sagt að áhugi minn snúist allur um
íslenskuna og rannsóknir á henni.
Ég hef mest lagt stund á íslensk fræði
auk þess sem ég hef kennt íslenskar
bókmenntir og sögu. Það má því
segja að ég sé allur í þessu.“
-JBj
ÞANNIG
ERU HLUNNINDI
METIN
í SIAÐGREBSLU
Fœði, húsnœði, orka, fafnaður, ferðalög.
FERÐALÖG
Dagpeningar til greiðslu á gistingu, fæði og fargjöldum erlendis eru staðgreiðsluskyldir fyrir
ofan eftirfarandi viðmiðunarmörk:
Noregurog Svíþjóð Annars staðar
Almennirdagpeningar 165SDR 150SDR
Dagpeningar vegna
þjálfunar, náms eða
eftirlitsstarfa 105SDR 95SDR
Dagpeningar innanlands eru staðgreiðsluskyldir fyrir ofan eftirfarandi viðmiðunarmörk:
Gisting og fœði íeinn sólarhring 3.960kr.
Gisting íeinn sólarhring 1.890kr.
Fœði hvem heilan dag, minnst 10 klstferðalag 2.070kr.
Fœði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag 1.035 kr.
Sé gisting erlendis greidd samkv. reikningi þriðja aðila og ferðafé auk þess greitt fyrir kostnað að öðru
leyti þá reiknast staðgreiðsla af greiðslu umfram 67 SDR á dag.
Sama regla gildir hafi annarferðakostnaður en gisting verið greiddur samkv. reikningi en ferðafé
greitt fyrir gistingu. Staðgreiðsla reiknast þá af greiddum dagpeningum umfram 83 SDR á dag.
Fái launamaður greidda dagpeninga fyrir 30 daga eða fleiri á sama ári skulu viðmiðunarmörkin
lækka um 437 kr. fyrir hvern dag umfram 30.
FÆÐl
Fæði sem launamanni (og fjölskyldu hans) er látíð í té endurgjaldslaust er staðgreiðsluskylt
og skal metið þannig til tekna:
Fulltfœði fullorðins 437kr.ádag.
Fullt fœði bams yngra en 12 ára 350kr.ádag.
Fœðiaðhluta 175kr.ádag.
Greiði launamaður lægri fjárhæð fyrir fæði hjá launagreiðanda en mat ríkisskattstjóra segir til
um skal telja mismuninn til staðgreiðsluskyldra tekna launamanns. Fæðispeninga í stað fulls fæðis
eða að hluta ber að telja til tekna að fullu.
______________________________________FATNAÐUR______________________________________
Fatnaður sem ekki telst til einkennisfatnaðar eða nauðsynlegs hlífðarfatnaðar
skal talinn tll tekna á kostnaðarverðl og eru þœr tekjur staðgreiðsluskyldar.
Ávalltskalreikna staðgreiðslu afallrigreiðslu launagreiðanda til launamanns tilkaupa á fatnaði.
HÚSNÆÐIOG ORKA
Endurgjaldslaus afnot af íbúðarhúsnæði sem launagreiðandi lætur launamanni í té eru
^__________________staðgreiðsluskyld og skulu þannig metin til tekna:_______________
Fyrirársafnotreiknast2,7% affasteignamati húsnœðisins, þ.m.t. bílskúrs og lóðar.
Sé endurgjald greltt að hluta skal reikna mismuninn til tekna upp að 2,7% af
gildandi fastelgnarmati.
Húsaleigustyrk ber að reikna að fullu til tekna.
Ef búseta í húsnæði er kvöð sem fylgir starfi launamanns er heimilt að lækka mat
húsnæðishlunninda við álagningu á næsta ári eftir staðgreiðsluár.
Orkukostnaður launamanns, greiddur af launagreiðanda.skal reiknast að fullu til tekna á
kostnaðarverði.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI