Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1988, Side 14
14
FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988.
Érjálst.óháÖ dagblað
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjórí: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr.
Verð i lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr.
Vaxtastefnan
Ekki fer víst framhjá neinum manni aö háir vextir
eru eitt stærsta vandamál efnahagslífsins. Atvinnu-
reksturinn kvartar undan hávaxtastefnunni, almenn-
ingur kveinkar sér undan of háum vöxtum, markaöur-
inn úir og grúir af mismunandi vaxtakjörum.
Seölabankinn heldur að sér höndum en stjómmála-
mennirnir hneykslast hver um annan þveran yfir
ástandinu og reyna að kenna hver öðrum um. Sannleik-
urinn er þó sá aö þeir em sjálfir sökudólgarnir og bera
sameiginlega ábyrgð á vaxtaþróuninni. Sumir vegna
þess að vextir og verðtrygging fóm gjörsamlega úr bönd-
um í óðaverðbólgunni og aðrir vegna þess að vextir
voru gefnir frjálsir samkvæmt póhtískri ákvörðun.
Lengst af vom vextir neikvæðir og skuldir vom arð-
samar meðan verðbólgan át upp lánin. Með tilkomu
verðtryggingarinnar vom hagsmunir sparifjáreigenda
betur tryggðir, en þegar kaupgjaldsvísitalan var tekin
úr sambandi en ekki lánskjaravísitalan æddu vextir og
verðtryggingar upp úr öllu valdi. Með tilkomu frjálsra
vaxta á síðasta kjörtímabih veit enginn lengur hvað
snýr upp og hvað snýr niður.
Hitt er flótti frá veruleikanum þegar sumir stjórn-
málamannanna kenna frelsinu um vaxtaokrið. Það er
biheg undanfærsla að varpa sökinni á fijálshyggjuna,
sérstaklega þegar gagnrýnin kemur frá þeim mönnum
sem sjálfir réttu upp hendumar með vaxtafrelsinu.
Auðvitað er það eðlilegast og heilbrigðast að markaður-
inn sjálfur ákveði vaxtastigið, enda er það framboð og
eftirspum eftir íjármagninu sem er besta stýringin þeg-
ar til lengri tíma er htið. Öðmvísi er ekki hægt að þjóna
sparifjáreigendum og lánþiggjendum. Opinber miðstýr-
ing án tilhts til framboðs og eftirspumar er vísasti
vegurinn til að féflétta eða hygla aðilum lánamarkaðar-
ins, eftir því hvorum megin borðsins þeir era. Það
þekkjum við af biturri reynslu fyrri ára.
Meðan verðbólgan dafnar og hver króna rýrnar sem
henni nemur er óhjákvæmhegt og augljóst að lánakjör
taka mið af því ástandi. Meðan stjómvöld hafa ekki
hemil á verðbólguþróuninni er þýðingarlaust og bama-
legt að tala um lækkun vaxta og verðbóta. Lykihinn að
hjaðnandi vöxtum er að draga úr verðbólgunni og skapa
eðlilegt jafnvægi á lánamarkaðnum. Það má ekki gleyma
þvi að háir vextir hafa innbyggð áhrif á verðbólgu og
skapa þannig óijúfanlegan vítahring.
í ljósi þessa má hins vegar um það deila hvaða viðmið-
un skuh höfð við ákvörðun vaxtastigs og verðbóta.
Verðbólgu má mæla með ýmsum hætti. í dag er það
gert með lánskjaravísitölu sem tekur mið af breytingum
á verði og þjónustu. Eggert Haukdal hefur lagt fram
fmmvarp á alþingi, sem felur í sér að lánskjaravísitalan
verði afnumin í núverandi mynd en fjárskuldbindingar
verði þess í stað gengistryggðar og haldist þá í hendur
við skráð gengi hverju sinni. Þannig verði vaxtapóhtík
okkar samræmd því sem tíðkast annars staðar.
Þessi leið hefur þann kost að draga úr þrýstingi um
gengislækkanir og vaxtabyrði útflutningsatvinnuveg-
anna stæði þá jafhfætis gengisbundnum tekjum. Hvort
hún væri sanngjöm gagnvart hinum almenna sparifjár-
eiganda er annað mál.
Hér er á ferðinni virðingarverð tillaga en hún hefur
þann annmarka eins og svo margt annað sem sagt er í
talinu um háu vextina að nýjar eða aðrar aðferðir duga
skammt meðan verðbólgan blómstrar. Mikil verðbólga
kahar á háa vexti. Framhjá því komumst við aldrei.
Ellert B. Schram
við aðstæður í íslensku þjóöfélagi idag sé fráleitt að reikna „raunvexti" sem vexti ofan á lánskjaravísitölu.
Vaxtaumræða
- rökskekkja
Flest fyrirtæki kvarta nú sáran
undan háum vöxtum - miklum
fjármagnskostnaði. Talsmenn
bankanna, og jafnvel sjálfur við-
skiptaráðherra, keppast hins vegar
við að fullyrða og sýna fram á að
raunvextir séu ekki hærri hér en í
nágrannalöndunum.
Þannig segir viðskiptaráðherra
nýlega í langri grein í Morgim-
blaðinu eftir nokkum rökstuðning:
„Af þessu virðist ljóst, að alls
ekki er rétt að halda því fram, að
raunvextir hér á landi séu hærri
en erlendis, þegar litið er yfir síð-
asta ár.“
Og síðar í greininni segir ráð-
herrann:
„Raunar virðist blasa við, að
raunvextir hafa verið hér lægri, ef
eitthvað er, þegar litiö er yfir
lengra tímabil en ailra síðustu
mánuði.“
Ástæða er tíf að fara nokkrum
orðum um þessar fullyrðingar.
Umhugsunarefni
í öllum þeim talnaleikjum, sem
upphefjast þegar rætt er um vexti,
eru ýmis atriði sem ástæða er til
að staldra við.
1) Bankasljórar og viðskiptaráð-
herra þenda á að vextir verð-
tryggðra lána hafi verið að
meðaltali tæp 8% á árinu 1987.
Gallinn er bara sá að þessi lán
er mjög erfitt að fá. Mjög margir
veröa þvi aö leita á „gráa mark-
aöinn“ og greiöa vexti ofan á
verðtryggingu sem nema oft
14-18%. Þegar vaxtastig er metið
þarf að reikna með þeim vöxtum
sem menn greiða af þeim lánum
sem þeir geta fengið.
2) Hvað eru raunvextir í þessari
umræðu? Vextir umfram verð-
bólgu, vextir ofan á verðtrygg-
ingu? Verðtryggingin er miöuð
við lánskjaravísitölu. Margt
bendir til aö lánskjaravísitala sé
óheppilegur mæÚkvarði. Hún
tekur eingöngu tillit til kostnað-
arliða en ekki tekjuliða. Við
sumar aðstæður, eins og tíf
dæmis þær sem nú ríkja í ís-
lensku þjóðfélagi, er lánskjara-
vísitalan hættulegur mæli-
kvarði. Mat raunvaxta, sem
vegið er út frá lánsKjaravísitölu,
er því vægast sagt hæpið.
3) Beri menn saman raunvexti hér
á landi og raimvexti erlendis eru
menn í raun að bera saman
hluta samkeppnisaðstöðu. Vext-
ir, sem íslensk fyrirtæki greiða,
eru bomir saman við vexti sem
KjaHariim
Guðmundur G.
Þórarinsson
þingmaður fyrir
Framsóknarflokkinn
erlend fyrirtæki greiða, þ.e.
samkeppnisaðilar.
Þá gleyma menn því að hækkun
raungengis íslensku krónunnar
endurspeglast í vaxandi mun
lánskjaravísitölunnar og vísi-
tölu meðalgengis. (Sjá mynd).
Að reikna raunvextí sem vaxta-
stig ofan lánskjaravísitölu, sem
reiknuð er út frá óraunhæfri ís-
lenskri krónu, skekkir mynd-
ina.
Fjármagnskostnaður íslenskra
fyrirtækja verður ævintýralega
hár miðað við fjármagnskostnað
samkeppnisaðila erlendis. Þetta
sést mjög vel á meðfylgjandi
mynd.
Ef menn gefa sér eðlilegan styrk
íslensku krónunnar sést að
vaxtamunurinn er miklu meiri
en reiknimeistaramir halda
fram.
4) Einfaldasta sönnunin er sú að
langtum léttara hefur verið und-
anfarið aö greiða af erlendum
lánum en innlendum verð-
tryggðum lánum. Hvaða nafn
menn gefa einstökum liðum
skiptir ekki öllu máh. Niður-
staðan verður sú sama: Fjár-
magnskostnaður á íslandi sker
sig úr.
5) Mikið er rætt um eðlilega og
frjálsa samkeppni. Hún á að
ríkja sem víðast. En hvers vegna
þá ekki á lánsfjármarkaði?
Framleiðandi franskra kart-
aflna í Þykkvabænum getur
ekki verðlagt vöru sína miöað
við lokaðan íslenskan markað,
segja menn. Hann á og verður
að keppa við innfluttar, það verð
sem erlendir framleiðendur
bjóöa upp á. En hvers vegna
bara hann? Hvers vegna ekki
bankamir og aðrir fjármagns-
eigendur?
Hefðu erlendir bankar boöiö lán
á íslenska peningamarkaðnum
væri staðan öðmvísi
Ef íslenskir lántakendur gætu
þannig tekið lánin, þar sem þau
em ódýmst, væri samkeppnis-
aðstaða þeirra allt önnur. Mér
segir svo hugur um að fáir tækju
verðtryggðu lánin við þessar
aðstæður.
Ætli þá yrði ekki ljóst að vextir
af innlendu lánunum væm
hærri en af þeim erlendu, svo
um munaði?
6) íslenski lánsfjármarkaðurinn er
lokaður. Þess vegna greiða ís-
lendingar mun hærra verð fyrir
lánin en samkeppnisaðilar.
Nokkur fjármögnunarfyrirtæki
og kaupleigur hafa haft frjálsar
hendur um erlendar lántökur
og getað lánað það fé út á ís-
lenskum markaði með dágóðri
ávöxtun vegna þess að íslenski
markaöurinn er lokaöur.
7) Erlendir bankar em eigendur
að sumum fjármögnunarfyrir-
tækjum hérlendis. Þeir veita
erlendu fé inn í þessi fyrirtæki
og ávaxta það á íslenska mark-
aönum með dágóðum árangri,
að sögn sumra útlendinga með
ævintýralegum árangri. Eitt
slíkt fyrirtæki er taliö hafa lánað
út um 2000 miUjónir króna á síð-
asta ári. Skyldi það vera vegna
þess, eins og viðskiptaráðherr-
ann segir: „Raunar virðist blasa
við, að raunvextir hafa verið hér
lægri, ef eitthvað er...“?
Guðmundur G. Þórarinsson
„Mikið er rætt um eðlilega og frjálsa
samkeppni. Hún á að ríkja sem víðast.
En hvers vegna þá ekki á lánsflármark-
aði?“