Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1988, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1988, Page 32
44 FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði... Jackie Onassis hefur sést oft í fylgd með rúss- neska ballettdansaranum Rudolf Nurejev að undanförnu og voru ýmsar getgátur um hugsanlegt ástarsamband þeirra. En þau eiga ekki í neinu ástarsambandi heldur er ástæð- an sú að Jackie er að skrifa sína fyrstu bók og á hún að fjalla um rússneskan ballett. Nurejev hittir Jackie eingöngu til þess að gefa henni faglegar ráðlegg- ingar. Jackie starfar annars sem bókaútgefandi og á útgáfufyrir- tæki. Steven Spielberg er alveg ótrúlega afkastamikill leikstjóri og hefur framleitt ógrynni mynda sem náð hafa miklum vinsældum. Þeirra á meðal eru E.T., Aftur til framtíð- ar og Ránið á týndu örkinni. Þrátt fyrir mikil afköst getur Stebbi spilabergur alveg slapp- að af og tekið sér myndarleg frí. Um jólin tók hann sér hálfs- mánaðarfrí, leigði eyju í Karab- íska hafinu fyrir þrjár og hálfa milljón króna fyrir sig og fjöl- skyldu sína. Sophia Loren er síður en svo hætt að leika. Hún lék nýlega í sjónvarps- mynd fyrir bandaríska sjón- varpsfyrirtækið NBC og heitir myndin The Lucky Pilgrim. Á meðan á myndatökum stóð flaug hún sífellt á milli Ítalíu og Bandaríkjanna því að henni lykir svo gaman að koma heim til Ítalíu síðan hún og eigin- maður hennar voru sýknuð af ákærum um skattasvindl. DV-myndir ÆMK Hafa Bakkus ekki með á skemmtunum Ægir Már Karason, Keflavik; „Þetta er 140. skemmtunin sem viö hjá Kátu fólki höldum á 39 ára ævi fé- lagsins," sagöi Boði Björnsson formaður í Stapanum í Njarðvíkum um síðustu helgi, en þar voru 70 pör saman komin til þess að skemmta sér án áfengis. Félagsskapurinn Kátt fólk heldur fjórar skemmtanir árlega án þess að Bakkus sé með í ráðum. Samtals eru í félaginu um 100 pör, einhleyir fá ekki inngöngu nema hafa einhvern meö sér. Hljómsveitin Tíglar hélt uppi fjörinu að þessu sinni. Stjórn félagsins stillti sér upp fyrir Ijósmyndara. Frá vinstri eru Franz Péturs- son meðstjórnandi, Boði Björnsson formaður, Egill Jónsson ritari, Ásvaldur Andrésson gjaldkeri og Elvar Bjarnason varaformaður. Borðin hreinlega tæmdust þegar danstónlistin dunaði i Stapanum enda hafði áfengið ekki áhrif á danstæknina. Woody Allen í málaferlum Stórgrínistinn myndarlegi, Woody Állen, hefúr staðið í mála- ferlum að undanfórnu og þáu málaferli vann hann eftir talsvert streð. Allen fór í mál við bandarískt fatafyrirtæki sem heitir Ribaudo & Schaefer sem notaði tvífaira Allens til þess að auglýsa vöru sína á sér- stakan hátt. Fyrirtækið framleiðir fatnað sem kallaður er Mens World. Tvífarinn, Phil Boroff, var settur í fót og undir myndina var settur texti sem hljómaði eitthvað á þessa leið: „Stórkostlegur líkami minn og dýrslegt aðdráttaraíl koma mér hálfa leið... og þess vegna nota ég heilann og versla hjá Mens World. Nú lít ég svo vel út að ég verð að bægja kvenfólki frá mér, og að hugsa til þess að þær hlógu einu sinni að mér... áður en Mens World geröi mig að kyntákni." Woody Allen líkar alls ekki að nafn hans og útlit sé misnotað á þennan hátt og fór þess vegna í mál sem hann vann. Fyrirtækið verður að greiða umtalsverðar skaðabætur og er að sjálfsögðu bannað að auglýsa frekar á þennan hátt. /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.