Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1988, Page 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988.
Fréttir
Annar tónn í bandarískum ráðamónnum í hvalamálinu:
Bandaríkjamenn
mun sátifúsari
Halldór Ásgrimsson sjávarútvegsráðherra og William Verity, viöskiptaráðherra Bandaríkjanna, eftir fund sinn í
gærmorgun. Með þeim eru íslenskir og bandarískir embættismenn. DV-mynd ÓA
Ólafur Amaisan, DV, Washingtatu
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra átti í gærmorgun rúmlega
einnar klukkustundar langan fund
með William Verity, viöskiptaráö-
herra Bandaríkjanna. Fundurinn
var ákaflega gagnlegur og fór hann
vinsamlega fram. Upphaflega átti
fundurinn að standa í hálfa klukku-
stund en stóð helmingi lengur.
Auk Halldórs sátu fundinn af ís-
lands hálfu Ingvi Ingvarsson sendi-
herra, Helgi Agústsson, skrifstofu-
stjóri í utanríkisráðuneytinu, og
Guðmundur Eiriksson frá utanríkis-
ráðuneyti. Af hálfu Bandaríkjanna
sátu fundinn, auk Verity, Nicholas
Ruwe, sendiherra Bandaríkjanna á
íslandi, Ed Wolffe, aðstoðarvaraut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna, og
Curtis Mack frá viðskiptaráðuneyti.
íslensku fulltrúamir komu bros-
andi út af fundinum og virtist hafa
farið vel á með mönnum. Banda-
ríkjamennimir virtust einnig vera
ánægðir en vildu ekki tjá sig um gang
viðræðnanna eða efni fundarins yfir-
leitt.
DV hefur það eftir áreiðanlegum
heimildum aö nú kveði við allt annan
tón hjá viðskiptaráðuneyti Banda-
ríkjanna í hvalamálum en áður.
Viröast menn á þeim bæ nú vera
mjög sáttfúsir.
Þetta mun helst vera af tveim
ástæðum.
Núverandi viðskiptaráðherra,
William Verity, er mun hófsamari í
hvalamálum en fyrirrennari hans,
Baldridge, og virðist hafa skilning á
sjónarmiöum íslendinga. Svo virðist
sem bein ítök náttúruvemdarmanna
hafi minnkað til muna innan ráðu-
neytisins eftir að Verity tók við
embætti.
Einnig viröist ljóst að Halldór Ás-
grímsson sjávarútvegsráðherra og
Steingrímur Hermannsson utanrík-
isráðherra hafi í sameiningu opnað
augu bandarískra stjórnvalda fyrir
því hve mikilvægt það er fyrir ís-
lensku þjóðina að hafa fullt frelsi til
að rannsaka lífkerfið í hafinu um-
hverfis landið og að lífshagsmunir
þjóðarinnar séu þar í veði. Um það
sé að ræða að rannsaka áhrif hvala
á fiskistofnana umhverfis ísland.
Halldór Ásgrímsson mun lengi
hafa haldið þessum sjónarmiðum
fram í viðræðum við Bandaríkja-
menn og hörð afstaða Steingríms
Hermannssonar utanríkisráðherra í
Ottawa í Kanada í september mun
endanlega hafa gert Bandaríkja-
mönnum ljósa alvöru málsins.
Nú virðist ljóst að Bandaríkjamenn
ætli aö standa við það samkomulag
sem g’ert var í Ottawa og að eini
ágreiningur þjóðanha nú sé um
starfsaðferðir visindanefndar Al-
þjóða hvalveiðiráðsins. Ekki er loku
fyrir það skotið að ísland og Banda-
ríkin geti náð að samræma betur
tillögur sínar um breytingar á starf-
semi vísindanefndarinnar, þótt enn
beri mikið í milli. Slík samræming
yrði mikilll sigur fyrir okkur íslend-
inga og myndi styrkja mjög stöðu
okkar á fundum Álþjóða hvalveiði-
ráðsins í framtíðinni.
Síðdegis í gær funduðu vísinda-
menn beggja þjóða og framhald
verður á þeim fundum í dag.
Fundir áfram í Washington í dag:
Calio tekur
þáttí
viðræðunum
ekki sýna sömu sáttfýsi í garð ís-
lands og aðrir viðmælendur ís-
lensku sendinefndarinnar. Ekki er
þó talið að Calio muni fá nokkru
breytt því völd hans hafa minnkað
töluvert frá því Baldridge, fyrrum
viðskiptaráðherra, féll frá.
Hins vegar er það áhyggjuefni að
jafnþröngsýnir menn og Calio skuli
sitja í áhrifamiklum embættum á
vegum Bandaríkjastjómar og víst
er að með einstrengingslegri af-
stöðu ’sinni og furðulegri fram-
komu í garö íslendinga og íslenskra
ráðamanna á liðnum árum hefur
Calio unnið ötullega að því að spilla
samskiptum íslendinga og Banda-
ríkjamanna. Nú viröist sem sjónar-
mið Calios hafi orðið undir í
viðskiptaráðuneytinu og þar sitji
nú ráöherra sem hefur víkkað sjón-
deildarhring undirmanna sinna.
Ólafur Amarsan, DV, Washingtan;
Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra og aðrir í íslensku
sendinefndinni hér í Washington
munu í dag eiga fund með ráða-
mönnum úr utanríkis- og við-
skiptaráðuneytum Bandaríkjanna.
Hugsanlegt er að þann fund muni
sitja Anthony Calio, fulltrúi Banda-
ríkjanna í Alþjóða hvalveiðiráðinu
og fyrrverandi aðstoðarviðskipta-
ráöherra. Caho þessi hefur löngum
haft horn í síðu íslendinga og er
ákafur hvalfriöunarsinni. Hann er
vinmargur innan Greenpeace sam-
takanna og fleiri náttúruverndar-
samtaka. Hefur Calio átt náið
samstarf við öfgamenn á sviði nátt-
'' úruvemdar og reiðir sig mjög á
ráðgjöf slíks fólks.
Það má búast við að ef hann
mætir á fundinn í dag muni hann
Halldór Ásgrímsson:
Gehir góðar vonir
Ólafur Amarson, DV, Washingtoiu
Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra sagði á fúndi meö
íslenskum blaðamönnum í Was-
hington í gærkvöldi að fundur hans
með William Verity, viðskiptaráð-
herra Bandaríkjanna, hefði veriö
góöur og árangursríkur og gæfi
betri vonir en hann heföi þoraö að
búast viö.
Halldór sagði að í gegnum tíðina
hefði virst sem Bandaríkjamenn
vildu ekki láta drepa nokkum hval,
en það hefði komið skýrt fram hjá
Verity á fundinum í gær að hann
gerði sér ljóst að ipurningin væri
um skynsamlega nýtingu á hval en
ekki friöun. Halldór sagði að ljóst
væri að Bandaríkjamenn gerðu sér
betur og betur Ijóst að fyrri stefha
þeirra í þessum málum gengur
ekki upp.
Júlíus Vífill um flóðabflana í Noregí:
„Sumir bílanna
fóru á
„Ég hef undir höndum mynd-
band sem sannar svo ekki verður
um villst að sumir Subarubílanna
fóru á kaf. Á myndbandinu sést
greinilega að Subaruarnir stóðu
nær bakkanum en aðrir bílar og
urðu því verst úti. Það var flóö í
Drammensfirði. Það er ekki rétt
sem sagt hefur verið aö flóö hafi
orðið í ánni í Drammensfirði, það
var sjór sem gekk á land,“ sagði
Júlíus Vífill Ingvarsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Ingvari Helga-
syni hf.
Júlíus Vífill segist einnig hafa
vitneskju um það að aöili í Noregi,
sem gefið hafði út yfirlýsingu um
að bílamir væru í lagi, hafi nú
dregið í land með hluta af því sem
hann hafði áður sagt.
„Myndbandiö sannar að hluti
Subaruanna er gjörónýtur. Hvaða
bílar þaö eru er hins vegar erfitt
að segja til um,“ sagði Júlíus Vífill
Ingvarsson.
-sme
Vidtalið dv
Einar Karlsson er einn keppenda
um titilinn herra ísland.
DV-mynd GK
Ekki hald-
inn mikil-
mennsku-
brjálæði
„Ég er ekki haldinn mikil-
mennskubrjálæði þó að ég taki
þátt í keppninni um herra ísland.
Mér finnst bara gaman að þessu
enda á fegurðarsamkeppni karla
jafnmikinn rétt á sér og fegurð-
arsamkeppni kvenna. Ég geri
mér alls engar vonir um að sigra
en vona að það verði fleiri sams
konar keppnir í framtiðinni,“
segir Einar Karlsson, 18 ára Ak-
ureyringur, sem mun keppa um
titilinn herra ísland þann 13. fe-
brúar næstkomandi. Hann er 198
sm á hæð og 87 kíló.
Einar Karlsson er fæddur í
Reykjavík 1969 en flutti með for-
eldrum sínum til Akureyrar fyrir
6 árum. Þau eru Karl Davíðsson
gleraugnasali og Margrét Eyfells.
Einar á tvo yngri bræður, þá
Karl og Ingimar.
Einar er enn laus og liðugur og
. stundar nú nám við Menntaskól-
ann á Akureyri á málabraut. „Ég
stefni á að taka stúdentspróf en
er ekki ákveðinn hvað ég legg
fyrir mig eftir það. Mig langar í
skóla til Bandaríkjanna og spila
þá körfubolta um leið. Þar eru
bestu liðin auk þess sem mér
finnst Bandaríkjamenn heillandi
þjóð.“
- Er körfubolti aðaláhugamálið?
„íþróttir eru aðaláhugamál
mitt og æfi ég körfubolta meö
meistaraflokki Þórs. Svo æfi ég
badmin’ton meðTBA. Skíðin taka
líka sinn tíma. Ég vann í Kerling-
aríjöllum síðastliðin tvö sumur
og þá kemst maður ekki hjá því
aö fá bakteríuna. Raunar var
maður á skíðum allan tímann.
Fjalla- og vélsleöaferðir finnast
mér líka'mjög skemmtilegar. Nú,
svo erum við nokkrir kunningjar
að leika okkur að því aö taka
kvikmyndir og stefnum hátt á því
sviði. Tónlist á lika mikil ítök í
mér og hlusta ég á allt - nema
væmna diskótónlist. Ég spila
sjálfur á píanó og hef örlítiö
plokkaö á gítar.“
- Ertu farinn að kvíða fyrir
keppninni?
„Nei, ég er ekki ögn kvíðinn.
Eg kvíði reyndar aldrei fyrir
neinu - til þess er ég nógu kæru-
laus. Ég kom mér í 'þetta sjálfur
og verð aö standa við það.“
- Heldurðu aö sigurvegarinn
fái einhver tækifæri sem fyrir-
sæta eftir keppnina?
„Mjög líklega fær herra ísland
einhver tækifæri sem fyrirsæta.
Sú er raunin með ungfrú ísland
svo það getur varla oröið mikið
öðruvísi með herrann. Ég gæti
ekki hugsað mér fyrirsætustarfið
sem framtíðarstarf en ef einhver
sæi eitthvað við mann þá væri
allt í lagi að slá til og prófa.
-JBj