Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1988, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988. Fréttir Menningawerðlaun DV: Dómnefndir kynntar Nú hafa dómnefndir vegna menningarverðlauna DV verið að störfum í nokkum tíma og því ekki seinna vænna að kynna þá sem taka þátt í því óeigingjama og oft vanþakkaða starfl að meta framlag listamanna í ýmsum greinum til verðlauna. Eins og endranær hefur sá háttur verið hafður á að gera gagnrýnend- ur DV að formönnum þeirra nefnda sem þeir sitja í, en síðan hefur gagnrýnendum af öðrum dagblöðum, sérfræðingum utan úr bæ og/eða fulltrúum listamanna verið boðin þátttaka í nefndunum til að tryggja að sem flest sjónar- mið komi fram við val á listamönn- um. Einnig hefur verið leitast við að breyta samsetningu dómnefnda frá ári til árs í sama tilgangi og nefnd- ur er hér á undan. Það þarf vart að nefna að dóm- nefndimar eru algjörlega sjálfráða, geta í rauninni verðlaunað hvern sem þeim sýnist án afskipta blaðs- Leifur Þórarinsson Sigurður Þ. Guöjónsson Bergþóra Jónsdóttir Auður Eydal Hafliði Arngrimsson Heiga Bachmann Ástráður Eysteinsson Örn Ólafsson Páll Valsson Ríkharður Hördal Aðalsteinn Ingólfsson Þorgeir Olafsson í ár sitja eftirfarandi aðilar í dóm- nefndum: Bókmenntir - Dr. Ástráöur Ey- steinsson og dr. Örn Ólafsson, bókmenntafræðingar og gagnrýn- endur DV, ásamt Páh Valssyni bókmenntafræðingi. Myndhst - Aðalsteinn Ingólfsson, listfræöingur og ritstjóri menning- armála á DV, Þorgeir Ólafsson, Ustfræðingur og dagskrárgerðar- maður, og Ríkharður Hördal, forvörður Ustaverka og einn af stofnendum Morkinskinnu. Tónlist - Leifur Þórarinsson, tón- skáld og tónlistargagnrýnandi DV, Sigurður Guðjónsson, rithöfundur og tónUstargagnrýnandi Þjóðvilj- ans, og Bergþóra Jónsdóttir, tón- Ustarfræðingur og dagskrárgerð- armaöur á RÚV. LeikUst - Auður Eydal, leiklistar- gagnrýnandi DV, Hafliði Arn- grímsson leikhúsfræðingur og Helga Bachmann, leikkona og leik- stjóri. ByggingarUst - Hilmar Þór Hilmar Þór Björnsson Hróbjartur Hróbjartsson Guðmundur Ingólfsson Hilmar Karlsson Baldur Hjaltason Guðrún Kristjánsdóttir Björnsson arkitekt, Hróbjartur Hróbjartsson arkitekt og Guð- mundur Ingólfsson ljósmyndari. Kvikmyndir - Hilmar Karlsson, kvikmyndagagnrýnandi DV, Bald- ur Hjaltason framkvæmdastjóri og Guörún Kristjánsdóttir, kvik- myndagagnrýnandi DV. I tílefni af tíu ára afmæli menn- ingarverðlaunanna hefur DV ákveðið að hefja einnig árléga veit- ingu verðlauna fyrir listhönnun og hefur Torfl Jónsson, grafískur hönnuður og fyrrverandi skóla- stjóri MHÍ, tekið að sér for- mennsku í fyrstu nefnd vegna þeirra verölauna. Með honum í nefndinni eru Gunnar Magnússon húsgagna- hönnuður og Gréta Ösp Jóhannes- dóttir fatahönnuður. Loks skal hér ítrekað að menn- ingarverðlaun DV verða afhent fímmtudaginn 25. febrúar næst- komandi viö sérstakan málsverð í Þingholti, Hótel Holti. -ai Torfi Jónsson Gunnar Magnússon Gréta ösp Jóhannesd. í dag mælir Dagfari Þreyttir á Herdísi Á íslandi er gefið út heilt legio af aUs kyns timaritum. Ekki er vitaö til aö þessi tímarit séu lesin en það skiptir ekki svo miklu máU meðan einhver nennir að fást við útgáfu þeirra. Hins vegar þurfa útgefend- umir að sanna það fyrir auglýsend- um að blöðin séu gefin út og lesin og af því þeir vita það ekki sjálfir þá var ákveðið að snúa sér til Versl- unarráðsins og Félagsvísindastofn- unar Háskólans. Þetta eru virðulegar stofnanir hvorutveggja og þótt þær hafi eflaust meira en nóg að gera í vísindastörfum og viðskiptahagsmunagæslu tókust þessar tvær stofnanir verkefnið á hendur - sjálfsagt vegna þess að það telst til vísinda hvort fólk les tímarit og þá eins hitt aö það eru viðskiptahagsmunir hvort auglýst er í tímaritum sem enginn sér. Könnunin var framkvæmd eins og lög gera ráö fyrir og til að tryggja að hún bæri árangur var útgefend- um, sumum hverjum, gert viðvart um tímasetningu könnunarinnar til að gera þeim kleift að hefja sölu- herferðir og dreifingu á tímaritun- um þegar helst var von til þess að könnunin stæði yfir. Hins vegar var spumingum hagað þannig að fólk var beðið um að segja til um hvort það hefði skoðað blaðið og þá hversu oft, reglulega, sjaldan eöa aldrei. Einnig var spurt um það til vonar og vara, hvort viökomandi hefði séð tímaritið, oft eða reglu- lega og í þriöja lagi var spurt hvort viðkomandi hefði flett blaðinu. Yfirleitt var forðast að spyija um það hvort fólk læsi tímaritin en þó mátti meö vísindalegum aðferðum fmna þaö út með því aö leggja sam- an þá sem skoða tímaritin sjá þau eða fletta þeim hvort þeir hafi lesið þau eða ekki. Hér verður það ekki dregið í efa aö Félagsvísindastofnun hefur af vísindalegum ástæðum talið skyn- samlegast að hætta sér ekki út í þá spumingu hvort fólk lesi tímarit eða ekki. Enda er það líka spurning hvort tímarit séu gefin út til þess. Félagsvísindastofnun veit sem er aö auglýsingar hafa gildi ef fólk flettir tímaritunum í stað þess að lesa þau vegna þess að þá sér það auglýsingarnar en er ekki aö tefja sig á því að lesa efnið á milli auglýs- inganna. Efni tímarita er að langmestu leyti uppfylhng í kring- um auglýsingarnar vegna þeirra viðskiptahagsmuna sem eru í húfi um að útgefendur geti haldið áfram að græða á auglýsendunum. Nema hvað. Herdís Þorgeirsdótt- ir, ritstjóri Heimsmyndar, hefur brugðist ævareið viö þessari könn- un. Heimsmynd kom ekki vel út úr könnuninni og samkvæmt henni er Heimsmyndinni ekki flett nærri eins oft og sumum öðrum tímaritum. Fyrir vikið heldur Her- dis því fram að vísindin hafi verið svindl og þetta séu engin vísindi. Herdís hefur tekið þessa herra- menn í karphúsiö. Fuhtrúi Versl- unaráðsins viðurkennir að Herdís sé svo fyrirferöarmikil að hann hafi gleymt öllu öðru og verða þessi ummæh að teljast kompliment fyr- ir Herdísi. En svo kemur útgefandi Vikunnar og Samúels og fleiri tímarita og segist vera orðinn þreyttur á Herdísi! Af þessu má sjá að könnunin er ekki lengur orðin aðalmálið heldur Herdís Þorgeirsdóttir og veröur að segja þaö eins og er að þessi rit- deila er miklu skemmtilegri heldur en tímaritin. Rifrildið á mihi útgef- andanna og Félagsvísindastofnun- ar er miklu meira lesið heldur en tímaritin. Spurningin er sú hvort útgefendur eigi ekki að hætta að eyða peningum sínum í tímaritaút- áfuna en snúa sér alfarið að rit- deilum sín í milli og selja með þeim auglýsingar neðanmáls. Þá er líka bráðlega hægt að hafa aöra könnun þar sem spurt er um hvort fólk hafi lesið ritdeiluna og þá mun pró- sentan áreiðanlega snarhækka. Fálgsvísindastofnun og Verslunar- ráðið þurfa þá ekki lengur að fela sig á bak við spurningar um það hvort fólk skoði tímarit, sjái þau eða fletti þeim. Það er einfaldlega hægt að spyrja hvort rifrildisgrein- arnar séu lesnar. Það getur vel verið að útgefendur séu orðnir þreyttir á Herdísi. Það getur líka vel verið aö Heimsmynd- in hennar Herdísar sé hvorki skoðuð né lesin samkvæmt vís- indalegum niðurstöðum. En hún hefur gert tímaritunum þann greiöa að nú vita miklu fleiri en auglýsendumir að tímaritin eru til. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.