Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1988, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988. Jarðarfarir Dóra Björg Theodórsdóttir lést 31. janúar. Hún var fædd í Reykjavík 5. mars 1949, dóttir hjónanna Rögnu Jónsdóttur og Theodórs Jóhannes- sonar. Dóra hóf störf hjá Loftleiðum hf. árið 1967. í fyrstu vann hún við skrifstofustörf en var síðan flug- freyja til ársins 1973 er hún flutti til Luxemborgar. Hún giftist Birni Inga- syni en þau slitu samvistum. Þau eignuðust eina dóttur saman. Áður hafði Dóra eignast eina dóttur. Útfór Dóru veröur gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Jónmundur Guðmundsson lést 29. janúar sl. Hann var fæddur 2. sept- ember 1915 aö Sigurðsstöðum á Akranesi. Foreldrar hans voru hjón- in Kristín Jónsdóttir og Guðmundur Guðmundsson. Jónmundur var um langt árabil vélstjóri til sjós en nú hin síðari ár starfaði hann sjálfstætt við vélastillingar. Eftirlifandi eigin- kona hans er Aðalheiður Ólafsdóttir. Þau hjónin eignuðust fjögur böm. Útfór Jónmundar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Ágúst Sturlaugsson frá Fjósum lést 1. febrúar sl. Hann var fæddur að Öxl í Breiðuvíkurhreppi á Snæfells- nesi. Foreldrar hans voru Ásta Lilja Kristmannsdóttir og Sturlaugur Jó- hannesson. Útfór Ágústs verður gerð frá Laugarneskirkju í dag kl. 15. Hólmfríður Jónsdóttir, Stóra-Fjalli, Borgarhreppi, Mýrasýslu, andaðist á heimili sínu sunnudaginn 31. janúar sl. Útfórin hefur farið fram í kyrrþey ,aö ósk hinnar látnu. Haraldur Breiðfjörð Þorsteinsson, Maríubakka 8, lést í Brompton- sjúkrahúsinu í London að morgni 5. febrúar. Útför hans fer fram frá Bú- staöakirkju fimmtudaginn 11. febrú- ar kl. 13.30. Jarðsett verður í Lágafellskirkjugarði. Sesselja Katrín Guðmundsdóttir frá Seli í Ásahreppi lést 28. janúar 1988. Jarðarförin hefur farið fram. Merming____________________________________________dv Geðþekkt uppátæki Kammersveít Reykjavíkur í Bústaðakirkju Það var einkennilegt en geðþekkt uppátæki hjá Kammersveit Reykjavíkur að fara að minnast sérstaklega 150 ára afmælis Max Bruchs. Þessi þýski sporgengill Mendelsohns og Co var auðvitað ágætt tónskáld og hafði mikinn frama á sinni tíð. En hér er hann varla til að halda vöku fyrir nein- um nema helst fiðlunemendum sem verða' að glíma við G-moll fiðlukonsertinn hans fljótlega upp úr þriöju stillingu. Hvað um það, það var mikil ánægja að heyra ein- ar Jóhannesson, Helgu Þórarins- dóttur og Þorstein Gauta Sigurðs- son flytja Trio op. 83 eftir Bruch. Þetta er miðrómantískt tónverk fullþroska listamanns þar sem tíð- arandinn speglast í hverri hend- ingu og tæknin og hugkvæmnin er í hámarki. Einar Jóhannesson bregst aldrei þegar hann blæs í klarínettuna sína og svona „nett“ tilfinningamúsík er „auðveld" fyr- ir hann að leika. Helga Þórarins- Tónlist Kammersveit Reykjavíkur á æfingu. dóttir er líka enginn aukvisi, hún fór ljómandi vel með víóluhlut- verkið. Og Þorsteinn Gauti lék á píanóið af miklu öryggi. Þetta var á tónleikum Kammer- sveitarinnar á sunnudaginn í Bústaðakirkju og þama var flutt annað verk eftir Bruch; Oktett fyr- ir strengi og blásara sem hann samdi reyndar 11 ára gamall. En aðalverkiö á þessum tónleikum var samt eftir Benjamin Britten, Leifur Þórarinsson Canticle H. Þetta er verk fyrir alt- rödd og tenór með píanóundirleik og er textinn fenginn úr gömlum breskum helgileik sem fjallar um ísaksfómina, þ.e. glímu Abrahams við Guð almáttugan. Altröddin var þama sungin af Sverri Guðjóns- syni kontratenór og tenórröddin af Gunnari Guðbjömssyni en Þor- steinn Gauti lék fjörbreytta og feikna erfiða píanórödd af mikilli snilld. Söngvaramir báðir vom þó ekki síðri og verður frammistaða þeirra beggja að teljast einn mestur söngsigur norðan Álpa í seinni tíð. Og í heild voru þessir tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur mik- ill menningarauki og gleðigjafi. LÞ Biskupstónleikar Blásarakvintett Reykjavíkur og fleira í Kristskirkju Þaö var mikið um dýrðir í Landa- koti úm síðustu helgi. Þar var, eins og flestir ættu að vita, vígður bisk- up að viðstöddu innlendu og erlendu stórmenni og var þetta reyndar í fyrsta skipti í sögunni að hér var vígður kaþólskur biskup af íslenskum ættum. Hér var að vísu einu sinni vígður „postullegur vicarius" en hann var hollenskur. Það var Meulenberg sem starfaði hér fystur biskup eftir Jón Arason. Tónlist Leifur Þórarinsson í tilefni af þessu efndi Tónhstarfé- lag Kristskirkju til tónleika sl. sunnudagskvöld. Fékk það sér til halds og trausts Blásarakvintett Reykjavíkur, þessa fimm músík- sniHinga sem voru um daginn að sigra veröldina í Svíaríki og slógu öUum þarlendum við með því að blása Atla Heimi í 50 mínútur! Að þessu sinni léku þeir músík eftir Mozart, Beethoven og Gounod og fengu til þess með sér fjóra félaga sína úr Sinfóniuhljómsveit íslands. Og það verður sagt í einu orði, leik- ur þeirra var stórkostlegur. Þeir léku C-moll serenöðuna eftir Moz- art þannig að hver blásarasveit, hvar sem er í heiminum, gæti verið í „sjöunda himni“ og ekki síst þær aUra bestu. Hin verkin, Rondino eftir Beethoven og litla Blásarasin- fónían eftir Gounod, skiptu minna máU en ósköp hljómuðu þau þægi- lega og eins og hugur fylgdi veru- lega máli. Hafi nú alUr hlutaðeigandi stórar þakkir fyrir. LÞ Jón Sæmundsson verslunarmaður, Hátúni 4, Reykjavík, áður hrepp- stjóri á Hólmavík, sem andaðist á hjúkrunarheinulinu SunnuhUð mánudaginn 1. febrúar, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 10. febrúar kl. 13.30. Útfor Bjarnheiðar Sigurrínsdóttur, Skipholti 32, fer fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík í dag, þriðjudaginn 9. febrúar, kl. 13.30. Andlát Elísabet Kristófersdóttir frá Neðri- Hól andaðist í sjúkrahúsi Akraness 5. febrúar. Jónfríður Jónsdóttir frá Patreks- firöi, Öldugötu 27, Hafnarfirði, lést á Sólvangi 5. febrúar. Jón Ingimar Jónsson frá Hafnar- hólmi, til heimiUs að Hátúni 4, lést á Borgarspítalanum að kvöldi 5. febrú- ar. Guðjón Benediktsson vélstjóri, áður til heimiUs að Gunnarssundi 7, lést að Hrafnistu í Hafnarfiröi 5. febrúar. Theodóra Guðmundsdóttir, Brjáns- læk, andaðist í sjúkrahúsi Patreks- fjarðar 7. febrúar. Sturla Svansson, Langholtsvegi 164, Reykjavík, andaðist á heimiU sínu 4. febrúar. Ásdís Katrín Einarsdóttir lést í sjúkrahúsi ísafjarðar sunnudaginn 7. febrúar. Viðar Pétursson lést í Borgarspítal- anum 8. febrúar. Margrét Kristjánsdóttir lést á Sól- vangi, Hafnarfirði, aðfaranótt 8. febrúar. Tapað-Fundið Læða týnd úr Suðurhlíðum Hárflna er lítil gráyrjótt læða sem týnd- ist úr Suðurhhðum í Reykjavík. Hennar er sárt saknað og ef einhverjir vita hvar hún er niðurkomin þá vinsamlegast hringiö í síma 685243. AðaJfundur Aðalfundur íþróttafélagsins Leiknis verður haldinn í Menningarmiðstöðinni við Gerðuberg þriðjudaginn 16. febrúar kl. 20.30. Venjuleg aðalflmdarstörf. Laga- breytingar. Onnur mál. Aðalfundur kvennadeildar Flugbjörgunarsveitarinnar verður í félagsheimilinu miðvikudaginn 10. febrúar kl. 20.30. Mætum vel og stund- víslega. Tímarit Mjólkurpósturinn Út er komið 4. tbl. 2. árg. af tímaritinu Mjólkiupóstinmn, sem er fréttablað áhugafólks um brjóstagjöf í Kópavogi. Blaðið flytur fræðslugreinar um bijósta- gjöf og annað, sem varðar ungböm, • heilsu þeirra og velferð. Einnig flytur blaðið reynslusögur kvenna varðandi brjóstagjöf og hin ýmsu vandamál þeirra varðandi ungbömin. Blaðið er gefið út í 800 eintökum og er selt í áskrift en einn- ig dreift á helstu fæðingarstofnanir landsins svo og á þá staði, þar sem mæðraskoðun fer fram. Árshátíð Kvæðamannafélagið Iðunn verður með árshátíð sína í Drangey, Síðumúla 35, laugardaginn 13. febrúar nk. Húsið verður opnað kl. 19. Vekjum athygli á fjölbreyttri dagskrá. Á borðum verður góður þorramatur (ásamt öðrum veitingum). Dansað til kl. 03. Félagar era minntir á að tryggja sér miöa tímanlega, ekki seinna en 10. þ.m. Þá má panta hjá Grími Lárussyni í síma 11953 eða hjá Ragnheiði Magnúsdóttur í síma 84649. Mætum öll og tökum með okkur gesti. Fundir ITC deildin Irpa heldur fund í kvöld, þriðjudag 9. febrúar, kl. 20.30 að Síðumúla 17. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag þriðjudag. Kl. 14 félagsvist, kl. 17 söngæf- ing, kl. 19.30 bridge. Brú, félag áhugafólks um þró- unarlöndin efnir til fundar miövikudaginn 10. febrú- ar nk. kl. 20.30 í samkomusal Rauða krossins að Rauöarárstíg 18 (niðri). Fundarefni: Starfsemi Þróunarsam- vinnustofnunar íslands. Dr. Bjöm Dagbjartsson, fr.stjóri Þróunarsam- vinnustofnunar, flytur erindi um verk- efni sem nú er unnið að svo og framtíöaráformum stofmmarinnar. Fyr- irspumum svarað. Umræður, kaffiveit- ingar. Félagar era hvattir til að mæta og taka með sér annað áhugafólk. Tilkyniiingar Áætlunarferðum til Búðardals fjölgar Að höfðu samráði við heimamenn í Búð- ardal hefur Jóhannes Ellertsson sérleyf- ishafi ákveðið að fjölga áætlunarferðum milli Reykjavikur og Búðardals úr 3 í 8. Ekið er úr Búðardal 5 daga vikunnar, mánudag til fóstudaga, kl. 08. Auk þess era ferðir suður kl. 15.30. á þriðjudögum og kl. 17.30 á fimmtudögum eins og verið hefur. Á sunnudögum er ekið úr Búðar- dal kl. 17.30. Á laugardögum era engar ferðir. Frá Reykjavík er ekið 5 daga vik- unnar, mánudag til fóstudags kl. 18, en auk þess era brottfarir kl. 08 á þriðjudög- um og fimmtudögum eins og verið hefur. Sunnudaga er brottfór frá Reykjavík kl. 18. Komið er við í Borgamesi á báðum leiðum. Vonast er til að fólk kunni að meta þessa þjónustu og notfæri sér hana í auknum mæli. Saga borgar bílinn Hótel Saga býðm- nú öUum hótelgestum við komu og brottfor ákeypis akstur í ieigubíl til og frá afgreiðslu innanlands- flugs Flugleiða og Amarflugs og af- greiðslu BSÍ í Umferðarmiðstöðinni. í síðustu viku var undirritaö samkomulag miUi Hótel Sögu og Bifreiðastöðvarinnar Hreyfils um að Hreyfilsbflar annist þenn- an aksflu. Hótelgestir sem koma utan af landi geta því sest í næsta Hreyfilsbíl eða hringt um beinan Hreýfflssíma og pantað bíl sé enginn tíl reiðu. Við brottfor frá hóteUnu gildir sama regla, að gestir fá bíl þaðan til flugafgreiðslu eða Umferðar- miðstöðvar sér að kostnaðarlausu. Samkomulag þetta gildir í fyrsta áfanga til sumars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.