Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1988, Page 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Mike Tyson
- núverandi heimsmeistari í
þungavigt í hnefaleikum - ólst
upp í Harlem og lærði að slást
þar. í hverfi eins og Harlem
þurfa menn að kunna að slást
til að geta bjargað sér. Þrátt
fyrir að vera orðinn margmillj-
óner er Mike Tyson á sakaskrá
fyrir að misþyrma stöðumæla-
verði. Mike Tyson reyndi einu
sinni að kyssa fallega stúlku
sem honum leist vel á en hún
var því víst mótfallin og þegar
stöðumælavörðurinn fór að
skipta sér af því var hann rotað-
ur á staðnum.
Christopher Reeve
er nýbúinn að leika í.enn einni
myndinni um Superman. Hann
þótti víst hafa heldur bætt á sig
kílóum á milli mynda og var
því settur í líkamsrækt. Á einum
mánuði iókst honum að léttast
um 8 kíló og minnka mittismál-
ið um 7 sentímetra. Með
honum í nýjustu myndinni leik-
ur að sjálfsögðu Gene Hack-
man sem er orðinn fastur gestur
í myndunum um Superman
sem fúlmennið Lex Luthor.
Patrick Swayze
- leikarinn sæti sem er nýjasta
kyntáknið í Bandaríkjunum eftir
frammistöðu sína í myndinni
Dirty Dancing -fékk nýíega til-
boð frá frönsku tímariti um að
koma fram nakinn á síðum
blaðsins. Fyrir það átti hann að
fá 3,6 milljónir króna. Patrick
Swayze leist vel á hugmyndina
og var búinn að gefa jáyrði sitt
þegar eiginkona hans setti blátt
bann við öllu saman svo konur
heimsins verða sviknar um
dýrðina að þessu sinni.
Árshátíð
slökkviliðsmaima
Hjónin Bjarni Mathiesen og Rut Guðjónsdóttir sjást hér fyrir miðju en hjón-
in Sigurður Sveinsson og Theódóra Sveinsdóttir til hliðanna.
Þorstinn slökktur meö eldvatni hjá siökkviliðsmönnum, frá vinstri Gunnar
Sveinsson, Guðbrandur Bogason, Viggó Magnússon, Friðrik Þorsteinsson,
Þorsteinn Ingimundarson og Björn Gíslason.
Slökkviliðsmenn í Reykjavík héldu skemmti sér greinilega vel en senni- menntu á staðinn.
sína árlegu árshátíö fyrir skömmu, lega hafa þeir verið óhressir með að Ljósmyndari DV mætti á staðinn
og var hún haldin að Hótel Loftleið- geta ekki mætt, sem voru á vakt það og festi nokkur kát augnablik á
um. Árshátíðin var íjölsótt og fplk kvöld. Aörir slökkviliðsmenn fjöl- filmu.
Formaöur félags slökkviliðsmanna í
Reykjavik, Ármann Pétursson, og
kona hans, Kristín Dagbjartsdóttir,
voru meðal gesta.
DV-myndir S
Fergie gæti hugsanlega átt tvíbura eða jafnvel þríbura ef heppnin er með
henni nú í sumarlok. Símamynd Reuter
Veðjað um
kyn og tölu
Nú þegar ljóst er að hertogaynjan af Jórvík, Sarah Ferguson, á von á sér
og er komin um það bil þrjá mánuði á leið fara veðbankar af stað í Bretlandi.
í mörg ár hefur það verið siður hjá veðmálaskrifstofum að veðja um það
hvort kynið þaö verði þegar börn fæðast innan bresku konungsfjölskyldunn-
ar. Einnig er veðjaö um hvort það komi tvíburar eða þríburar. Síðast þegar
DV frétti af stöðunni þá voru hlutfóllin þannig: 1:1,8 að bam Söru og Andrews
verði strákur, 1:2 að það verði stelpa, 1:40 að það verði tvíburar og 1:250 að
þríburar muni líta dagsins ljós.
Vitað var aö Sara hefði leitað hjálpar læknisins Ferry Kenny til þess aö
geta eignast bam og hafði hann gefið henni frjósemistöflur. Það höfðu þó
ekki allir trú á þeim en þær virðast alla vega ekki hafa spillt fyrir. Alkunna
er að frjósemislyf auka líkumar á að fleiri en eitt bam komi í heiminn í einu.
Þess vegna gætu þeir sem setja peninga sína á tvíburafæðingu eða þríbura-
fæðingu grætt verulega ef þeir verða heppnir.
Fergie er ekkert farin að láta á sjá og stundar öll sín áhugamál af krafti
sem fyrr. Hún er nú stödd í Meribel í Frakklandi á skíðum en það er í frönsku
Ölpunum.
Hyggst hætta
hlj ónúeikahaldi
Rokkamman Tina Turner, sem nú er 48 ára gömul, er nú á tónleikafór
í Ástralíu. Á blaðamannafundi í Melbourne tilkynnti hún að þetta yrði í
síöasta sinn sem hún færi í tónleikafór og héðan í frá myndi hún ein-
beita sér að öðrum hugðarefnum sínum. Þar mun kvikmyndaleikur vera
efst á baugi.
Tónleikafór hennar nú er endir á mikilli maraþonferð hennar um heim-
inn, og hafa 1,7 milljónir manns komið til þess að horfa á tónleika hennar
í ferðinni. í borginni Rio De Janeiro í Suður-Ameríku setti hún aðsóknar-
met sem sennilega verður seint slegið. Á tónleika hennar þar komu 180
þúsund áhorfendur,-
Á blaðamannafundi hennar í Melbourne kom einnig fram að frumbyggj-
ar í Ástralíu heföu mikið reynt að fá hana til þess að styðja baráttu gegn
notkun fíkniefna, einkanlega því að sniffa lím. Það mun vera eitt alvarleg-
asta vandamálið sem blasir við frumbyggjum nú. Tina Tumer baðst undan
öllu slíku og sagðist ekki vilja láta blanda sér í pólitík á þessari stundu.
Rokkamman Tina Turner tilkynnti á blaðamannafundi í Ástraliu að hún
væri hætt öllu hljómleikahaldi og myndi nú snúa sér að kvikmyndaleik.
Símamynd Reuter